Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 287. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MiðvikudaguT 15. des. 1965
MORCUNBLAÐIÐ
St.
Lucia
^"vW^
ARFSOGNIN um St. Luciu
hefur farið víða um lönd, en
hvergi haft jafnmikil áhrif og
í Svíþjóð. St. Lucia var sam-
kvæmt sögninni ítölsk að upp-
•runa og frábær að fegurð. En
Lucia þreyttist skjótt á með-
lætinu og blindaði sig til að
\
1
STAKSTÍIMH
Frá vinstri: Þóra Magnúsdc t'r, Herdís Zophoníasdóttir, Laufey  Steingrimsdóttir,  Sigurborg
Kagnarsdóttir, Gunnilla Skaptason. og systurnar, Vilborg og Kristin Árnadætur.
(Ljósm.  Mbi. Óa. K.  Mag.)
St. Lucla,
Sigurborg Ragnarsdóttir.
geta gefið sig einvörðungu að
líknarstörfum. í Svíþjóð er 13.
desember St. Luciu-Adagur",
meðfram af því að áður fyrr
var það álitið, að aðfaranótt
þess dags væri hin lengsta í
árinu. — Meginverkefni St.
Luciu var að safna fé til handa
öldruðu fólki, sem ekki gat séð
sér farborða. Á ferð með St.
Luciu voru ávallt þernur henn
ar, en nokkuð er á reiki hyersu
margar þæf hafi verið. í Sví-
þjóð er þessi hátíð dýrlings-
ins Luciu haldin á hverju heim
Ui og vekur þá dóttirin í hús-
inu foreldra sína og systkini
með kaffi og köfcum. Auk
þess er oft haldin fegurðar-
samkeppni í sambandi við
þennan dag í Svíþjóð.
Sænsk-Islenzkafélagið gekkst
að venju fyrir St. Luciu-hátíð
í Þjóðleikhúskjallaranum 13.
desember. Þar voru saman-
komnir fjölmargir Svíar, svo
og íslendingar, sem numið
hafa í Svíþjóð. Vakan hófst
með því, að Guðlaugur Rósin-
kranz, Þjóðleikhússtjóri og for
maður Sænsk-íslenzkafélags-
ins, flutti ávarp og ambassa-
dor Svía hér á landi, Gunnar
Granberg, flutti ræðu. Síðan
kom hápunktur kvöldsins: St.
Lucia birtist með geislabaug
af kertum yfir höfði sér og í
halarófu á eftir henni komu
sex þernur, sérhver með kerti
íklæddar hyítum möttlum og
sungu Luciusönginn, þýðum
og fallegum röddum. í gervi
St. Luciu að þessu sinni var
íslenzk stúlka, Sigurborg
Ragnarsdótth, sem fædd er í
Svíþjóð, en íslenzk í báðar
ættir. Það var móðir Sigur-
borgar og sænsk kona, Britta
Gíslason, sem æfðu söng St.
Luciu og þerna hennar og önn
uðust undirbúning að hátíð-
inni. Seinna á hátíðinni seldu
stúlkurnar happdrættismiða
og rennur ágóðinn til elliheim-
ilanna hér í borg. f gær fóru
stúlkurnar í heimsókn til
gamla fólksins á elliheimilun-
um og sungu fyrir það, og er
það reyndar fastur liður í líkn
arstarfsemi þeirri ,sem ná-
tengd er St. Luciuhátíðinni.
—  Iceland
Framhald af bis. 32.
gang  mála  við undirbúning-
inn í stórum dráfctum.
Halldór Gröndal sagði ofck-
ur svo frá:
— Ég var ráðinn til fyrir-
tækisins í aprílmánuði sl. og
fór skömmu síðar utan til að
athuga undinbúning, og gera
samning um leigu húsnæðis.
en það má'l hafði Björn
Björnsson þá undirbúið.
Hugmyndin var fram komin
áður og m.a. hafði Þorvaldur
Guðmundsson veitingamaður
og kaupmaður haft kynningu
á íslenzkum mat hér í London.
Þá hafa hin Norðurlöndin
svipaðar stofnanir hér í borg.
Þar kemur svo að landbúnað-
arráðherra, Ingólfur Jónsson,
álkveður að hafist sfculi handa
og Iceland Food Centre er
cameign ríkisins og nakkurra
fyrirtækja, svo sem SÍS,
Framleiðsluráðs land'búnaðar-
ins, Loftleiða og SL einka-
íyrirtækja.
1 sumar fór ég svo tvœr
ferðir utan og flurtti síðan
fjölskyldu mína hingað út i
byrjun septamiber. Hinn 16.
sept. er svo búið að ganga frá
leigu á húsnæðinu, teikna
ihina nýju innréttingu og fyrri
leigjendur, sem var ísraelska
flugfélagið ELAL, fluttir út
úr húsnæðinu. Byggingarfyr-
irtækið Follards Co. tók að
sér að annast breytingu hús-
næðisins, en allar innrétting-
ar eru smíðaðar heima á Is-
landi. Við mr. Hills yfirverk-
stjóri Pollards stigum inn í
jþetta húnæði 16. sept. og þá
var þegar hafizt haruda um að
rífa niður innréttinguna sem
fyrir var og undirbúa allt
undir innsetningu hinnar nýju.
Það er ótrúlegt verk, sem
vinna þurfiti, áður en hægt
var að  byrja á uppsetningu
innréttingarinnar. Allskonar
loftræstikanalar og geysilegur
fjöldi ratftenginga svo og ör-
yggisnifcbúnaður fyrir eldvarn-
ir varð að setjast upp þar sem
hér er nú í fyrsta sinn veit-
ingahús í þessum húsakynn-
um.
Mitt hlutverk hefir að
mesbu verið að "undirbúa stað-
inn sem veitingaihús og sjá um
allt er varðar þann rekstur.
Þetta verður fyrst og fremst
rekið sem íslenzkur veitinga-
staður með öllum tegundium
ísLenzks matar allt frá kæst-
um hákarU til rjúpna, allt sem
aflað er til matar úr sjó og af
landi. Auk þess verður hér
svo seldur allur algengur
enskur matur. í veitingahús-
inu geta 67 manns matast í
senn. Hér munu starfa 14
manns, þar af 9 íslendingar.
Yfirlþjónn verður Jón Ingi
Baldursson, en matsveinn
Hrólfur Sigurðsson. Ég hef
svo auik þess fengið minn
gamla og góða yfirmatsvein
úr Nausti, Ib Vestmann, til að
taka hluta af sumarfríi sínu
og verða okkur ti'l aðstoðar
meðan við erum að fara af
stað. Auk veitingahúsarekst-
ursins verður hér svo sölu-
búð þar sem seldur verður
hraðfrystur matur, sem komið
er fyrir í frysti'kistum og
frystiskápum og maturinn
pakkaðucr í fremur litlar neyt-
endapakkningar. Þá verða bér
sýningarskápar fyrir Ustiðn-
að, silfurmunir frá Jóbannesi
Jáhainnessyni, leirkar og
brenndir leirmunir frá fyrir-
tækimi Heimilisiðnaður. Þann
ig verður s-tarfsemin í stórum
dtráttuim, sagði Hadldór Grön-
dal að lokum.
Jón Haraldsson arkitekt
svaraði nokkruim spurningum
okkur um hans verk og hlut-
deild í undirbúningi öllum og
gaf okkur ofui-litla lýsingu á
því hvernig innréttingin er í
stórum drábtuim:
Jón Haraldsson arkitekt
svaraði nokkrum spurningum
okkar um hans verk ög hlut-
deild í undirbúningi öllum og
gaf okkur ofurlitla lýsingu á
því hvernig innréttingin er í
stórum dráttum:
— Ég gerði fyrsta frumupp-
drátt I að innréttingunni hinn
3. marz í vor. Segja má að í
stórum dráttum sé allt verkið
unnið heima af Húsgagna-
verzlun Hafnarfjarðar, en hún
annaðist sem kunnugt er inn-
réttingu Nausts, Traðar og
Icecraft í New York svo eitt-
hvað sé nefnt. Veitingasalur-
inn verður búinn básum úr
ljósum og svörtum viði með
rauðu áklæði og teppi verður
rautt svo og sjálft loftið, niður
úr loftinu hanga svo svartir
bitar en ljósastæði verða hvít
og þannig útbúin að ljós kem-
ur hvergi beint út úr þeim
heldur með endurkasti. Þiljur
eru ljósar með svörtum list-
um. Fyrir framan barinn
verða loftbitar hinsvegar hvít-
ir og fara lækkandi eftir því
sem innar kemur. í heild
sinni er innréttingin tákn elds,
hrauns og íss. Tvær stórar
myndir skreyta salarkynnin.
Eru það gosmyndir frá Surts-
ey teknar að næturþeli á lit-
filmu, en myndimar tök
Hjálmar R. Bárðarson skipa-
skoðunarstjóri. Myndirnar eru
í eðlilegum litum og lýsir í
gegnum þær. Stækkun mynd-
anna er gerð hér í London. Þá
eru myndir af grýlukertum
eftir Þorstein Jósepsson og
verða þær við frystiskápana
í sýningarglugga. Eldhús er í
kjallara undir veitingastof-
unni, svo og snyrtingar,
geymslur, frystiklefar og
kæliklefar. Eldhúsið er búið
mjög fullkomnum raftækjum,
en uppi í sal er komið fyrir
grilli, iþar sem matur verður
hraðsteiktur. Að því er mér
skUst hefir hinum ensku
handverksmönnum Utist vel á
alla gerð innréttingarinnar og
hælt íslenzkum handverks-
mönnum fyrir þeirra verk, en
þeim hefir þótt innréttingin
nokkuð dýr miðað við enskan
mælikvarða, segir Jón að
lokum.
Við snúum okkur nú
til nökkurra handverksmann-
anna ensku og spyrjum iþá
um þeirra álit.
Mr. Hills er yfirsmiður Og
yfirverkstjóri. — Við höfum
nú unnið að þessu verki hér
um 12 vikur. Flestir höfum
við verið hér að störfum 40
talsins í einu nú síðustu dag-
ana. Mér finnst útlit innrétt-
ingarinnar mjög smekklegt og
íslenzka handverkið gott. Við
notum hinsvegsir ekki jafn
mikið af harðviði og þið ger-
ið.
í sama streng tók mr. Roy
Mullen, sem hafði yfirumsjón
með raflögnum.
— Raflagnir hafa verið
hér mjög mUclar vegna þess
að hér er hafin alveg ný starf-
semi. Húsið er nokkuð gamalt
sennilega frá því um aldamót.
Mér virðist allur búnaður hér
sérlega vandaður og gerður
til þess að endast lengi og vel.
Iceland Food Centre er á
mjög góðum stað í London í
virðulegu hverfi rétt hjá
Piccadilly Cirkus, að vísu rétt
utan við mestu umferðina en
aðeins tveggja minútna gang
frá henni. Umhverfi allt er
mjög skemmtilegt og er von-
andi að staðurinn verði vin-
sæll. En þeirri spurningu
skaut upp í kollinn á okkur
þegar við ræddum um þessa
verzlun og veitingahús. Hvað
gerum við ef íslenzka lamba-
kjötið verður raunverulega
mjög vinsælt í milljónaborg-
inni London?
— vig.
Breytingar I Kreml
Svo sem kunnugt er af frétt-
um hafa nokkrar breytingar orð'
ið' á æVstu stjórn Sovétríkjanna,
og- í forustugrein bandaríska
stórblaðsins New York Tinaes
fyrir nokkrum dögum er um
þaer f jallað. Þar segir svo: ,,Þeg-
ar Anastas f. Mikojan sagrði af
sér sem forseti Sovétríkjanna í
Kreml síðastliðinn fimmtudag,
voru meðlimir Æffsta ráðsins
bögulir, greinilega hræddir við
að hylla hann, bar sem verið
gæti, að enn einn gamall bolsev-
iki hyrfi nú af sjónarsviðina
vegna „hreinsunar".
Það var ekki fyrr en aðal-
ritari      kommúnistaflokksins
Bresnev hafði haldið ræðu, bar
sem hann hyllti Mikojan. hæfi-
leika hans og mikla þjónustu,
að ljóst varð, að Mikojan fór
frá af eðlilegum ástæðum. Þá
og aðeins þá var hann hylltur
fyrir hálfrar aldar forustu í Sov
étríkjunum og kommúnista.
flokknum. Þetta var lítið at-
vik, en það lýsti greinilega því
andrúmslofti, sem enn ríkir í
Moskvu. Full astæða er til að
taka trúanlegt, að Mikojan, sem
nú er rúmlega sjötugur og á
við heilsuleysi að stríða, segi nú
af sér af þeim ástæðum sem
gefnar eru upp, en ekki vegna
bess, að hann hafi beðið lægri
hlut í hinni póUtísku baráttu.
En mun erfiðara er að meta
skipun Nikolai Podgorni til þess
embættis, sem Mikojan gegndi,
og fráhvarf Alexanders Sjelepin
frá störfum hans innan rikis-
stjórnarinnar.
Podgorni og Sjelepin
„Fyrir rúmu ári hafði Podg-
orni með höndum sameiningu
flokkskerfis kommúnistaflokks-
ins, verkefni, sem benti til þess,
að hann hefði mikil völd til
þess að setja stuðningsmenn
sína í lykil stöður. Hefur hann
nú misst þessa áhrifastöðu? Hef
ur hann verið settur í æðra en
áhrifaminna embætti og Sjelep-
in tekið við hans störfum. Sann.
leikurinn er sá ,að um þetta vit-
um við ekki þrátt fyrir miklar
vangaveltu um þetta nú.
Stefna Sovétríkjanna
En mikUvægara heldur en
mannabreytingarnar er sú
stefna, sem mörkuð hefur ver-
ið að undanförnu í Sovétríkj-
unum. Mesta athygli hafa vakið
harðorð ummæli Kosygins for-
sætisráðherra um Bandaríkin,
sem auka einungis á spennuna í
alþjóðamálum. En tölurnar í
fjárlögum Sovétríkjanna fyrir
1966 og efnahagsáætlun þeirra
fela að likindum í sér mikilvæg-
ari vísbendingar. Þessar áætlan
»«• leggja áherzlu á hagvöxt í
þungaiðnaði og léttari iðnaði og
í landbúnaði, og þær benda til
þess að áframhald verði á því
friðsamlega sambandi, sem ríkt
hefur við aðra hluta heims,
þrátt fyrir hin hörðu orð Kosy.
gins. Engin hinna mikUvægu
markmiða, sem sett hafa verið
fyrir árið 1966 — sérstaklega
loforð um bætt lífskjör fólksins
í Sovétríkjunum, — geta orðið
að veruleika, ef Moskva bland-
ar sér í meiriháttar deUur á
alþjóðavettvangi . Svo virðist,
sem það sé eitt meginmarkmið
Kreml á næstu árum, að kom-
ast hjá slíkum deUum, sem haft
gætu hinar alvarlegustu afleið-
ingar fyrir Sovétríkin".
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32