Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MiSvikudagur 28. }u!í 1965

MORGUNBLAÐIÐ

11

Sr. Jón Hnefill Áðálsteinsson skrifar

AUSTURLANDSBRÉF

E: kifirði  1. júlí.

ÞÉTTUR reykurinn byltist

én afláts upp úr tveimur stromp

um verksmiðjunnar. í logni leit-

ar hann upp á við með jöfnum

Ihraða unz hann sameinast þok-

unni, sem grúfir lágt yfir fjörð-

inn, svo að lokum veit maður

ekki hvort það er þoka og reyk-

ur, eða bara reykur, sem liggur

yfir bænum. Blási vindur hverf-

ur reykurinn hins vegar ekki

eins auðveldlega. f hafgolunni

eteypir hann sér yfir húsin í

norðurhlíðinni, smýgur inn um

glugga eða milli stafs og hurð-

ar, fyllir herbergi, skápa og vit

manna. Og þer situr úldin

bræðslufýlan tímum og jafnvel

sólarhringum saman. Óþef legg-

ur af fötum og úr skápum, mönn

um slær fyrir brjóst og remman,

menguð bakteríum, situr í háls-

inum. Næsta dag hefur vindur-

inn breytt um stefnu og þá eru

það ef til vill húsin í suðurhlíð-

inni, sem fá að kenna forsmekk

bræðslufnyksins. En eitt er víst:

Hvaðan sem vindurinn blæs

kemst     verksmiðjureykurinn

ekki leiðar sinnar upp í loftið

án þess að koma fyrst við í ein-

hverjum húsum, einhverjum

mannabústöðum. Og hlýtur svo

að verða þegar síldarbræðslum

er valinn staður í miðjum íbúð-

arhverfum. En svo undarlegt

sem það er til afspurnar, hefur

einmitt þetta gerzt í flestum

kauptúnum og kaupstöðum hér

á Austurlandi og það nú á síð-

ustu árum. Síldarverksmiðjur

hafa verið settar niður inni í

bæjunum og gjarna valinn stað-

ur í miðri byggðinni eins og til

að tryggja, að einhverjir íbú-

anna hafi jafnan bræðslufnyk-

inn í vitum sér.

Það er engu líkara, en að þeir

menn, sem skipulagt hafa kaup-

túnin hér á Austturlandi, hafi

alls ekki gert ráð fyrir fólkinu.

Og nú á allt skipulag að vera

í höndum hins- opinbera, og

mætti ætla, að þeir menn, sem

um þetta fjalla, kynnu að greina

á milli athafnasvæðis og íbúð-

arhverfis. Starfhæf og starfandi

framieiðslutæki eru hverjam

stað lífsnauðsyn, en þeim má

ekki vera þannig fyrirkomið, að

þau geri íbúunum ólíft á staðn-

um. Því miður liggur við að svo

sé nú til háttað víða á Au3t,fjörð-

li].;.

^.ræðslufnykur er manna á

meðal kallaður peningalykt og

Bitur sjálfsagt ekki á neinurn að

amast við þeirri björg, sem hann

beint og óbeint færir í bú. En

hitt má hver maður sjá, að sfld-

ai bræðslurnar hefðu verið betur

seitar ögn utan við kauplúnin,

því ekki er mikið fyrirtæki né

kostnaðarsamt, að aka starfs-

mönnunum til og frá, enda viða

gert hvort 'eð er. En þá er spurn

ingin þessi: Er engin leið til að

losna við bræðslufýluna enda

þott verksmiðjurnar séu á sínum

stað? Sumir halda, að málið

leysist ef strompárnir eru hæitk-

aðir nægílega, en aðrir telja að

það hafi ekkert að segja. En

væri það ekki a.m.k. tilraun til

að létta af óþægindum? Þessu

er hér með komið á framfæri til

réttra aðila. Hér er brýnt verk-

efni, sem krefst úrlausnar. •

•

Siidveiðarnar fyrir Ausiur-

landi hafa á nokkrum árum ger-

breytt lífi manna hér á Aust-

íjörðum. Hér var kyrrstaða,

deyfð og jafnvel afturför, en

með tilkomu síldarinnar hefur

íramtak og dugnaður verið drep

ið úr dróma. Síldarbræðslur eru

nú komnar á alla firði hér

eystra frá Bakkafirði til Djúpa-

vogs nema á Stöðvarfjörð og

Mjóafjörð. En raddir eru uppi

um að líka þurfi að koma bræðsl

ur á þessa staði og er það að

sjálfsögðu réttlætiskrafa. Því af

staða til síldarsöltunar er snöggt

um lakari þar sem flytja þarf

úrgang langa leið til bræðslu.

En á þessum uppgangstímum

er eins og mönnum hugsist ekki

eins og æskilegt væri, að beina

kröftum að öðrum verkefnum

jafnhliða síldinni. Mörg eru

verkefnin aðkallandi, ef líf

manna hér um íioc'ir á að verða

sambærilegt við þao sem annars

staðar gerist. Þjónusta er hér á

mörgum sviðum af. svo skornum

skammti, að ókunnugum þvkir

ótrúlegt og verzlun og samgöng-

um er ábótavant þó þar hafi

raunar örlað á umbótum á síð-

ustu tímum. Hér við bætist. að

vegir eru líklega hvergi verri á

landinu en á Austurlandi, og

hafa þeir þó víst aldrei verið

verri en nú í surnar. Og uadar-

legt er það, að pví meiri gjalJ-

eyristekna, sem af?að er héðan,

því minni hluti þjóðarteknanna

fer hingað hlutfailslega til vega-

gerðar og vegavjííbalds.

Síldarsöltun og síldarbræðsla

eru arðbærar atvinnugreinar,

en ekki að sama skapi hagkvæm

ar til að byggja upp efnahags-

afkomu heilla landshluta. Óstóð

ugleiki og óvissa, sem er aðal

síldarinnar, setur brátt mark

sitt á líf manna og framkvæmd-

ir þar sem síldin leggst að. Þeg-

ar menn eru spurðir um athaín-

ir sínar og frumtíðaráform, er

svarið: „Það er undir síld.am

komið". Og á sama hátt miða

sveitarfélögin áætl.^nir síh^r og

framkvæmdir við hvernig ye^ð-

ast  muni,  því  útsvör  og aðrir

tekjustofnar s\eitarfélagar>na

eru líka til ííidarteknanna sóttir

Þannig verða æ fleiri aðilar þátt

takendur í voganarspili síldar-

happdrættisias. Meðan næg síld

veiðist gerir þetta ekki svo mik-

ið til. En þegar srdarleysis fer

aftur að gæta, sem getur orðið

hvenæ'r sem er, i erða erfiðleik-

arnir því meiri því fleiri, sem

þá verða orðnir háðir þessum

ótrygga og óvissa atvinnuvegi.

Skjótteknar tekjur síldarverk-

unar koma heldur hvorki þess-

um lahdshlma né fólki hér að

eins góðum notum og æt^a

mætti. Má þar fyrst nefna, að

hér eystra er yfirleitt ekki hægt

að fá þær vörur eða þá þjónustu,

sem fólk vill 'fá fyrir sína pen-

inga. Afleiðingin verður, að þeir

sem ekki eiga heima annars stað

ar, gera sér ferð til höfuðborg-

arinnar til að koma síldarhýr-

unni í verð. Það fc, sem menn

þannig ferðast til að eyða í öðr-

um landshlutum, gæti haidíi

uppi þó nokkurri þjónustu tjc

heima og stutt þjónustufyrir-

tæki, ef á stofn væru sett. Þá er

einnig mikið uin það kvartað

hér um slóðir nú, að börn og

unglingar hafi alltof mikla pen-

inga handa á milli, sem pau að

sjálfsögðu kunna á engan hátt

með að fara, en eyða í óþarfa,

sjálfum sér til skaða og öðrum

til ama og leiðinda. Er hér um

að ræða vandamal, sem nauð-

syn ber til að taka til meðferð-

ar fyrr en seinna.

Reykinn leggur upp af síldavver ksmiðjunni á Seyðisfirði.

Framkvæmdir hér á Austur-

landi beinast nú að síldarmót-

töku og síldariðnaði annars vegr-

ar en hins vegar er þeim eink-

um beint að byggingu ibúðar-

húsnæðis. Er hvarvetna í stöð-

um Austurlands mikið kapp lagt

á að koma upp íbúðarhúsum

og háir skortur fagmanna helzl

framkvæmdum. Er það vel að

mönnum  skuli  gefast  kostur  á

að koma sér upp sómasamlegu

húsnæði, en hitt liggur í augum

uppi, að ekki verður auðvelt

fyrir menn að búa í þessum

nýju og dýru húsum, ef síldin

leggst frá. Því verður æ brýnna

að þegar í stað séu undirbunar

aðrar atvinnugreinar, sem leyst

geti síldariðnaðinn af hólmi á

sínum tíma.

J.H.\.

Matsvfiin og stfrimann

vantar í afleysíngar á ms. Kötlu um ca. 6

vikna tíma. Skipið kemur til Reykjavíkur

að þeim tíma loknum.

Eimskipafélag Reykjavíkur hf.

Símar 11150 — 10960.

BAHCO

}hankett

ELDHÚSVIFTA

RAUNVERULEG LOFTRÆSTING!

FALLEG OG STILHREIN-

FER ALLSSTAÐARVELI

BAHCO ER BEZTl

BAHCO SILENT

heimilisvifta

Ágeef eldhúsvifta-henfar auk þess

aSs slatfar þar sem krafizt er

GÖÐRAR HUÓÐRAR LOFTRÆSTINGAR

Audveld

uppselning: iódrétt,

Iáréít,ihorn,I rúdu i!

FONIXi

SUÐURaOXU 10

RAUNVERIJLKG LOFTBÆSTING! Með Bahco fáið þér raunverulega loftræstingu, því auk þess að soga að sér og blása út r^atar-

lykt og gufu, sér Bahco uni eðlilega og heilnæma endurnýjun an slrúmsloftsins í íbúðinni.

ENGIN ENÐURNÝJUN Á SfUM!  Athugið sérstaklega, að Bahco þarfnast engrar endurnýjunar á lykt- og gufueyðandi síum, sem

dofna með tímanum. Bahc<> hefur engar slíkar, en heldur alltaf fullum afköstum — kostnaðarlaust.

FITUSÍUR ÚR RYBFRÍU STÁUI!  Bahco Bankett hefur hinsvegar fitusíur úr ryðfriu stáli. sem varna bví. að fita setjist innan í út-

blástursstokkinn. Fitusíurnar eru einfaldlega þvegnar úr heitu sápuvatni stöku sinnum.

INNBYGGT LJÓS, ROFAR OG LOKUNARBÚNABUR! Bahco Bankett hefur innbyggt ljós. Bahco Silent hefur lokunarbúnað úr

ryðfríu stáli. Báðar hafa viíturnar innbyggða rofa.

GÓB LOFTRÆSTING ER NAUBSYN — fækkar hreingerningum, ver veggi, loft, innréttingu og heimilistæki gegn fitu og ólirein-

indum — og skapar létta lund, vinnugleði og vellíðan!

BAHCO ER BEZT! Kynnið yður uppsetningarmöguleik» timanle ga. Við höíum stokka, ristar og annað, sem til þarf.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24