Morgunblaðið - 27.06.1965, Blaðsíða 32
Sumarútflutningnum
á hrossum seinkar
Hin nýja FokkerFriendship flugvél Flugfélags íslands kom í fyrsta skipti til Vestmannaeyja
á föstudag. Áður höfðu ýmsa r lagfæringar verið gerðar á flu gbrautinni. Myndin sýnir Vest-
mannaeyinga fagna komu vélarinnar. — (Ljósm. Mbl. Sigurgeir).
BÆNDUR MUNU ÞURFA AÐ HELLA MJÓLKINNI
UM þessar mundir .er fyrirtæki
Sigurðar Hannessonar & Co að
kaupa hross til útflutnings, en
Sambandið flytur þau út. Eru 16
Sföðva benzín
o§ olindrelfingu
í 2 daga
STJÓRN og trúnaðarmanna-
ráð Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar hafa boðað
tveggja daga vinnustöðvun
þ. 5. og 6. júlí n.k. hafi samn-
ingar ekki tekist fyrir þann
tíma, hjá olíufélögnunum
þremur. Nær vinnustöðvun
þessi til allra verkamanna,
sem starfa hjá olíufélögunum
bifreiðastjóra, áfyllingar-
manna, benzínafgreiðslu-1
manna og annarra. I
“T axtirm“ekki
viðurkenndur á
Vopnafirði
í DAG verður fundur í Verka-
lýðsfélaginu á Vopnafirði, þar
sem samningamáiin verða rædd.
Atvinnurekendur á Vopnafirði
hross á förum sjóleiðis til Eng-
lands, en þau hafa verið keypt
fyrir norðan og í Árnessýslu.
Þá er áformað að senda 40
hross til Þýzkalands og Sviss og
verið að kaupa þau í sveitunum.
En bæði vegna ótta við verkfall
og eins vegna seinkunar á skipa-
ferðum, sem þegar er orðin af
vöidum stöðvunar á yfirvinnu
o.fl., er óvíst hvenær af verður.
Áttu hrossin fyrst að fara 19.
júní, en nú er að minnsta kosti
orðin mánaðar seinkun á því.
Öll þessi hross eru nokkuð tam-
in. Doks er ætlunin að enn fari
hrossasendingar í ágúst og sept.
Yfir sumarmánuðina eru hross
in send með skipum, en á vetrum
með flugvélum, ef einhver fara.
T.d. voru 44 hross send með flug
vél í marzmánuði.
Sáttafundir
í GÆR voru fundir í undir-
nefnd vinnuveitenda og verka-
lýðsfélaganna í Rpykjavík og
Hafnarfirði.
Fundur er boðaður með járn-
smiðum, blikksmiðum, bif-
reiðasmiðum og skipasmiðum á
mánudag. Þá verður einnig fund
ir með fulltrúum sjómanna.
SELJATUNGU, 26. júní — Næst-
komandi þriðjudag verður sólar-
hrings verkfall í mjólkurbúi
MBF á Selfossi. Eru það verka-
lýðsfélögin hér eystra sem eru
að refsa MBF fyrir að hafa gerzt
aðilar að samtökum vinnuveit-
enda.
Bændum skilst að þennan dag
muni engin mjólk verða sótt, en
um það hefur þeim þó ekkert
verið tilkynnt. Komi til verk-
fsllsins mun mjólk verða mjög
víða hellt niður þann daginn, því
bændur hafa ekki aðstöðu til að
vinna úr mjólkinni heima á bú-
um sinum.
Slíkt hefur ekki komið áður
fyrir, en þess eru þó dæmi frá
Reykjavík,' en þar var mjólk
hellt niður í desember-verkfalli
á árinu 1952 —. Gunnar.
Þjóöminjasafnið rannsakar
hafa ekkí viðurkennt „taxta“
þann, sem verkalýðsfélagið aug-
lýsir og er því fregn Þjóðvilj-
ans um það í gær röng .
Viðræðufundur var með
vinnuveitendum og fulltrúum
verkalýðsfélagsins á Breið-
dalsvík, en fregnir höfðu ekki
borizt af honum, þegar blaðið
fór í prentun.
Bræla
á miðunum
BRÆLA var á síldarmiðunum í
fyrrinótt. Flest skip voru í höfn
eða í landvari. Engin veiði var.
sögualdarbústað í Hvítárholti
MEÐAL þeirra styrkja sem
Vísindasjóður veitir á þessu ári
er 30 þús. kr. styrkur til Þjóð-
minjasafnsins til að vinna að
rannsóknum á sögualdarbústað
á Hvítárholti í Hrunamanna-
hreppi. í tilefni af þessu átti Mbl.
tal við Kristján Eldjárn þjóð-
minjavörð og sagði hann. að í
fyrra hefði Þór Magnússon unn-
ið að greftri í Hvítárholti og fund
ið þar rústir af allstórri skála-
byggingu og baðhúsi. Þarna virt-
ist vera talsvert meira af minj-
um frá söguöld, og væri Þór' far-
inn austur til frekari rannsókna.
Aðspurður sagði Kristján, að
hann teldi ekki líkur á að sýnis-
horn af uppgreftinum yrði send
ur utan til aldursgreiningar, þar
sem auðséð væri af ýmsu, frá
hvaða tíma rústirnar væru, þ.e.
einhvern tíma frá 10. öld. —
Kristján sagði, að rústirnar væru
nokkurn spöl frá bænum sem
núna er í Hvítárholti og hefur
verið á síðustu öldum, og hefði
ekki áður verið vitað um bæ
á þeim stað.
Rústirnar kvað Kristján bera
vott um, að þar hefði aðeins einn
bær staðið. Sennilegt væri, að
fyrsti bærinn hefði verið ristur
iþar, en síðan hefði bæjarstæðið
verið flutt þangað sem það er
ifú. Kristján sagði auðvelt um
rannsóknir í Hvítárholti, þar sem
ekkert rask hefði orðið, þar sem
rústirnar eru.
Fundir á Selfossi
og í Reykjavík
í GÆR áttu fulltrúar vinnu-
veitenda fund með fulltrúum
Dagsbrúnar vegna boðaðrar sól
arhrings stöðvunar við dreifingu
mjólkur n.k. þriðjudag 29. júní
Fundur var einnig á Selfossi
með fulltrúum verkalýðsfélag-
anna í Árnessýslu vegna þess
máls s.l. föstudag.
Ekkert samkomulag hefur enn
tekizt.
Þegar Páll Helgason gekk á land í Syrtling hinn fyrri, sem h varf á diigunum tóku félagar
hans margar myndir af atbur ðinum .Meðfylgjandi mynd sýn ir Pál í gúmmibátnum á leið út
að bát sínum, Jóni krók, eft ir að hann hafði gengið á iand í eyjuna.
^IðtmnUlttsMð
fylgir blaðinu í dag og er efni hennar
sem hér segir:
bls.
— 1 James K. Penfield, sendiherra,
segir frá dvöl sinni á G-rænlandi
— 2 Svipmynd: Montgomery.
— 3 Skapgerðarleikkonan, smásaga
eftir Hasse. Z.
— - Úr ríinum af Pétri Hoffmann,
eftir Sveinbjörn Beinteinsson
— 4 Grófin, eftir Árna Óla.
— 5 Eiríkur XIV, e^tir Jón Kristvin
Margeirsson, síðari hluti
— - Rabb, eftir sam.
— 7 Lesbók Æskunnar: Undirbún-
ingur útvarpsefnis o.fl.
— 8 íslenzk heimili: Við vonum að
það verði gott veganesti.
— 9 Gísli J. Ástþórsson: Eins og mér
sýnist.
— 10 Fjaðrafok.
— 13 Sögur ai Ása-l>ór, teikningar
eftir Harald Guðbergsson.
— 15 Ferdinand.
— 16 Krossgáta og Bridge.
Guðmundur J.
Hlíðdal, látinn
Guðmundur J. Hlíðdal fyrrum
póst- og símamálastjóri er lát-
inn. Hann var fæddur 10. febr.
úar 1886 í Gröf a Vatnsnesi,
lauk 4. bekkjarprófi frá Lærða
skólanum í Reykjavík 1904, <>g
var síðan við nám í rafmagns-
fræði í Þýzkalandi til 1909.
Hann var verkfræðingur hjá
vita- ctg hafnamálastjórn 1914
til 1920 og verkfræðingur Lands
símans frá 1924. Landssímastjóri
varð Guðmundur frá 1931 og
póst- og símamálastjóri 1935
til 1956, auk þess sem hann
gegndi fjölmörgum öðrum trún-
aðarstörfum.
Guðmundur J. Hlíðdal var
kvæntur Karólínu Þorvaldsdótt-
ur sem er látin fyrir nokkjum
árum.