Morgunblaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 1
32 síðtir t»y Lesbolc Anna Maria ól dóttur. Hfikill fögnuður í Grikklandi BANDARlSKU geimfararnir stipra út úr Loftleiðavélinni Leifi Ei- ríkssyni á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun. Með þeim á myndinni «r Jóhannes Markússon, flugstjóri. (Ljósm. Sv. Þ.). Korfu og Aþenu, 10. júlí (NTB) ANNA MARIA, Grikklands- drottning, ól dóttur klukkan 5,10 í morgun (ísl. tími) í sumarhöll konungsf jölskyld- unnar, Mon Repos, á eyjunni Korf u- Voru Konstantin Grikkjakonungur og móðir drottningar, Ingrid Dana- drottning, viðstödd fæðing- una. Nýfædda prinsessan, sem verður ríkisarfi Grikklands þar til ef konungshjónin eign ast son, vó 4,4 kíló. Anna María er yngst dætra dönsku konungshjónanna, að- eins tæplega 19 ára. Giftist hún Konstantín konungi hinn 18. september í fyrra. Grikkjum var þegar tilkynnt um fæðinguna með því að skotið var 21 fallbyssuskoti. Hefði barnið vérið drengur átti að skjóta 101 skoti. Konstantin kon- ungur tilkynnti sjálfur við- stöddum fréttamönnum á Korfu um fæðinguna, en hirðmarskálk- urinn tilkynnti atburðinn í Aþenu. Var tilkynnt að móður og dóttur liði báðum vel. Hafa grísku konungshjónin dval- ið í einn mánuð á Korfu meðan ríkisarfans var beðið, enda búizt við barninu fyrr. Tvær læknar voru hjá drottn- ingunni í nótt, en um klukkan eitt (ísl. tími) var sent eftir fæð- ingalækninum, prófessor Niko- las Louros. Kom hann strax til hallarinnar ásamt barnalæknin- um Spyros EVoxiades. Rúmum fjórum tímum seinna fæddist svo prinsessan. Kosningaréttur blökku- manna tryggður Washington, 10 júlí (NT,3) FU LLTRÚ ADEILD Bandaríkja- Vonast allir til aö verða fyrstir til tunglsins Fimin bandariskir geim- farar komu til landsins i gær FIMM hinna eliefu bandarísku i # Sólarhring á tunglinu. geimfara, sem verða hér við æf- ingar næstu daga, komu til lands ins um 11-leytið í gærmorgun með Loftleiðafiugvéiinni Leifi Eirikssyni frá New York. Þeir, *em komu í gærmorgun voru, W. Anders, A. Bean, R. Chaffee, I>. Eisele, R. Schwieckart og í fylgd með þeim var blaðafull- (rúi NASA, Geimferðastofnunar Bandarikjanna, Jack Riley að Hafni. í>að var rigningarsuddi á Kefla víkurfiugvelli, þegar geimfararn- jr komu, en veðrið virtist ekki hafa nein áhrif á þá og tóku þeir glaðlega kveðjum fulltrúa bandariska sendiráðsins, varnar- liðsins og Loftleiða er þeir gengu frá borði í fylgd með Jóhannesi Markússyni, flugstjóra. Þegar þeir félagar höfðu gengið inn í vegabréfsskoðunina, fóru þeir upp á loft í flugstöðinni til að verja nokkrum mínútum í við- töl við blaðamenn. Kvikmynda- tökumaður frá United Press fékk einn þeirra til að taka upp úr íerðatösku sinni æfingabúning merktan geimferðastofnuninni, en hinir ræddu við fréttamenn blaða og útvarps. Fréttamaður Mbl. náði tali af Alan L. Bean, sem er flugvéla- verkfræðingur að menntun og er nú yfirforingi í sjóhernum. Hann Alan L. Bean hefur hlotið margháttaða flug- þjáifun, m.a. stundað reynslu- fiug. Er hann kvæntur eins og aliir hinir geimfararnir og á tvö börn. — Ég hiakka mikið til að gera jarðfræðilegar athuganir á ís- landi, éri eins og þlð sénniléga William A. Antders vitið, þá er jarðfræðinám mik- ilvægur þáttpr í þjálfun okkar. Fyrir tveim vikum lukum við æfingum í Alaska, en höfðum áð- ur stundað þjálfun á Hawai og í Oregonríki. Þó að við höfum þegar hlotið ýmsa undirstöðu- þekkingu, teljum við samt, að íslandsferðin verði okkur mjög lærdómsrík, því að hér er senni- lega margt að sjá, sem við eigum ef til vill eftir að kynnast í tunglferðum. Mörg íslenzku hraunanna eru svo ný, að þau hafa lítið verðrazt, en um veðr- un er ekki að ræða á tunglinu. — Hvernig verður fyrstu tungl ferðinni háttað? I fyrstu tunglferðina fara þrír menn, einn sem er eins konar /flugstóóri, annar siglingafræð- ingur og sá þriðji sér um kerfis- Framh. á bls. 31 þings samþykkti í gær lagafrum varp, sem miðar að því að tryggja blökkumönnum atkvæð- fcrétt í Bandarikjunum. Frum- varp þetta hafði áður verið sam þykkt í Öldungadeildinni. Samkvæmt frumvarpi þessu verða yfirvöld í ríkjunum Ala- bama, Mississippi, Louisiana, Georgia, Suður-Carólina, Virgi- nia og hluta Norður Carolina að hætta að krefjast þess að blökku menn gangi undir sérstök skrift- ar- og lestrarpróf til að öðlast kosningarétt. Frumvarpið var samþykkt í Fulltrúadeildinni með 332 at- kvæðu mgegn 85. Verður það að lögum þegar Johnson forseti stað festir það með undiskrift esinni einhvern næstu daga. Fjölskyida Konstantíns korr ungs var öil stödd í Mon Repos höllinni, en aðeins móðir drottn- ingarinnar. Strax eftir fæðing- una hringdi Ingrid drottning til manns síns, Friðriks Danakon- ungs, til að láta hann vita um þetta fyrsta barnabarn þeirra. Var Friðrik staddur á konungs- snekkjunni í höfninni í Arósum, ásamt dóttur sinni Benediktu prinsessu. Svaraði Benedikta símahringingunni og vakti strax föður sinn. Fyrirhugað er að Friðrik konungur fari til Korfu á þriðjudag til að heimsækja-* 1 dóttur sína og dóttur-dóttur. Framh. á bls. 31 IVIIG þotur skotnar niður Saigon, 10. júlí (AP) BANDARÍSKAR þotur gerðu í morgun loftárásir á stöðvar í Norður Vietnam, meðal annars á stöð eina 140 km. fyrir norð-vestan Hanoi. Hafa aldrei fyrr verið gerðar árás ir á stöðvar svo norðarlega. í einni árásinni sáu banda- rísku flugmennirnir tvær or- ustuþotur, sennilega úr flug- her Norður Vietnam. Voru þær af gerðinni Mig-17S. Skutu bandarískar Phantom þotur báðar Mig þoturnaar niður um 65 km. suður af HSanoi. Bandarísku flugmennirnir segja að loftárásirnar í dag hafi borið góðan árangur. Hafi þeim m.a. tekizt að sprengja tvær brýr og fimm geymsluskála í Yen Son, þar sem geymd voru skotfæri. Allar bandarísku vélarnar komust heilu og höldnu heim. Grunur um sprengju í flugvélinm, sem fórst í Kanada Vancouver. Kanada, 10. júlí (AP—NTB). RANNSÓKN er hafin á flugslys inu, seni varð fyrir norð-aust- ,an Vancouver í gær, og er talið hugsanlcgt að sprengju hafi ver- ;ð komið fyrir í DC 6B vélinni frá Canadian Pacific Airlines, því sjónarvottar segja að mikil sprenging hafi orðið í henni áður en hún hrnpaði til jarðar. Með vélinni fórust 46 farþegar og sex manna áhöfn. Flugvélin hafði farið frá Vancouver klukkan 3,30 síðd. I fyrstu gekk ferðin vel, og var flogið í 15 þúsund feta hæð. En klukkan 4,55 hrópar flugstjór- inn, John Alfred Steele, alþjóða neyðarkallið „Mayday“ þrisvar í taistöð véíarinnar. Fleira heyrð ist ekki frá henni, og um leið sást í ratsjám nærliggjandi flug- valla að vélin hrapaði. Talsmenn flugfél. Canadian Pacific Airiines segir að of snemmt sé að dæma um það hvort sprengja hafi grandað vél- inni. En sérfræðingar hafa verið sendir á slysstaðinn til að rann- saka brakið. Sjónai vottar segja, að vélin hafi flogið yfir vinnustðövar skógarhöggsmanna þarna í grenndir.ni, og allt virzt í lagi. En skyndilega hafi orðið mik- il sprenging í vélinni, sem hafi spiundrað stéli hennar. Um leið þeyttust nokkrir far- þeganna út úr vélinni og féllu til jarðar. Flugvélin flaug stél laus í örstutta stund, en hrapaði siðan. Litíar skemmdir urðu á farþegakiefa vélarinnar þegan vélin lenti á jörðinni, en eldur hafði svdðið klefann að innan. Voru fimmtán farþegar bundn ir í sæti sín þegar að var kom- ið, en ekki var unnt að þekkja líkin vegna þess hve brennd þau voru. — Meðal farþeganna var ungúr norskur skógræktarfræð ingur, Helge Rognerud, kona hans, Liv, og börn þeirra .hjóna, Kristi þriggjá árá bg Eliing ársgamali.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.