Morgunblaðið - 29.07.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.07.1965, Blaðsíða 1
28 sfður vestræn efnahagslögmál skulú veröa lyftistöng í Póllandi, segja ráðamenn Varsjá 28. júlí — AP. STEFAN Jedrychowski, yfirmaS ur efnahaglegrar áætlunargerðar í Póliandi, lýsti því yfir á fundi miðstjórnar kommúnistaflokks landsins í gaer, þriðjudag, að fyr- Ir dyrum stæðu allmiklar breyt- ingar á efnahagskerfi lands- manna. Skýrði Jedrychowski frá þvi, mð við gerð áætiunar fyrir árin 1966—70 yrði farið að fordæmi Testrænna ríkja á mörgum svið- um. Ágóðasjóniarmið, framboð og eftirspurn, kostnaðarreikningar mð siði vestrænna rekstrarhag- fræðinga og önnur atriði, sem jþekkt eru í efnahagslífi vestur- landa, myndu ráða miklu. Jedrychowski hélt ræðu síná fyrir miðstjórninni, næstur á eft- ir Gomulka aðalritara flokksins. 16 aðrir fundarmenn tóku síðan til máls, að því er segir í til- kynningu pólsku fréttastofunnar. Margir pólskir hagfræðingar hafa að undanförnu lýst yfir óánægju sinni við fastheldni stjórnarinnar í efnahagsmálum, og telja, að önnur ríki í A- Evrópu, t. d. Júgóslavía og Tékkóslavia hafi þegar náð góð- um árangri með breyttum að- ferðum. Jedrychowski lauk ræðu sinni með því að segja: „Við munum ekki láta af áætlanagerð, sem er aðklkostur sósíalistiska kerfisins, en hins vegar verða markaðslög- málin að fá að segja til sín á eðlilegan hátt“. 50,000 manna liðsauki sendur til S-Vietnam Enn jafnir MHpl I Myndin er tekin í Tam I.oc í Suður-Vietnam, og sýnir 1 fanga, sem grunaðir eru um I samvinnu við herliða Viet- ) Cong. Bandarískir sjóliðar , leiða fangana, sem bundnir eru saman. Alls voru þrettán I fangar teknir á skömmum I tíma á þessu svæði, þennan dag. Ágóði, framboð og eftirspurn ráði - - Johnson boðar aukin afskipti Bandaríkjanna IÞar verður nú 125,000 manna bandarískt lið. Vietnam Washington, 28. júlí — AP — NTB — JOHNSON Bandaríkjaforseti, tílkynnti í dag, að Bandaríkin myndu eins skjótt og unnt er fjdlga í liði sínu í S-Vietnam. Nýi liðsaukinn verður 50.000 manna lið. Fyrir í S-Vietnam eru nú 75.000 bandarískir her- menn. Forsetinn sagði enn meiri liðsauka mundu send- an, gerðist þess þörf. Þá skýrði Johnson fra því, að kvaðning nýliða til her- þjónustu yrði aukin, og myndi tala þeirra framvegis verða 35.000 á mánuði, í stað 17.000 fram til þessa. Tilkynningu sína las forset- inn fyrir fréttamönnum, á fundi þeim, sem hann átti með þeim í dag. Fundinum var í senn útvarpað og sjón- Konstantín til skyndifundar - kom til Aþenu / gær, og ræddi i skyndi v/ð helztu stjórnmálaleiðtoga Aþena, 28. júlí — AP: KON STANTÍN, Grikkjakonung- ur, kvaddi í dag saman þing landsins til aukafundar, sem hald inn verður á föstudag. Konungur kom í dag skyndi- lega til Aþenu, frá Korfu, þar sem hann hefur dvalizt að undan förnu. Engin opinber yfirlýsing hefur verið birt um ástæðuna fyrir þessari óvæntu heimsókn hans til höfuðborgarinnar, en haft er eftir áreiðanlegum hcim ildum, að konungur hafi síðdeg- is átt viðræður við helztu stjórnmálaleiðtoga. Grískir þingmenn hafa verið í sumarleyfi að undanförnu, en þingið mun á föstudag ræða á- ætlun stjórnar Athanassiad- es Novas, auk þess, sem almenn Framhald á bls. 27 varpað um gervöll Bandarík- in. — „Bandaríkin hafa lært af reynslunni, að undanlátssemi veitir ekki öryggi“, sagði John son. „Fimmtán sinnum hafa Bandaríkin árangurslaust reynt að koma á samningaum ræðum við gagnaðilann um lausn. Þeim umleitunum hef- ur annað hvort verið svarað neitandi, eða ekki svarað“, sagði hann. • Forsetinn sagði, að undan- farna viku hefðu ráðamenn Bandaríkjanna setið á fundum og rætt ástandið í Víetnam. Nið urstaða þeirra umræðna væru ráðstafanir þær, sem hann nú hafði kunngert. Hins vegar yrði ekki til þess gripið að svo stöddu að kalla þjóðvörðinn til beinna aðgerða. Gerðist það hins vegar nauðsynlegt síðar meir, myndi það verða gert. Freysteinn í 2. sæti Osló, 28. júlí — NTB: f Norðurlandameistaramótinu í skák er staðan nú þannig: Arne ZVvaig, Noregj og Sveinn Johan- sen einnig frá Noregi hafa 6% vinning hvor. Næstir og með 6 . vinninga eru Freysteinn I>or- bergsson, íslandi og Lange, Noregi. • Forsetinn skýrði síðar frá því, að hann hefði falið aðal- fulltrúa Bandaríkjanna hjá sam- einuðu þjóðunum, Arthur Gold- berg, að færa aðalritara samtak Framh. á bls. 27. Bled, 28. júlí (AP) ’i í DAG varð jafntefli hjá þeim Bent Larsen og Tal er þeir tefldu fjórðu einvígisskák sina hér í Bled. Eru þeir þá enn jafn- ir að vinningum, 2 stig hvor. I>egar skák þessi fór í bið, voru vinningslíkur hjá Bent Lar- sen taldar nokkrar. En Tal tóks: eigi að síður að ná jafntefli eftii 74 leiki. Verkamenn gagnrýna stjórn Wilsons- Heath, nýr leiðtogi íhaldsmanna, fekur undir, og búizt er við auknum átökum a þingi London 28. júlí - AP - NTB. FORSÆTISRÁÐHERRA Breta, Harold Wilson, hefur í dag mætt mikilli mótspyrnu, vegna ráðstaf ana þeirra í efnahagsmálum, sem hann kunngerði í gær, þriðjudag. Einkum er það verkalýðsfélög- in, helztu stuðningsaðilar Verka- mannastjórnarinnar, sem lýst hafa óánægju sinni. Stjórn Wil- sons skýrði frá því í gær, að framundan væru aðgerðir í efna- hagsmálum, sem miðuðu að því að draga úr neyzlu almennings, og koma þannig efnahag lands- manna á réttan kjöl. Við éánægju verkalýðsfélag- anna og annarra aðila hefur bætzt gagnrýni Edvard Heath, sem nú hefur tekið við for- , mennsku brezka Ihaldsflokksins. Hefur Heath gert harða hríð að stjórninni í dag, og segir hana reka óábyrga stefnu í efnahags- málum. • Aðrar ráðstafanir, sem stjórn Wilsons boðaði í gær, eru m. a. frestun ýmissa umbóta á sviði, almannatrygginga, s.s. byggingu' sjúkrahúsa og skóla, en á þessar framkvæmdir lagði flokkurinn mesta áherzlu í kosningabarátt- unni á sl. hausti. • Höroust hefur gagnrýnin á þessar fyrirhuguðu ráðstafanir | verið af háifu landssambands verkamanna, sem 8 milljónir manna eiga aðild að. Sambandið bendir á í yfirlýsingu sinni í dag, Framh. á bls. 27.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.