Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Miðvikudagur 28. Jfllf 1985
MORCUNBLAÐIÐ
13
ALÞJOÐLEGT HEILSUHÆLI
STOFNAÐ A ALS
Hugmynd  dansks  læknis  er  var
10  ár  í  rússneskum  fangabúdum
Alexander Thomsen heitir
kunnur læknir í Danmörku.
Hann er ekki eingöngu læknir
í Augustenburg í Suður Jótlandi
þar sem hann hefur m.a. ljósa
og nuddlækningastofu, en ekki
síður þekktur víða um heim
fyrir bók, sem hann skrifaði um
10 ár í rússneskum fangabúð-
um. Sú bók hefur verið þýdd á
fjölda tungumála og seldur kvik
myndarétturinn að henni. Thom
sen var tekinn til fanga er hann
sem Rauða kross læknir vann
við að aðstoða Norðurlandabúa
við að komast burt frá Berlin í
stríðslok, var haldið í 10 ár, en
var loks sleppt 1955.
Thomsen og kona hans, lett-
neskur læknir, sem hann kynnt-
ist í fangabúðunum eru vinafólk
Lilju Bjarnadóttur Nissen, for-
stöðukonu Farsóttarsjúkrahúss-
ins. Hún skýrði Mbl. svo frá, að
nú væri dr. Thomsen að koma
í framkvæmd hugmynd, sem þró
azt hefði í huga hans meðan
hann var í fangabúðunum, en
það er að stofna alþjóðlegt hvíld
arheimili, þar sem fólk af öilum
þjóðum, með hvaða trúarbrögð
eem er, af hinum ýmsu litarhátt-
um og efnalítið jafnt sem ríkt,
gæti komist að og náð heilsu.
Þetta hvíldarheimili á að reisa á
eyjunni Als við Jótland. Þar á
að koma upp heilsuhæli, fyrir
100 manns með nuddstofum,
ljósaböðum og öðru því sem get-
ur veitt fólki betri heilsu, en
baðströnd er rétt hjá og miklir
skógar.
Upphaf málsins er það, að dr.
Alexander Thomsen og Olite
kona hans beittu sér árið 1963
fyrir að komið yrði upp félags-
Alexander Thomsen
erkur A.s. og eru hlutabréf í því
boðin út og eru til sölu. Er ætl-
unin að þegar hvíldarheimilið er
k(.mið upp, þá geti Humanitas
stofnunin veitt efnalitlu fólki
scyrk til að g<»ta notið þeirra
gæða, sem þar er að fá. En hann
er byggður fyrir gjafafé.
— Dr. Alexander Thomsen er
áksflega humanistiskt innstilltur
rraður og vill greiða götu þeirra
sem sjúkir hafa verið, segir
Lilja Bjarnadóttir. Og þar som
Islendingar þurfa meira og
minna á því að halda að sækja
hressingarhæli í Danmörku, þá
vildi ég segja frá þessu áformi
hans. Ég held að það væri ágæt
hugmynd að við styðjum þetta
málefni og fáum jafnframt ;nni
á þessum yndislega stað fyrir
þá íslendinga, sem þurfa á því
Frú Odile Thomsen með son sin n Alex. Myndin er tekin í fanga-
búðum 1952.
Bkap, er n^fnist Humanitas, en | að halda. Það gæti líka orðið
markmið hans var að gera efna- nokkurs konar þakklætisvottur
litlu fólki, sem á þyrfti að halda, I iyTir að við fáum handritin.
fært að dvelja á hvíldarheimili  Ekki sízt þar sem þessi staður
á   Als og fá þá meðferð  sein I    __^_________
þyrfti. Á félagsskapurinn að
verða rekinn á alþjóðlegum
grundvelli og er að koma upp
bækistöðvum í Bandaríkjunum,
Englandi,     Svíþjóð,    Noregi,
Þýzkalandi, Hollandi og Belgíu,
en ætlunin er að ná til fólks af
öllum þjóðernum jafnt. Albert
Schweitzer er heiðursmeðlimur
þessa félagsskapar og hefur lagt
blessun sína yfir hann. í vet-
ur fékk Humanitas að gjöf 200
þús. danskar krónur frá sjóði
Mads Clausens verksmiðjueig-
anda og Sönderborgbær hefur
tekið frá 3,7 ha. 'landsvæði und-
ir hvíldarheimilið. Þannig var
kominn nokkur grundvöllur und
ir hugmyndina. En svo stór stofn
un verður ekki reist með eintóm
um gj.öfum, svo einnig hefur
verið  stofnað  hlutafélagið  Int-
liggur á Jótlandi, sem ali'af hef-
ur verið „Danmarks Smertens
barn", því það liggur svo ná-
lægt Þýzkalandi.
Lilja sagði nokkuð nánar frá
lækninum, sem stendur fyrir
stofnun Humanitas, dr. Alexand-
er Thomsen. Hann var ungur ,
læknir í stríðslok og í maí 1945
starfaði hann sem sjálfboðaliði
með Rauða krossinum í Lúbeck
við að hjálpa flóttamönnum og
stríðsföngum. Strax eftir upp-
gjöf Þýzkalands, kom hann á
vegum sænska ræðismannsins í
Hamborg til þess hluta af ,Ber-
lín, sem Rússar höfðu tekið, í
þeim tilgangi að aðstoða Norð-
urlandabúa við að komast heim.
Er hann ætlaði heim, var hann
tekinn til fanga af Rússum, sa.í-
aður um að hafa hjálpað nazist-
um. Og síðan byrjaði fangavist
hans í hverju fangelsinu á fæt-
ur cðiU, þar til hann loks var
sendur í rússneskar fangabaðirn
ar Workuta. Öðru hverju var
hann látinn starfa sem læknir 5
fangabúðunum og honum var
þá fenginn til aðstoðar kven-
læknir frá Riga, sem einnig var
læknir. Þau urðu ástfangin og
eignuðust lítinn dreng. En áður
en hann feeddist voru þau aðskil
in, og drengurinn síðan tekinn af
móðurinni, en hún fékk því loks
komið til leiðar að hann var
sendur heim til Riga til systur
hennar.
Fangavist Thomsens stóð í 10
ár, en loks var hann sendur
heim til Danmerkur úr sérstök-
um fangabúðum fyrir Þjóðverja
í Rússlandi. Þá biðu hans ný
vonbrigði, því hann var litinn
hornauga sem stríðsfangi frá
Rússlandi. En meðan á fangavist
hans stóð hafði bróður hans,
Thomsen kapteinn úr banda-
rísku    upplýsingaþiónustunm.
sem sendur var til Moskvu af
utanríkisráðuneytinu tekizt að
finna hvar hann var niður kom-
inn og safna skjöhfm um feril
hans frá byrjun. Sá bróðir dó
áður en hann gæti nokkuð að-
hofst til að ná honum úr fanga-
vistinni, en öll gögn hans lágu
fyrir og þar voru sannanirnar
fyrir ferli Alexanders Thomse.ns
og sakleysi hans af öllum ákær-
um, sem á hann höfðu verið
bornar. Ekki löngu eftir að
Thomsen var látinn laus, fékk
kona hans Olite vegna afskipta
H.C. Hansens, forsætisráðherra,
að fara til Danmerkur með barn
þeirra, Alexander Thomsen. H.C.
Hansen fékk því til leiðar kom-
ið gegnum samtöl við Krusjeff
er hann var í Moskvu.
Um þetta skrifaði Alexander
Thomsen bókina „I menneskelig-
hedens navn". 1 henni eru ýms-
ar myndir, m.a. nokkrar frá
fangabúðunum, svo og myndir af
skjölum. En aftast birtist stytí-
ur kafli úr dagbók konu hans,
Odile, sem hún skrifaði eftir að
þau voru skilin að í fangabúo-
unum. f formála bókarinnar seg-
ir höfundur m.a. Þessi bók á að
vera ákall um réttlæti, miskunn
semi og mannúð burt sé'5 frá
öllum andstæðum í trúarbrögð-
um, hugsjónum og stjórnmálum.
Frá Stakkavíkurfjöru.
Flöskuskeyti rekur
í Stakkarvíkurfjöru
ÞEGAR  gengið  var á  fjörur urströnd  Grænlands,  28.  fe-
í Stakkavík á Selvogi á sunnu  brúar 1964, og var uppdráttur
daginn var, fannst flaska þar Grænlands dreginn á bréfið til
á rekanum og í henni var bréf. að sýna staðarákvörðun. Bréf
Brjóta þurfti flöskuna til þess ið  hefur því verið  nákvæm-
að ná því og opna þurfti bréf- lega  17 mánuði á ferð sinni
ið með varúð, því nokkur raki  til íslan,"-.  en efalaust farið
hafði  í það  komizt.  Er  það geysilangan krók.
hafði verið þurrkað,  var það   Vitneskju  um  ^ond  þessa
vel læsilegt. Bréfið var skrif-  flöskuskeytis  hefir  nú  verið
að á frönsku. Bréfritarinn var komið áleiðis til heimilis bréf
belgískur veðurfræðingur, bú- ritarans í Rotterdam.
settur í Rotterdam í Hollandi,    Það var ekki allfjarri þess-
en  starfsmaður  á  hollenzka um stað, sem bjarghring rak
veðurathuganaskipinu     s/s af   hinu   glæsilegaN  danska
Cirrus.                     Grænlandsfari  Hans  Hedtoft,
t,,.. ,    . .  ,„.    .„       sei"  a sínum tima fórst við
Floskunm hafði verið varp- Qrænland, með allri áhöfn og
að í sjóinn alldjúpt út af aust  farþegum, alls um 95 manns.
Hún á að vera krafa um fram- í indi til handa öllum — burt séð
kvæmd mannréttinaskrár Sam- I frá kynflokki, þjóðerni og trúa-
einuðu  þjóðanna um mannrétt- I brögðum.
Arangursríkt starf
Kirkjukórasambandsins
AÐALFUNDUR^ Kirkjukórasam-
bands íslands var haldinn laug-
ardaginn 26. júní sl. Mættir voru
fulltrúar frá flestum kórasam-
böndum víðsvegar að af landinu.
Fundarstjóri var kjörinn séra
Þorgrímur Sigurðsson, prófastur,
Staðarstað og fundarskrifarar frú
Hrefna Tynes og Leifur Hall-
dórsson  í Reykjavík.
Formaður     Kirkjukórasam-
bandsins, Jón fsleifsson, flutti
skýrslu um liðið starfsár. Hann
gat þess, að 8 kennarar hefðu
starfað á vegum sambandsins og
30 kirkjukórar hefðu notið söng
kennslu og fjárhagslegrar aðstoð
ar Kirkjukórasambands íslands
í 39 vikur. Þrír kirkjukórar voru
stofnaðir á árinu og fjögur
kirkjukórasambönd- héldu söng-
mót, hvert fyrir sig.
Mikill einhugur ríkti á aðal-
fundinum varðandi störf Kirkju
kórasambands íslands, og allir
sammála um að efla beri starf-
semi  kirkjukóranna  í  landinu
Kirkjan staðfestir
kraftaverk í Lourdes
YFIRSTJORN kaþólsku kirkj-
unnar í Marseille í Frakk-
landi hefur lýst því yfir opin-
berlega, að 29 ára frönsk
stúlka hafi læknazt af beina-
sjúkdómi eftir pílagrímsferð
til Lourdes 1959.
Marc Lallier, erkibiskup af
Marseille, skýrði frá því, að
kirkjan viðurkenndi lækning-
una opinberlega sem krafta-
verk, og er þetta 65. skráða
kraftaverkalækningin í Lour-
des.
Konan, sem lækninguna
hlaut, Juliette Tamburini,
hjúkrunarkona, hafði þjáðst af
mergbólgu í vinstri mjaðmar-
beini frá þvi að hún var 12
ára. 1959 hélt hún í pílagríms-
ferð til Lourdes og baðaði fót-
inn í vatni úr heilsulidunum.
Læknir Juliette, Jean Bou-
vala, sagði í skýrslu um lækn-
ingu hennar, að sjúkdómurinn
hefði horfið úr fætinum á
einni nóttu. Var bati hennar
vottaður af læknaráðinu í
Lourdes og alþjóðlegri nefnd
læknisfræðiprófessora.
með auknum fjárstyrk o- meiri
kennslu.                   '
Stjórn Kirkjukórasambands ís
lands skipa:
Jón  fsleifsson,  formaður.
Frú Hrefna Tynes, ritari.
Finnur Árnason, byggingafull-
trúi, gjaldkerL
Jón  Björnsson,  organisti,
Patreksfirði.
Eyþór Stefánsson, tónskáld,
Sauðárkróki.
Séra Einar Þór Þorsteinsson,
Eiðum.
Frú Hanna Karlsdóttir, HoltL
Stevensonstyrkii
til  náms  og
starfa  hjá  S.I».
Washington, 22. júlí (AP)
JOHNSON forseti lagði í dag til,
að stofnaður yrði sjóður er bæri
nafn Adlai E. Stevensons, aðal-
fulltrúa Bandaríkjanna hjá Sam-
einuðu Þjóðunum um árabil,
sem lézt í London fyrir viku, og
yrðu veittir úr sjóðnum styrkir
til handa æskumönnum um allan
heim að kynna sér starfsemi S.Þ.
við nám og störf..
Tillögu þessa flutti forsetinn á
fundi um fræðslumál, sem hald-
inn var í Hvíta húsinu og var
henni mjög vel tekið. Johnson
kvað slíkár styrkveitingar ekki
einungis verðugan minnisvarða
hins látna aðalfulltrúa heldur
einnig táknrænt dæmi um áhuga
Bandaríkjanna á menntun og
fræðslu annarra þjóða.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24