Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MiSvikuátagör 28. júlí 1965
MOkCUNBLAÐIÐ
15
Gísli Sigurbjörnsson
FJiin og framtíðin
LÍKLECiA hefir ýmsum brugðið,
sem lásu nýlega hér í blaðinu,
hvernig komið er í velferðarrík-
inu Svíþjóð í heilbrigðismálum.
Frá því var skýrt, að nýlega hafi
Svíar keypt sjúkrahús í Róma-
foorg til þess að geta látið hjúkra
jþar sænskum langlegusjúkling-
um, sem fluttir yrðu frá Svíþjóð
jþeirra erinda. Er nú svO komið
þar í landi, að þrátt fyrir næg
fjárhagsleg efni — eða einmitt
þess vegna — þá geta Svíar ekki
starfrækt sjúkrahús sín sem
ekyldi og verða því að grípa til
slíkra óyndisúrræða. Sjúkrahús
geta þeir reist. en fengið hjúkr-
unarlið og annað starfsfólk, það
er allt annað mál.
Hjá okkur er þetta ennþá ekki
orðið svona slæmt, þrátt fyrir
allt. Við reisum reyndar mörg
sjúkrahús og viðbætur við þau
þessi árin, og þarf á sínum tíma
fjöldann allan til þess að sjá um
þá starfsemi. En við þurfum nú
ekki almennt að hafa miklar
áhyggjur eða vangaveltur um
framtíðina. Þetta gengur ein-
hvern veginn — slarkast af, eins
og það er kallað. Þó eru þeir
mokkrir, sem halda, að betra væri
að hafa fyrirhyggju og nokkra
framsýni í þessum málum sem
öðrum,  ef  ekki á illa  að  fara.
Að undanförnu hefi ég verið
að hugsa um,' hvað til bragðs
skuli taka til þess að vekja at-
hygli og skilning þorra manna á
málefnum ellinnar. Þettá er ekki
nein ný hugsun og heldur ekki
frumleg. Arum saman hafa marg
ir verið að velta þessari alvar-i
iegu spurningu fyrir sér — hvað
verður um mig í ellinni? Svörin
eru margvísleg, en fjöldinn allur
veit þó ekki, hvert skal snúa sér,
í hvaða skjól skal venda. Um
ellt þetta hefir þegar verið skrif-
að og talað oft og mörgum sinn-
um, svo áð margir eru orðnir
ónæmir fyrir, en aðrir búnir að
fá ofnæmi. En miskunnarlaust
verður að hamra á þessum mál-
um, í þeirri von, að fleiri og
fleiri fari að hugsa um þau með
alvöru og að hafizt verði handa
um úrbætur, áður en í öngþveiti
er komið.
Borgarstjórn Reykjavíkur ernú
farin að rumska — og er það
ágætt út af fyrir sig — en mörg
eru tækifærin glötuð, og verður
nú að freista þess að gera stórt
og mikið átak í þessum málum,
til þess að úr greiðist.
íbúðir fynr aldurhnigið fólk
eru nauðsynlegar, og verði nokkr
ar reistar á vegum Reykjavíkur-
borgar. Br það byrjun á því, er
koma skal. Þörfin á hæli fyrir
geðveilt eldra fólk er mikil og
brýn. Hefir marg oft verið ritað
og rætt um þetta við ráðamenn
landsins, að maður tali nú ekki
um ráðamenn borgarinnar. Ekk-
ert hefir þó verið gert. Allt situr
þetta við það sama, við rífumst
og deilum, en vesalingarnir bíða.
Biðin verður þeim mörgum of
löng og öllum árangurslaus. Og
svo erum við að halda okkur
mikla karla, en þessum aumustu
allra, þeim getum við ekki líkn-
að.
Þetta er skrifað sem gagnrýni
við yður, lesendur góðir, en ég
tel mig ekki sjálfan undanþeg-
inn. Þó er rétt að geta þess, að
í þessu máli hefur sú stofnun,
sem ég veiti forstöðu, oftar en
einu sinni komið með tillögur
um úrbætur, en allt hefur þetta
því miður verið árangurslaust.
Hversu lengi vont getur versnað,
veit ég ekki, en líklega verða
stjórnendur borgarinnar og lands
ins fyrst persónulega að verða
fyrir barðinu á þessum málum,
áður en eitthvað er að gert. „En
hvað varðar mig um hann Jón"?,
sagði maðurinn. Þáttur þeirra
mörgu, sem árum saman eru
rúmliggjandi sjúklingar, oft í
heimahusum, er heldur ekki
neinn skemmti- eða gleðíþáttur.
Þetta fólk er oft illa statt og þá
ekki síður vandamenn þess og
ættingjar, sem hjúkra því og
annast. Reynt er að fá dvöl í
sjúkrahúsi, stundum fæst hún,
oft'aðeins um skamma stund, en
oftast er þó afsvar. Litlu betra
er að komast á vistheimili eða
hjúkrunarheimili. Venjulegast er
svarið — því miður ekki hægt,
öll pláss fullsetin. Og þannig líða
árin, og svo þegar ellin færist
yfir, þá bætist fjöldinn allur við
þessa endalausu biðröð vonlausra
njanna. Dugnaður okkar íslend-
inga er með afbrigðum. Við fisk-
um" og fiskum, við seljum og
getum allt gert, eða svo finnst
okkur og Færeyingum, en að sjá
um gamla fólkið sem er orðið
lúið eftir langt og erfitt starf,
iþessu fólki getum við ekki hjálp-
að við höfum gleymt því í öllum
hraðanum, í öllu stfíðinu fyrir
að fá íbúð og bíl. Líklega þykir
ýmsum þetta fullsagt og sumt
ósanngjarnt, og má vera að segja
megi þetta allt með öðrum orð-
um og án tilfinninga. En hvað
mynduð þér segja og gera í mín-
um sporum? Þér hafið í áratugi
verið að vinna í þessum málum.
Þér hafið fengið kynni af fjöl-
þættu þjóðarvandamáli og þér
vitið, að unnt er að leysa málin
með samvinnu, skipulagi og um
fram allt með þrotlausu starfi.
Og þér horfið eftir árunum, sem
líða. Þér eruð bráðum sjálfir
komnir á efri ár og þegar þér
lítið yfir veginn, þá finnst yður
svo sáralítið hafa áunnizt. Jú, að
vísu eru stofnanir orðnar fleiri,
vistplássin líka, en þér hugsið
oft um — líklega of oft — hvað
hefði verið hægt að gera, ef —
ef....
Já, þessi ef eru mörg og hvert
þeirra er merki um glatað tæki-
færi til framkvæmda í málum,
sem þjóðina alla varða.
En nú er farið að rofa til. Söfn-
uðir landsins eru sumir farnir að
sinna líknarmálum meira en áð-
Ur, þó alveg sérstaklega málefn-
um ellinnar. Þetta er mörgum
gleðiefni. Kirkjan hefir, sem bet-
ur fer, enn mikil og góð áhrif,
og þau munu efalaust aukast og
eflast. þegar söfnuðir landsins
fara að sinna líknarmálum af lífi
og sál. Vonandi verður þess ekki
langt að bíða, að árangurinn af
því starfi, sem nú er hafið verði
öllum sjáanlegur, en fyrst og
fremst, að hann verði mörgum
til hjálpar og blessunar.
Gísli Sigurbjörnsson.
Mót bindindismanna
Vaglaskogi um helgina
Heildarsýn yfirj
veðrið  í
heiminum
Myndamósaik  Jjetta  hefurl
verið gert úr 450 ljósmyndum, j
sem teknar voru á 24 klst. 13.
febrúar sl. úr veðurathugana- J
' hnettinum  Tiros  IX.  Hvíta, \
) lárétta línan, sem dregin er i
í yfir myndina og merkir mið 1
baug, og hvíta línurnar á út-J
' jöðrum   meiriháttar   lands-^
) svæða eru dregnar á banda-
i rísku Veðurstofunni. Ljósustuj
. hlutar      myndamósaiksins]
merkja skýjabreiður, eða þær*
) sem undir eru heimskauta-
I svæðinu, ísbreiður. Örin efst i
myndinni sýnir fsland.
' Landssvæði eru dálítið ljósari
' en höfin.
I Tiros IX. var skotið á loft 22,
I jamiar,  1965,  frá  Kennedy-
tiöfða í Flórída. (Frá Upplýs-
ingaþjónustu Bandaríkjanna.)

Akureyri,' 22. júlí.
BINDINDISMÓT verður haldið
í Vaglaskógi um verzlunarmanna
helgina, og ver'ður það með líku
sniði og sams kónar mót, sem
þar var haldið í fyrra og á veg-
um sömu félagssamtaka að
mestu, en þau eru íþróttabanda-
lag Akureyrar, Héraðssamband
Þingeyinga, Ungmennasamband
Eyjafjarðar, Þingstúka Akureyr-
aij, Æskulýðsráð Akureyrar,
Skátafélögin á Akureyri og
Æskulýðsráð Akureyrar, Skáta-
félögin á Akureyri og Æskulýðs-
samband kirkjunnar í Hólastifti.
Framkvæmdastjóri mótsins verð
ur Þóroddur Jóhannsson.
Mótið er ekki haldfð í fjáröfl-
unarskyni, enda verður verði á
aðgöngumiðum og veitingum í
hóf stillt, eins og kostur er á,
til þess að auðvelda sem 'flestum
að sækja mótið. Skógarmótið í
fyrra sóttu um 3000 manns og
fór það ágætlega fram. Sýndi
það, að ungt fólk getur og vill
koma saman til a'ð skemmta sér
á fögrum stað án þess að hafa
vín um hönd, enda er það til-
gangur og markmið þeirra, sem
að mótinu standa. Þar verður
algerlega bannað að vera með
eða drekka áfengi, og verður
hver sá, sembrjóta kann það bann
fjarlægður þegar í sta'ð, en á stað
num verður öflugur vörður lög-
reglu og eftirlitsmanna.
Dagskrá mótsins verður í aðal
atriðum á þessa leið:
Laugardaskvöldið 81, júlí kl.
20.00 verður mótið sett í Stóra-
rjóðri, en síðan fara fram ýmis
skemmtiatriði. Þau annast m.a.
Smárakvartettinn á Akureyri,
Ómar Ragnarsson og skátar frá
Akureyri, en um míðnættið verð
ur varðeldur og flugeldasýning
í Hróarsstaðanesi. Þá verður
dansleikur í Brúarlundi frá kJ.
21:00 til kl. 3 eftir miðnætti.
Á sunnudaginn leikur Lúðra-
sveit Akureyrar kl. 13:00, en
kl. 13:30, hefst messa, þar sem
sr. Þórir Stephensen á Sauðár-
króki prédikar. Eftir messu
skemmta sömu skemmtikraftar
og kvöldið áður, en síðan hefst
íþróttakeppni. Kvennaflokkur úr
ÍBA og HSÞ keppa í handknatt-
leik, og III. fl. úr Þór, KA, UMSIE
og HSÞ keppa í knattspyrnu. Þá
verður keppt í starfshlaupi og
e.t.v. dráttarvélaakstri — Um
kvöldið verður svo kvöidvaka
með gamanþáttum gamanvisum,
einsöng o.fl. — Dansa'ð verður
í Brúarlandi til kl. 2 eftir mið-
nætti. — Mótinu verður formlega
slitið eftir hádegi á mánudaginn.
Mikil undirbúningsvinna hefir
verið af hendi leyst og mun
verða unnin í sambandi við mót
þetta, og mun að því vinna um
200 manns. Varðmenn verða við
tjaldstæðin allan tímann, *og
einnig verður sjúkra- og slysa-
varzla, meðan á mótinu stendur.
Beint  símasamband  verður  við
Akureyri og talstöðvasamband
miili einstakra starfshópa í skóg-
inum. Ýmsar veitingar verða
seldar, svo sem skyr, mjólk,
grautar, pylsur, heitir og kaldir
drykkir og m.fl., aðallega á veg-
um kvenfélagsins í Fnjóskadal.
Ferðir verða frá ferðaskrif
stofum á Akureyri alla mótsdag-
ana. — Sv. P.
Trúloíunarhringar
HALLDOR
___   Skólavörðustig 2.
Hafnarfjörður — Hafnarfjörður
Leikja- og  íþróttakennsla
hefst að Hörðuvöllum, fimmtudaginn
29. júlí.
Piltar og stúlkur  8 — 10 ára mæti kl. 9 f.h.
Piltar og stúlkur  7 og 8  ára mæti kl.  1,30 e.h.
Piltar og stúlkur 11 — 13 ára mæti kl.  3  e.b,
Öllum börnum heimil þátttaka.
Innritun á staðnum.
(Hafið strigaskó meðferðis).
Æskulýðsráð Hafnarfjarðar
íþróttabandaiag Hafnarfjarðar
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24