Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 181. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Föstudagur 13. ágúst 1965
MORGUNBLAÐIÐ
13
Þórðtir  Jónsson,  Látrum:
,Þetta er ekki hægt6
LÁTRABJARG er einn þeirra
etaða hérlendis sem fólk hefir
gaman af að skoða, þegar fugla-
líf er þar í blóma, og raunar
hvenær sem  er.
Þetta bjarg á sína sögu, svo
eem önnur hérlend björg, sögu
um einn þátt þeirrar hörðu lifs-
baráttu forfeðra okkar, og þeirr
er kynslóðar sem nú er óðum
eð enda sitt æfiskeið á öld tækn-
innar og man því tímana tvenna.
Saga þessa bjargs er hvergi
ekráð, utan einn þáttur hennar
eem gerðist 1947 og vakti þá at-
hygli um mikinn hluta heimsins,
evo af varð mikil og góð land-
kynning. Meðal annars vegna
þessa þáttar, sem skráður var
í myndum af kvikmyndatöku-
tnanninum Óskari Gíslasyni, vill
fóik koma á þennan stað, og sjá
með sínum eigin augum hrika-
leik hans og fegurð.
En hvernig er þá að kom-
*st á þennan stað? Það er því
miður engan veginn gott. Fyrir
harða bartátu Gísla Jónesonar,
fyrrverandi alþingismanns okk-
•r, tókst að koma vegi hingað
eð Látrum, en síðan Gísla naut
ekki lengur við sem þingmanns,
má segja að þessi vegur í heild
hafi farið stöðugt versnandi ár
írá ári, og heitir nú varla far-
endi, þó má hrönglast þetta á
flestum bílum.
Frá Látrum var hægt að fara
á bil langleiðina út á bjargið,
með því að aka yfir sandinn milli
byggðarinnar og Brunnanúps,
sem er fjall sem gengur fram
milli byggðarinnar og bjargs-
ins.
1960 kostaði vitamálasjóður
vegagerð fyrir Brunnanúp og
ellt út á bjargbrún, en viti stend-
ur þar á bjargbrúninni. Vega-
málastjóri sá um lagningu veg-
erins, og önnuðust verkstjórar
hans hér framkvæmd verksins.
Vegurinn var í alla staði vel
lagður, og vel frá honum geng-
ið, en þar sem liggur framan í
hlíð Brunnanúps þá hrynur þar
emásaman í skeringuna, og er
nú vegurinn þar orðinn það
mjór að hættulegt er orðið að
fara hann á stórum rútum, en
engin aðili hefir talið sig þurfa
eð halda veginum við. Sama er
eð segja um vegarspotta þann
eem gerður var samtímis gegn-
um túnið á Látrum, nema hvað
hann er ekki hættulegur.
Sandurinn sem aka þarf yfir.
mun vera um 1,5 km., þar af
700 m. flugbraut (sjúkravöllur)
eem er það harður að alloftast
má aka hann á hvaða bíl sem
er. Svo taka við grasmelar sem
ekið er eftir að veginum í
Brunnanúp, en bílarnir skera
fijótlega niður úr grassverðinum
©g nýjar brautir verður að gera,
útfrá þessu byrjar svo uppblást-
ur á landinu.
Sandurinn frá byggðinni og út
eð flugvellinum er mjög laus, og
íjöldi fólks lendir þar í erfið-
leikum með bíla sína, sem spóla
þar í sandinum og festast. Verð-
ur oft sá endi á fyrirhugaðri
ferð á Látrabjarg, að bíllinn sit-
ur fastur í sandinum og byrjar
þá strit og vandræði við að ná
honum upp og koma til sama
lands aftur, en fólkið heldur
heim með brostnar vonir um að
fá að sjá fegurð Látrabjargs, er
það að vonum ergilegt, þá helzt,
ef búið er að aka mörg hundruð
km. með Látrabjarg í huga sem
hápunkt ferðarinnar, og rekast
þá á þennan farartálma svo til
á leiðarenda. Farartálma sem er
þó mjög auðvelt að lagfæra, að-
eins ef vilji réttra aðila væri
íyrir hendi. Féð sem til þess færi,
eru smámunir einir miðað við
vegafé iandsmanna.
En hér eiga allir landshlutar
hiut að ,má]i um not, vegarins.
Ég get hugsað, að frá því þessi
vegur kom fyrir Brunnánúp
hafi heimamenn og Vitamála-
ejóður haft í hæsta lagi 20% not
vegarins, en ferðafólk hvaðan-
sefa af landinu, og nokkrir út-
lendingar um 80%.
Segja má, og það með fullum
rétti, að nær standi þeim mönn-
um, sem ráða vegafé lands-
manna, að koma vegum þangað
sem brauðstritið kallar eftir
þeim, heldur en að leggja vegi
þangað sem ferðamanninn lang-
ar að leggja leið sina sér til
ánægjuauka, ef hvortveggja fer
ekki saman.
En sem betur fer, þá er lífs-
kjörum þjóðarinnar þannig hátt-
að í dag, að flest fólk getur
tekið sér einhverja stund frá
brautstritinu, og létt sér upp,
en þá langar það til að koma
á þá staði sem fegurstir og sér-
kennilegastir eru á okkar landi,
eftir eigin vali. Og er nokkuð
eðlilegra, en hin trausta félags-
hönd þjóðarinnar hjálpi því til
að fá þá ósk sína uppfyllta.
Ég hef séð farlama ferðafólk
stutt fram á brún bjargsins, þar
sem útsýn er góð til að njóta
þeirrar fegurðar og hrikaleika,
sem þessi staður hefir upp á að
bióða því fólki, sem aldrei áður
hefir átt þess kost að líta yfir
milljóna byggð fiðurliðans,
byggð sem er háreistari en skýja
kljúfar mannabústaða. Ég hef
einnig séð lamað fólk borið af
sterkum örmum félaga sinna, frá
bílunum og á slíka staði, eng-
inn má verða af því, að líta yfir
þetta stórkostlega varpland ið-
andi af lífi. Og sem betur fer,
máist þá yfir strit við fasta bíla,
brotnar bílpönnur, götótta benzín
tanka o. fl.
Alltaf er sá hðpur stækkandi,
sem fer frá okkar landi til út-
landa til að skoða sig þar um,
til þess fer mikíð fé, og trúlega
verður ríkið af nokkrum upp-
hæðum í tollum og söluskatti af
þeim vörum sem hópurinn hefir
heim með sér. Þegar einnig er á
þetta litið, þá getur það ekki
talizt óeðlilegt, þótt það opin-
bera greiði eitthvað verulega
fyrir því fólki sem lætur sér
nægja, eða verður að láta sér
nægja að skoða sitt eigið land,
með sinni fjölbreyttu náttúru-
fegurð, þetta fólk kemur heim
úr ferðalaginu, snautt af erlend-
um varningi, en fróðara um sitt
land, og féð sem það eyddi í
ferðina heldur áfram að velta
hér innanlands.
Á þessum tvennum ferðastefn-
um, er að mínu viti svo þjóð-
hagslega mikill munur fyrir svo
fámenna þjóð, að því ber að
gefa nánari gætur en almennt er
gert, og það opinbera á ekki að
horfa í að leggja vegarspotta á
þá staði sem séð er að ferðafólk
hefir mikinn áhuga á, og þá al-
veg sérstaklega þegar saman
getur farið almenn vegaþjón-
usta um leið, eins og hér á sér
stað.
Ef okkar land á að verða vax-
andi ferðamannalarid, sem það
þarf að verða, bæði fyrir inn-
lenda og erlenda menn, þá get-
uin við ekki haft efni á því, að
ganga framhjá slíkum stöðum
sem Látrabjargi, alveg sérstak-
lega varðandi útlendinga, og
ferðaskrifstofur innlendar ættu
að kynna sér, hvað þeir útlend-
ingar segja um Látrabjarg sem
það hafa skoðað, en mér er ekki
kunnugt um að nokkur útlend-
ingur hafi komið á Látrabjarg
á þeirra vegum, og má það
kannski furðulegt teljast.
• Nei, það má ekki dragast
lengur, að þessi faratálmi, á leið-
inni út á Látrabjarg verði lag-
færður, og það þarf að gera
meíra. Það þarf að lagfæra veg-
inn úr Örlygshöfn og út að Látr-
um, þannig að akstur um hann
sé fólki bjóðandi, án þess að
það sé með lífið í lúkunum yfir
því að stórskemma  ökutækin.
Ég get ekki að því gert, að'ég
finn stundum tií með því fólki,
sem verður að snúa frá þessum
stað, án þess að fá séð Látra-
bjarg með öllu sinu lífi, og oft
snýr það við eftir að hafa lent
í miklum erfiðleikum.
Alveg sérstaklega finn ég til
með öldruðu fólki, sem ef til vill
er í sinni fyrstu og síðustu
skemmtiför, og hefir valið þenn-
an stað til að skoða, en verður
frá að hverfa, niðurbrotið og
vonsvikið. Þá verður flestum
áhorfendum á að segja: „Þetta er
ekki hægi."
Ég er ekki I neinum vafa um
það, að ef allir háttvirtir al-
þingismennirnir, sá stóri hópur
ásamt vegamálastjóra, væru
staddir hér, og væru áhorfendur
að vonbrigðum og erfiðleikum
fólksins, að þá mundu þeir segja
eins og við: „Þetta er ekki
hægt."
En sá er munurinn, að þeir
hafa möguleikann til að láta lag-
færa þetta en við ekki. Þess
vegna er það vinsamleg beiðni
mín til þeirra, að þeir láti lag-
færa þetta tafarlaust, veit ég að
hundruð ferðamanna mundu
þeim mjög þakklátir fyrir þann
greiða, og ekki síður fólkið sem
býr við þennan veg.
Látrum, 18/7 1965.
Þórður Jónsson.
— U+an úr heimi
Framhald af bls. 14
neyddi litlu könnunarvélina
til að hækka flugið.
Önnur Starfighter-þotan
kom nú þjótandi niður undir
jörð til þess að dreifa þeim,
sem eftirförina veittu með
napalmi — benzínhlaupi.
Benzínhlaupið skildi eftir
mikinn reykhring í röku loft-
inu og L19 smáflugvélin, sem
kom nú aftur til að huga að
flugmanninum, skauzt út og
inn um reykskýið.
Komið var sólarlag þegar
„Andardráttur Töfradrekans"
kom á vettvang. Það er DC3
Dakota flugvél, sem hlotið
hefur þetta nafn vegna eld-
spúandi eldflaugabyssu, sem
komið er fyrir neðan á búk
hennar.
Flugvélin spændi upp frum-
skóginn með nokkrum skot-
hríðum úr eldflaugabyssunni.
Flugmaðurinn kom nú út á
bersvæðið aftur. Hann kastaði
frá sér hvitu reykblysi til
þess að gefa til kynna hvar
hann væri staddur, og leítaði
síðan skjóls í frumskóginum
á ný.
Þrjár vopnaðar, bandarískar
þyrlur, komu nú fljúgandi úr
austurátt. Skothríðin á jörðu
niðri magnaðist nú að miklum
mun, og rann saman í stöð-
ugan hávaða. Þyrlurnar svör-
uðu með því að skjóta eld-
flaugum.
Ein þyrlan varð fyrir skoti,
og þar sem hún tók að missa
niður eldsneyti flaug hún á
brott. Önnur reyndi að lenda,
en var hrakin á brott með
öflugri skothrrg úr 50 kalíber
vélbyssu.
Eftir að hafa flogið umhverf
is í 10 mínútur í skini hækk-
andi tungls, tókst einni þyrl-
unni að lenda.
Áhöfn hennar fann fallhlíf
flugmannsins. Hún beið síðan
kvíða-full eftir að hann sýndi
sig aftur í rjóðrinu. En flug-
maðurinn kom aldrei. I harðn
andi skothríð skæruliða hóf
þyrlan sig á loft án hans.
Ný skothríð úr sprengiu-
vörpum kommúnista neyddi
varnarlið Duc Co til að hverfa
aftur inn í vígi sín.
Sumarliði  Halldórsson
ÞEGAR ég var lítil telpa heima
í Fellsaxlankoti, man ég það, að
það var kominn ókunnugur mað
ur. Hann gekk með bæjarlækn-
uim, staðnæmdist við fossana
þrjá, se-m eru í læknum með
stuttu millibili í túninu. Hainn
strauk döggina af grasinu, sem
mynda'ðist frá úðanum frá foss-
unum þrem og hann fór mjúk-
um höndum um gróðurinn á
.lækjar<bökku,num. Hann gekk um
túnið, horfði út á sjóinn, gekk
¦um bergið, sem er í einu horni
túnsins, þar sem við systurnar
áttum leikhúsin okkar. Allt var
skoðað og athugað, falleg orð
sagð, sem glöddu litlar telpur.
Allt var fallegt og gott. Þetta
var Sumarliði Halldórsson.
Paibbi og mamma þekktu hann
og var ha.nn auðfúsugestur og á
öllum heyrðdsit a'ð hann væri
hvers  manns  hugljúfi.
Hann var fæddur í Fel'lsaxlar-
koti og alinn þar upp, var mér
sagt. Hann kom held ég á hverju
sumri ti'l að líta á bernskustöðv-
arnar, sem voru honum einkum
kærar. Þá bjó hann á Akranesi.
Árið 1946 missti ág manninn
minn hér í Reykjavík og þurfti
iþá að fara suður í Fossvogs-
'kirkjiugarð þar að lútandi. Hitti
ég þá Sumarliða, þar sern hann
var stanfsmaður hjá Kirkjugörð-
Dregið í happdrætti
3. ÁGÚST sl. var dregið í happ-
drætti u.m.f. „Björn Híbdæla-
kappi", sem stofnað var til á sl.
vori til ágóða fyrir félagsheimili
Álftaneshrepps og Hraunihrepps
að Arnarsta á Mýrum. Upp komiu
þessi núimer:
7638  Ferð á Ediniborganhátíðiina.
7988  Stálhúsgögin í eldhús.
2486  Skáldverk  Gunars  Gunn-
arssonar.
7299  Málverk eftir Kristir
Morthens.
3223  Ferðaviðtæki.
1014  Tjald.
6885  Kaffisiell .
3567  Ritsafn Jóns Tnaiuöta
6109  MyndavéL
4740  Rafmagnsi-akvéL
1682  RaflampL
3026  Stálhnífapör.
5421  Svefnpoki.
599  Bakpoki.
1573  Lindarpenni.
4328  Veiðileyfi í Hítarvatni.
Sérstök athygli skal vakin á
því, að lagt verður af stað í Edin
borgarferðina 23. ágúst n.k. Upp-
lýsingar um vinnimga gefur
Bjarni V. Guðjónsson, Svarfhóli,
símd um Ai'narstapa, Mýr.
—^——«
Grundarliðið
vann
6:5
Akr»nesi 11. ágúst
KLUKKAN 9 í gærkvöl^i var
háð kinattspyrnukeppni á knatt-
spyrnuveillinum við Miðgarð
milli Gruindarliðsins og Innesinga
Leikar fóru þannig, að Grundar
liðfð sigraði með 6 mörkum gegn
5  hjá  Innesingum.  Bæði  liðin
I voru harðsnúin og leikurinn fjör
mikWil.  Margit  var  áhorfenda,
I 'bæði héðain og af Innesinu, í
bMðu veðri.
I Einhverjir þarna höfðu á orði,
að þessi leikur hefði ekki verið
si'ður skemmtilegur en landsJeik
urinn við fra, og þarna voru þó
gerð mörk. Dómari var Kjartan
Guðm'undsson bli'kksmíðameist-
ari — Oddur.
Qryggislæsingar
á glugga.
Hafnarstræti  21.. Sími  13336.
Suðurlandsbr, 32. Sími 38775.
Sýnin^; Þorkels
Gíslasonar
, ÞANN 4. þessa mánaðar opn-
aði Þorkell Gíslason máilverka-
sýiningiu í „Gallery Eggerts E.
Laxdai," Laugavegi 133."
A þriðja hundrað manns hafa
l nú sótt sýninigiuna og 10 myndir
j eru seldar. Sýninguinni lýkur
j laugardaginn 14. þessa mánaðar,
|M. 10 að kvöOdi.
um Reykjavíkur. Þar sannarlega
mætti ég vimi. Hann var sjálfur
búinn að reyna veikindi og dauða
síns nánasta ástvinar og átti
manna bezt me'ð að setja sig í
annarra spor undir slíkum kring
umstæðum. Allt, sem hægt var
að gera, var gert fyrir mig. Síð-
ar hitti ég hann oft og við töfi-
uðum saman. Þá komst ég að
raun um hve' óvenjulega góður
maður hainn var og sannaðist á
honum svo sannarlega „Að þar,
sem góðir menn fara, liggja guðs
vegir."
Síðast frétti ég af honum aíS
hann væri farinn norður til son-
ar síns, og hugsaði ég að það
umihverfi hafi verið honum að
skapi, innan um gróður Vagia-
skógar.
Þetta eiga ekki að vera nein
eftirmæli, aðeins þakklætis-
kveðja til þessa góða manns,
fyrir góðvild og ástú'ð, sem ég
varð aðnjótandi frá honum á
erfiðum tímum.
Nú gyllir sólin lyng og land I
laufi bærist vindur. Hann ber
honum nú hinztu kveðju frá
bernskustöðvunum kæru, frá
fossunum ag berginu og öllu,
sem hann uinnL þar, sem hann
lék sér lítill drengur. Börnum
hans og öðrum aðstandendum
bið ég blessunar guðs um leið
og ég sendi þeim mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Blessu'ð sé minning Sumarliða
Halldórssonar.
Reykjavík 5. ágúst 1965.
Fanney Gunnarsdóttir
frá  Fellsaxlarkoti.
—  VeljiB  rétta
Framhald af bls. 19.
til þess að verða í forystusveit
framtíðarinnar.
Undirbúningur framtíðar
æskufólksins í dag, eins og
raunar alla tíð er fyrst og
fremst fólginn í ræktun mann-
gildisins. Það er þýðingarmesta
hlutverk æskufólksins í dag að
rækta sjálft sig og efla til öfl-
ugrar sóknar til síbættrar fram
tíðar þjóðarinnar.
Þetta ræktunarstarf finnst
mér minna á alla aðra ræktun
og því finnst mér vel tilfallið
að þessi skógarhátíð æskunnar
er haldin hér í mesta og feg-
ursta skógi landsins, ræktun
frmtíðarinnar — skógræktin —
sýnir glæsilegastan árangur.
Látið þennan fagra reit
minna ykkur á hvaða árangri
má ná með ræktun.
Að lokum vil ég segja þetta.
Ég hef óbilandi trú á því, að
æskufólk dagsins í dag reynist
þess megnugt að lyfta arfinum
frá fyrri kynslóðum. Það mun
snúast við verkefnum framtíð-
arinnar af festu og þrótti og
tryggja sess íslenzku þjóðarinn
ar meðal fremstu menningar-
þjóða framtíðarinnar með sí-
batnandi lífskjörum andlega og
efnalega. Það mun velja rétta
leið að réttu marki, hvort held-
ur markið er að verða fyrsti
íslenzki geimfarinn eða geim-
freyjan fjöifróður vísindamað-
ur eða gildur bóndi, iðnaðar-
maður eða sjómaður hinnar
nýju tækni framtíðarinnar.
.5 *              M
að aiigiýsing
í útbreiddasta blaðinu
borgar sig bezt.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28