Morgunblaðið - 21.12.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.12.1965, Blaðsíða 1
32 síður Stefnubreytiitg ■ vændtim í Frakklamdi? Boðuð ráðherraskipti og búizt við öðrum nýmælum eflir heldtir nauman sigur De Gaulle í forsetiikosnifiiguuum I»arna eru ]>eir Frank Borman og James Loveli, geimifararnir bandarssku, nýkomnir um borö í fiugvélamódurskipið AVasp, bressir og keikir eftir tveggja vikna geimferð með Gemini 7. París, 20. des. — NTB—AP. I PARÍS er nú beðið með nokk- urri eftirvæntingu stefnuyfirlýs- ingar De Gaulle að loknum for- setakosningunum og er almennt talið að mikilla mannaskipta sé von í frönsku ríkisstjórninni. — Herma fregnir að skipaðir verði allt að fimm nýir ráðherrar en eftir muni sitja af hinum fyrri þrír einir þeir Georges Pompi- dou, forsætisráðherra, Maurice Couve de Murville utanríkisráð- herria og Edgar Pisani, landbún- aðarmáiaráðherra. Von er á de Gaulle forseta til Parísar á morgun frá sveitasetri hans að Colombey-les-deux-Egli- ses og verður honum þá tilkynnt opinberlega um úrslit forseta- kosninganna, sem fram fóru á sunnudag. Nú er sem næst lokið Kínverjar ráðast heiftar- lega á Rússa vegna afstöðu þeirra fil styrjaldarinsiar í Vietnatn Peking, 20. desember, NTB. PEKINGSTJÓRNIN ræðst í dag lieiftarlega á Sovétríkin fyrir af- etöðu þeirra í Vietnam-málinu og ber þeim á brýn samvinnu við Bandaríkin í „svikatafli um ekilyrðislausar samningaviðræð- nir*‘. Skorar Pekingstjórnin leið toga Sovétríkjanna á hólm og vill láta ræða það á opinberum vett- vangi hvað kínverska og sovézka kommúnistaflokknum heri í milli og birtir hlið við hlið í málgagni einu, Dagblaði þjóðarinnar, harð- skeytta árás á það sem blaðið hallar „afvegaleidda endurskoð- unarstefnu Moskvumanna** og þýdda ádeilugrein úr Pravda, málgagni sovézka kommúnista flokksins, þar sem ráðist er á Kína. í ritstjórnargrein í Dagblaði þjóðarinnar eru leiðtogar Sovét ríkjanna bornir ýmsum sökum og m. a. sagt að aftakar Krú- sjeffs hafi gert samsæri við Bandaríkin í baráttu sinfti um heimsyfirráð. Hvorki eru á nafn nefndir Alexei Kosygin forsætis- ráðh. né Leonid Brezhnev aðal- ritari kommúnistaflokksins, en ásakanirnar um vísvitandi lyga- herferð, rógburð, óróa og undir- róðursstarfsemi, eru sýnilega þeim ætlaðar. „Hvers vegna get- ið þið ekki rætt máiin af skyn- semi og eins og fulltfða menn? segir í DabiaSi þjóðarinnar. Sovétríkjunum er borið á brýn ®ð þau reyni að grafa undan rót- nm einingar kommúnistaland- anna og noti Sameinuðu þjóðirn ar sem einskonar stjórnmála- kauphöll með heimsyfirráð fyrir augum og loks hafi þau tekið höndum saman við Bandaríkin í svikataflinu um skilyrðislausar samningaviðræður um Vietnam- stríðið. — Hvers vegna eruð þið hræddir víð að svara þessum ásökunum? Hvers vegna farið þið undan í flæmingi, kæru félagar? Ef þið eruð menn með mönnum, væri ykkur nær að ganga fram fyrir skjöldu og svara til saka á opinberum vettvangi“ segir í Dagblaði þjóðarirtnar. — ★ — Að þvi er taJsmenn bandariska Framhald á bls. 31 Sýður upp úr í Santi- ago og Santo Domingo Santo Domingo, 20. desember. — (NTB — AP) — 1 G Æ R kom til götubardaga í Santiago, næst-stærstu borg í Dóminikanska lýðveldinu. Áttust þar við menn úr hópi þeirra er stóðu að byltingunni sem gerð var þar í landi í vor er leið og deildir úr dóminikanska flug- hernum. Féllu menn af báðum, tylft manna af flughernum að sögn og af hinum m.a. einn helzti aðstoðarmaður Caamanos of- ursta, leiðtoga byltingarmanna. Síðustu fregnir herma að til átaka hafi aftur komið í kvöld bæði í Santiago og í höfuðborg- inni, Santo Domingo. Þyrlur friðargæzlusveita Sam- bands Ameríkuríkja, sem haldið hafa uppi lögum og reglu í höf- uðborginni og næsta nágrenni siðan komið var á vopnahiéi milli andstæðinganna hafa sl. sólanhring selflutt menn Caam- anos frá Santiago til Santo Dom- ingo, þar sem þeir telja sig óhulta. Forseti Dóminikanska lýðveld isins, Héctor García Godoy, hef- ur sagt að þeim sem ábyrgð beri á því að upp úr sauð í Santiago verði refsað harðlega. Verkalýðsfélög í landinu hafa tekið undir það og hótað að ella skuli lýst yfir allsherjarverk- falli. Til óeirða kom einnig í Santo Domingo er fréttist um átökin í Santiago (sem er tæpum 290 km norðan höfuðborgarinnar). Fóru þar hópar manna um götur og hótuðu öllu illu. Einn lögreglu- maður og einn óbreyttur borg- ari létu iifið í höfuðborginni að sögn óg viða heyrðist skothríð í borginni síðar. Mikil sprenging varð í vesturhluta Santo Dom- ingo um miðnætti og ekki vitað hvað henni olli. talningu atkvæða í kosningunum, aðeins eftir atkvæði frá frönsku Guiönu og Pólynesíu og hefur de Gaulle fengið 13. 063.134 at- kvæði eða 55.18%, en keppinaut- ur hans um forsetaembættið, Francois Mitterand, 10.609.744 eða 41.81%. Kjörsókn var 84.31%. Frakklandsforseti verður sett- ur aftur inn í embætti 9. janúar n.k. og leikur mönnum nokkur forvitni á að vita, hversu mikil áhrif það hafi haft á de Gaulle að sigur hans í kosningunum nú skyldi ekki verða meiri en raun ber vitni og hvern lærdóm hann muni af því draga. Gera margir sér vonir um að forsetinn muni framvegis virða meira skoð anir almennings og breyta stjórn arstefnu sinni í ýmsum málum, einkum er varðar Atlantshafs- bandalagið, sameiningu Evrópu og Efnahagsbandalagið. Frönsku síðdegisblöðin ræða mjög hugsanlega stefnubreyt- ingu í utanríkis- og innanríkis- málum. í „Le Monde“ skrifar fréttaritari undir fyrirsögninni „Þriðja lotan“, að stjórn de Gaulle muni ekki lifa af kjör nýs Iþjóðþings 1976. Það þing verði forsetanum andsnúið og kosningar til þess „þriðja löta“ forsetans. „Stjórniná ekki annars úrkosta, eigi hún að standa af sér þá hólmgöngu en að gjör- breyta allri stefnu sinni — en getur hún það og vill hún það?“ segir í blaðinu. „France Soir“ skrifar undir fyrirsögninni: Hvað gerir de Gaulle nú? að að- vörun sú, sem fólgin var í úr- slitum forsetakosninganna fyrri 5. desember s.l. hafi óhjákvæmi- lega leitt til stefnubreytingar. Erhard ræðir við Johnson Washingtoii, 20. desember, NTB, AP. LUDWIG Erhard, kanzlari V- Þýzkajands, er nú í Washington til viðræðna við Johnson Banda ríkjaforseta. Ræddust þeir við í morgun í rúman klukkutíma, en áður hafði Erhard hitt að máli Dean Rusk utanríkisráðherra. Engum stórvægilegum fregnum fer af fundinum en sagt að mjög vel bafi farið á með forsetan- um og kanzlaranum. Þeir munu eiga með sér annan fund á morg un. Charles de Gaulle, Frakklands- forseti. Myndin er tekin í Clysée höll nú fyrir skönimr De Gaulle og forsætisráðherra hans verði að aðlaga stefnu sína heiminum í dag, en ekki ein- blína á fornar hefðir. Kaþólsika blaðið „La Choix" skrifar: Við megum eiga von á meira frjáls- ræði af hálfu De Gaulle fram- vegis en hingað til. Hann hefur sýnt iþað áður og sannað, acj hann getur mætavel aðiagað sig breyttum aðstæðum. Enn þrengist hring urinn um Ródesíu Fleiri riki lýsa stuðningi við Breta London. 20. desemher, NTB, AP Harold Wilson, forsætisráð- herra Breta, flutti ræðu i Neðri málstofunni í do, um Ródesíu og olíubannið, sagði að enn bættust Bretum liðsmenn í því máli, nú síðast Frakkar og Ital- ir. Þá skýrði Wilson frá viðræð. um sínum við Johnson Banda- rikjaforseta í Washington fyrir helgina og lýsti stuðningi Banda rikjanna við málstað og afstóðu Breta. Sagði Wilson a þess hefði Framhald á bls. 31. W

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.