Morgunblaðið - 15.12.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.12.1965, Blaðsíða 1
32 siður „Vinátta" við Kína Subandrio að falli — gengisbreyting í Indónesíu, eg aðrar ráðstafanir, efnahag landsins til bjargar Djakarta, 14. des. — NTB TILKYNNT var í Djakarta í dag, að Súkarnó, Indónésíu- forseti, hefði veitt Súbandríó, utanríkisráðherra, lausn frá embætti því, er hann hefur haft á hendi, í æðstu herstjórn Jandsins, Koti. Þar var utan- ríkisráðherann næstráðandi. Þrír ráðherrar hafa verið skip aðir arftakar Súbandríós, og er Nasution, várnarmálaráð- herra, einn þeirra. Þá hefur Indónesíustjórn fyrirskipað gengislækkun, og víðtækar ráðstafanir til úr- bóta í efnahagsmálum, og á jn.a. að selja allar stjórnarbif- reiðir, aðrar en herbifreiðir, og þær, sem ekki verður kom- izt af án. Æðsta herstjórn Indónesíu, Koti, var sett á laggirnar fyrir jþremur árum, og þá ætlað það þlutverk að hafa yfirstjórn með aðgerðum Indónesa til að ná Vestur-Irian (vesturhluta hol- Jenzku Nýju- Guineu) úr hönd- um Hollendinga. Hinir þrír nýskipuðu arftak- »r Su'bandrios eru: Abdul Haris Nasution, varnarmálaráðherra, Hamengku Buwono, fjármálaráð herra, og Ruslan A’bdul Gani, upplýsingamálaráðherra. Halda þeir sáno fyrsta fund annað kvöid. Mjög hefur verið á Subandrio, utanrikisráðherra, deilt, einkum íyrir þá stefnu hans að efia sem mest vináttu og tengsl við Kína. Síðan gerð var misheppnuð býltingartilraun, í haust, hefur andúð gegn kommúnistum magn ast um a)la Indónesíu, og víða komið til átaka. Subandrio hefur neitað því opinberlega, að hann hafi átt nokkra aðild að byltingar tilrauninni. Gengisbreytingin hefur valdið miklum óróa meðal viðskipta- manna í Djakarta, og verðbréfa- salar eru sagðir uggandi um sinn hag. Tekin er upp ný mynt eining, rúpía. Gamlir seðlar og smámynt verður kölluð inn, og er bönkunum ætlað að hafa lok- ið því verki, innan sex mánaða. Er þeim skylt að halda eftir 10% af öllu því fé, sem skift er, og á það að vera framlag hvers borg- ara til þjóðbyltingarinnar. Reyni einhverjir atvinnurekendur að hagnast á ástandinu, með því að krefjast hærra verðs fyrir vörur sínar, eða þjónustu, skal þeim hengt fyrir undirróðursstarfsemL Loki einhverjir verzlunum sin- um, eða hætti atvinnurekstri, verður lagt hald á eignir þeirra, og vörubirgðir. Ráðstafanir þess- ar miða að því að bæta hið slæma efnahagsástand Indónesíu, stemma stigu við verðbólgunni í landinu, samdrætti í framleiðslu og síauknum greiðsluhalla í utanrikisviðskiptum. Bifreiðir rikisins, þœr er áð- ur gat verða seldar ríkisstarfs- mönnum, og öðrum, sem þykja vel að þeim komnir. Bifreiðir Þama sést hvar neðsta þrep Titan II eldflaugarinnar þyrlar upp miklum reykjarstrók, allt upp fyrir geimfarið á oddi flaugarinnar. Ekki vantaði nema herzlumuninn á að flaugin hæfist á loft og munaði mjóu að þarna yrði stórslys. Rusk leitar eftir stuðningi við Bandaríkjastjórn — ’óskar efiir tæknilegri aðstod á rábherrafundi NATO, en minnist ekki á hernaðarlega aðstoð i Vietnam París, 14. des. — AP-NTB D E A N Rusk, utanríkisráð- hersins, þær sem ætlaðar eru herra Bandarikjanna, beidd- erlendum gestum, og önnur bráð nauðsynleg farartæki, verða þó ekki seld. ist þess í dag, á ráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins, að Sala „Preludins" hefur veriö stöðvuð í Svíþjóð — fyrsta landið, sem lætur til skarar skríða — lyfið misnotað af þúsundum unglinga í Stokkhólmi einum Stokkhólmi, 14. des. — NTB Heilbrigðisyfirvöldin í Sví þjóð hafa bannað sölu megrunarlyfsins „Prelu- dins“, því að það hefur ver- ið mjög misnotað af eit- urlyf j as j úkl ingum. Því hefur þýzka lyfja- fyrirtækið „Börrin,ger“ ákveðið að hætta sölu lyfs ins í Svíþjóð. Er fastlega vonazt til þess, að þessi ákvörðun verði til þess að draga að mun úr /nisnotk- um lyfja, þar í lamdi. Hins vegar þykir emg- imm vafi á því leika, að miklu magni af örvandi lyfjum, e<r svipar til „Preludins“ í áhrifum, sé smyglað inn til Svíþjóðar. Sven Aspling, félagsmála- ráðherra. skýrði frá því í sænska þinginu í dag, að ,,Preludin“ myndi ekki verða seit þar í landi ,framvegis. Það kom fyrir almennings- sjónir, fyrir nokkrum árum, og þótti þá þegar gefa góðan árangur, er um var að ræða að létta offitu-sj úklinga. Hins vegar kom brátt í ljós, að hægt var að leysa lyfið upp í vatni. Innspýting upplausn- arinnár hefur í för með sér mikil ölvunaráhrif, og því hefur ,,Preludin“ ólöglega gengið kaupum. og sölum, við mjög háu verði. Lyfið, sem er framleitt í töflum, fæst án læknistilvís- unar á Spáni, og kostar þar rúma 1 kr. (ísl.), hver tafla, en endursöluverð einnar smyglaðrar töflu í Sviþjóð nemur nú tæpu-m 20 kr. (ísl.). Yfirvöldum í Svíþjóð hefur löngum verið kunnugt um, að gífurlegu magni „Preludin“-taflna hefur ver- ið smyglað inn í landið á und anförnum árum. Hefur ekki dregið úr smyglinu, þótt Heil brigðismálastofnun Samein- uðu þjóðanna mælti með því, að undirlagi sænskra yfir- valda, að lyfið skyldi aðeins afgreitt í meðlimalöndum samtakanna gegn lyfseðli. í sænska sjónvarpinu er um þessar mundir gerð grein fyrir eiturlyfjavandamálinu í Svíþjóð, og þætti ,,Preludins“ í því vandamáli sem er mik- ill. Vitað er, að í Stokkhólmi einum eru um 5000 eitur- lyfjaneytendiur, og er mestur hluti þeirra á aldrinum 15-20 ára. Hefur verið ákveðið, að Franihald á hls. 8 meðlimaríki bandalagsins styddu málstað Bandaríkj- anna, í málefnum Vietnam. Ekki fór Rusk þó fram á hern aðaraðstoð. Hins vegar beindi ráðherann þeim tilmælum til viðstaddra ráðherra, að þeir íhuguðu gaumgæfilega ástand ið í Vietnam, því að hagsmun ir allra meðlimaþjóðanna kynnu að vera í veði, nú eða síðar. Varnarmálaráðherra Breta, Denis Healey, lýsti því yfir á fundinum í dag, að Bretar bæru óeðlilegar byrðar, vegna varnarsamstarfs Atlantshafs- bandalagsríkjanna, og yrðu þeir að leita leiðréttingar, Framhald á bls. 8 Alger bylting í fjar- skiptasendingum — tekið d móti sjónvarps-, útvarps og öðrum sendingum með einu tæki — nær til allra jarðarbúa um gervitmetti New York, 14. desember, NTB. NÉJAR uppfinniingar á sviði raf- eindxtækni niunu senn gera þad kleift, að sjónvarps- og útvarps- sendingar, simskeyti og sima- samtöl nái tál allra íbúa heims, um gervihnetti. Forstjórj bandariska fyrirtæk- isins „Radio Corporation of America“, David Sarnoff, skýrði frá þessu, í fyrirlestri, sem hann hélt í New York, í gær. Sagði Sarnoff, að rannsóknir, sem fram hafa farið í Banda- rikjunum, hefðu leitt til þess, að ekki þyrfti lengux að greina á milli þeirra sendimerkja, sem notuð eru við sjónvarpsseiwling- ar, útvarpssendingar og aðrar sendingar. Hefði það í för með sér, að allir jarðarbúar, hvar sem þeir eru í sveit settir, gætu tekið á móti slikum sendingum um gervihnetti. Þá myndi hægt að senda bækur, hlöð og timarits- greinar í mvndaformi, með ein- »m og sömu tækjum, þannág, að aðeins þyrfti eitt móttökutæki. Yrði það með sjónvarpsskerm, hátatera og segulbandi, og gæti tekið á móti þeim sendingum, sem eigandi óskaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.