Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 291. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10
MORCUNLl ADJD
Sunnudagur 19. des. 1965
Vilhjálmur Stefánsson safn
aði beinum á íslandi
til að kanna samband
tannskemmda og kornát<
NÚ, ÞEGAR fólk er farið að
lesa nýútkomna sjálfsævisögu
hins mikla landkönnuðar Vil-
hjálms Stefánssonar, rifjast
upp ýmislegt sem sagt hefur
verið um þennan heimsfræga
mann. Vilhjálmur Stefánsson
fæddist við Winnipegvatn í
Kanada, skömmu eftir að for-
eldrar hans fluttu vestur um
haf. — En hann er alinn upp
í íslendingabyggðum og kom
þrisvar til íslands. í fyrri
skiptin sumurin 1904 og 1905,
ferðaðist hann um í vísindaleg
um tilgangi, sem mannfræð-
ingur og hafði með sér vestur
uppgrafin hein, og í seinasta
skiptið kom hann í boði ís-
lendinga árið 1949. Margir ís-
lendingar hafa því haft af hon-
um persónuieg kynni, bæði
hér og í Kanada. Og gengið
hafa um Vilhjálm ýmsar
skemmtilegar sögur, eins og
jafnan um fraegt fólk.
Vilhjálmur var mikill ær-
ingi, þegar hann var í skóla.
Segir hann frá því í ævisögu
sinni, þegar honum var vísað
úr háskólanum í Norður Da-
kota og stúdentar efndu til
stórkostlegrar gerviútfarar,
með ekkju, líkvagni og erfi-
drykkju, þegar hann fór af
skólalóðinni. Eitt af prakkara
strikunum, sem Vilhjálmur
var rekinn fyrir, gæti verið
þa'ð sem segir frá í sögu, sem
gekk manna á milli meðal fs-
lendinga í Kanada. Vagn há-
skólarektors stóð fyrir utan
einhverja byggingu á skóla-
svæðinu. Ekillinn sat í sæti
sínu og beið eftir því að hann
kæmi út. Dyrnar opnuðust og
maður steig inn í vagninn. Ek-
illinn brá keyrinu og ók af
stað, hefur sennilega vitað
hvert rektor ætlaði. Eftir
langa ökuferð var komið á
ákvörðunarstað. Ekillinn stöðv
a'ði vagninn. Dyrnar opnuðust
og stúdentinn Vilhjálmur Stef
ánsson steig út.
í ævisögunni segir Vilhjálm
ur frá uppvexti sínum á slétt-
unum í Dakota, en fjölskylda
hans hafði flutt suður fyrir
landamærin til Bandaríkj-
anna. — Hann segir frá for-
eldrum sínum og systkinum.
M. a. segir hann frá Jóa
bróður sínum, sem var 14
árum eldri en hann. Höfðu
þeir bræður mikið dálæti
á Vísunda-Villa, og Jói
svo mjög að hann lét hár
sitt vaxa og hafði meiri áhuga
á nautagæzlu á sléttunum en
búskap eftir a'ð faðir þeirra
dó. Það rifa'ðist upp fyrir sr.
Jakobi Jónssyni, þegar minnzt
var á útkomu ævisögu Vii-
hjálms Stefánssonar, að hann
hafði hitt Jóa bróður Vil-
hjálms á götu í Wynyard í
Kanada, er hann var prestur
þar á árunum 1935—1940.'Þá
var nýkomin frétt um að ís-
lendingar hefðu boðfð Vil-
hjálmi Stefánssyni að koma í
heimsókn til íslands.
Þá sagði Jói: — Þetta er í
fyrsta skipti, sem ég öfunda
Villa bróður.
Vilhjálmur bróðir hans
mátti fyrir honum eiga sitt
ævintýralíf, vísindastörfin og
heimsfrægðina. En þegar hon
um var boðí'ð til íslands, þá
öfundaði Jói hann.
Vilhjálmur segir aðeins lít-
illega frá þessari íslandsför,
en meira af heimsókninni til
íslands 1904 og 1905. Tilefni
ferðanna var það, a'ð Vil-
hjálmi lék sem mannfræðingi
hugur á að geta greint á milli
sögusagna og staðreynda í frá
sögnum móður sinnar og ann
arra íslendinga um mataræði
íslendinga, og samband þess
við tannskemmdir. Vildi hann
kanna tengslin milli tann-
skemmda og neyzlu kornmet
is, en tannskemmda átti ekki
að hafa fari'ð að gæta á ís-
landi fyrr en á sjötta tug 19.
aldar, þegar fólk var farið
að neyta talsverðs magns af
kornmeti og nokkurs sykurs.
Fór Vilhjálmur til íslands til
rannsókna á þessu á vegum
mannfræðideildar Peabody
safnsins. Fyrra sumarið not-
aði hann til að afla sér þekk-
ingar á málefninu í Lands-
bókasafninu og víðar, og
nægra gagna til a'ð vekja á-
huga á mannfræðilegum leið
angri til íslands frá Harvard-
háskóla sumarið  1905.  í júní
Jói,  bróðir Vilhjálms,  sem
dáði Vísunda-Villa.
mánuði 1905 var svo 12 manna
leiðangur vísindamanna kom-
inn til Reykjavíkur og skipti
sér í þrjá hópa. Einn fór ríð-
andi þvert yfir lai)dið, hópur
jarðfræðinga fór a'ð sinna sín-
um verkefnum, en Vilhjálm-
ur og bandarískur mannfræð-
ingur héldu á Snæfellsnes, þar
sem þeir tóku til við beina-
rannsóknir. Þeir unnu fyrst
að því verkefni í gömlu kirkju
garðsstæði í Haffjarðarey í
Eyjahreppi, þar sem kirkja
hafði veri'ð lögð niður 1563
vegna sjávargangs, en manna
bein oft fundizt þar. Einnig
komu þeir í kirkjugarðinn á
Álftavatni á Mýrum. En það
vakti úlfaþyt í blöðum hér,
þegar vitnaðist um tiltæki
Vilhjálms og félaga hans. Vil-
hjálmur segir í ævisögu sinni
m.a. svo frá:
„Við vorum líkamsfræðileg-
ir mannfræðingar, fengumst
aðallega vfð beinarannsóknir,
en landslög á íslandi heimil-
uðu ekki, að tekið væri úr
gröfum, jafnvel þótt það væri
í lofsverðum vísindalegum til
gangi. En á þessari smáeyju
var grafreitur, sem sjórinn yar
smám saman að eyða og ekki
voru neinar ráðstafanir um að
hefta ágang sjávar. Prestur
einn sagði okkur, að yfirvöld-
in mundu vafalaust leyfa okk
ur að hafa á brott með okkur
hverja þá hauskúpu, sem sjór
inn hafði skolað moldina ofan
af. Auk þess hélt hann, að
okkur mundi óhætt að opna
tvær e'ða þrjár hinna gömlu
grafa nærri sjónum, þar sem
gera mátti ráð fyrir, að þær
skoluðust brátt á brott. Við
tókum til starfa á þessum
grundvelli, og á um það bil
tveim vikum höfðum við safn
að nokkrum naar heilum beina
grindum og samtals 86 haus-
kúpum, en flestar þeirra fund
um við í briminu, sem skolaði
þeim fram og aftur. Þegar við
gengum um fjöruna dag nokk
urn á útfalli, gátum við fyllt
bolla með lausum tönnum. —
Okkur fannst, þegar við bjugg
umst til brottfarar, að gögnin,
sem við höfðum safnað,
mundu að líkindum sta'ðfesta
skoðanir okkar á mataræði Is-
lendinga. Við fundum enga
skemrnda tönn í neinni haus-
kúpunni, og lausu tennurnar,
sem við söfnuðum höí'ðu losn
að við það, að hauskúpurnar
köstuðust sitt á hvað í brim
garðinum . . . Beinin voru a'ð-
aluppskera okkar og við vor-
um harla ánægðir með þau".
Um haustið hafa farið að
berast til Reykjavíkur fréttir
af störfum þeirra félaga fyrir
vestan. 2. september skrifar
ísafold: „Um beinagröft upp
úr kirkjugarði eða kirkjugörð
um vestur á Mýrum í sumar
í miklum mæli gengur hér
orðrómur, og er hneykslisefni
mikið, ef rétt er hermt; amer-
iskur vísindamaður á að hafa
staðið fyrir því og landi einn
þar vestan að me'ð honum,
stúdent, í vísindalegum til-
gangi, að mæla hauskúpur og
jaxla m.m. Það fylgir sögunni
nú síðast, að þeir hafi átt að
reiða mannabein á 7 hestum
hingað, og hafa með sér til
Ameríku me'ð s.s. Ceres um
daginn. Sumir hafa ímyndað
sér eða borið það, að þetta sé
gert með leyfi biskups. En ísa-
fold hefur gengið úr skugga
um, að því fer fjarri. En þá
prests og prófasts? Hefir hann
leyft þessa óhæfu? Eða hva'ð
er hæft í þessu?"
Og síðan heldur blaðið
áfram að leita sér upplýsinga
um þessa óhæfu, beinagröft-
inn, og segir frá niðurstöðum
í næstu blöðum. 16. septem-
ber segir blaði'ð frá því, að
fréttin í ísafold um daginn sé
áreiðanleg, í sumar hafi verið
grafið tveimur dánarreitum
og mannabein burt flutt það-
an á 6—7 hestum, áleiðis til
Ameríku. Hafi 6 hestburðir
verið fluttir frá gamla garð-
stæ'ðinu í Haffjarðarey, en
hinn staðurinn sé Álftanes-
kirkjugarður á Mýrum. Hefur
blaðið fengið mann til að
rannsaka málið á Mýrum og
birtir eftir hann langa skýrslu,
sem að mestu er höfð eftir hús
freyjunni á Álftanesi. Síra
Einar Fri'ðgeirsson á Borg
hafði boðað henni komu mann
fræðinganna tveggja, til að
grafa í kirkjugarðinum og
skoða hauskúpur. Væri það
gert vísindanna vegna og auk
þess hefðu menn þessir leyfi
frá biskupi. Bæði þá, og
einnig   er   mennnirnir   tveir
Vilhjálmur Stefánsson og Evelyn, kona hans, en hún skrif-
ar „Eftirleik" í bókar lok  um  Vilhjálm.
komu nokkrum dögum seinna,
lét húsfreyja í Ijós það álit,
að henni þætti þetta óvið-
feldið, ef hún ætti með að
banna þetta, þá yrði ekki
haggað við neinu í þessum
kirkjugarði. En hvorki hún né
maður hennar töldu sig hafa
heimild til að banna gröftinn,
og það því síður sem mann-
fræðingarnir höfðu meðferðis
bréf frá sr. Einari til kirkju-
bóndans, þar sem hann segir
að ekkert sé á móti því að þeir
félagar opni þær grafir, þar
sem vitað sé af mestum
grefti, og taki með sér eitt-
hvað af gömlum beinum til
vísindanlegra nota, ef þeir
óski.
Segir í skýrslunni að heim-
ilisfólk í Álftanesi hafi ekki
grennslast um hve miki'ð af
beinum var flutt brott. En
eitthvað muni það hafa verið,
á einum eða tveimur hestum.
Haraldur bóndi Bjarnason var
þá farinn til Reykjavíkur.
Áður en hann fór hafði hann
tiltekið blett, sem mætti grafa
í, en hvergi annars staðar. Á
þessum sta'ð hafði komið í
Ijós, er gröf var tekin, svo
mikill gröftur að helzt leit út
fyrir að fjölda manns mundi
hafa verið hrúgað þar niður. í
lok skýrslunnar segir: Þess
skal geti'ð, að þau hjónin telja
það eflaust, að þessi Ameriku-
stúdent hefði fljótt hætt við
gröftinn, ef hann hefði fengið
nokkur alvarleg mótmæli;
hann kom þar mjög vel og
kurteislega fram að öllu leyti,
en túlkurinn var bæði
ókurteis og stirður".
Loks segir ísafold að þetta
sé eins og áður hafi verið frá
skýrt, að biskupsleyfi hafi
ekkert verið fyrir þessum
grefti og því síður fyrir
nokkrum burtflutningi manna
beina neins staðar frá. Sá einn
sé flugufótur fyrir frásögn-
inni um slíkt leyfi, a'ð biskup
hafi tjáð sig ekki andstæðan
því, að skoðuð væri eða rann-
sökuð gömul mannabein í dán
arreitum, þar sem því fylgdi
engin röskun grafhelgi, t. d.
á eða lækur eða sjór hefði
rofið garð hvort sem væri eða
líkt stæði á, og ef réttir, nánir
hlutaðeigendur hefðu ekkert
við þa'ð að athuga. En burt-
flutningur mannabeina hafi
aldrei verið nefndur á nafn
við biskup, heldur gert ráð
fyrir að þau yrðu grafin aftur,
er búið væri að skoða þau og
rannsaka, enda mundi slíkt
hafa veri'ð alveg aftekið.
Við rifjum upp þessi gömlu
blaðaskrift nú, ef lesendur
sjálfsævisögu Vilhjálms Stef-
ánssonar, kynni að ráma í þau,-
og vilja átta sig á þeim.
Að sjálfsögðu kemur ekki
nema örlítið brot af ævisögu
Vilhjálms Stefánssonar bein-
línis íslandi við. Hans afrek
og hans ævintýralíf áttu að
sögusviði nyrstu öræfi í
Kanda, og þar sem hann lifði
meðal framandi Eskimóaþjóð-
flokka. Og eru frásagnirnar af
leiðöngrum hans þar fróðlegir
¦ og skemmtilegir. En íslending
ur var hann í báðar ættir og
lær'ði tæpast nokkurt enskt
orð fyrstu 5 árin. En frá 8 ára
aldri talaði hann mest ensku
og eiginlega ekkert annað fr:
tólfta ári, að því er hann segir
í bókinni. Kvartar hann
undan því, er hann fyrst kem-
ur til Reykjavíkur, að hann
sé lélegur í íslenzkunni, sem
þá hefur væntanlega liðkast
næstu tvö sumurin. Hann
segir, að íslenzkan hafi rifjast
flótt upp fyrir sér, og að norð
lenzka foreldra hans hafi náð
tökum á honum, pó flestir
þeir sem hann umgekkst hafi
verið úr Reykjavík.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32