Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 181. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10
MORGUN»i **>IÐ
Föstudagur 13. ágúst 1965
UPP frá Patreksfirði, suður yf-
ir Skersfjall, er eina leiðin til
Rauðasands, því að hann er
kvíaður af milli Skorar og
Latrabjargs. Og þegar ekið er
fram á fjallsbrúnina fyrir ofan
Bjarngötudal stanzar maður
bílinn ósjálfrátt og segir við
sjálfan sig: Á virkilega að fara
hér niður?
Já, hér á að fara niður, hér
er engin leið önnur. Og vitan-
lega reynist þetta ekki eins
ægilegt og það virðist við fyrstu
sýn. Héðan verður manni star-
Eyöibýli  á  Baudaissindi
Fríð ú brún og brú
Komið á Rauoasand
sýnt yfir þessa einkennilegu,
afskekktu sveit. Þótt faestir hafi
þar komið, kannast flestir við
hana, af orðspori, þótt ekki
væri annað en bæjarnafnið
Sjöundá. Samt hefur jörðin ver
ið í eyði meira en 4 áratugi. —
Jafnvel inn í hvíta birtu þessa
sólheita júlídags, finnst manni
leggja einhverja kalda skugga
af harmsögu Bjarna og Stein-
unnar.
En sleppum því. Sú saga hef-
ur svo oft verið rifjuð upp, að
það er eins og þar geti hver
étið eftir öðrum, án þess að fá
sig nokkurn tímann fullsaddan.
Fyrstu  kynningu  af  Rauða-
byggðin sé afskekkt, þá er þar
þó mjög fagurt, einkum útsjón-
in yfir Breiðafjörð."
Sá sem nam Rauðasand hét
Ármóður hinn rauði, eins og
segir í Landnámu. En það er
ekki kunnugt, hvaða líkindi það
eru, sem mæla með því, að
hann dragi frekar nafn af við-
urnefni landnámsmannsins en
hinum rauða lit sínum, eins og
Þ. Th. telur.
Þegar maður er kominn nið-
ur og farinn að virða fyrir sér
þessa sérkennilegu sveit, er það
ekki sízt, hvað hér er mikið
gras, sem athygli vekur. Það er
Breiðuvíkurkirkja
sandi er vel lýst hjá Þorvaldi
Thoroddsen: „Þegar maður lít-
ur af fjallsbrúninni yfir þetta
byggðarlag, sem er lukt hömr-
um á þrjá vegu, og sér rauð-
gulan sandinn, hvíta brimrák-
ina og dimmbláan fjörðinn
fyrir framan, þá mætti ætla, að
sandurinn hefði fengið nafn af
lit sínum, en þó heitir hann
líklega fremur eftir hinum
fyrsta landnámsmanni. Rauði-
sandur hefur myndazt í boga-
dregnu viki milli Skorar og
Látrabjargs. Bergið er snar-
bratt fyrir ofan, en byggða land
ið marflöt mjó ræma fyrir neð
an. Straumurinn út með Barða-
strönd ber með sér aur og skelja
sand, og hefur hann smátt og
smátt safhast í vikið í "fflé fyrir
utan Skorina, og þannig er
Rauðisandur til orðinn. Þó að
allt  vaðandi  1  grasi,  hnéháu
grasi.
Það fer ekki hjá því, að gam-
all sveitamaður, sém staðið hef-
ur við slátt á snöggu mýrlendi,
fyllist undrun yfir þeirri ger-
breytingu tímanna, ef allt þetta
mikla gras á að fara í sinu. —
Nú er öld önnur en þegar þeir
Rauðasandsbændur, ójafnaðar-
maðurinn Hólmgöngu-Ljótur og
Þorbjörn gamli á Eyri, deildu
um veitiengi það, er þeir áttu
báðir og var hið mesta „ger-
semi" eins og segir í Hávárðar-
sögu-ísfirðings. Nú eru það
næsta fáir, sem nota sér hinar
loðnu slægjur Rauðasands. I
þessari forðum blómlegu sveit
eru nú aðeins 5 býli í byggð, og
ekki öll líkleg til að verða það
til frambúðar. Hér eru þó sann-
arlega   vænlegir   lífsbjargar-
möguleikar, ekki síðri en víða
annars staðar á landinu. Héðan
er flutt mjólk til hins vaxandi
þéttbýlis á Vatneyri við Pat-
reksfjörð, þar sem nú eru orðn-
ir hátt í þúsund íbúar. Vissu-
lega eru þeir flutningar mikl-
um örðugleikum háðir. Fjallið
verður illfært á vetrum þegar
snjóa gerir og svellbunkar
hrannast upp á vegum í kröpp-
um beygjum og snarbröttum
sneiðingum. Þá er ekki árenni-
legt að aka þennan veg. Ekki
vildi ég vera þar mjólkurpóst-
ur.
En hvaða ráð eru þá til að
nýta landgæði þessarar kosta-
sveitar? Hvernig væri fyrir
Patreksfirðinga að stofna hluta-
félag um kúabú suður á Sandi,
bæði til mjólkur- og kjötfram-
leiðslu? Það yrði að byggja
fjós yfir mjólkurkýrnar á Pat-
reksfirði til að geta haft þær
þar heima yfir vetrartímann, en
holdanautin og önnur geldneyti
gætu gengið á hinum grasgefhu
sléttum Sandsins og séð fyrir
sér sjálf að einhverju eða öllu
leyti.
Svona gæti maður hugsað sér
þetta. Það er sko ekki vandi að
búa þegar það er bara gert á
pappírnum.
Já, það er svo auðvelt að
útmála hve það er huggulegt
og gróða- og heilsuvænlegt að
búa í sveitinni. Þá er hægt að
sýna ágóða á hverjum grip.-
Hætt er við að dráttur verði
á framkvæmdum í þessum efn-
um. Hinir dugmiklu, rótfisknu
Patreksfirðingar h^fa öðru að
sinna heldur en snúast kringum
ær og kýr, svo að góðgresið á
Rauðasandi má víst verða að
sinu þeirra vegna þetta árið.
Hér ríkir kyrrð morgunsins
ein. Og manni finnst þögnin
vera hávær, eftir að búið er að
drepa á bílnum. En það hefur
ekki ætíð verið svona friðsælt
á Rauðasandi, enda var þá
meira um mannaferðir og eftir
meiru að slægjast á Sandinum
en nú mun þykja.
A 16. öld bjó um sinn i Saur-
bæ á Rauðasandi, einn voldug-
asti maður íslands. Eggert hirð
stjóri Hannesson, dóttursonur
Bjarnar í ögri, „atkvæðamikill
fjáraflamaður", þótti um flest
líkjast afa sínum, héraðsríkur,
kappsamur og þó hygginn og
ekki jafnan vandur á leiðir að
út með svo miklu kvensilfri, að
Ragnheiður dóttir hans sagði,
að verið hefði nóg á 13 konur.
(Espólín).
Þótt minnst af auði Eggerts
Hannessonar hafði verið afrakst
ur af Saurbæ hlunnindum hans
og hjáleigum, hefur Bær alltaf
verið mikið stórbýli, enda þótt
nú sæki í sama horf með hann
eins og fleiri höfuðból, sem
erfitt er að nytja með breytt-
um atvinnuháttum og tilflutn-
ingi fólks á landinu.
KIRKJA hefur ætíð verið 1
Saurbæ, annexía frá Sauðlauks
dal, eins og í Breiðuvík. Var
messað heima á Staðnum ann-
anhvern helgidag, en hina dag-
ana á annexíunum til skiptis.
— Mjög er núverandi Saur-
bæjarkirkja farin að láta á sjá,
enda sjálfsagt komin til ára
sinna. Er hlaðið að henni grjóti
og fest niður með vírstrengjum
svo ekki taki af grunni í stór-
viðrum. — Prestslaust er nú I
Sauðlauksdal, síðan sr. Grím-
ur Grímsson fór, og er kallinu
þjónað af sr. Tómasi Guð-
muhdssyni á Patreksfirði. t
prestakallinu eru nú búsettir
um 150 manns.
Eins og fyrr segir stefnir nú
til auðnar á Rauðasandi, því
þar eru aðeins 5 jarðir í byggð
og fátt fólk á bæjum. En hitt
þarf samt ekki að efa, að ein-
hvern tíma í framtíðinni mun
aftur blómgast byggð í þessari
fögru, sérkennilegu, kostamiklu
sveit vestan Skorar.
Enn í dag er þar að vísu oft
„Þrútið loft og þungur sjór". En
Sauðlauksdalur
marki sínu. Hafði hann um
tíma meiri lén í konungsþjón-
ustu en nokkur maður annar.
Gat því naumast hjá því farið
að honum safnaðist mikill auð
ur. Þessum mesta ríkismanni
landsins gerðu enskir víkingar
heimsókn árið 1579. Var á skipi
með þeim fálkafangari einn, er
óvild hafði á Eggert Hannes-
syni segir Espolín. Þeir rændu
í Bæ öllu því er þeir komust
yfir, tóku Eggert, fluttu hann
út^ í skip og héldu honum í
mánuð. Var hann síðan leystur
hins vegar munu sjálfsagt marg
ir Rauðsendingar taka undir
með sr. Þorvaldi í Sauðlauks-
dal, er hann kvaddi Sandinn
með þessu erindi:
Undir himins bláum boga,
Bjargið, Sandinn, fjörðinn voga,
sé ég glitra í sólarloga.
Sveitin vestur lengst í sjá,
þú ert fríð á brún og brá.
Ýmsir litir augun soga
að sér fast og hugann toga
Stakkafells af steindri gljá.
G. Br.
Bær á Bauðasaudi
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28