Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 181. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24
MORGUNBLAÐIÐ
Fóstudagur 13. ágúst 1965
GEORGETTE HEYER
FRIÐSPILLIRINN
Hann sebti hestana aí sfetð og
kinkaði kolli, skiuggalegur á
svip. — Já, ég rakst í flasið á
hienni í Bond Street, á leiðinni
hingiað. Neydiddst til að stanza.
Húin er búin að tafca af sér sorg-
affböndin.
—   Já, og ætflar að giftast
Chariies í neesta mánuði! Hún var
farin að koma óþvingað fram við
Wychbold og var ófeimin við
hann.
—   Ég sagði yður það, beniti
hann henni á með einskonar á-
nægfju.
— Já, það gerðuð þér og þá
sagði ég, að það gæti verið að
það gæti verið að ég þyrfti á yð-
ar góðu hjálp að halda. Verðið
þér eitthvað í borginni eða farið
þér fljótt aftur?
— í næstu viku. En þér skilj-
ið,  að hér er ekkert hægt  að
.gera. Það er leiðinlegt, en svona
er það bara.
—  Við sjáum nú til.. Hvað
haldið þér, að yrði, ef þér segð-
uð Charles, að þér hefðuð séð
mig aka í póstvagni með fjórum
fyrir, ásamt Charlbury?
Hann mundi gefa mér einn á
hann .... og ég gæti ekki láð
honum það.
—  Nú? sagði Soffía, eins og
vonsvikin. — Vitanlega vil ég
ekki, að hann geri það. En ef
þetta væri nú satt?
—  Þá tryði hann mér ekki.
En það er engin þörf fyrir yður
að strjúka með Charlbury. Og
hann er heldur ekki maður, sem
gefur sig í slík uppátæki.
— Ég veit það, en þessu mætti
'nú  samt  koma  i  kring.  Hann
mundi ekki gefa yður á hann,
ef þér bara spyrðuð, hversvegna
ég væri að fara úr borginni með
Charlbury fyrir fylgdarmann,
eða hvað?
Þegar hr. Wychbold hafði at-
hugað málið, kvaðst hann ekki
viss um að fá löðrunginn, ef
svona væri farið að.
— Viljið þér þá gera það?
spurði Soffía. Ef ég sendi boð
heim til yðar, vilduð þér þá full
vissa yður um, að Charles vissi
af því. Er hann ekki alltaf hjá
White síðdegis?
50
—  Jú, venjulega er hægt að
hitta hann þar, en þó nkiega
ekki alltaf, svaraði hr. Wych-
bold gætilega. — Auk þess sé
ég yður heldur ekki, þegar þér
akið burt.
— Það gætuð þér ef þér gerð-
uð yður það ómak að ganga yfir
á Berkeleytorgið, svaraði hún.
Ef þér fáið orð frá mér, vitiS
þér, að það er satt og þér getið
sagt Charles það með góðri sam
vizku. Ég skal sjá um, að hann
fái að vita það, þegar hann kern-
ur heim, en stundum kemur
hann bara ekki til kvöldverðar,
og það mundi eyðileggja allt
saman! Nei, þó ekki allt, kannski
en ég hef alltaf talið það gott
ráð að slá tvær flugur í einu
höggi, hvenær sem það er hægt.
Hr. Wychbold  hugsaði mátið
vandlega. Þegar hann hafði veJt
ölluim röksemdum Soffiu fyrir
sér, sagði hann:
— Vitið þér hvað ég held?
— Nei, segið mér það!
— Ég hef enga löngun til'að
rugla fyrir þessu, sagði hann. —
Charlbury er enginn sérstakur
vinur minn. Ágætis náungi samt,
sjálfsagt, en við hittumst ekki
mikið.
— En hvað haldið þér? spurði
Soffía, og var óþolinmóð yfir
þessum útúrdúr.
— Mér gæti dottið í hug, að
Charles skoraði hann á hólm,
sagði Wychbold. — Og hann er
meira að segja neyddur til þess!
Og Charles er fjandans góð
skytta! Mér datt í hug að nefna
þetta, bætti hann við afsakandi.
—  Þetta er alveg rétt og ég
þakka yður fyrir að benda mér
á þennan möguleika, sagði
Soffía inmilega. Ekki vildi ég
fyrir nokkurn mun leggja Char-
les í lífshættu. En annars verður
engin þörf á sliku, skiljið þér.
— Onei, svaraði Wychbold. —
Líklega mundi hann ekki gera
annað eða meira en slá hann
nokkrum sinnum niður. Gefa
honum blóðnasir.
—   Fara í áflog? Nei, það
tmindi hann aldrei gera.
—  Jú, það gerir hann nú
samt, svaraði Wychbold hik-
laust. — Ég get gjarna sagt yð-
ur það, að síðast þegar ég sá
Charles, var hann að skammast
við Charlbury og sagði, að hann
mætti biðja fyrir sér að fá ekka
einn á hann, einhvern daginn.
Og hann er ekkert lamb að leika
við, hann Charles, ef hann beit-
ir hnefunum. Ég veit ekki, hvað
Charlbury getur, en það mætti
segja mér, að hann hefði ekki
roð við Charles. Og hann komst
í hrifningu og bætti við: — Bezti
slagsmálamaður, sem ég hef séð,
, NESCAFÉ er stórkostlegt
f - kvölds og morgna,
! - og hvenær dags sem er.
X>að er hressandi að byrja daginn með því að fá sér bolla af ilmandi Nes-
café, og þegar hlé verður í önnum dagsins er Nescafé auðvelt, þægilegt og
fljótlegt í notkun, og bragðið er dásamlegt.
l"íescafé er einungis framleitt úr völdum kaffibaunum - ioo°/o hreint kaffi.
Hvenær sem er, og hvar sem er, þá er Nescafé hið fullkomna kaffi.
Umboðsm enn :
IMescafe
I. BRYIMJOLFSSOM & KVARAN
— Fyrst þú hefur gleymt saltinu, ætla ég ekkert að borða.
af áhugamanni að vera! En svo
áttaði hann sig snögglega og
þagnaði, og baðst afsökunar.
—   Já, sleppum því, sagði
Soffía og hnyklaði brýnnar. —
Ég verð að hugsa betur um þetta
því að það getur alls ekki geng-
ið. Ef ég geri hann Charles vond
an, sem ég hefði nú náttúrlega
ekki nema ánægju af þá. . . .
— Það ætti að vera vandalaust
tók hr. Wychbold fram í, upp-
örvandi. — Hann hefur alltaf
verið  mesti fauti!
Hún kinkaði kolli. — Já, og
mundi ekki verða nema feginn
að fá tilefni til að berja ein-
hvern, er ég viss um. Auðvitað
sé ég hvernig ég gæti hindrað,
a0 hann gerði Charlbury neitt
illt .... Hún dró andann djúpt.
— Það þarf ekki annað en vera
dálítið einbeittur, sagði hún. —
Enginn ætti að hlífa sér við
hvimleiðu verki ef það getur
orðið einhverjum til gagns eða
góðs. Ég er yður mjög þakklát,
hr. Wychbold! Ég sé núna al-
veg, hvað ég á að gera og ég
skyldi ekkert verða hissa þó að
það gierði tvofalt gagn!
16. kafli.
Þegar ungfrú Wraxton heyrði
að hr. Rivenhall hefði samþykkt
að systir hans gengi að eiga hr.
Fawnhope, gekk svo rækiJega
fram af henni, að hún gat ekki
stillt sig um að skamma hann.
Með sinni venjulegu heilbrigðu
skynsemi benti hún honum á
hinar örlagaríku afleiðingar af
slíku hjónabandi, og bað hann
hugsa sig vel um, áður en hann
ýtti undir þessa heimsku systur
sinnar. Hann hlustaði á hana
þegjandi, en þegar hún var orð-
in uppiskroppa með röksemdir
sagði' hann kuldalega: — Ég hef
lofað þessu. Ég get ekki azinað
en fallizt á mest af því, sem þú
hefur sagt. Ég er ekkert hrifinn
af þessum ráðahag, en ég vil
ekki eiga neinn þátt í að
þröngva systur minni í hjóna-
band gegn vilja hennar. Eg hélt,
að hún mundi átta sig og hverfa
frá því, sem ég hélt ekki vera
annað en krakkaskot, en það
hefur hún ekki gert og ég verð
að játa, að þetta er aivara hjá
henni, en ekki nein ímyndun.
Hún lyfti brúnum og allur
svipur hennar bar vott um hið
mesta ógeð. — Góði Charles!
Þetta líkist ekki þér! Ég þori að
segja, að ég þarf ekki lengi að
leita að áhrifunum, sem þú hef-
ur orðið fyrir og koma þér til
að tala svona, en ég skal játa,
að ég bjóst tæpast við, að þú
mundir láta í ljós tilfinningar,
sem eru þér svo fjarlægar ....
og uppeldi þínu.
—  Þú þarft að útskýra mál
þitt betur en þetta, Eugenia, ef
ég á að geta skilið þig, því að
enn er ég alveg utangátta.
Hún svaraði hógliega: — Sanm-
arlega ekki! Svo oft höfum við
rætt þetta mál. Höfum við ekki
verið sammála um, að það sé
algjörlega óviðeigandi, að dótt-
ir setji sig gegn vilja foreldra
sinna?
— Jú, venjulega er það svo.
— Og sérstaklega, Charles,
þegar um er að ræða giftingu
hennar. Foreldrar hennar hljóta
bezt að geta dasmt um, hvað sé
bezt viðeigandi fyrir hana. Það
er eitthvað svo framhleypnis-
legt og óviðeigandi, að stúlka
verði skotin, eins og það mun
vera kallað. Sjálfsagt er þetta
algengt hjá óupplýstu fólki, ea
ég býst við, að maður af háum
stigum mundi kunna betur við
svolitla hófsami hjá stúlkunni,
sem hann ætlar að fara að gift-
ast. Þessi talsmáti, sem þú hefur
lagt þér til — þú afsakar, Charl-
es minn góður — á sannarlega
betur heima á leiksviðinu en i
setustofunni hennar móður þinn-
ar.
Er það svo? Segðu mér, Eug-
enia: Ef ég hefði beðið um hönd
þína, án samþykkis föður þins,
hefðirðu þá tekið mér?
Hún brosti. — Við þurfum nú
ekki að fara að gera ráð fyrir
neinni vitleysu! Þú hefðir
manna sízt orðið til þess!
— Nú, en ef ég hefði nú gert
það samt?
—  Areiðanlega ekki! svaraði
hún einbeittlega.
— Ég er þér þakklátur! sagði
hann háðslega.
— Þú ættir að minnsta kosti
að vera það, sagði hún. — Þú
hefðir varla viljað, að hin til-
vonandi frú Ombersley hefði
verið gjörsneydd stiJlingu og
dótturlegri     ræktarsemi og
hlýðni.
Hann leit á hana hvasst og al-
varlega. — Ég er farinn að skilja
þig, sagði hann.
— Ég vissi, að þú mundir gera
það, jafngreindur maður. Ég
þarf varla að taka það fram, að
ég er ekkert meðmælt hjóna-
böndum, þar sem ekki ríkir gagn
kvæm virðing. Það gæti varia
blessazt! En, ef Cecilia hefur ó-
beit á Charlbury, þá er vitan-
lega ekki rétt að neyða hana í
hjónaband með honum.
— Göfulega mælt!
— Það vona ég líka, svara*i
hún alvarlega. — Ég vildi ó-
gjarna  vera  öðruvísi  en  göfug
gagnvart   systrum þínum  ___
og gagnvart allri fjölskyldunni
þinni Það hlýtur að verða mut
meginhlutverk að stuðla að vel-
ferð hennar, og ég get fullvissað
þig um, að það ætla ég mér að
gera.
— Þakka þér fyrir það, svar-
aði hann, en röddin var eitthvað
einkennilega litlaus.
Blaðið kostar
5
krónur
í lausasclu
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28