Morgunblaðið - 09.12.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.12.1965, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 9. des. 1965 MORGUNBLADIÐ 17 r-------------------------------- . — .11 — I. ' — ~' ~ m *" ■ " * "* ” ' V i Jóhann Hjálmarsson: f spænska þorpinu EFTIR að García Lorca kom heim til Spánar eftir að hafa dvalizt í New York og á Kúibu, hefst frjósamasta tíma- bil skáildferils hans. í New York samdi hann magnaða bók: Skáld í New York, bók sem er íullll af véladyn og ótta, I í fáum orðum sagt andúð á veröld stórborgarinnar og þrá til hins kyrrláta og eðlilega lífis Spánar. Lorca settist að 1 húsi föður síns í nágrenni Granada. í>ar | lauk hann við leikrit, sem . hann hafði byrjað á í New York. Þefcta leikrit nefnist I Skósmiðskonan undursamlega. í Og eftir að hann hafði gengið I frá Skósmiðskonunni til sýn- inga í Madrid, það var árið : 1930, snýr hann sér í alvöru að leikritagerð og skrifar hvert leikritið öðru stórbrotn- ara. Nægir að netfna Blóð- brúðkaup og Hús Bernörðu ■j 1 Alba. Nú er verið að sýna Skó- smiðskonuna undursamlegu, í Baroelona. Þetta er gáskaful'l- ur gamanleikur, ákaflega lit- ríkur og myndrænn, -eins og ailt sem Lorca hefur samið. f>eir sem leika aðalhiluitverkin eru Guillermo Martin (skó- smiðurinn) og Amparo Soler Leail (skósmiðékonuna). Leiknum er stjórnað af Este- ban Polls. Ég veit ekki hvort það hefur neinn tilgang að 1 nefna fleiri nöfn. Nöfn aðal- í leikendanna og stjórnandans | eru líklega ekki mörgum l kunn á íslandi, hvað þá önn- ur smærri. Ég held að þessi tveggja þátta leikur myndi fara vel á íslenzku leiksviði, að minnsita kosti betur en Blóð- brúðkaup hér um árið. Þótt auðsýnilega hafi verið vand- ' I að til þeirrar sýningar, og allir hafi gert það sem þeir gátu til að lyf-ta henni, verð ég að segja að hún var Þjóð- leikhúsinu ofviða. Það er ekki lítiil vandi að ilytja Spán inn á íslenzkt leiksvið, og þeim sem gera tilraun til þess er vorkunn. En hér er kominn leikur, sem ég heid að við ráð um við. Hann væri meira að segja tilvalinn til að ferðast með um landið. Það er af hon um smábæjankeimur, og ekki færi það illa á íslandi? Mikil unun var að horfa á hvernig leikararnir spænsku gerðu þennan stufcta leik eftir- minnilegan. Leiktjöldin voru svo falleg, og svo mikið sam- ræmi yfir allri sýningunni, að það var erfitt að fara aátur út. Hvers vegna fékk rnaður ekki að vera ofurlítið lengur í þessu litla spænska þorpi? Það var svo vinalegt og ham- ingjusamt. Oft er því haldið fram að spænskir leikhúsgestir séu gjarnir á að fieygja rusli og öðrum óþverra í leikendurna, og gera hávaða, ef þeim likar ekki sýningin. Kannski hefur ölhim fallið þetta leikrit vel? Leikhúsið var fullt af snyrti- legu fólki, sem klappaði mikið að sýningu lokinni. Það var líkt og í íslenzku leikhúsi. II Eitt kvöldið las skáldið Anfconio Pereira upp ljóð sín í lítilli stofu í Háskólanum í Barcelona. Ég hafði áhuga á því að vita hve margir nem- endur skólans kæmu til að hlusta á slkáldskap. Þeir reynd ust vera ellefu, aðrir viðsfcadd ir voru vinir skáldsins og há- skólakennari, sem kynnti skáldið fyrir áheyrendum. Pereira var vel klæddur, las sín katalónsku !jóð hægt og skýrt. Hann sat í kennarasfól. Á veggnum fyrir ofan hann var árituð mynd af Franco og krossfestur Kristur. Þegar skáldinu var mikið niðri fyrir var líkt og mynd þjóðarleið- togans skylfi, stuttar hending- ar Ijóðanna voru þrungnar spennu, og allt í einu lengdust hendingarnar svo mikið að þegar skáldið hafði lokið ljóð- inu, neyddist hann til að fá sér vatn að drekka. Ekki vín. Þetta minnti mig á þegar járn brautanlest fer skyndilega, og að öllum óvörum, inn í jarð- •göng, og allir bíða með önd- ina í hálsinum eftir því að aftur birti. Svo birtir aftur og nýtt landslag tekúr við. Garcia Lorca III f tilefni heimssýningarinnar 1929, var sett upp í Barcelona þorp eða byggð, sem kallast Pueblo espanol. Tilgangurinn var að sýna sem flestar h'.iðar spænskra þorpa og mannlífe á Spáni. Einkum hefur þetita þorp gildi fyrir þá sem gaman hafa af bygginganlist ýmiskon ar og þjóðaminjum. Þeir sem Avilahliðið, Pueblo espanol. koma í garðinn hafa tækifæri til að sjá fólk að vinnu sinni. Þetta fólk fæst við allskyns listiðnað, prentun, leirkera- smíði, silfursmíði og býr til liíkön af glæsilegum skipum fortíðarinnar. í stóru safnhúsi eru til sýn- is fjöldinn allur af gömlum munum, og þar hefur verið komið upp stofum, sem vitna um líf fólksins í ýmsum lands hlutuim Spánar á öllum árs- tímum. Torgin úti fyrir eru einkennandi fyrir ýmsar borg ir og héruð; það er ódýrt að ferðast um Spænska þorpið, miklu ódýrara heldur en að þenjast um allar trissur með járnibrautum eða flugvélum. Það ætti þess vegna að vera skylda allra, sem aðeins lcoma til Barcelona, að fara í Spænska þorpið. Með því kynnast þeir ýmsu, sem ekki er auðvelt að sjá nema leggja upp í ferðalag enn lengra suð ur á bóginn: til hins spænska Spáns. Barcelona er katalonsk horg, og að ég held meira en það. Hún er heimsborg, og sem slik einstök. Ef hún líkist nokkurri annarri borg, þá er það kannski París. Spænska þorpið er í Mont- juich eins og Þjóðarhöilin, sem geymir hin undursam- legu listaverk. Við erum stödd I klausturgarði, en ég hef gleymt að hlusta á leiðsögu- manninn eitthvað var hann vist að tauta um að svona klausfcurgarðar væru einkenn- andi fyrir Katalóníu. Ég var að horfa á hinar fagurlega skreyttu súlur. Síðan héldum við út i and- vara kvöldsins. Það var geng ið eftir mjóum stíg, meðfram honum voru há tré; ég hafði á tilfinningurvni að vera kom- inn inn í eyðiskóg. Mér fannst ég vera á gangi í einhverju gömlu málverki eftir ókunnan meistara. En allt í einu er ég aftur staddúr í hinu lífræna og glaða Spænska þorpi. Þefcta var í byrjun nóvember, og ég fann að það var farið að kólna í Barcelona. Á leiðinni hingað hafði ég hitt mann, sem var áhyggju- fuilur yfir kuldanum í Barce- lona. Það er kalt á Spáni núna, sagði hann. Ég sagði honum að heima hjá mér á íslandi væri frost. Hann varð næsitum því að engu. Honum þótti nóg nm kuldann í Barce lona. Veðrið var eins og á ís- lenzkum sumardegi, björtum og heitum sunnudegi. Þegar gengið er gegnum Avilahliðið, inngang Spænska þorpsins, þá er maður kom- inn til annars lands. „EFTIRHERMURNAR ERU MEST ABERANDI segír Halldór Haraldsson, píanóleikari um nútimatónskáldin í viðtali við IVIorgunblaðið UNGUR íslenzkur píanóleikari, Halldór Haraldsson, iék fyrir Btyrktarfélaga Tónlistarfélagsins Sb mánudags- og þriöjusdags- kvöld. Þetta voru fyrstu opin- beru tónleikar Halldórs hér í borginni, en undanfarin þrjú ár hefur hann verið við nám í Eng- landi, og lauk þaðan burtfarar- prófi síðastliðið vor. Blaðamaður Mbl. hafði viðtal við Halidór fyr- ir skömmu og ræddu þeir m.a. um námsferil hans, framtíðar- áætlanir og afstöðu til nútíma- tónlistar. Haildór er 28 ára gamali Reyk- Tíkingur og eru foreldrar hans Haraldur Halldórsson og Fríða Gísladóttir. — Hvenær byrjaðir þú tónlist *rnám HaMdór? — Ég var 7 eða 8 ára gamall þegar ég byrjaði í undirbúnings- deild Tónllistarskólans í Reykja- vík, og var hjá Heinz Edelstein í trvö ár. Síðan lagði ég sérstak- lega stund á píanóleik hjá Rögn- valdi Sigurjónssyni, Árna Kristj énssyni og Jóni Nordal. Tónfræði og hljómfræði lærði ég hjá dr. Róbert A. Ottóssyni. Ég lauk burt fararprófi frá Tónlistarskólanum í píanóLeik árið 1960 og hugðist fara strax tiil framhaldsnáms er- lendis, en varð fyrir því áfaUi að hiandanbrjóta mig og það var ekki fyrr en haustið 1962 að óg fór til London og fékk inngöngu í Royal Academy otf Muisc, sem er helzta tónmenntastofnun Eng lands. Tónlistarnámið hjá mér hérna heima var ekki óslitið, því ég var einnig í Menntaskólanum og féll heilt ár úr hjá mér í Tón- listarskólanum auk hluta úr öðr- um árum. — Hvað getur þú sagt mér um námið í Englandi? — Ég lagði stund á tvær aða-1- námsgreinar, píanóleik og tón- smíðar, en tók einnig tónlistar- sögu og tónheyrn. Kennari minn var Gordon Green, sem verið hef ur kennari margra ágætra píanó leikara í Englandi, þa er helzt að nefna John Ogdon. Námsskrá akólans ex skipt í 5 stig og var ég settur á annað stig eftir að hafa tekið inntöku- próf. Það er venja að útlending- ar séu settir á annað stig, hversu langt, sem þeir eru komnir á menntabraiutinni. Kennt er eftir strangri námsskrá, og er nem- andanum alltaf ljóst hvaða þætt- ir eða námsgreinar fylgja hverju stigi. Þetta er mjög hagkvæmt, og væri það mjög þægi'legt fyrir nemendur, ef slíku kerfi væri kiomið á við tónlistarslkólana hér. Tónlistarsagan er kennd í fyrir- lestrafiormi, engin prótf eru gefin öðrum en þeim, sem hafa hana sem aðalnámsgrein, en sérhverj- um nemanda skólans er skylt að sækja minnst 75% af fyrirlestr- unum. — Þú lagðir einnig stund á tónsmíðar? — Ég hef lengi haft áhuga á tónsmíðum, og þar sem sérhver nemandi verður að hafa tvær að- alnámsgreinar í R.A.M. þá ákvað ég að taka þessa námsgrein jafn- framt píanónáminu. Ég skritfaði nokkur verk, þ.á.m. píanósónötu, strengjakvartett, verk fyrir strengjahljómsveit og sextett fyr ir píanó og blásarakvintett. — Hefur eitthvað af verkum þiínum verið flutt erlendis? —Strengjakvartettinn var flutt ur innan skólans og í ráði var að píanó-sextettinn yrði einnig filutt ur, en af því varð þó ekki. — Hvaða áhrifa finnst þér gæta í tónsmíðum þínum?' — Verkin eru eðlilega mis- munandi, en líklega eru auð- heyrilegust áhrif frá Bartok, Stravinsky, Messiaen og jafnvel Mahler. — Hver er skoðun þín á fram- úrstefnum í tónsmíðum? — Ég þykist vita, að hinar ýmsu stefnur eigi afitir að láta margt gofct af sér leiða. Ég er einnig sannfærður um, að mörg niúfcímatónskiáld hafa góðár hiug- myndir og hafa nú þegar samið góðar tónsmíðar, en mér finnst mest bera á eftirhermunum, sem reyna eftir fremsta megni að telja sjálfum sér og öðrum trú um, að þeir hafi eitfchvað merki- legt að segja. Áður fyrr var það þönf og innlblæstri, og síðar, þeg- þannig, að tónskáldin skrifuðu af ar verk þeirra höfðu verið rann sökuð, var hægt að setja ákveðn- ar reglur. Nú virðist þetta hatfa snúist við, tónskáldin setja upp ákveðnar reglur og vinna síðan í blindni eftir þeim. í sbuttu máli: áður voru reglurnar af- •leiðing verkanna, en nú eru þær orðnar að orsök. % — Hvenig er tónlistarlifið í R.A.M.? — Það er mjög fjölbreytt. 1 skólanum eru miUi eitt og tvö þúsund nemendur. Þrjár fullstór ar sinfóníu hljómsveitir eru starf andi í skólanum óg mikið er um hiljómlleikahald. í skólanum er mikill áhugi fyrir nútíma tónlist Framhald á bls. 21 Halldór Haraldsson píanóleikari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.