Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 287. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 15. des. 1965
Oft hafa menn þakkað gæruúlpun-
um, er þeir hafa lent í hrakningum
ÍSliBNZKA gæruskinnsúlp-
an bar mjög á góma fyrir
skömmu, er það vitnaðist að
Jóhann Löve hafði nánast af
tilviljun verið klæddur ís-
lenzkri úIpu, er hann lenti í
og lifði af villur og hrakn-
inga svo kunnugt er. En félagi
hanfi hafði látið hann fara í
sína úlpu áður en hann fór úr
bílnum og sennilega bjargað
lifi hans með þvi. Þetta kom
að sjálfsögðu til tals, er frétta
maður Mbl. hitti tvo af fram-
leiðendum þessara ágætu vetr
arflíka, þá Svein Valfells,
framkvæmdastjóra og Böðvar
Jónsson, verksmiðjustjóra í
Vinnufatagerðinni,
— Já, það befur oftar kom-
ið fyrir, að menn hafa þakkað
gæruúlpunum er þeir hafa
lent í vondum veðrum, Sögðu
þeir. Einu sinni hringdi t.d.
til okkar verkstjóri frá Raf-
veitunni og sagðist ætla að
láta okkur vita, að það væri
úlpunum okkar að þakka að
reykvískar húsmæður hefðu
haft rafmagn að elda við
jólamatinn. Rafmagnsleiðslan
frá Ljósafossi hafði bilað í
Jórukleif í aítaka veðri, rétt
áður en jólin gengu í garð. Og
verkstjórinn sagði að þeir ein
ir, sem voru í úlpum, hafi'
getað haldizt við úti til að
gera við línuna. Hinir héldu
sig inni í bíl. Síðan hefur
Rafveitan útbúið línumenn
sína með úlpur.
Einu sinni hringdi líka bil-
stjóri að norðan. Hann hafði
Sveinn Valfells og Böðvar JónsNon, auðvitað klæddir gæru-
féðruðum bæjarúipum í kuldanuim.
brotið öxulinn í áætlunarbfin
um, sem hann ók, á Holta-
vörðuheiði  í hörkuveðri. Og
hann kvaðst ekki hefði haft
bað af að liggja undir bílnum
og gera vifi öxulinn, ef hann
hefði ekki verið í gæruúlpu.
Og einhverjir af farþegum
sínum hefðu orðið linir, ef
þeir hefðu þurft að krafsa sig
til byggða, eins og þeir voru
margir illa búnir. Annað
skipti kom til okkar kafari,
sem var að kafa í Njarðvíkur
höfn að vetrarlagi og kvaðst
vera að drepast úr kulda við
þetta verk. Við gerðum hon-
um bærubuxur með skóm og
vesti, til að vera í undir kaf-
arabúningnum, og hann kvaðs
hafa verið eins og í húsi eftir
það. Þetta eru vissulega góðar
flíkur í okkar veðráttu og við
höfum oft fengið þakkir fyr-
ir þaer. Ætli við spörum ekki
drjúgt fyrir Sjúkrasamlagið
öðrum meðulum með þessum
í kostnaði af kvefmixtúrum og
hlýju úlpum.
Talið berst nú að útbúnaði
íslendinga í vondum veðrum
á liðnum öldum. — Já, ís-
lendingar hafa oft verið illa
búnir undir veðráttu hér,
segja þeir Sveinn og Böðvar,
og útskýra málið nánar.
— Við sútum á skinnum er
nauðsynlegt að gerilsneyða
þau, setja í þau efni til að
verja þau rotnun og svo að
mýkja þau. Frá ómunatíð hef
ur aðferðin við sútun á skinn-
um verið sú að nota börk úr
trjám til þess, en hann höfðu
íslendingar ekki. Þeir notuðu
lýsi til að halda skinnunum
mjúkum ,en höfðu ekkert
nægilega rotverjandi. Blástein
fóru þeir að reyna að nota, en
eingöngu í skæðaskinn. Skinn
voru notuð sem vatnsverjur,
en ekki til varnar gegn kulda.
Þegar við byrjuðum að búa
til íslandsúlpurnar svonefndu
með gæruskinnfóðri, þá kom-
umst við að raun um, að sútun
á íslandi var svo léleg að flík-
in hélt ekki. Við keyptum þá
sútunarverkstæði og fengum
erlenda sútara til að kenna
okkur. Þá kynntumst við því,
að búið var að vélvaeða sútun
erlendis með auknum afköst-
um og bættum gæðum miðað
við handsútun. Gæruúlpurnar
urðu svo í krafti sinna kosta
svo útbreiddar, sem raun ber
vitni. Svo varla sést nú sá
verkamaður að vetri til, að
hann sé ekki í úlpu. Segja
margir, einkum verkamenn
og sjómenn, að þeir skilji
ekki hvernig þjóðin hafi kom-
izt af áður í þessu veðrasama
landi. Einnig notar fólk úlp-
ur mikið á ferðalögum. Þær
endast ákaflega lengi og hægt
að fá ytra byrgði aftur, sem
frá viðskiptasjónarmiði er auð
vitað ekki mjög hentugt. Úlp
an, sem Jóhann var í á hrakn
ingunum, er sjálfsagt orðin
8 ára gömul.
Að lokum er skemmtilegt
að geta þess, að hugmyndin
að þessum góðu skjólflíkum
fyrir veðráttuna hér norður
frá, er í rauninni runnin frá
hinum mikla landkönnuði,
Vilhjálmi Stefánssyni. Hann
var ráðgjafi Bandaríkjahers á
norðurslóðum, og hann ráð-
lagði nokkurs konar stælingu
á anorökum eskimóanna sem
hentugasta klæðnað við þau
veðurskilyrði, sem eru hér
norður frá. Og hettuúlpan,
sem herinn kom með, gaf hug-
myndina að íslenzku gæru-
úlpunni.
liiiii

^  Athugasemd við
skrií læknis
Á sunnudaginn birti ég bréf
frá lœkni. Þar Sikrifaði hann um
áramótasprengingarnar og hætt-
una, sem foörn'Um — og f ólki al-
mennt stafaði af þessum gaura-
gamgi. Nú hefur Sigurgeir Sig-
urjómsson, hætaréttarlögimaður,
sent méx línu. Hann gerir þar
nokkrar. athugasemdir við orð
læfcnisins, en ec vitanlega sam-
¦nála honum um að reyna að
bægja þessari hæ-ttu frá okkar
dyrum.
Og ég hvet ráSandi menn til
að lesa þetta bréf. Ég vildi
gjarnan birta fleiri sjónarmið
og vona, að þeir, sem að ein-
hvecju ieyti fjalla um þetta
mál, sendi mér Jímu og geri
grein fyrir skoðunum sinum.
Það væri gagnlegt fyrix okk-
ur öll.  En hér kemur bréfið:
ýc  Sprengingar
á gamlárskvöld
„Kæri Velvakandi!
Ég varð við áskorun þinni-
að lesa bréf Erlings Þorstieins-
sonar, háis-nef- oS eyrnalækn-
is, er þú birtix í pLstlum þdn-
uim sl. sunnudag. Það er óneit
anlega rétt sem læknirinn seg-
ir, að ofit hafa alvarleg sdys
orðið uan hver áramót bæði
hér á landi og erlendis í sam-
bandi við áramótaskot og flug-
elda. Er að sjálfsögðu rétt að
foreldrar reyni eftir megni að
koma í veg fyrir að börn þeirra
séu með haettulegar sprengjur
og skotfaeri. Hinsvegar get ég
ekki sftiUt mig um, að andimæia
þeirri lasusn þessa vandamáls,
sem læknirinn stingur upp á,
— að banna ajgerlega notkun
á öllum tegundum áramóta-
skota (fyrværkeri). Fæ ég
með engu móti séð, að bann
gegn sölu og noíkun allra ára-
mótaskotfæra geti á nokkiurn
hátt konúð í veg fyrir þessi
slys, nema siíðiur sé.
Að mirmi hyggju er sú lausn
vandamáls, að banna það með
lögum eða á annan hátt engin
lausn þess. Það mun að vísu
rétt að fyrir Ríkislþingi Dana
Jiggur nú la.gafrumvarp um að
í þessu frumvarpi felist bann
við söiu alira tegunda áraimóta-
skotfæra (fyrværkeri). Mun
bann það, sem rætt er um í
hinu danska lagafrumvarpi
skotfæra (knakifyrværkeri).
Hinsvegar hygg ég að rang-
fært sé eða á misskilningi
byggt hjá nefndium lækni, að
banna sölu hverskonar hvell-
einskorðað við hvellskotfæri
(knaldfyrværkeri), sem læknir
inn segir að bönnuð séu hér
samfcvæmt lögreglusamþykkt
Reykjavíkur. Ekki veit ég hvað
an laeknirinn hefur það, að lík-
legt sé að þetta danska frum-
varp verði að lögum þar í landi,
en hitt er mér kunnugt, að
gætnir menn í Dammörku hafa
akrifað danska RíkLsþinginu og
varað þingið við að sampykkja
slik bannlög. Benda þessir
menn á, að það væri óraun-
haeft að ætla, að haegt sé í
einni svipan með lagabanni að
koma í veg fyrir aldagamla
hefð. Hitt sé þó enn þyngra á
metunum, að slíkt bann myndi
án efa hafa í för með sér hættu
á enn meira tjóni ag í enn rik-
ara mæli en hingað til hefur
átt sér stað í sambandi við ára
rnótaspremgingar. Þé hefur Rík
isþimginu einnig verið bent á,
að engin leið sé fyrir hemdi "tifl.
þess, að koma í veg fyrir heima
tilbuning á sprengjum og skot-
fæmm af þessu tagi. Emnfremur
myndi reynast mjög erfitt að
koma í veg fyrir ólöglegan
innflutnimg á þessum spremgj-
um. Loks er talið, að lögregl-
an í Dammörku hafi enga mögu
leika til þess að framfylgja
lagabanni eða löguim, sem inni
feli algert lagabann. Lög, sem
erfið væru í framkvæmd, eða
jafnvel ógerlegt að framkvæma
séu slæm lög. Hinsvegar megi
koma í veg fyrir mestan hluta
slysa af þessum söfcum með
upplýsingum og leiðbeiningum
um rétta notkun flugelda og
annarra skotfæra.
Þessi rök virðast mér einnig
eiga við hér á landi, þegar kom-
ið er opinberlega fram með til-
lögur um að banna með lögum
alla söiu og notkun hverskon-
ar flugelda og skotfæra. Okkar
reynsla hér á landi af áfengis-
banninu ætti og að minna okk-
ur á, að fara varlega í setn-
imgu laga, er ógerningiur er að
framfcvæma. Að leysa vanda-
mál með börnunum er enga
stoð hafa í raunveruleikanum
er og að mínu viti heldur eng-
in lausn málsins en getur ^ert
vandann enn meiri en áður
var. Vænti ég þess nú, Velvak-
aindi góður, að þú biðjir nú
einnig forráðamenn lögregl-
unnar og aðra þá, er vilja láta
þetta mál til sin taka, að lesa
framangreindar athugasemdir
minar við tillögur læknisins*
um algert baan gegn notkun
allra tegunda flugelda og sfkct-
færa að viðlagðri refsingu. Mér
eims og lækninum, finmst þetta
vera arvörumál og líf og heilsa
barnanna er dýrmæt. Hinsveg-
ar megum við ekki eiga það á
hættu með vamhuigsuðum laga-
setningum eða bömn'um, a3
auka enn meira á þá hættu, sem
ætíð er samfara því, þegar
æska þessa lands kveður gamla
árið og heilsar því nýja. Vil
ég í þessu saanibandi minna á
það, hvernig lögreglan hér í
Reykjavík fór að því að koma
í veg fyrir hin miklu og hætiu-
legu ólæti er oft urðu hér í
miðbæmum fyrir nokfcrum ár-
um um hver áramót og mörg
alvarleg slys hlutust af. Það
vandamál var ekki leyst metS
banni, heldux með því að gang-
ast fyrir áramótabrennum viða
vegar í bænum. Væri ekki rétt
að reyna að koma í veg fyrir
slys af völdum áramótaskotfæra
á svipaðan hátt?
Með bökk fyrir birtinguna.
Sigurgeir  Sigurjónsson."
Kaupmenn - Kaupfélog
Gulu ralhloournar
%
fyrir scKuIbond,
myndavélar og mótora
Bræðurnir Ormsson hf.
Vesturgötu 3, Lágmúla 9.
Simi 38820.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32