Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 181. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12
MORCUNBLAÐIÐ
Föstudagur 13. ágúst 1965
FRUMHLAUP GRIKKJAKONUNGS
KREPPA sú, sem Konstantín
Grikkjakonungur hefur leitt
yfir þjóð sína með þeirri
ákvörðun að víkja Papan-
dreou, forsætisráðherra, frá
störfum, var óþörf. Þó var
ekki um óviljaverk að ræða af
hálfu konungs.
Papandreou var í góðri að-
stöðu til að stjóna landinu, og
engin ástæða er til að efast
um, að hann hefði ekki getað
bælt niður samsæri vinstri
manna innan hersins og sam-
særi hægri manna, sem notað
var sem ástæða til að víkja
honum frá.
Brottvikning Papandreou
einkenndist af ábyrgðarleysi,
því að stjórn hans var allt
annað en öfgasinnuð, og túlk
aði vilja meirihluta Grikkja,
án þess að skipta sér of mikið
af öfgasinnum til hægri og
vinstri.
Almenningur í Grikklandi
lætur stjórnmál mjög til sín
taka, eins og forfeður þeirra.
Þessi áhugi er hluti af lífs-
viðhorfi Grikkja, sem_er þjóð
góðum gáfum búin. Þessi sér-
staki áhugi fyrir stjórnmálum
er þó ekki með öllu hættu-
laus, ekki sízt nú þegar allir
minnast enn borgarastyrjaldar
innar, sem geisaði í Grikk-1
landi eftir síðari heimsstyrj-
öldina. Papandreou hélt ein-
ingu meðal þjóðar sinnar, og
hafði unnið gott starf.
Það athyglisverðasta við
brottvikninguna var hve
heimskuleg hún var, því að
þar var gengið í berhögg við
vilja meirihluta þjóðarinnar.
Konungsdæmið er ekki gam-
alt í Grikklandi, aðeins 132
ára. Þá er þetta í fimmta
skipti, sem krúnan snýst gegn
þjóðinni,og afleiðingarnar nú
eru þær  sömu  og  í  fjögur
Fapandreou (t.v.); Konstantín konungur og Anne Marie drottning. Myndin er tekin við skírn
skips, skömmu áð'ur en Anne Marie ól manni sínum barn. Nokkru seinna krafðist konungur
þess, að Fapándreou segði af sér, og skipaði Novas í embætti hans.
við vilja leiðtoga grísku þjóð-
arinnar, Eleftherios Venizelos,
tvisvar sinnum. Fyrst 1914—
'16, og aftur 1920—'22. 1 bæði
skiptin urðu afleiðingarnar
jafn slæmar fyrir krúnuna.
Því miður leiddi þetta einnig
í. bæði skiptin til hörmunga
fyrir grísku þjóðina. Elzti son
ur hans, Georg II, varð að
lifa í útíegð á árunum 1923—
1935, en til lýðveldis var stofn
að þann tíma. Aftur varð.hann
að fara í útlegð 1941—'46.
Það vildi svo til, að ég var
staddur í Grikklandi frá
11. júlí til 1. ágúst. Eina viku
dvaldist ég á grísku eyjunum,
Og aðra viku í Aþenu. Óróinn
á stjórnmálasviðinu gat ekki
farið fram hjá neinum. Ferða
mannastraumurinn var í há-
marki, í Þessalíu var kornupp
skerunni nýlokið. Á himni
stjórnmálanna var þó ófriðar-
blika, og reynslan benti til
þess, að deila sú, sem risin
var, myndi aðeins fá einn
endi.
Á meðan Papandreou var
við völd, hafði lögreglunni
verið haidið í skefjum. Ég var
í Aþenu, þegar lögreglan lét
til skarar skríða gegn stúd-
entum, og það var ekki
skemmtilegt á að líta. Lög-
reglumennirnir virtust una
sér illa, en þó hafa fullan
hug á því að láta til sín taka.
i>eir virtust óvopnaðir, en
reyndust þó allir bera gúm-
kylfur innan klæða.
Grikkir meta frelsið, því að
þeir hafa oft misst það. Þeir
hafa þjáðst undir áþján er-
lendra þjóða, sem herleitt
hafa þá — Tyrkja, ítala og
Þjóðverja. Hverju sinni hafa
þeir endurheimt frelsið með
miklum fórnum. Þessar fórn-
ir hafa þeir ekki fært til þess
að glata frelsinu í hendur eig
in ráðamanna. Þótt mikil ó-
vissa ríki nú um framtíð
Grikklands, þá virðist óhætt
að spá því, að til þess komi,
fyrr eða síðar, að gríska þjóð-
in fái þeim vilja sínum fram-
gengt að verða herra í sínu
eigin húsi. Sérhver, sem reyn-
ir að svipta hana þeim rétti,
verður að gera það á eigin
ábyrgð.
(Observer — öll
réttindi áskilin).
eftir Arnold Toynbee
fyrri skiptin.
Atburðarásin er alltaf söm.
1 upphafi leitar krúnan til upp
burðarlítilla manna, sem njóta
stuðnings minnihluta þjóðar-
innar, og þannig tekst um
stund að kúga vilja meirihlut-
ans. Þó kemur óhjákvæmilega
að því, þegar svo virðist, að
krúnunni hafi tekizt að koma
fram vilja sínum, að spreng-
ing verður á stjórnmálasvið-
inu, og almenningur kemur
vilja sínum fram. Það er
furðulegt, þegar fyrri dæmi
eru höfð í huga, og þær við-
varanir, sem þau fela í sér, að
krúnan  skuli  „ekkert  hafa
lært, og engu gleymt".
Fyrsti konungur Grikkja,
Otto, fékk tækifæri til að
stjórna á friðsamlegan hátt
eftir byltinguna 1843—44, en
þó varð hann að fara frá í
byltingunni 1860—62. Hann
hafði sér þó til afsökunar, að
hann lifði á tímum nýrra
stjórnarhátta, sem fylgdu í
kjölfar frönsku stjórnarbylt-
ingarinnar.
Eftirkomandi Ottos, Georg
konungur, sem var af dönsku
bergi brotinn, lét sér fyrri
reynslu að kenningu verða.
Hann var við völd í hálfa
öld, reyndi ekki að kúga vilja
þjóðarinnar, Og varð því ekki
fyrir neinum skakkaföllum.
(Hórmulegur  dauðdagi  hans
— hann var ráðinn af dögum
— eftir sigur Grikklands yfir
Tyrklandi í Balkanstríðinu,
átti ekkert skylt við stjórn-
málaöngþveiti. Morðinginn
réð hann af dögum af persónu
legum astæðum, sem reyndar
áttu ekkf við nein rök að
styðjast). Það er því þeim
mun einkennilegra, að sonur
Georgs konungs, Konstantín I
skyldi ekki hafa lært af reynsl
unni, ekki reynslu föður síns,
heldur reynslu Ottos.
Konstantín I gekk í berhögg
Almenningur mótmælir skipu n Novas í embættl forsætisráð-
herra, eftir brottvikningu Papandreou. Novas studdist við
minnihluta, en varð að fara frá eftir stuttan tíma.
UppboÖ
Uppboð verður haldið í samkomuhúsinu (Krossin-
um), Ytri-Njarðvík, laugardaginn 14. þ.m. og hefst
ki 2 e.h.
Seldar verða m. a. ýmiss konar skrautvörur,
postulín, borðbúnaður, fatnaður, leiklöng og notuð
verzlunar-innrétting.
Greiðsla við hamarshögg.
Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli, 10. ágúst 1065
Björn Ingvarsk^
IMý verzlun
á Hvamms-
tanga
NÝ verzlun er tekin til starfa
á Hvammstanga og hóf hún
starfsemi sina síðastliðinn föstu
dag. Það er Sígurður Tryggva-
son kaupmaður sem er eigandi
verzlunarinnar. Ber hún nafn
hans. Verzlunin sem hefur k
boðstólum hvers konar matvör-
ur, álna vörur og smávörur er
í því sama verzlunarhúsi og Guð
mundur Gunnarsson rak sína
verzlun. ' Hefur Sigurður látið
endurbæta og endurnýja verzl-
unarplássið. Sigurður var verzl-
unarstjori við verzlun Sigurðar Pálmasonar þar á Hvammstanga um sex ára skeið. Umboð   Morgunblaðsins,   á Hvammstanga verður eftirleiðis í verzlun Sigurðar Tryggvason-ar, og hjá Sigurði Davíðssym svo sem verið hefur um langt ára-biL	GÚSTAF A. SVEINSSON Bæstaréttarlögmaður Laufásvegi 8, Reykjavik. Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Sími I 1875.
	
Mafráðskona óskast vegna sumarleyfa. — Upplýsingar í síma 23851 eftir kl. 7.	

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28