Morgunblaðið - 04.08.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.08.1965, Blaðsíða 15
Miðvikuclaffur 4. ágúst 1965 MORGUNBLAÐIÐ 15 — Minnísmerki Framhald af bls. 6 18. öld. Stærst og frægast var haffært skip með hollenzku lagi. Yfirsmiður og eigandi var Eyvindur Jónsson, duggusmiður f. 1679 d. 1746. Duggan fórst við land í ofviðri 1717. Á þann flöt, sem að hafinu veit er mótuð þessi ferskeytla sem getur verið ort af hvaða góðskáldi þjóðarinnar sem er: Meðan íslenzkt flýtur far og fornar sagnir geymast afrek Duggu-Eyvindar aldrei munu gleymast. Og svo að forvitnir vegfar- endur geti fengið að vita deili ó hver lét gera, og hverjir önn- uðust furðuverk þetta ' hefur verið greypt með smóu letri neðst ó bakflötinn: Minnismerki þetta gerði og gaf H.f. Ofnasmiðjan í Reykja- vík 1965. Gerð þess og lögun önnuðust Sveinbjörn Jónsson, framstj. og Póll Ragnarsson, fulltrúi skipa- skoðunarstjóra ríkisins. Þess skal getið, að vísan ó stallinum er eftir Jökul Péturs- son, málarameistara. Þó tók til máls formaður stjórnar Ofnaverksmiðjunnar hf., Björgvin Sigurðsson hrl., sem afhenti oddvita Dalvíkur- hrepps f.h. hreppsnefndar minn- ismerkið til eignar og umsjár. Gekk þá fram yngsti hluthafi Ofnasmiðjunnar hf., Sveinbjörn Björnsson, og afhjúpaði merkið við lófatak viðstaddra. Aðalsteinn Óskarsson, oddviti Dalvíkurhrepps flutti því næst ræðu, þar sem hann minntist Eyvindar Jónssonar nokkrum orðum og þakkaði gefendum minnismerkisins og þá ekki sízt Sveinbirni Jónssyni hina veg- legu gjöf í nafni hreppsnefndar og allra íbúa Dalvíkurhrepps. í lok ræðu sinnar flutti hann snjallt kvæði, sem Haraldur Zóphoníasson á Dalvík hafði ort í orðastað Eyvindar, þar sem hann þakkaði þennan sóma sér sýndan. — Einar Flygenring, sveitarstjóri, flutti og ræðu og ítrekaði þakkir hreppsbúa. Loks lýsti Þórarinn Kr. Eld- járn á Tjörn útsýni frá Karlsá til glöggvunar ókunnugum og nefndi nöfn fjalla, bæja og kennileita, um leið og hann flétt aði inn í lýsingu sína ýmsar frá- sagnir um nafnkunna menn for- tíðarinnar. — Að síðustu söng Karlakór Dalvíkur tvö lög. Að lokinni athöfninni bauð hreppsnefnd Dalvíkurhrepps til veglegs kaffisamsætis í hinu glæsilega skólahúsi Dalvíkinga. Þar talaði fyrstur Sveinbjörn Jónsson og gaf fyrirheit um það, að hann mundi senda „nokkur“ lajraseiSi í Svarfaðardallsá næsta sumar. Snorri Sigfússon, fyrrv. náms- stjóri, flutti undir borðum mjög fróðlegt erindi um „Duggu-Ey- vind og fer meginefnið hér á eftir. Eyvindur Jónsson fæddist (sennilega) árið 1678 að Sauða- koti, sem var yzt á Upsaströnd og eiginlega úti í sjálfum Ólafs- fjarðarmúla. Mun kotið ekki hafa verið lengi í ábúð, enda varla talið til lögbýla. Foreldrar hans voru Jón Bjarnason og Björg Hrólfsdóttir, sem brátt ’Samkomur Hörgshlíð 12 Engin samkima í kvöld, mið vikudag og nk. sunnudag. fluttust að Karlsá og bjuggu þar síðan. Jón stundaði mikið báta- og skipasmíðar, og síðan var þar á bæ lengi fengizt við þá iðn. Eyvindur þótti ódæll og ein- ráður í æsku og samdi illa við föður sinn. En hugkvæmur var hann og framkvæmdasamur snemma, gerði sér t.a.m. sund- poll lítinn og lærði þar að synda, meðan hann var barn að aldri. Hann var orðinn formaður á báti föður síns innan við tvítugt og þótti kappsfullur og ógætinn nokkuð, jafnvel fífldjarfur á sjó. ^ Hann fór snemma að fást við- skipasmíðar, og smíðaði smærri og stærri skip, sem öll þóttu frábær gangskip, svo sem Haf- renningur. En frægastur er Eyvindur fyrir duggu sína, sem var lengi í smíðum, enda dró hann efnið að víða og undirbjó smíðina vel. Hefir hann án efa lagt í hana aleigu sína eða því sem næst. Duggan var með hol- lenzku lagi enda komu Hollend- ingar oft inn á Eyjafjörð inn undir Hrísey, svo að hann hefir haft duggurnar þá fyrir augum. Eyvindur kynntist Hollending- um vel, og þeir dáðust að áræði hans og verksnilli. Gáfu þeir hon um rá og reiða og legufæri í dugguna sem að líkindum var smíðuð einhvern tíma á árunum 1705 — 1712, því að það ár flyzt hann að Krossum á Árskógs- strönd. Sögn hermir, að hann hafi gert duggunni gróf (duggu lág) inn í sjávarlón á Árskógs- sandi, sem þá hét Birnunessand- ur, og geymt hana þar í vetrar- laegi. Duggan var haffært skip, þótt ekki sé vitað til, að hún hafi siglt til útlanda og ekki fara sögur af, að hún hafi farið víðar en um Eyjafjörð og til Grímseyj- ar, Kolbeinseyjar og Skagafjarð- ar. Eyvindur sigldi henni jafnan sjálfur og aðeins á sumrin. Hún fórst í ofviðri við Hofsós snemma í júní árið 1717. Drukknaði þar einn maður, sem vildi ekki fylgja Eyvindi í land. Ekki er vitað til, að Eyvindur hafi fengizt við skipasmíðar eftir þetta, a.m.k. ekki fyrir sjálfan sig, enda örsnauður eftir áfallið. Ýmis óhöpp og ólán tóku nú að elta hann, bæði í fjármálum og hjúskaparmálum. Fluttist hann brátt til Skagafjarðar og Húna- vatnssýslu, þar sem hann var af Niels Fuhrmann amtmanni sett- ur sýslumaður stuttan tíma, og sýnir það að hann var talinn fær í flestan sjó. Síðan fluttist hann suður á land og var klaust- urhaldari á Kirkjubæjarklaustri til æviloka. Lenti hann þar í ill- vígum deilum og málaferlum, og reyndist þar hinn sami garpur og vitsmunamaður. Á hann fjöl- marga afkomendur sunnanlands. Að loknu erindi Snorra Sig- fússonar tóku margir til máls, fyrstur Hjálmar R. Bárðarson, skipaskoðunarstjóri. Sagði hann m. a. að hugtakið „haffært skip“ væri afstætt miðað við ýmsa tíma, taldi sennilegast, að dugga Eyvindar hefði verið 10 — 30 brúttólestir að stærð. Hann kvað ánægjulegt að minnast þess nú, að á Akureyri væri nú í smíð- um stærsta stálskipð, sem hingað til hefði verið smíðað á íslandi, 335 lestir, og einmitt fyrir út- gerðamann við Eyjafjörð, Magn- ús Gamalíelsson í Ólafsfirði. firði. Þannig tengdust fortíð og nútíð. Einnig töluðu Aðalsteinn Óskarsson, oddviti Dalvíkur- hrepps, Otto Schopka, fram- kvæmdastjóri Landssambands yy | HRINGVER VEFNAÐARVORUVERZLUN Kjólafóður, ný tegund. Silion — Nælon Miúkt, sterkt, mikið litaval. austurstræti 4 S I MI 17 9 iðnaðarmanna, Jón Stefánsson, | útgerðarmaður á Dalvík, sem j minntist þess, að Sveinbjörn Jónsson hefði teiknað og staðið fyrir byggingu fyrstu yfir- byggðu sundlaugarinnar á land- inu í Svarfaðardal, enda hefði sundskylda skólabarna fyrst j komið þar til framkvæmda, og j einnig þess, að Sveinbjörn hefði átt drjúgan hlut að því, að ráð- izt var í lagningu Múlavegar til Ólafsfjarðar, — Jón H. Þorvalds son, form. Iðnaðarmannafélags Akureyrai’, og Helgi Haraldsson, oddviti Svarfaðardalshrepps. Báru þeir allir fram þakkir til Sveinbjarnar Jónssonar fyrir allt það, sem hann hefir vel unnið af óeigingjörnum hug og fram- faraáhuga til hags og heilla fyrir eyfirzkar byggðir og landið allt, en í honum sameinast á sjald- gæfan hátt hugmyndaauðgi, ósér plægni og framkvæmdasemi. Einnig þökkuðu þeir stjórn Ofna verksmiðjunnar fyrir þá rausn að kosta gerð og uppsetningu hins óvenjulega og glæsilega minnismerkis um hinn svarf- dælska brautryðjanda. Að lokum talaði Sveinbjörn Jónsson og þakkaði öllum við- stöddum áhuga þeirra á athöfn dagsins og Svarfdælingum og Dalvíkingum fyrir höfðinglegar móttökur. Þegar staðið var upp frá borðum sungu allir þjóðsöng inn undir handleiðslu Gests Hjörleifssonar, en Karlakór Dal- víkur annaðist forsöngvarahlut- verkið. Sv. P. — Ólafsvakan Framhald á bls. 13 inn á'ður: lúðrasveit heldur tón'leika á Þmghúsvöllunum, og enn blása íslendingarnir með, í sundilaug bæjarins keppa danskir og færeyskir sundmenn, á skeiðvellinum leiða fæireyskir kniapair sam- an hesta sína, á knattspyrnu- vellinum keppir úrvalslið Þórshafnar við danskt lið og á handiboltavellinuim er líka eitthvað um að vera: þar keppa lið íslenzka ungmanna- félagsins og færeys'ka liðið Kyndil. Þeim leik lauk með sigri heimamanna, sem vart var nernia von, því að íslend- ingarniir höfðu að eigin sögn æft kniattsipyrnu en ekki hand knaittleik, áður en þeir lögðu af stað til Færeyja. í miðbæmum heldur fólkið áfram að ganga um göturnar og þar er þröng á þingi, líkí og 17. júní í Reykjavík. Við og við stíga prédikarar upp á bassa sína, en fólkiö gefur sér ekki tíma til að stialdra við og leggja við hlustir nema smástumd. • OG DANSINN HELDUR ÁFRAM Þegar degi tekur aö halla, hefst dansiinn aö nýju. Fól'k- ið á götunum myndair lamgar keðjur og síðan hlykkjast keðjam áfram í ótal bugðum, það er dansaður „föroyskur dansur“ og kveðið við raust. Álengdar standa forvitnir að komugestir, sem aldrei hafa komizt í kynni við neitt þessu líkt, sumir láta tilleiðast aö vera með í dansinum og ó- sjálfrátt eru þeir líka farnir að söngla með. Þannig er Ólafsvakan: dans og söngur þær 48 stundir, sem hún stendur yfir. Síðla næsta da.gs fer fólki á götunum aft- ur að fækka, það er endalaus straumur af fólki niður að bryggjunni, þar sem bátarnir bíða. Margir eru með pinfcla og svefnpoka undir hendinni, en óvíst er hvort þeir hafa nokfcurn tíma varið notaöir. Vinnan keiiliar á ný og bát- amir sigla út um hafnarmynn ið hver á eftir öðrum full- skipaðir fólki. Og það er aft- ur orðið hversdagslegt í Þórs höfm. Krist!nn Ingvarsson organisti — Minning ÞA£) mun hafa verið dr. theol. Jón Helgason biskup, sá lærði og mæti maður, er reit persónu- lýsingar frá Reykjavík á öld- inri sem leið, og nefndi: „Þeir, sem settu svip á bæinn“. Það verður því fágætara sem ibúafjöldinn hér vex, að einstak- ir menn skeri þannig úr, og verði þannig minnisstæðir, að oss finnist einhvernveginn þeir tilneyra bæjarmyndinni. Eg held að það sé ekki of- sagt, að þannig hafi vað á viss- an hátt verið um þann yfirlæt- isiausa, hlédræga og hljóðiáta mann, Kristinn Ingvarsson, kirkjuorganleikara, sem í dag er til moldar borinn frá .Laugar- neskirkjunni, þar sem hann hafði gegnt organistastörfum um fjölda ára. Fjöldi Reykvíkinga man hann, þennan silfurhærða, sviphýra mann, með nótnatöskuna í hend- inni, þar sem hann var að fara til eða koma frá jarðarför. Fáir rnunu hafa heyrt æviatriði eins margra látinna bæjarbúa og hann, því fáir munu hafa spilað við fleiri jarðarfarir. Hann var ekki í kastljósinu og kaus aldrei að vera þar. Hann var eins og að baki þar sem hann sat og gjörði skyldu sína af alúð og þeim innileik og hjartahlýju, sem með honum bjó. Hann var pilturinn, sem kom austan úr Ólafsvallahverfinu á Skeiðum og varð einn af oss. helgaði orgelslætti og kirkjutón- list líf sitt og samdí mörg hug- næm sálmalög. Hann gekk ein- hvernveginn þannig um kring að öllum varð hlýtt til hans, sem störfuðu við kirkjurnar hér í Reykjavik, eða áttu samskipti við hann, voru nemendur hans, kunningjar eða sveitungar. Ég á honum nær þrjátíu sam- starfsár að þakka, þar sem aldrei brá fyrir kuldalegu orði — þar sem að vináttuböndin urðu því sterkari sem lengur leið. „Ljúflyndi yðar sé kunnugt öllum mönnum" segir Páll post- uli á einum stað. Kristinn Ingv- arsson átti einmitt svo mifcið ljúflyndi og hlýleika — því var hann eingöngu bjartur sá svip- ur, sem þessum manni auðnaðist að setja á þennan bæ, — sú mynd, sem samferðamennirnir geyma af honum í sálu sinni. Hann kom sannarlega enga erindisleysu til vor að austan. Garðar Svavarsson. Kveðja írá Laugarneskirkju Á kyrrlátu sumardagskvöldi þú fórst, þú kvaddir oss andlega stór. En tónlistin hljómar i eyrum - mér emn, sem eitt sinin um huga þinn fór, og kirfcjan þín geymir þann göfuga hljóm í girátum, í hvelfing og kór. í samhljómum þínum viss lífsfylling lá svo ljúf eins og græðandi hönd. —Við kveðjum þig vinur við kirkjunnar ljós á kærleikams hugljúfu strönd. — Ó, leiði þig heim til sín himmamna gíuð í hljómanna eilífu lönd. Magnús Einarsson. Skógoreldar af mannavöldum? Bastia, Korsíku 3. ágúst (NTB) Skógareldar hafa geisaff á Korsíku um helgina og telur lög reglan nær fullvíst, að upptök þeirra séu af mannavöldufn. Seg ir lögreglan, að við slökkvistarf- ið hafi fundizt ýmsir hlutir í i skóginum, sem bendi eindregið til íkveikju. Ýmsir aðilar á Korsíku hafa lýst sig mjög andvíga því að ferðamenn séu laðaðir til eyjar- innar og leikur grunur á að einhverjir þessara aðila hafi kveikt' skógareldinn í þeim til- gangi að fæla ferðamennina burtu. Um 1 þús. slökkviliðs- og lögreglumenn unnu að því að reyna að ráða niðurlögum elds- ins, sem geisaði skammt fyrir norðan Ajaccio, á vesturströnd eyjarinnar. Ekki er vitað um tjón á mönnum af völdum elds- | ins. — Skógareldar Framhald af bls. 1 tjöld, peningar, vegabréf o. fl., varð eldinum að bráð. Vélbát- ar björguðu hinu nauðstadda fólki úr sjónum og fluttu það til þorpa við ströndina, sem tekizt hafði að bjarga. Þegar eldarnir blossuðu upp á ný í dag, hafði norðanvind- inn lægt, en sterkur suðvest- an-vindur æsti logana. Þegar í stað var ákveðið að kalla út aukinn mannafla til að berj- ast við eldinn og menn flýðu úr þorpum og tjaldstæðum, sem eldurinn stefndi á. Hann kom að þessu sinni upp ná- lægt þorpinu Saint Clair. Skógareldarnir, sem nú geisa á Miðjarðarhafströnd- inni, eru þeir verstu, sem menn muna, en ekki er óal- gengt að smærri eldar kvikni þar um hásumarið í skrauf- þurru kjarrinu. Flestir tjaldbúanna, sem misstu eigur sínar í eldinum eru Þjóðverjar, ítalir, Bretar og Belgar. Undanfarnar tvær nætur hafa ýmsir þeirra sofið á teppum undir berum himni í þorpunum við ströndina, en aðrir héldu heimleiðis þegar og Ijóst varð, að þeir gátu ekki snúið til tjaldstæðanna aftur. Slökkviliðsmenn óttast nú, að suðvestan-vindurinn muni blása nokkra daga og á meðan verðá erfitt að stöðva út- breiðslu eldsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.