Morgunblaðið - 05.12.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.12.1965, Blaðsíða 8
8 MORGU N B LAÐIÐ Sunnudagur 5. des. 1065 UM BÆKUR DÆGURVÍSA JAKOBÍNU Jakobína Sigurðardóttir: DÆGURVÍSA. Saga úr Reykjavíkurlífinu. 176 bls. Skuggsjá, 1965. DÆGURVÍSA er þverskurðar- mynd af lífinu, eins og því er lifað í einu, tilteknu húsi í Reykjavík. Þetta er ekkert ný- tízkuhús. Það er upp á gamlan máta: hæð, ris og kjallari. íbúar þess eru hver út af fyrir sig, og þó innbyrðis skuldbundnir af því að búa undir sama þaki. Á loftinu er ungt, ástfangið par, sem lifir í eigin heimi og kærir sig ekki um neitt, sem ger- ist utan þess heims. Þarna er líka miðaldra piparmey — kennslukona, sem læzt hafa áhuga á uppeldismálum til að afla sér álits í stöðu sinni. En draumar hennar standa nú samt til annarra hluta. Og Iþarna er stúdent, sem hyggur á Ameríku- för. Á hæðinni búa hjón með börn sín, ung. Gamall bóndi, faðir húsbóndans, dvelst hjá þeim um þessar mundir. Vinnukonu hafa þau einnig með barn á framfæri. Vinnukonan gegnir líklega veiga- mesta hlutverki sögunnar. 1 vit- und hennar birtast eins og mynd- ir á tjaldi þau lifssannindi, sem höfundi munu vera öðru fremur hugstæð. í kjallaranum er hálffertug saumakona, gamaldags ekkja, heiðarleg, þröngsýn, en ekki jafnstaðföst gegn ágengni karl- kynsins. Hún á dóttur, sem kom- in er á sjoppualdur, og er sú dóttir 'hennar villingur mikill, en engu síður dúx í skóla. Ekki eru þó hér með taldar allar persónur Dægurvísu, ekki einu sinni aðalpersónur. Geta verður um ungan listmálara, gamlan kærasta frúarinnar á hæðinni, sem kemur í heimsókn, meðan eiginmaðurinn er bundinn á vinnustað. Uppgjafa sveita- prestur heimsækir gamla mann- inn, bóndi í ráðskonuvandræð- um ber að dyrum hjá vinnukon- unni, piltungur einn gengur fyrir íbúa hússins og leggur að þeim að skrifa undir friðarávarp og svo framvegis. Húsið tengir þetta fólk saman. í>að er sjálft ein persónan. Nafn sögunnar gefur tvennt til kynna: að hún gerist á einum degi og: — að hún gerist á iíð- andi stund. Undirtitillinn leiðir svo hugann að því, að þarna sé á ferðinni raunsætt verk. Ekki þarf að lesa margar síður af sögu Jakobínu til að sann- færast um, að hér er á ferðinni höfundur, sem þorir að tala. Að því leytinu minnir hún á fáar íslenzkar skáldkonur, nema Ól- öfu frá Hlöðum. Um hæfileika Jakobínu sem rithöfundar er ekki að efast. Ekki þarf heldur að fara í grafgötur um mann- þekking hennar og lífsskilning, né heldur túlkunargetu á list- rænum vettvangi. Dægurvísa er í rauninni tví- þætt verk. Hún er verk hins innra — þess sem í huganum gerist, og hún er verk hins ytra —• þess sem er sjáanlegt og heyranlegt. Höfundur lýsir ann- ars vegar inn í hugskot persón- anna; hins vegar eru þær látnar lýsa sér sjálfar með orðum og látbragði. En Jakobínu tekst ekki jafnvel að spinna þessa tVO ólíku þræði. Henni lætur langt- um betur að greina frá því, sem í huganum gerist, heldur en hinu, sem sést og heyrist. Hún er meistari að lýsa hugrenningum fólks. Samtölin ná óvíða því marki, sem skáldkonan hlýtur að ætla þeim. í>ess vegna verður harla lítið úr Svövu, konunni á hæð- inni, sem og listmálaranum, Hidda, kærasta hennar frá eldri tíð. Samtöl þeirra eru hvorki eðlileg né nútímaleg. Orðræður Svövu eru stirðar og þvingaðar og harla langt frá talshætti og framkomu ungrar konu, eins og nú gerist. Hrifning hennar af frægð Hidda er líka óeðli- leg. Vandræði hennar andspænis Kröfur iðnaðarins til rafmótora eru hver annarri svo ólíkar, sem hugsazt getur. Á einum stað er krafizt verndunar hita- beltisloftslagi, á öðrum verða þeir að vera verndaðir gegn sjávarseltu. í efnaiðnaðin- um, séu þeir staðsettir þar sem hætta er á sprengingum, þoli þeir mikinn þrýsting. Séu þeir í opnum kolanámum verða þeir að vera verndaðir gegn sprengigasi. Hversu ólík, sem innri og ytri skilyrði kunna að vera, mega þau ekki valda rugl- ingi um gerð þeirra mótora, sem nota skal. Pess vegna höfum vér hafið smíði nýrra VEM-standardmótora, sem henta hinum ólíkustu aðstæðum og sem jafnframt eru byggðir samkvæmt alþjóðlegum reglum um gerð og hæfni. Á afkastasviðinu 0.12 til 100 kW einusam- an, er i dag unnt að smiða 14 tegundir mótora, sem henta hartnær 16000 breyti- legum aðstæðum! Gjörið svo vel að leita nánari upplýsinga. Vér afgreiðum árlega meira en tvær milij. rafmótora viðsvegar um heim og bjóðum yður einmitt þá tegund, sem þér leitið að! Þeir, sem áhuga hafa snúi sér tii: Verzlunarnefndar þýzka Alþýðulýðveldis- ins fyrir utanríkisverzlun á íslandi, Laugavegi 18, Reykjavík. — Pósthólf 582. Sími: 19984. Útflytjendur Deutscher Innen- und Aussenhandel | <£é-eXj>ngú-æA/tfjL | 104 Berlin, Chausseestr. 111/112, Deutsche Demokratische Republik Þýzka Alþýðulýðveidið. þessum æskuvini sínum eru því lítt sennileg. Hiddi á að vera frægur maður og sigldur. En hann ber sannar- lega ekki keim af þess konar persónu. Miklu fremur líkist hann uppskafningi, sem langar til að vera frægur og sigldur, en er það ekki. Samtal þeirra fellur í engan farveg; t. d. spyr Hiddi konuna, hvers vegna hún hafi gifzt manni sínum. „Hjónaband mitt er mitt einka- mál,“ svarar konan klaufalega. Annað svar á hún ekki þá stund- ina. En þegar hún fer að íhuga málið í einrúmi verður allt annað uppi á teningnum. I>á koma henni í hug [þessi orð, sem gátu einmitt verið efni í verðugt svar: „Hvers vegna giftist hún Jóni? Hiddi á ekkert með að spyrja hana um það, hvorki beint né óbeint. Og enginn. Auðvitað hlaut hún að giftast einhverjum, hún er ekki af þeirri tegund kvenna, sem piprar. Hvað annað hefði hún átt að gera?“ Frúin og vinur hennar eru serrv sagt veikustu púntarnir í sög- unni. Eiginmaðurinn er eins og skuggi, og mun honum ætlað að vera það. Vinnukonunni er hins vegar greinilega lýst. Samtal hennar við hinn ráðskonulausa bónda er betur heppnað en önnur samtöl í bókinni. l>ar eru fá orð sögð, en þeim mun fleira lýst. Börnin í sögunni eru eins og brúður. Þeirra hlutur er sá einn að skýra drættina í svipmótí. mæðra sinna. Saumakonan í kjallaranum er áþreifanleg mannlýsing, þó hún komi ekki mikið við sögu. Lags- maður hennar er fullýktur, sömuleiðis dóttirin. Henni er r sögunni lýst sem hverju öðru vandræðabarni. Það væri sann- kallað heimsundur, ef annað eins trippi næði markverðum árangri í námi; en stúlkutetur þetta er sagt vera gáfnaljós hið mesta. Afstaða móðurinnar til þessa einkabarns síns er líka harla furðuleg og lítt í samræmi við nútiðarhugsunarhátt. Þessi vinn- andi móðir ætlar „ekki að gera neinn vinnuþræl úr þessu eina barni sínu. Hún er staðráðin að veita henni allt, sem hún sjálf hefir farið á mis við í lífinu, menntun skemmtanir, vellaunað starf, auð hamingju.“ Kannski hefur einhver kona hugsað svona um síðustu alda- mót; en varla nú. Elskendurnir á loftinu eru eins og huldumenn úr álfheimum. Þeir eru tæplega af þessum heimi. Það er ekki, fyrr en sagan skilur við þau, skötuhjúin, að þau ganga úr berginu og vakna upp við vondan draum: að lífið er ekki eintóm rómantísk ást. Það er einnig af holdi og blóði. Stúdentinn er veikgeðja pilt- ur, stendur hæfilega álengdar frá umhverfi sínu, fellur þó all- vel inn í hlutverk sitt. Því hann er elskhuginn í draumi kennslu- konunnar — piparmeyjarinnar. Og þar er komið að nærfærnustu mannlýsingu bókarinnar. Þessi miðaldra jómfrú er eins og tákn hins athafnalausa vilja. Þrá hennar er því sterkari, þar sem hún veit, að henni verður aldrei fullnægt. Bilið milli hugrenninga og framkomu getur ekki orðið geigvænlegra. Konan situr um þennan unga mann, horfir á hann eins og dreymin ungpía horfir á ljós- mynd af leikara, veit með sjálfri sér, að ævintýrið verður aldrei annað og meira en ljósmynd, hvað sem hún horfir og hvað sem hún þráir. Einn góðan veðurdag hleypur á snærið hjá henni. Hún getur gert honum greiða, svo um mun- ar. Hann verður ákaflega þakk- látur; meira að segja svo þakk- látur, að hann spyr hana, hvort Kövral gálffeppi gólfmoftur baðmoftur teppamottur gangadreglar teppadreglar Mikið urval — fallegir litir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.