Morgunblaðið - 13.08.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.08.1965, Blaðsíða 28
Lang stærsta og íjölbreyttasta blað landsins 181. tbl. — Föstudagur 13. ágúst 1965 Helmincri utbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað ENN EIH BANASLYS Skipverji á Sléttbak féll ofaní lest Akureyri, 12. ágúst. KL. 17 í dag, er unnið var að uppskipun úr togaranum Slétt- bak varð það slys, að einn skip- verja er leið átti um borð í skip- ið hrasaði á sleipu dekkinu, féll niður í lest þess og lézt sam- stundis. Maðurinn var háseti á Sléttbak, 55 ára og ókvæntur. Ekki er unnt að skýra frá nafni hans enn, þar sém ekki hefur náðzt samband við aðstandpndur hans. — Stefán. 1 dag kl. 10 árdegis hefst í kennsliistofu Landsspítalans norrænt ljósmæðramót og er það nú haldið í fyrsta sinn á Islandi. Mótið stendur yfir dagana 13. til 18. ágúst og er sótt af um 30 Ijósmæðrum frá hinum Norðurlöndunum auk 70 til 80 íslenzkra ljósmæðra. Myndin sýnir stjórn Ljósmæðrafélags Islands bjóða velkomna formann norrænu ljósmæðrasamtakanna, Ellen Erup frá Svíþjóð, og er Hildur Halldórsdóttir ljósmæðranemi að afhenda henni blómvönd. (Ljósm. Mbl. Gísli GesLs.son) ;SiÉfca upp blóm og fa þungar sektir Langjökull kyrrsettur 16 skipver jar í haldi Rartnsókn haldið áfram smyglmálinu RANNSÓKN í smyglmálinu í Langjökli er enn haldið áfram og f gær sátu 16 skipverjanna í gæz.luvarðhaldi, en þeir eru 25 talsins. Biaðið átti í gær tal við Jóhann Nielsson, fulltrúa saka- dómara, sem sér um rannsókn málsins, en rannsókn fer fram ið væri að úrskurða Langjökul i siglingabann. Að öðru leyti varðist hann allra frétta af gangi málsins, en ransókn fer fram fyrir luktum dyrum. YfinhieyriSluim yfir skipverjum taulk í fyrrafcvöld kl. 1 eftir mið- nætti. >á þegar höfðu 16 þeirra verið úrskurðaðir í gæzluivarð- hald og voru þeir enm í haldi, er blaðið frétiti síðast í gser. 1 gær ihöfðu forráðamenn Jökla h.f. lokið við að ráða nýja áhöfn á skipið í stað hinnar fyrri, sem öll er í farbanni, og var ætlunin að halda för skipsins áfram í g'ær. Þá brá hins vegar svo við, að sikipið var kyrrsett í Reykja- vík, ocg má útgerðarfélagið því þola enn lengri töf á ferðum skipsirus vegna þessa umfangs- milkila smyglimóls en þegar var orðin, ag var þó sfkaðinn ærinn fyrir. Fríhafnarmálið: Varnarmáladeild skip- ar ekki setudómara Og lögreglustjórinn vill ekkert hafa af því að segja Að því er Hörður Helgason ðeildarstjóri í utanríkisráðuneyt inu tjáði MBL. í gær, hefur Varn armáladeild nú ákveðið að skipa ekki setudómara í hinu nýja Frí- hafnarmáli, sem risið er vegna meintrar vörurýrnunar þar eyðra. Sem kunnugt er fór Lög- reglustjórinn á Keflavíkurflug- velii, Bjöm Ingvansson, þess á leit við Varnarmáladeild, að skip aður yrði setudómari í máli þessu, þar sem embætti hans hefði ekki nægan mannaf'a til að sinna því. Vegna þessa hafði blaðið í gær samband við Björn Ingvarsson, og kvað hann ákvörðun Varn- armáiadeildar koma sér mjög á óvart. „Ég hef lagt fram fullgild ar ástæður til þess að fá setu- dómara í málinu“, sagði Björn. „Ég hef enga trú á, að embætt- ið hér muni sjá um málið. I)óm- arj hér þarf ekki annað en að úrskurða sig einfaldlega frá því.“ Meiri hvalveiði en i fyrra AKRANESI, 12. ágúst. — Kl. 19.40 í kvöld voru 315 hvalir veiddir á þessari vertíð og er það 16 hvölum fleira en í fyrra á sama tíma. Hvalateg- undirnar. sem veiðzt hafa nú eru 267 langreyðar, 38 búr- hvalir og 10 sandreyðar. — Oddur. AKRANESI, 12. ágúst. — Þrír humarbátar lönduðu hér í dag slitnum humar, Svanur 430 kg, Reynir 356 kg og Ver 350 kg. Ég talaði við einn háseta á Svan- inum. Sagði hann óvíst, hvort þeir færu út nema einu sinni enn á humar, því að veiðileyfi á humri rennur út núna 15. ágúst. Haukur RE var á handfæraveið- unum vestur á Patreksfjarðar- flóa. — Oddur. MIKIL brögð hafa verið að því að undanförnu að mætur- hrafnar hafa slitið upp blóm í hinum fallegu görðum borg- arinnar. Lögreglan hefur haft h e n d u r í hári margra, þeirra, sem stunda þessi und- arlegu skemmdarverk, og hef- ur málum þeirra verið vísað til Sakadómara, þar sem við- komandi eru miskunniarlaust dæmdir í þungar sektir. Þann ig hlaut „blómelskur“ náungi 1400 kr. sekt fyrir skömmu fyrir að slíta upp tvö blóm og dæmi eru tii þess, að skemmd arvargarnir séu sektaðir um allt að 1000 krónur fyrir hvert blóm, sem þeir slíta upp. Fyr- ir fáum dögum náði lögreglan í 15 ára gamla telpu, sem tek- ið hafði tvö hlóm og skömmu síðar var tvítugur maður tek- inn með 20 morgunfrúr, sem hann sleit upp úr Austurvelli. Fyrr í sumar tók lögreglan mann nokkurn, sem var með fangið fullt af hlómum, og var sá blómavinur ölvaður mjög. Færeyslcur piltur slasast í Eyjum ÞAÐ slys varð í Vestmannaeyj- um sl. þriðjudag, að 13 ára gam- all piltur frá Færeyjum Marnes J. Nordendal, hrapaði þrjár til fjórar mannhæðir í klettum inn- an við kaupstaðinn þar sem heita Skiphellar. Marnes var þarna ásamt nokkrum öðrum drengjum að „spranga" sem kallað er, er hann missti takið af kaðlinum og féll niður um 7 metra fall og lenti niður i sand. Marnes missti þegar með- vitund og er talið, að hann hafi hlotið slæmt höfuðhögg. Færeyski pilturinn var fluttur til Reykjavíkur daginn eftir slys- ið og lagður inn á Landsspítal- ann. Var hann enn án meðvit- undar í gær. Marnes var hér á ferð ásamt foreldrum sínum og bjuggu þau að Skólavegi 1 í V estmannaeyj um. j, . " " , ^ Söltun hjá söltunarstöðinni Nöf h.f. Siglfiriingar gleðjast yfir síldinni en svartsýni gætir með flutningana Síðastliðinn þriðjudag, kom Þorsteinn þorskabítur til Siglufjarðar með 2000 hekto- lítra síldar til söltunar. Hann lagði að bryggju rétt um kl. 2 síðdegis, en löndun gat þó ekki hafizt fyrr en á fimmta tímanum. Kom þar hvort tveggja til, að skipið var ekki útbúið sem skyldi en einnig var því um að kenna, að „stú ararnir" á Siglufirði, er sitja fyrir um alla uppskipun og útskipun, neituðu að vinna að lönduninni. Voru því kallaðir til starfsmenn úr Síldarverk- smiðjum ríkisins. Á Siglufirði virtust allir sammála um, að löndunin gengi eftir atvikum vel. Allir fylgdust með hvemig til tæk- ist. Að sjálfsögðu hitnaðd sum um í hamsi og margt kom í ljós, er betur mætti fara, svo sem ævinlega, þegar nýjar leiðir' eru reyndar. Og þótt ýmsir væru svartsýnir, mátti finna það á öllum, að mönn- um þótti betra að tilraunin var gerð og að áfram verði haldið. Ýmislegt k.»m í Ijós, sem auðveldlega má lagfæra og lækka tilkostnaðinn. Hér spá menn því, að í ná- inni framtíð verði flutningar 4 síld til söltunar veruleg tiygging síldarbæjunum. Menn horfa því ekki svo mjög í afraksturinn eftir þessa fyrstu tilraun, þar sem a.nr vona, að betur gangi næst og innan tíðar verði í iöruim skip búið þeirri tækni, sem nauðsynleg er til slíkra flutninga. Framhald á bls. 8. nm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.