Morgunblaðið - 24.12.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.12.1965, Blaðsíða 15
FSítuðagur 24. des. 1965 MORGU N BLAÐID 15 S-írautn^ayit Vilhjáltnur Stcfdbi>0»j Sntrrt jPotfiwS íortj þt>rf\r>pur ^arlíeW Esja, HektajHerfubreifySlíjaUbreit, Mcrjá\fur, UatU, Ut^ijþelaai'cUjftajaieílj Vatnaíokullj BMafos*, Bruaríoss(2) &u\tfoÍSjM,ana*{of$j Sztfois ' íleykjafofs | TZeyA/aritf L S /|Utridiö* ____« \Du/>lio PetiifoSs P's*t{fH Mfelí K Gutirfóur'' þoryjarnaivztotkiy’ Gautab*^ LA-\uVl\\ l\jeaupfr>a»nci(ió'f>7^{[ ) |»~y^ ^ 1 J tun^UJOfb Skip og flugvélar um jdlin HUNDRUÐ íslenzkra manna og kvenna verða starfs síns vegna að dveljast fjarri ást- vinum sínum < um jólin og sumt þessa fólks hefur ekki getað haldfð jól með fjölskyld um sínum ár eftir ár. Á atóm- öld er eðli margvíslegra þjón- ustustarfa þannig, að þar má ekki verða hlé á, ekki einu sinni á stórhátíðum. Einna einmanalegust munu þó jól sjómannanna vera. Sum ir þeirra verða að halda þau hátíðleg í stórsjó og nístandi vetrarveðrum, sumir að veið- um á Halamiðum, aðrir í vöru flutningum einhvðfs staðar á Atlantshafi. Þá má ekki gleyma flug- áhöfnunum, sem verða að halda sín jól öðru hvoru meg- in Atlantshafs. • Loftleiða- menn, 66 menn og konur, verða erlendis þessi jól, en Straumfaxi Flugfélags íslands ver'ður í Narssassuaq á Græn- landi um jólin til að fylgjast með ísnum norður við Dumbs- haf. Á kortið hér að ofan hefur Halldór Pétursson listmálari, merkt inn fyrir Morgunblaðið hvar flest kaupskipin íslenzku verða á áðfangadag, svo og millilandaflugvélarnar. Mörg skipin verða í höfn í Reykja- vík og fara út á annan jóla- dag eða síðar. Öll eru skipin á Atlantshafi eða innhöfum þess, nema Hamrafell, sem verður á Miðjarðarhafi á leið sinni út um Njörvarsund. Þótt kortið sýni aðeins kaup skipin og millilandaflugvél- arnar má ekki gleyma togur- unum, því að venju verða margir þeirra að veiðum um jólin eða á siglingu til er- lendra hafna með afla sinn, eða þá á leið heim að lokinni söluferð. í Reykjavíkurhöfn verða allmargir togarar um jólin. Þeir eru Þormóður goði, Jón Þorláksson, Hallveig Fróða- dóttir, Hvalfell, Geir, Haukur, Jón forseti, Egill Skallagríms- son, Fylkir, Júpiter og Sigurð- ur var væntanlegur úr sigl- ingu á aðfangadag. í Reykja- vík mun einnig verða um jólin Akureyrartogarinn Slétt bakur. Svalbakur er væntanlegur til Akureyrar á jólanótt úr söluferð, en Ingólfur Arnar-"- son hélt frá Reykjavík á Þor- láksmessu í söluferð. Að veiðum um jólin verða Þorkell máni, Marz, Úranus, Karlsefni, Askur, Víkingur, Narfi, Kaldbakur, Harðbakur og Hafnarfjarðartogararnir Maí og Röðull. Surprise verð- ur hins vegar í höfn í Hafn- arfirði um jólin. Lesendur verða að hafa í huga, að hér er ekki um tæm- andi frásögn að ræða um ís- lenzku skipin, en hún nægir til að gefa fólki góða hug- mnynd um þann fjölda is- lenzkra sjómanna, og reyndar flugáhafna, sem verða fjarri fjölskyldum sínum um jólin 1965. Morgunblaðið sendir þessu fólki, fjölskyldum þeirra, sem öðrum landsmönnum hugheil- ar óskir um gleðileg jól. Þórlaug Biarnadóttir hús- fr. Gaulverjabæ - minning Fædd 28. apríl 1880. Dáin 14. desember 1965. I SJÓÐI minninganna á ég marg- ar dýrmætar frá æskuárum, eng- ar þó eins minnisstæðar og góð- ar, sem frá þeim árum, er ég var enúningastrákur á Gaulverjabæ í Flóa. Þetta var á árunum 1934 til 1939 að báðum meðtöldum. Að búa eða hokra er tvennt ólíkt ef að líkum lætur. Er því ekki úr vegi að draga upp ofur- litla svipmynd, af Gaulverjabæj- arbúskapnum frá fyrrnefndum árum. Tuttugu og fimm kýr, í vel byggðu fjósi, þrjátíu hross, sauð- fé milli hundrað og hundrað og fimmtíu, þrjár heyhlöður, sem rúmuðu tæpa tvöþúsund hesta. Vélakostur var þessi: Sláttuvél, sú fyrsta sem notuð var í Bæjar- hreppnum, snúningsvél, rakstrar- vél, áburðardreifari og vörubif- xeið. Yfir mesta annatímann var um og yfir tuttugu manns á heimil- inu, póstur og símavarzla var á etaðnum og margt fleira um- etang sem of langt yrði upp að telja. Aldrei féll húsfreyjunni verk úr hendi og ef færi gafst var eetið við rokkinn eða prjónavél- ina. Þrifnaður var allur utanhúss eem innan, til fyrirmyndar. Sann arlega var enginn kotungsbragur á búskap þeirra Gaulverjabæjar- hjóna í þá tíð. Fastar áætlunarferðir voru farnar á milli Reykjavíkur og Gaulverjabæjar, hvern þriðju- og föstudag. Bílnum ók oftast Bjarni frá Túni. Messur voru af og til og bless- aður karlinn hann síra Gísli, stóð fyrir sínu. Því var oft mjög gest- kvæmt í Gaulverjabæ á þessum árum, þurfti því húsfreyjan oft að skerpa upp á könnunni og gefa meðlæti, enda gert af góðum hug og ekkert til sparað. Á þessum árum og síðar voru húsráðendur í Gaulverjabæ þau sæmdarhjónin Dagur Brynjúlfs- son, bóndi, hreppstjóri og odd- viti með fleiru, og kona hans, frú Þórlaug Bjarnadóttir. — Frú Þór- laug Bjarnadóttir fæddist að Sviðugörðum í Flóa þann 28. apríl árið 1880. Hún var næst- yngst af fimm börnum þeirra hjóna, Bjarna bónda Þorvarðar- sonar í Sviðugörðum og Guðrún- ar Pálsdóttur, prests Ingimundar- sonar í Gaulverjabæ. f október árið 1904 gekk Þór- laug að eiga Dag Brynjúlfsson, síðar bónda og hreppstjóra í Gaul verjabæ. Síra Ólafur Briem á Stóra-Núpi gaf þau saman. Dagur var sonur Brynjúlfs fræðimanns Jónssonar frá Minna-Núpi, þess sem meðal ann- ars skrifaði sögu Þuríðar for- manns og Kambránsmanna, en Brynjúlfur var sonur Jóns bónda á Minna-Núpi, Brynjólfssonar, bónda Jónssonar, sama staðar, Brynjólfssonar frá Stóra-Núpi, Þórðarsonar (Thorlasíus) sýslu- manns á Hlíðarenda, Þorláksson- ar biskups í Skálholti frá 1674 til ársins 1697, Skúlasonar biskups á Hólum frá 1628 til ársins 1656. Þau hjónin Dagur og Þórlaug hófu búskap sinn í Þjórsánholti. Árið 1909 flytjast þau að Gerðis- koti við Eyrarbakka. Árið 1914 fara þau að Sviðugörðum og eru þar til ársins 1920, en það ár hefja þau búskap sinn í Gaul- verjabæ, og bjuggu þar samtals í tuttugu og sex ár. Árið 1946 hætta þau búskap í Gaulverjabæ og flytjast að Sel- fossi. Þar bjuggu þau til æviloka, við ástúð og umhyggju barna sinna. Dagur lézt þann 12. desember 1963. Urðu því árin tvö, sem skildu gömlu hjónin að frá hér- vistarveru. Þau hjón eignuðust fimm börn. Tvö eru látin, Sigrún, sem lézt árið 1929, aðeins 19 ára að aldri, listfeng og glæsileg stúlka, og Brynjúlfur, síðast héraðslæknir í Kópavogi, greindur vel og dug- mikill læknir. Hann lézt 23. febrú ar árið 1963. Eftirlifandi börn eru: Ingibjörg, póstfulltrúi, Bjarni, bankaritari, og Dagur, verzlunarmaður, öll búsett á Selfossi. Auk þess ólu þau Dagur og Þórlaug upp sonardóttur sína, Huldu Brynjúlfsdóttur. Þórlaug heitin var með afbrigð um mikilhæf húsmóðir. Hún var kona í hærra meðallagi, svip- hrein og andlitið greindarlegt. Augun voru falleg og snör og brá oft fyrir glettnisglampa í þeim. Hún var kona skapmikil, ef því var að skipta, en réttlát. Hún myndaði sér ákveðnar skoðanir, um menn og málefni og hélt þeim til streitu. Hún var ein af þess- um tignarlegu konum, sem menn komast ekki hjá að taka eftir. Páll J. Árdal sagði eitthvað á þessa leið: Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. Að lokum, þegar ég nú kveð þig, Þórlaug mín, þá vil ég þakka þér öll gömlu góðu árin í Gaul- verjabæ. Blessuð sé minning þín. Pétur Halldórsson. Að lokinni Framhald af bls. 13 fimm geimskot, og þar með á undirbúningnum fyrir vænt anlegt tunglskot að vera lok- ið. Þessar fimm geimferðir verða farnar á árinu 1966, og þá verður sérstök áherzla lögð á stefnumót við eldflaug- ar og geimför, tenging tveggja geimfara og „geimganga" í allt að 90 mínútur. Samteng- ing tveggja eldflauga átti að fara fram fyrir skömmu, en Agena-eldiflaugin, sem skotið vax upp í þeim tilgangi, komst ekki á braut umhverfis jörðu. Þetta nýafstaðna og sögulega stefnumót, var því sett á svið í staðinn. Að áliti geimfaranna í Gem- ini 6 og 7, verður ekkert vandamál að tengja geimför saman, en eins og kunnugt er, þá var aðeins tveggja til þriggja metra bil á milli þess ara geimfara, þegar þau mætt ust. Næsta geimferð Gemini 8, er ráðgerð í marz eða apríl og eru þá stefnumót á dag- skrá. Þau verða framkvæmd á sama hátt og þetta nýaf- staðna, þ.e.a.s. með aðstoð ratsjár og rafreikna, en einnig verður gerð tilraun til að nota eingöngu stjómtæki geimfarsins og mun þá öll ábyrgð hvíla á stjórnanda geimfarsins. Verkefni Gemini 9 verður m.a. að komast að Agena-eldflaug og sækja þangað mælitæki, sem stjórn endur Gemini 8 eiga að skilja þar eftir. Geimfaramir í Gemini 9, munu einnig gera tilraunir með ný stjórntæki utan geimfarsins. Gemini 10 mun reyna að tengjast Agena eldflaug skömmu eftir að þeir fara á loft. Gemini 11 og 12 munu gera áframlhaldandi stefnumótstilraunir sem verða æfingar vegna þess hugsan- lega möguleika, að geimskip, sem yfirgefið hefur móður- skipið á braut kringum tunglið, ákveður að setjast ekki á tunglið, en snúa í þess stað aftur til móðurskipsins. Samkvæmt áætlun banda- risku Geimferðastofnunarinn- ar, verður farið til tunglsins árið 1969, en þó er hugsan- legt að þetta verði fram- kvæmt fyrr, ef hinar fimm Geminiferðir takast vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.