Morgunblaðið - 28.07.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.07.1965, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 28. ffilf 1965 MORGUNBLAÐIÐ 3 SÖLIN hellti geislaflóði sínu yfir Rivieru Reykvíkinga- Nauthólsvík, þegar Ijósmynd ari Míbl. átti leið þar um í fyrradag. Fjöldi fólks notaði sér veðurblíðuna til þess að ná af sér hvíta hörundslitn- um, aðallega þó mæður með böm sín. Innan um voru’ þó nokkrar ungar og fallegar stúlkur. Á meðan sóldýrkend- ur skvömpuðu í flæðarmálinu eða lágu og sóluðu sig, tóku þrír ungir menn, sem þarna voru, veðurblíðuna inn í skömmtum af flöskustút Vakti þetta að sjálfsögðu mikla eftirtekt barna, sem fylgdust vel með aðgerðun- um. Nauthólsvíkin er að verða ákaflega vinsæll baðstaður á góðviðrisdögum eins og í fyrradag. I>ar safnast reyk- vískar mæður saman með böm sín og ræða vandamál hins daglega lífs á meðan börnin skvampa og leika sér. í>á koma í Nauthólsvík ungar stúlkur, sem þurfa að fá sér dálítið brúnt hörund, sem fer vel við ljósa sumarkjóla. Karl Ekki vitum við hvað þessi fallega stúlka heitir, enda skipt- ir það ekki máli. Myndin er góð og þarfnast ekki skýringa. Nauthdlsvík SMSTFINAR Sami leiðari í sex daga Morgunblaðið vill ekkert um það segja hvort ritstjórar Tím- ans eru allir í sumarfríi eða frjó- semi hugans í þeim herbúðum ekki meiri, en staðreynd er það, að síðustu sex daga frá miðviku- deginum 21. júlí til þriðjudags 27. júlí hefur sami leiðarinn birzt í Tímanum með mismun- andi tónbrigðum, að vísu. Þessl gagnmerki leiðari, sem endur- prentaður hefur verið fimm sinn- um (til þessa) fjallar um »of- sköttun“, sem er leiðinlegt orð, sérstaklega úr penna Framsókn- armanna. Um það skal ekkert sagt, hvor skýringin er hin rétta og kannski er til sú þriðja. Tíma- menn vita auðvitað, að skatt- skráin kemur út innan skamms og hugsanlega eru þeir nú að reyna að kynda upp nýjan skatta eld, minnugir kenningar Göbbels sáluga um, að endurtaka þurfl lygina nógu oft, og þá verði henni trúað. En er þessi glímuskjálfti ekki heldur fljótt á ferðinni. Fyrir þá, sem lesa leiðara dagblaðanna er svo skelfing leiðinlegt að lesa þetta staut í Tímanum dag eftir dag. Hvernig væri að veita mönn um svolitla tilbreytingu. Eru, taugarnar Þau voru að lelka sér i fíæð armálinu. EINS OG áðnr hefur verið skýrt frá hér í blaðinu voru ensku spilararnir Reese og Schapiro kærðir yfrir að nota fingratákn í Heimsmeistarakeppninni, sem fram fór í Argentínu. Var þeiim vikið úr keppninni og leikir ensku sveitarinnar dæmdir tap- aðir. Alþjóðabridgesambandið óskaði eftir, að enska bridgesam bandið léti rannsaka málið og var því kunnum lögfræðingi, Sir John Foster, falið að stjórna þessari rannsókn. Var fyrst reiknað með að rannsókn þess- ari yrði lokið um miðjan ágúst, en þar sem nokkur vitni frá Bandaríkjunum geta ekki komið til London fyrr en í septembei er ekki reiknað með að niður- stöður liggi fyrir fyrr en í októ- ber. Enska bridgesambandið hefur nýlega valið sveit þá, sem keppa á í kvennaflokki í Evrópumótinu, sem fram fer í Ostende í Belgíu í september nk. Sveitin er þann í ólagi Eitthvað virðast taugamar vera í ólagi hjá forystumönnum Framsóknarmanna og kommún- ista þessa dagana, a.m.k. ef marka má skrif málgagna þeirra. Fram eftir öllu sumri börðust þeir örvæntingarfullri baráttu til þess að koma í veg fyrir samn- inga við verkalýðsfélögin og knýja fram löng verkföll. Það tókst ekki, verkalýðsfélögin sömdu. Þá kom síldardeilan eins og af himnum send, en hún leyst- ist eftir örfáa daga, nú tönnlast Tíminn dag eftir dag á „ofskött- un“, en Þjóðviljinn er skrifaður daglega eins og nú eigi’ sér stalð stórkostlegar verðhækkanir. Hver hefur talað um verðhækk- anir að undanförnu? Enginn nema Þjóðviljinn. Hann rífst við sjálfan sig og spyr: Verður gerð almenn tilraun að svipta verka- menn þeim ávinningi; sem vannst í kjarasamningunum í sumar? Hver talar um það. Hef- ur ríkisstjórnin ekki marg ítrek- að, að hún vilji bæta kjör lág- launafólks m.a. með styttum vinnutíma og hefur það ekki ver- ið gert? Hefur Morgunblaðið ekki hvatt til þess, að verðlaginu í landinu verði haldið niðri? Það fer ekki á milli mála, að það eru kommúnistar einir, sem tala um verðhækkanir. Er það af hollustu við verkalýðinn. Eða eru þeir kannski að reyna að kynda undir verðbólgueldinn. Vilja þeir kannski eyðileggja árangurinn af samningunum í sumar. Er reið in ekki enn runnin af Einari Ol- geirssyni og kommúnistalýðntun í Tjarnargötu vegna samning- anna sem Guðmundur J. gerði. Eða er þetta allt saman bara örvæntingarfullt fálm út í loft- ið þegar þessir herramenn sjá, að ríkisstjórnin hefur aldrei verið sterkari en nú og ajlar tilraun- ir þeirra til þess að koma henni frá með óþjóðhollu eyðileggingar starfi, hafa farið út um þúfur. ig skipuð: R. Markus; D. Shana- han; D. Durran; P. Juan; T. Harr is og P. Williams. Fyrirliði er H. Franklin. Keppni um sæti í sveitinni, sem spila mun í ppna flokknum stendur nú yfir og mun ljúka 1. ágúst. Kepp't er í tvímenning i sveitakeppnisformi og eru þessi pör efst: 1. J. Cansino og J. Collings Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.