Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 295. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBIADIÐ
Föstudagur 24.  tes.  1965
30 stunda vopnahlé
/verður í Vietnam
— báðir aðilar hafa heitíift að
hafast ekki að,
Saigon, 23. des. — (NTB) —
í DAG var því heitið, a£
hálfu beggja styrjaldaraðila í
Vietnam, að gert yrði 30
stunda hlé á vopnaviðskipt-
um, í tilefni jólahátíðarinnar.
Her S-Vietnam og banda-
ríski herinn þar í landi munu
hætta bardögum kl. 18.00 ann
að kyöld, ,að staðartíma, en
her Vietcong stundu síðar.
Báðir hernaðaraðilar gáfu í
dag út tilkynningu, þar sem
frá vopnahlénu er skýrt. —
Hvorugur aðili nefnir þó
framkomin tilmæli hins um
vopnahlé, er komið höfðu
fram áður.
Enn halda þó bardagar áfram,
án afláts, bæði á landi og í lofti.
í dag varð að senda varalið til
útvarðarstöðvar hers S-Vietnam,
naerri landamærum Laos, en þeir,
sem  þar  voru fyrir  til varnar,
200 manns
grófust undir
skriðu í Perú
ÓTTAZT er að a.m.k. tvö hundr-
uð manns hafi grafizt undir
skriðu er féll á þorpið Orayan
í AndesfjÖllum í gær. Þorpið
grófst gersamlega undir skrið-
unni og var ekki annað fyrir
björgunarmenn að gera, er þeir
komu á vettvang, en reisa tré-
kross yfir hirta Látnu, sem þarna
höfðu hlotið sameiginlega gröf.
Svo mikill gnýr fylgdi skriðu-
fallinu, að hann heyrðist um 100
km. veg.
'------J  i—..___ij'v^ . _   ,_______.
voru komnir að uppgjöf.
Talsmaður bandaríska hersins
skýrði þá svo frá í dag, að flug-
vélar hefðu í gær gert loftárás
á raforkuverið við Haiphong í
N-Vietnam. Hefði árásin verið sú
þriðja á skömmum tíma, og
mætti nú heita, að verið væri
ónýtt.
Her S-Vietnam og Bandaríkja-
manan hefur fengið skipun um
að svara árásum, verði einhverj-
ar gerðar, meðan vopnahléð
stendur, en láta þar við sitja.
Yfirmaður bandaríska hersins
i S-Vietnam, William Westmore-
land, sagði í dag, að vopnahléð
væri í anda fæðingarhátíðar
frelsarans.
Skipun ráðamanna Vietcong
var send frá útvarpsstóð.
Síðar í dag bárust fréttir um,
að 94 hermenn úr her S-Viet-
nam og bandaríska hernum
hefðu nýlega beðið bana, í tveim
ur flugslysum. Féllu flugvélarn-
ar, sem fluttu fallhlífarhermenn,
til jarðar nærri sjó, á svæði, sem
er í höndum skæruliða. Ekki er
ljóst, hvað slysunum hefur vald-
ið, en talið er, að a.m.k. önnur
flugvélin hafi rekizt á fjall. I
henni voru 81 hermaður. Ekki
hefur áður verið skýrt frá slys-
unum, þar eð rannsókn hefur
staðið yfir.
Stykkishólmur
I hátíðarskrúða
Stykkis-hólmi, 23. des.
STYKKISHÓLMUR er nú kom-
inn í hátíðarskrúða. Mörg jóla-
tré með litljosum prýða bæinn.
Þeim er dreift víða. Hreppurinn
hefur stórt og fallegt jólatré á
túninu við hreppsskrifstofurnar
og annað tré, þar sem krossgöt-
ur mætast við innkeyrslu í bæ-
inn. Nokkrir bæjarbúar hafa
tekið höndum saman og sett upp
jólatré, hver í sínu hverfi.
Fallegt jólatré prýðir Bókhlöðu-
höfðann, setur svip á umhverf-
ið og sést viða að. Fyrirtækin
hafa skreytt hús sín og einnig
bæjarbúar, margir. og er allt
til að setja jólasvip á.
Á aðfangadagskvöld messar
hinn nýkjörni prestur, séra
Hjalti Guðmundsson, en á mið-
nætti messar séra Habets í kap-
ellu spítalans. Þar er jafnan fjöl-
menni við miðnæturmessu ka-
þólskra. Systurnar í sjúkrahús-
inu æfa af kappi undir hátíða-
skemmtun barnanna. Þar köma
fram nemendur en kaþólskir hafa
föndurskóla fyrir ungu börnin,
sem ekki eru enn komin á skóla-
aldur. Sáu þau um þennan þátt
hátíðahaldanna og þótti mikill
fengur.
Ef útlitið breytist ekki, búast
Breiðfirðingar við hvítum jólum.
Föl er á jörðu og jörðin því hvít
í dag. Allir vegir á Snæfellsnesi
eru greiðfærir, eins og á sumar-
degi. Verzlun hefur að venju
verið mikil. Ekkj verður annað
séð en allir hafi það gott, og
sjúkleikar eru ekki teljandi.
Fréttaritari.
Sjálfvirk sím-
stdð í Hornaf.
Þriðjudaginn 21. desember
var opnuð ný sjálfvirk símstöð
í Höfn í Hornafirði með 20 núm-
erum. Númer stöðvarinnar eru
6900 til 6919 og svæðisnúmerið
er 92.
ÞESSI skemmtilega vetrar-
mynd er frá Tungnaá og tók
Sigurjón Rist vatnamælinga-
maður hana nú fyrir nokkru,
er hann var á ferð upp á
hálendinu. Er Mbl.' falaði
þessa mynd af Sigurjóni var
hann nýkominn ofan af há.
lendinu ásamt Halldóri Eyj-
ólfssyni frá Rauðalæk, en
þar höfðu þeir dvalizt frá 14
22. desember. Vatnamælinga
menn fara venjulega mánað-
arlega   upp  á  hálendið  til
rannsókna á vötnunum þar,
en nú í síðustu ferð var er-
indið einnig að trekkja upp
klukkur í sjálfritandi niælum
við Þórisvatn og að Svartá
við Sóleyjarhöfða, sem mæla
þar vatnshæðina.
V^|5(wWWBw^i»j....
Bæn við Elliheimilið
N Ú fyrir jólin var sett upp  jólin og í framtíðinni, en þar
höggmynd   Einars  Jónsson-  eru um 360 afar og ömmur,
ar:  Bæn.  EUiheimiIið  hefur  sem sjálfsagt hugsa til smá-
látið gera afsteypu af henni.  fólksins og bæna þess.
Á myndin áreiðanlega eftir að          Ljósm. Ól. K. M.)
gleðja  íbúa  heimilisins  um
Rússar senda gömul og
úrelt vopn til IM-Vietnaiii
segja Kínverjar
Hong Kong, 23. des. NTB.
MÁLGAGN kínverska komm-
únistaflokksins, „Dagblað Al-
þýðunnar" sakar í dag Sovét-
stjórnina um að hafa sent til
Norður-Vietnam gamlan og úr-
eltan vopnabúnað, sem rúss-
neski herinn hafi sjálfur verið
hættur að nota.
Segir blaðið, að sú aðstoð,
sem Rússar hafi veitt N-Viet-
nam í baráttunni við heimsvalda
sinna sé hvergi sambærileg,
hvorki að magni né gæðum, við
þá aðstoð, sem þeir hiafi látið
hinum afturhaldssömu Indverj-
um í té, í átökum þeirra við
Pakistan. Jafnframt vísar blað-
ið á bug staðhæfingum, sem
fram hafa komið á Vesturlönd-
um, um að Kínverjar hafi hindr
að vopna og hergagnaflutninga
þeirra til N-Vietnam um kín-
verskt land. Standi Rússar sjálf-
ir að baki þessum staðhæfing-
um til þess að breiða yfir dug-
leysi sitt. Loks gerir blaðið
harða   hríð að  Sovétstjórninni
fyrir undirlægjuhátt við banda-
ríska heimsvalda sinna.
Á FORSÍDUNNI í dag er birtur
fornkirkjulegur lofsöngur (Te
Deum laudamíis) í þýðingu Sig-
urbjörns Einarssonar biskups.
Verður hann fluttur við biskups-
messuna í Dómkirkjunni á jóla-
nótt. Róbert A. Ottósson hljóm-
setti og bjó til flutnings. —
Ljósmyndin, sem Sv. Þ. tók, er
úr helgileik  í  Vogaskóla.
23.Jxs./9es-xi. #
LÆGÐIN suð-suðvestur í
hafi fer austur, án þess að
hafa áhrif að gagni hér á
landi. Sennilegast verður
jólaveðrið   eitthvað   áþekkt
því, sem var í gær, él austan-
lands og fyrir norðan, en
þurrt vestanlands. Hi-ti i kring
um frostmark á suðurstrónd-
inni, en annars staðar frost.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24