Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 181. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						te
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 13. ágúst 1965
Bifreföakaupum rift vegna galla
1 MAÍ sl. var kveðinn upp í
Hæstarétti dómur í máli, er Jón-
as Guðmundssorn, tollþjónn, Rvík,
höfoaði gegn Gunnólfi Sigurjóns-
syni, Rvík, en mál þetta reis út
af kaupum á bifreið, er stefn-
andi taldi, að hefði verið haldin
leyndum giMum. Krafðist stefn-
andi þess aðallega, að kaupunum
yrðl rift og endurgreiðsla kaup-
verðsins færi fram, en til vara,
afi stefindi yrði dæmdur til
greiðslu skaðabóta að upphæð kr.
80.000,00.
Málavextir eru sem hér grein-
ir:
Hinn 9. marz 1959 seldi sölu-
nefnd varnarliðseigna f. h. við-
ekiptamálaráðuneytisins bróður-
etefnda, Sverri Sigurjónssyni,
bifreið af gerðinni Mercedes-
Benz 300 frá árinu 1955, á kr.
136.000,00. Vél bifreiðarinnar var
¦úrbrædd, þegar Sverrir festi
kaup á henni. Sverrir fék raf-
vélavirkja hér í borg til að gera
við vél bifreiðarinnar og aðstoð-
aði Sverrir hann við viðgerðina.
Fór hún fram á bifreiðaskúr hér
i borg. Umræddur rafvélavirki
hafði ekki réttindi bifvélavirkja,
en taldi, að viðgerð sú, er hann
framkvæmdi á bifreiðinni hefði
getað talizt fullnægjandi og
Sverrir  Sigurjónsson  taldi  bif-
Nestisbox
Ahiminíum  og  plast.
HHabrúsar og hitakönnur.
yeaZúnaeHÍ
Hafnarstræti 21.  Sími  13336.
Suðurlandsbr. 32. Sími 38775.
TONÞÖKUR
BJÖRN R. EÍNARSSON
SÍMÍ  2.0856
Pinotex á utanhúss viðar-
kiæðningar og hurðir. Vernd-
ar bezt, flagnar ekki og er
auðvelt í notkun.
MÁLARINN
Sími 11496.
reiðina hafa verið í ágætu lagi
og i stöðugri notkun.
Um áramótin 1959—1960 seldi
Sverrir bróður sínum, stefnda
Gunnólfi Sigurjónssyni, bifreið-
ina fyrir liðlega það verð, sem
Sverrir hafði keypt bifreiðina á,
en sala þessi var ekki tilkynnt
til yfirvalda.
1 febrúar 1960 vildi sfefndi
selja bifreiðina og sneri sér af
því tilefni til Litlu bílasölunnar,
Tjarnargötu 5 hér í borg. Stefn-
•andi í málinu, Jónas Guðmunds-
son, sá bifreiðina þar, en hann
hafði hug á bifreiðakaupum. —
Sýndi stefndi honum síðan bif-
reiðina og varð úr, að Jónas
keypti hana fyrir kr. 140.000,00.
Aðilar málsins eru ekki sammála
um aðdraganda kaupana og voru
allmörg vitni leidd til að reyna
að komast að hinu rétta.
Kaupin fóru fram hinn 17. febr.
Stefnandi og kona hans voru
sammála um, að bifreiðin hefði
síðan staðið óhreyfð fram til 30.
marz eða 1. apríl að því frátöldu,
að kunningi Jónasar ók henni ei-
Htið um götur bæjarins nokkrum
dögum eftir kaupin. Dóttir þeirra
hjóna, er hafði nýlega fengið öku
réttindi, ók síðan bifreiðinni, en
3. apríl kom í ljós, að vél bif-
reiðarinnar var úrbrædd. Sneri
stefnandi sér þá til stefnda og
krafðist riftunar, en stefndi vildi
ekki við því verða. Var nú höfð-
að sakamál á hendur stefnda fyr-
ir svik, en hann var sýknaður af
þeirri ákæru.
I máli því, sem nú lá fyrir
Hæstarétti, rökstuddi stefndandi,
Jónas Guðmundsson, dómkröfur
sínar með þeim rökum, að
stefndi, Gunnólfur Sigurjónsson,
hefði tjáð honum við kaupin, að
bifreiðin væri í góðu standi og
vél hennar nýlega uppgerð á véla
verkstæði Þ. Jónsson og Co., er
sé viðurkennt sem hið fullkomn-
asta sinnar tegundar á landinu.
Hafi þessar upplýsingar verið
ákvörðunarástæða fyrir kaupun-
um. En nokkru síðar, þegar í
Ijós hefði komið, að vél bif-
reiðarinnar væri „úrbrædd",
kvaðst stefnandi hafa komizt að
því, að þessar upplýsingar hefðu
verið rangar og bifreiðin hefði
alls ekki komið inn á bifreiða-
verkstæði Þ. Jónssonar og Co.,
né menn frá því verkstæði unnið
að viðgerð hennar. Samkvæmt
þessu teldi stefnandi, að hann
ætti rétt á, annaðhvort að rifta
kaupunum eða fá greiddar skaða-
bætur.
Stefndi, Gunnólfur Sigurjóns-
son, krafðist sýknu og studdi
sýknukröfu sína í fyrsta lagi
þeim rökum, að þar sem búið
væri að sýkna hann af svika-
ákæru í sambandi við kaup þessi
í sakadómi, gæti héraðsdómurinn
sem hliðsettur dómstóll eigi fjall-
að um þá málsástæðu. Þessum
rökum var hnekkt í héraðsdómi
og eigi á þau fallizt.
í öðru lagi studdi stefndi sýknu
kröfu sína þeim rökum, að hann
hefði alls ekki haft svik í
frammi, er kaupin gerðust. Stefn-
andi hefði vitað, að stefndi hefði
fest kaup á bílnum með „úr-
brædda" vél, en stefndi hefði lát-
ið gera við hana. Hefði engu ver-
ið leynt í því sambandi og allir
möguleikar hefðu verið fyrir
hendi að kanna allt það, er
stefndi hefði upplýst um bílinn,
enda hefði það verið rækilega
gert og kona stefnanda víða hald-
ið uppi spurnum um bílinn, áður
en kaupin hefðu verið afráðin.
Stefnandi hefði velt fyrir sér
kaupunum í nokkra daga og
hefði sakadómsrannsókn leitt í
ljós, að kona stefnanda hefði á
heim tíma spurzt fyrir um það
á vélaverkstæði Þ. Jónsson og
Co. hvort vélin hefði verið tekin
þar upp og fengið iþau svör, að
svo hefði ekki verið.
Stefnandi hefði fengið menn,
þaulvana meðferð bifreiða, til að
reynsluaka bifreiðinni, áður en
gert hefði verið út um kaupin.
Ástæðan til þess, að bifreiðin
hefði bilað hefði verið sú, að hún
hefði verið látin í hendur þeirra,
er nýbúnir hefðu verið að læra
á bíi og því lítt kunnað með bif-
reiðir að fara. Þá mótmælti
stefndi því, að hann hefði sagt
stefnanda, að vél bifreiðarinnar
væri uppgerð á vélaverkstæði Þ.
Jónsson og Co.
Niðurstaða málsins varð hin
sama fyrir héraðsdómi og í
Hæstarétti. Var talið. að um rift-
anlé"g kaup hefði verið að ræða.
Segir svo í forsendum að dómi
Hæstaréttar:
„Atvik máls þessa eru ýtarlega
rakin í héraðsdómi. Þar er því
lýst, að vél bifreiðarinnar R-7338
var úrbrædd, þegar Sverrir Sig-
urjónsson, bróðir (stefnda),
keypti bifreiðina af Sölunefnd
varnarliðseigna hinn 9. marz
1959. Var Sverri þá kunnugt um
iþennan galla á bifreiðinni. Ekki
fól hann þó bifreiðaverkstæði að
annast viðgerð á vélinni, heldur
fékk til þess mann, sem ekki var
iðnlærður bifvélavirki. Kveðst
Sverrir hafa aðstoðað mann þenn
an við viðgerðina. Leitt er í ljós
a aðgerð sú, sem umræddur mað-
ur og Sverrir framkvæmdu á vél-
inni, var aðeins mjög ófullkom-
in bráðabirgðaviðgerð. (Stefndi)
kveðst hafa keypt bifreiðina
iþannig á sig komna af Sverri
bróður sínum um áramótin
1959—1960. Hinn 17. febrúar
1960 seldi hann svo stefnanda bif-
reiðina. Þegar sú sala fór fram,
skýrði (stefndi) að sjálfs sín
sögn (stefnanda) frá því, „að
mótorinn í bílnum hefði brætt
úr sér, en búið væri að gera við
hann" og að nú væri „bifreiðin
í ágætu iagi". •
Samkyæmt því, sem greint hef-
ur verið hér að framan, var ásig-
komulag bifreiðarinnar ekki I
samræmi við lýsingu (stefnda) á
henni við söluna. Telja verður
eins og gert er á héraðsdómi, að
umræddur galli á bifreiðinni
hafi verið það veígamikili, að til
riftunar á kaupunum mátti leiða
samkvæmt 1. málsgr. 42. gr. laga
nr. 39. 1922, enda var gallanum
þannig háttað, að þess var ekki
að vænta, að (stefndi) yrði hans
var við venjulega skoðun, s.br.
47. gr sömu laga."
Riftunarkrafa stefnanda var
því tekin til greina og stefndi
dsemdur til endurgreiðslu á kaup
verði bifreiðarinnar ásamt vöxt-
um. Þá var stefndi dæmdur til
greiðslu málskostnaðar, sem nam
samtals kr. 34.750,00 fyrir báðum
réttum.
Elías Ingimarsson
É G get ekki látið undir höfuð
leggjást, að minnast í fáum orð-
um vinar míns og gamals sam-
starfsmanns Elíasar Ingimarsson-
ar frá Hnífsdal en hann lézt í
Landakotsspítala 4. þ.m.
Elías sálugi, sem hét fullu
nafni Elías Kristján, var fæddur
í Fremri-Hnífsdal í Eyrarhreppi,
N.-ísafjarðarsýslu 11. dag janú-
armánaðar 1903.
Foreldrar hans voru sæmdar-
hjónin Halldóra Halldórsdóttir
og Ingimar Bjarnason oddviti,
skýrleiks og myndarhjón, sem
nutu mikils álits samborgara
sinna. Þau eignuðust 6 mann-
vænleg börn, sem síðar urðu
mjög nýtir og góðir borgarar.
Elías ólst upp með foreldrum
sínum í glöðum systkinahóp og
vandist snemma við venjuleg
sveitarstörf, svo sem títt var um
unglinga í hans uppvexti. Hann
hafði mikla dáleika af móður
sinni, enda snemma hennar önn-
ur hönd við bústjórn alla, er
hann hafið aldur til, því að fað-
ir hans Ingimar var löngum f jar-
verandi við sjóróðra, sem skip-
stjóri fyrir sjálfan sig og aðra.
Elías heitinn var snemma
gervilegur sem ungur maður og
bráðþroska, svo var með syst-
kini hans öll, að þetta hefur
verið atgervisfólk til sálar og
líkama. Þegar Elías sálugi hafði
aldur til sótti hann barnaskól-
ann í Hnífsdalskauptúni og
reyndist strax góðum námsgáf-
um gæddur, þó stærðfræðin væri
honum ávallt geðþekkust, en
hann var alla tíð mikill stærð-
fræðingur, enda átti hann ekki
langt að sækja þá gáfu, því að
faðir hans Ingimar oddviti var
með afbrigðum reikningsglöggur
maður, hafði enda hin síðari ár
ævi sinnar á hendi að búa unga
menn  undir  skipstjórnarpróf.
Um árið 1920 fór Elías í Sam-
vinnuskólann í Reykjavík og
lauk þaðan námi með miklum
ágætum.
Eftir heimkomuna frá Sam-
vinnuskólanum vann hann for-
eldrum sínum um sinn, en gerð-
ist síðar starfsmaður hjá Jónasi
Þorvarðssyni kaupmanni og út-
gerðarmanni á Bakka í Hnífsdal,
við verzlun hans og útgerð. —
Nokkru eftir 1930 fór hann til
Jóns Auðuns alþingismanns, sem
þá veitti forstöðu Fisksölusam-
lagi Vestfjarða og vann Elías hjá
honum skrifstofustörf um nokk-
urn tíma.
Árið 1937 gekk hann að eiga
eftirlifandi konu sína, frú Odd-
nýju Jónasdóttur, frá Bakka og
reistu þau þá strax bú á Bakka
í Hnífsdal og bjuggu þar til miðs
árs 1946, er þau fluttu alfarið
frá Hnifsdal til Höfðakaupstað-
ar.
Á þeim árum, sem Elías bjó
á Bakka, beitti hann sér fyrir
stofnun hraðfrystihúss í Hnífs-
dal, ásamt helztu útgerðarmönn-
um á staðnum og varð fyrsti
framkvæmdastjóri þess, en fyr-
irtækið Hraðfrystihusið h.f., var
formlega stofnað árið 1941. —
Veitti hann fyrirtækinu forstöðu
þar til hann og þau hjón fluttu
frá Hnífsdal.
Þegar þetta gerðist, voru ekki
mörg hraðfrystihús starfandi í
landinu og mjög fá á Vestfjörð-
um og sýnir þetta með öðru
fleiru, hversu stórhuga og mik-
ill framfaramaður Elías var
snemmá ævi sinnar, en í þessu
tilfelli naut hann óskipts trausts
dugandi útgerðarmanna og for-
manna í Hnífsdal. Eins og fyrr
segir fluttist Elías sálugi með
fjlöskyldu sína til Höfðakaup-
staðar vorið 1946 og tókst á hend-
ur framkvæmdastjórn við hina
nýju síldarverksmiðju, sem verið
var að ljúka við að reisa á veg-
um ríkisins í Höfðakaupstað. í
Höfðakaupstað dvöldust þau
hjónin um 6 ára skeið og var
Elías heitinn framkvæmdastjóri
síldarverksmiðjunnar öll þau ár.
Frá Höfðakaupstað fluttu þau
hjónin til Akureyrar og varð
Elías yfirfiskimatsmaður fyrir
Norðurland, en lét af því starfi
eftir nokkur ár og gerðist starfs-
maður Útgerðarfélags Akureyr-
inga h.f., og var í þjónustu þess
eftir það, meðan hann dvaldist
á Akureyri.
Elías fluttist til Reykjavikur
ásamt fjölskyldu sinni og dvald-
ist þar til æviloka. Nokkru eftir
komuna til Reykjavíkur, gerðist
Elias starfsmaður Sænsk-íslenzka
hraðfrystihússins í Reykjavík,
fyrst sem verkstjóri en síðar
skrifstofumaður og var í því
starfi er hann á síðastliðnum
vetri kenndi þess sjúkdóms, er
leiddi hann til bana.
Þau Elías og Guðný eignuðust
5 mannvænleg börn, 4 drengi og
eina stúlku og hafa synirnir
gengið menntaveginn og luku
allir stúdentsprófum frá Mennta-
skóla Akureyrar.
Elzti sonurinn Jónas er þeg-
ar orðinn verkfræðingur og vinn-
ur nú hjá Vita- og hafnarmála-
skrifstofunni í Reykjavík.
Einn sonurinn er viðskipta-
fræðingur, sá þriðji hefur lokið
doktorsprófi í Þýzkalandi og get-
ið sér góðan orðstír fyrir stærð-
fræðikunnáttu sína. Yngsti son-
urinn les seinni hluta verkfræð-
innar við Kaupmannahafnarhá-
skóla, en dóttirin, sem er yngst
þeirra barna dvelur um þessar
mundir við nám í Englandi.
Af því sem hér hefir verið
sagt, má það vera öllum ljóst,
sem til þekkja, að þau hjón, frú
Guðný og Elías, hafa einskis
látið ófreistað til þess að mennta
börn sín og koma þeim til mik-
ils þroska, og mun það fátítt,
að svo mörg börn úr einni og
sömu fjölskyldu skuli hafa lagt
fyrir sig langskólanám, er svo
er kallað. Ungur að árum var
Elías heítinn kvaddur til starfa
að félagsmálum í heimabyggð
sinni og reyndist þar fljótt hlut-
gengur í bezta lagi, enda félags-
lyndur og hafði traust samstarfs-
manna sinna.
Hann starfaðl mikið í uing-
mieninaféiagishreyfinigunni og var
i stj'órn ungmemnaÆélagsins
„Þrottur" í Hnifsdal  og vair Oifit
fuilltrúi  þess  á   héraðsþinigum
U.M.F. Vestfjarða.
Elías var létt uim mál og kunhi
með ágætum að koma fyrir sig
orði á málþingum og var í bezta
lagi rökfastur og hélt fast á síniu
máli, ef deilt var, en ávallt þó
af fulluim direngskap. ílg minntist
margra ánægjustur.da í starfi
með vini mínum Eliasi, að félags-
málum heimabyggðar okkar fyrr
á árum.
Um tíma átiti Elías heitinn sæti
í breppsnefnd Eyrarhrepps i
Hnífsdal og lét mikið að séir
kveða. Þá átti hann og sæti í
Hafnarnefnd Hnífsdals og var í
fararbroddi þeirra manni í Hnífs
dal, sem sóttu fast að fá hafnar-
s'kilyrðin bætt, enda var það mál
komið á góðan rekspöl er EHas
heitinn yfirgaf heimabyggð síina.
í sýslunefnd N-ísafjarðaréýslu
átti Elías heitinn sæti, um nokk-
ur ár og var honum fljótt falin
þar trúnaðarstörf, svo sem end-
ursflcoðun hreppsreikninga, sean
hanin hafði á hendi meira að segja
eftir að hann fór úr sýsliunetfnd-
inni og sýnir það bezit hversu
rnikið traust var borið til Elíasar
á þessum vettvangi.
Fimm systkini Hfa EHas sál-
uga, 2 systur og 3 bræður, mesta
efnisfólk og vel gefið. Tveir
bræður hans voru um fjölda ára
togaraskipstjórar, þeir Halldór og
Bjarni Ingimarssynir, frá'bærir
aflamenn.
Það er hverju þjóðfélagi mikill
nússir, er góðir efnismenn falla
frá fyrir aldur fram, en bót er
það harmi gegn, fyrir venzla-
fólk og vini, að minnast þess^
að þar sem Elías fór, er genginn
góður og hugþekkur maður, er
öilum vildi vel, er við hann áttu
samskipti  á lifsleiðinni.
Kæri vinur. Margs er að
minnast frá liðnum samveru-
stundium og hefði ég viljað segja
meira um líf þitt og starf, en
þess gerist ekiki þörf að mesta
lífsstarf þitt er fólgið í því, að
skila íslenzku þjóðfélagi dugmKkl
um og velmenntuðum bö'rnuim.
Engin lífshamingja er sitærri.
Að síðustu flyt ég þér kærar
kveðjur frá gömlum samstarfs-
mönnum og kunningjuim vesitra
á æskustöðvuim þínum.
Eftirlifandi konu og börniuim
Elíasar og systlkinum hans bið ég
guisfolessuinar.
Sjálfur bið ég góðan  Guð að
varðveita þig á ókunnuim leiðuim.
Einar Halldórsson.
r.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28