Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 134. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐID
Fimmíudagur 17. júní 1965
:-:-*>W:í:*W?*:^^                                                                                                              ¦  '^^ >:;>:'>¦'¦:¦:¦-:•:¦: ¦:¦>>;:?:¦:¦:
Fiskgengd minni
nú en áður var
ÞESSI fallega mynd sýnir
okkur tvær hliðar á náttúr-
unni. Annars vegar eru ham-
farirnar við Surtsey, bar sem
ný eyja er að rísa úr sæ, en
hins vegar er kyrrlátt líf súl-
unnar sem nýtur blíðunnar í
Hellisey ásamt brem ungum
sínum. Ljósm.: Snorri Snorra
FRÉTTABREF
IÍR HOLTUM
Mykjunesi, 14. júní.
VORIÐ hefur verið gott þótt
þurrviðrasamt væri og gróður
kæmi seint. Logn og stillur hafa
verið að staðaldri og því hið á-
kjósanlegasta sauðburðarveður.
Flestir gáfu fénu fram um 20.
maí, enda næturfrost af og til
fram til þess tíma og gróður var
lítill, nema á beztu túnum og
landi sem hafði verið brennt. En
gróður kom fljótt til eftir að
klaki var horfinn úr jröðu, en
hans gætti allt franr til þess síð-
asta.
Sauðburði er nú svo til lokið.
Víðast hvar var féð tvílemt, allt
£rá helmingi og upp í % ánna.
Lambadauði hefur sumstaðar ver
iH mikill hér í Rangárvallasýslu
*-  16 dagar í Grikklandi
ir  Þar af 5 daga sigiing um
Eyjahafið
ic  5 dagar í Kaupmannahöfn
GRIKKLAND
Kaupmannahöfn
22 dagar - Verð kr. 18.765,00
Brottför 12. ágúst
LOND'LEIÐIR
Aitalstrœti  8  simar — H2"!5
í vor, en á öðrum stöðm hefur
hans tæplega gætt. Blóðsóttin hef
ur verið á ferðinni.
Alltaf fækkar heldur mjólkur-
framleiðendum hér í Holtunum.
Til viðbótar þeim, sem hættu við
kúabú sín á síðastliðnu vori, hafa
tveir bændur til viðbótar nú
fargað kúm sínum og enn einn
mun bregða búi áður en langt um
líður. Ekki munu þessir bændur
þó flytjast á brott úr sveitinni
heldur snúa sér að öðrum at-
vinnurekstri. Eins og stendur er
sala á kúm léleg. Allt talar þetta
skýru máli um það að mjólkur-
framleiðslán er ekki eítirsóknar-
verð atvinnugrein eins og stend-
ur. Gæti vissulega svo farið að
mjólkurframleiðslan hér í sveit-
um austan Fjalls hætti. að full-
nægja markaðsþörfinni, ef svo
heldur áfram sem nú horfir hér
um slóðir.
Flest vorverk hafa verið með
seinna móti. Fámennt á bæjum,
en mörgu þarf að sinna. Búið er
þó að bera á tún og setja niður í
garða, en kartöfluræktin dregst
hér heldur saman í uppsveitun-
um. Aftur á móti aukast áburðar-
kaup, enda stækka túnin jafnt og
þétt en áburðarnotkunin er und-
irstaða nútímabúskapar.
Hér á bæ gerðist atburður um
sauðburðinn, sem mér er ekki
kunnugt um að gerzt hafi áður.
Hinn 16. maí bar fyrsta ærin.
Var það óíullburða lamb en lif-
andi, og furðu sprækt. Svo gerð-
ist það 24. maí að hin sama ær
bar öðru lambi, fallegu og full-
burða.
Mjög hefur grágæsin verið á-
leitin við túnin hér í vor. Fjölgar
Vagnsstöðum, 11. maí.
í DAG er hér hlýjasti dagurinn
á þessu sumri, og er óskandi að
þeir verði sem allra flestir svona
bjartir og hlýir, þá er vonin að
serai allra flestir njóti góðs af
erfiði sínu og starfi, bæði til sjós
og lands. Ekki var fiskur hér í
vetur á grunnmiðum frekar en
í fyrravetur eða síðastliðna vet-
ur. Ber það ljoslega vott um
þverrandi fiskigengd hér við
strendur þessarar sýslu, því ekiki
fæst lengur nokkur fiskur á
handfæri. Öðruvísi var það áður,
þá var langtum oftar að fiskur
fékkst bandóður á handfæri, sér
staklega var hér góður hand-
færafiskur eftir síðustu stór-
styrjaldir. Þá friðuðust fiskimið-
in svo vel að þau 10 árin, sem
styrjaldirnar geisuðu, voru það
aðeins íslendingar sem á þeim
veiddu, og þá aðeins með línum
og netum. Þá voru ekki komnar
til sögunnar störu þorskanæturn
ar, sem líklega verða til að upp-
ræta síðustu þorskatorfurnar í
sjónum. Manrii skilst að fiski-
sjárnar vísi á torfurnar máske
niður á 50—100 faðma dýpi og
þá og þar er þessum ógnar stór-
tækju þorsknótum dembt kring-
um torfurnar í sjónum og það
mikla vélaafl sem á hverju skipi
er notað af fullu afli. Er þetta
líklegasta leiðin til að upp*
ræta síðustu torfurnar kringum
strendur lands vors. Þó væri nú
bót í máli ef þorskanæturnar
væru vel stórriðnar. þær tækju
aðeins það stærsta af þorskinum
en skildu meðalstóran og smærri
fisk eftir en því mun varla að
heilsa. Ég þykist sjá þverrandi
þorskgengd hér við ströndina
með þessum stórvirku veiðitækj-
manna. Því svo hefur sjórinn
gefið mikið í þjóðarbúið, að
ómögulega má áusa svo gengdar
laust úr skauti hans að til þurrð-
ar gangi. Það sýnist þurfa að
hafa á því fulla gát, að fiski-
mið lands vors verði ekki þurnk-
uð upp af þorski.
Við skulum minnast orða skip
stjórans á skozika togaranum,
sem kom til Reykjavíkur á síð-
asta sumri. Hann var búinn a3
stunda linuveiðar á sínu skipi
í 10 árin síðastliðin við suður-
ströndina hér, og sagði að nú
væru 60% færri kymþroska fisk-
ar en fyrir 10 árum. Og hvaði
verða þeir mörg prósent eftir
næstu 10 árin með svona áfram-
haldi á veiðunum? Svo langt
sem við hér höfum sagnir af rak
alltaf á vetrum meira eða minna
af fiski á fjörur, og oft heill
bæði brimrotaður og selrifinn,
en nú rekur ekki svo mikið sena
Framhald á bls. 31.
Veglegar gjafir til
Seyðisfjarðarkirkju
henni ár frá ári og er sumsstaðar
orðin hreinasta plága. Nú er hún
búin að unga út. Hér um slóðir
eru dæmi til þess að gæsahjón
komi upp 7 ungum, svo ekki er
að furða þótt þeim fjölgi ört
Nú þegar vorverkum lýkur
snúa menn sér að marghát+uð-
um verkefnum á býlum sínum.
Ekki mun þó verða um neinar
stórframkvæmdir að ræða í ár,
en þær hafa verið allmiklar á
undanförnum árum. En nóg er að
starfa á hinum fámennu heimil-
um. — M. G.
Hafnarfram-
kvæmdir
á  Þingeyri
ísafirði, 15. júní.
í BYRJUN þessa mánaðar
hófust miklar framkvæmdir við
hafnargerð á Þingeyri. Sam-
kvæmt hinni nýju samgöngu-
áætlun Vestfjarða eru veittar 11
milljónir til þessarar hafnagerðar
og er ætlunin að vinna að mestu
leyti fyrir það fé í sumar og
haust.
Byrjað eir að gera hafn.argartS
innian til við gomiu bryggjuma
og verður hann 130 metra lang-
ur frasm, en síðan verður rekið
niður 60 metra langt stállþil horn
rétt á garöinn. Verður síðam graí
i'ð út úr þeim krika og myiid'aat
þar viðlegupiláss ag skjól fyric
fisikiskip, en stærri skipin geta
þá atihafratð sig við gömlu bryggj
una og fengið afgreiðslu þair.
Við þessar framkvæmdir stór
batoar öll aðstaða fyrir fisiki-
báta og til skipaafgreilðslu á
Þingeyri. Muin mikil aitvinna
skapast við þetta á staonum í
suimar Oig fram á haust. — H, T.
VTÐ guðsþjónustu á bænadaginn,
sunnudaginn 23. maí s.l. voru
Seyðisfjarðarkirkju afhentar veg
legar gjafir. Voru það altaris-
kross og altarisstjakar.
Altariskrossinn var gefinn til
minningar um hjónin Guðrúnu
Jóhönnu Jónsdóttur og Brynjólf
Arnbjarnarson, sem lengi bjuggu
á Þórarinsstaðaeyrum við Seyðis
fjörð og son þeirra, Siglþór.
Gefendur voru börn og tengda
börn þeirra hjóna. Afhending
gjafarinnar var í tilefni þess að
hundrað ár eru liðin frá fæðingu
Guðrúnar.
Altarisstjakarnir voru gefnir
til minningar um Margréti Tqmas
dóttur, prófastsfrú á Seyðisfirði,
sem lézt 23. marz 1964.
Voru þeir gefnir af Kvenfélagi
Seyðisfjarðar, en frú Margrét var
um maigra ára bil formaður þesa
félags.
Munir þessir munu vera með
hinum veglegustu í kirkju hér á
landi. Eru þeir smíðaðir í Eng-
landi og hafði biskupsritari milli
göngu um útvegun þeirra.
Á undanförnum árum hefur
það færst mjög í vöxt, að menn
gæfu kirkjunni gjafir.
Árið 1960 stofnaði Kvenfélaa
Seyðisfjarðar sjóð, sem verja
skyldi til fegrunar á kirkjunnL
Sjóði þessum hafa síðan borizt
gjafir frá mörgum einstakling-
um og fyrirtækjum. Hefur kver»
félagið sjálft lagt þar mest af
mörkum. Einnig hefur Kvenfé-
lagið „KVIK" gefið verulegar
fjárhæðir til sjóðsins.
Hinir nýju munir á altari SeyðisfjarSarkirkju.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28