Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 295. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20
MORGUNBLAÐIÐ
Fostudagur 24.  des.  1965
Langt yfir skammt
eftir  Laurence  Payne
Ég starði á hann lengi, hugsi.
— Hver? Neal? Já, það er hann,
finnst þér ekki, en hversvegna?
Hann skoðaði neglurnar á sér
og leit svo snöggt á mig. — Það
er nú atriði, sem þú ættir að
athuga betur, hvað sem það kost
ar.
Ég sneri mér aftur undan, ó-
þolinmóður. — En það hefur nú
einmitt verið allt bölvað mein-
ið, sagði ég sestur. — Ég hef ein-
mitt ekki getað athugað það
betur. Ég vil ekki láta þá verða
vara um sig, þeir sitja á púð-
urtunnu og gera sér það ljóst.
Jafnvel nú geta þeir hætt við
að nálgast varninginn úr Peru-
slaviu, meðan kyrrð er að kom-
ast á aftur. Þeir vilja ekki reka
verzlunina sína beint fyrir fram
an nefið á lögreglunni. En nú
verð ég að fara þangað, hvort
sem mér likar betur eða verr,
því að við höfum fundið líkið og
þeir búast auðvitað við okkur,
og komi ég ekki, vilja þeir vita
j hversvegna ég kem ekki og
finna, að eitthvað grunsamlegt
er á seiði. Það þarf ekki nema
eina klaufalega spurningu og
allt fer í háaloft. Þessvegna vil
ég verða einhvers vísari hérna.
/ Gæti ég bara vitað fyrir víst,
að varningurinn væri um borð
í Peruslaviu!
Það varð löng þögn en þá reis
hann upp úr stólnum.
— Jæja, ég vona, að þetta sé
rétt hjá þér.
— Það gera fleiri, svaraði ég
gremjulega, — því að ef ég hef
ekki á réttu að 'standa, verði
ég að byrja aftur á byrjuninni.
En hvað sem öðru líður, þá hef
ég sent inn skýrslu um Lamotte
Slavia-félagið, svo að það getur
vel verið, að þeir séu farnir að
hafast eitthvað að — en ég tók
það líka fram, að þetta gæti allt
saman verið hugarburður minn.
Ef þeir vilja gera eitthvað úr
því, þá er það á þeirra ábyrgð
en ekki minni.
Hann sendi mér skakkt  br03.
— Ég vona, að þeir hvíli í friði.
Ég  sendi  honum  kuldalegt
augnatillit.
Vopnaðir með úrskurði um a'ð
mega handtaka Hammond Bark
er. grunaðan um morð, gengum
við að gulu hurðinni og börðum
fast á hana.
— Hann er ekki heima, sagði
Perlita,  hrædd og falleg,  og
fyrst  og fremst  girnileg.
— Hvar er hann?
— Það  veit ég ekki.
— Hittuð þér hann í gær, eft-
ir að við töluðum við yður?
Hún leit undan, óróleg. — Já.
— Og söguð honum allt, sem
okkur fór í milli?
Augun urðu stöðugri. — Já
allt.
— Þá finnst mér engín furða
þó að hann hafi ekki sézt síð-
an, eða hvað finnst þér, Saund-
ers?
¦— Nei, mig furðar ekki á
því, sagði hann einbeittur.
—  Ég er hræddur um, frú
Barker, að við verðum að fá að
koma inn og svipast um. Ég er
hér með handtökuskipun á
hann.
Síðan smeygði ég mér fram-
hjá henni og inn í húsið.
—  Handtöku? Fyrir hvað?
spurði hún og náði í mig á
stigagatinu.
Ég svaraði hiklaust: — Fyrir
að myrða Úrsúlu Twist.
—  Það er hlægilegt. Hann
var ekkert hrifinn af henni, en
hann hefði aldrei farið að myrða
hana.
Eg stanzaði andartak og horfði
niður á hana. — Ef þér getið
sannað mér það, er ég reiðu-
búinn að hlusta á yður.
Hún æpti í örvæntingu: Hann
gæti ekki hafa myrt hana! Hann
var ekki einu sinni þarna á
staðnum!
—  Jú, það var hann einmitt,
frú Bar'ker. Og það get ég sann-
að!
Ég gekk af ásettu árið yfir að
myndinni af frú Úrsúlu Twist,
sem stóð þarna enn á grindinni
— og snarstanzaði í sömu spor-
um: Sönnunargagnið mitt var
horfið! Uppi yfir vasanum á
sléttu gulu kápunni var ekkert
nema sléttur gulur litur. Ég
varð snögglega bálvondur.
— Nánar aðgætt, sagði ég, —
þá get ég nú kannski ekki sann-
að það.
Ég sneri mér við og fann, að
stúlkan horfði fast í augu mér,
spyrjandi,  og  jafnvel  háðslega.
—   Málið þér, frú Barker?
spurði ég.
— Mála? Nei.
Augu hennar voru að Ijúga.
Ég lagði fingurgóminn á blett-
inn, þar sem klessan hafði ver-
ið: Það var enn vott. En að
öðru leyti var léreftið þurrt. Ég
tók óhreina tusku af grindinni,
dýfði  henni   í  terpentínu úr
60
a-------------------------------ö
flösku, sem var þarna opin,
strauk henni hægt og rólega
yfir vota málninguna, og þarna
var brúnleita klessan mín með
allt sitt sönnunargildi.
Ég lagði frá mér tuskunar,
sneri mér við og horfði á hana,
kuldalega. — Mér finnst eins og
þér þurfið að gefa mér skýr-
ingu, sagði ég.
Hún yppti öxlum og sneri s'ér
frá mér. Hún var föl og stóð á
öndmni.
— Frú Barker, hélt ég áfram,
vægðarlaust, þér vitið eins vel
og ég, að þessi klessa á kápunni
hennar Úrsúlu var hennar eigin
blóð, seir. kom þar eftir að hún
hafði fallið fyrir morðingja
hendi. Enginn hefði getað vitað
þýðingu þessarar klessu nema
maðurinn, sem setti hana á.
Ef þér vitið það ekki, þætti mér
gaman að vita, hvers vegna yð-
ur fannst nausynlegt að afmá
hana? Þér hafi ekki unnið ann-
að við það en sanna sökína á
manninn yðar.
Hún lokaði augunum og hristi
höfuðið ákaft, eins og í mót-
mæla  skyni.
—  Á fimmtudagskvöldið var
þessi klessa ný og rök. Hún var
efnarannsökuð hjá okkur. Það
getur enginn vafi leikið, að
henni var komið þarna, begar
Úrsúla dó. Og samt finn ég þessa
klessu málaða á myndina
mannsins yðar á föstudagsmorg-
un. Og það er sönnunargagn,
sem þér hafið auk þess reynt að
afmá. Hvar er maðurinn yðar,
frú Barker.
—  Það veit ég ekki.
— Hvar höfðuð þér samband
við hann í gær?
—  Hjá frænku hans í New-
haven.
— Og hann er þar ekki leng-
ur? Hún hristi höfuðði. — Og
þér hafið enga hugmynd um,
hvar hann er nú niðurkominn?
—  Nei, það er ég búin að
segja yður.
Þetta gekk hvorki né rak. Ég
sneri mér beint að henni.
—  Frú Barker, það er eins
gott, að ég segi yður, svona eins-
lega, að þrátt fyrir það, að þessi
fjarverusönnun hans er einskis
virði, þá er eitt atriði, sem gerir
sekt mannsins yðar vafasama.
Ég er ekki að gabba yður, held-
ur segja yður sannleikann, og
þér verðið að trúa mér. En ef ég
á að hafa gagn af þeirri vitneskju
verðið þér að hjálpa mér, og
segja mér allt, sem þér viti.
Þessum bilaárekstri var haldið
leyndum fyrir yður ,og þá er
ekki nema trúlegt, að svo hafi
verið um fleira. En maðurinn
yðar sagði bróður sinum alla
söguna — það varð hann að
gera, af því að Jordan ætlaði
að myrða hann. Nú hefur Jord-
an sagt yður meira en þér vilj-
ið segja okkur. Hann sagði yð-
ur nógu mikið til þess, að þér
yissuð, að þessi klessa var skað-
legt sönnunargagn. í stuttu máli
sagt, þá sagði hann yður, að
bróðir sinn hefði verið staddur
á morðstaðnum á fimmtudags-
kvöldið?
Sem snöggvast horfði hún
beint í augu mér, en hneig síðan
niður í stól.
—  Úrsúla var dáin áður en
Hammond kom þangað, sagði
hún lágt.
— Til hvers var hann að færa
likið til?
— Það veit ég ekki.
— Og, í fyrsta lagi: hvað var
hann að vilja þangað?
—  Það hef ég enga hugmynd
um.
— Eruð þér viss?
Hún leit snöggvast á Saund-
ers, rétt eins hún byggist við
einhverjum innblæstri frá hon-
um. Svo sagði hún hikandi:  —
Ég held, að ef til vill.......
hafi hann verið að leita að' byss-
unni ....
—  Hversvegna? Hvaða þýð-
ingu hafði byssan í þessu sam-
bandi? Hún var ekki orðin morð
vopn þá.
—  Ja . . . . hann vissi, að
Chuck hafði lent saman við Dav
id Dane . . . hann vissi, að byss
an  var  enn  í  vörzlum  Úrsúlu
.... hann hefur líklega ætlað
að vernda Chuck ....
Hún var nú farin að hugsa
upphátt. Þetta hafði enga pýð-
ingu. Hún var aðeins að fálma
eftir einhverri frambærilegri
skýringu á nærveru mannsins
síns þarna.
— Þér eruð þá að gefa  í skyn
.að Hammond hafi búizt við að
koma að Úrsúlu dauðri? Að
hann hafi fari á staðinn gagn-
gert til þess að ná burt morð-
'vopninu, af því að nann hafi
vitað, að bróðir hans hafði fram-
ið morðið?
—   Nei . . . nei . . . ég átti
ekki  við  það ....
—  Nei, það datt mér líka í
hug, af því að Jordan hefur
fjarverusönnun, hann var í St.
Leonards þegar það skeði. . . .
það vitum við. Svo að við vitum
hvorki upp né niður, eða finnst
yður það?
Hún leit á mig og var alveg
í vandræðum og að gráti komin.
—  Ég veit ekki, hversvegna
hann fór þangað, sagði hún lágt.
Það viar eitthvað einkennilegt á
seyði.....ég   skildi  aldrei,
hvað það var . . . . ég hélt fyrst
.......ég hélt ....
— Að maðurinn yðar ætti vin
gott  við Úrsúlu, var það ekki?
Hún kinkaði kolli, vesældar-
lega. — Þér skiljið, að ég treysti
henni aldrei almennilega.
—  Það er yður ekki láandi.
En jafnvel eitthvert þessháttar
stefnumót gæti ekki réttlætt
nærverujians þarna þetta kvöld.
Það var hann, sem heimtaði, að
þér færuð með hana í bíó, var
ekki svo?
Hún lokaði augunum þreytu-
legia. — Ég er nú búin að rifja
þetta svo oft upp, að ég veit
ekkí, hvernig það verður bezt
skýrt . . . . ég hef verið að
reyna að hugsa . . . . en það
virðist engin ástæða .... alls
engin ástæða.....
Eg lagði höndina á öxl henni.
— Það var ástæða til þess og
ég held, að ég fari nærri um
hana. Ef ég hef á réttu að standa
megið þér vera rólegar, hvað
snertir .... það að nokkurt ..
. . hvað á ég að segja . . . sam
band hafi verið milli Úrsúlu og,
niannsins yðar.
Við vorum nú búin að þvæla
þetta fram og aftur og það eina,
sem ég hafði haft upp úr sund-
urlausum svörum hennar, var
það, að Perlita væri furðu ó-
fróð um allan gang þessiara
mála.   Bersýnilegar   áhyggjur
— Þú mátt alls ekki draga bindið að þér. Hann gæti vaknað.
hennar og tregða að trúa
nokkru illu um hinn brokk-
genga eiginmann sinn, gerði
það að verkum, að ég var reiðu-
búinn að afmá nifn hennar af
skránni yfir þá, sem ég hafði
grunaða. Engu að síður leit ég
lauslega um alla íbúðina, til
þess að sannf ærast um, að Bark-
er væri ekki þar einhverssttaðar
í felum.
Með höndina á hurðarhúnin-
um, sagði ég við Perlitu:
—  Ef maðurinn yðar hefur
samband við yður, gætuð þér
stungið upp a því við hann að
gefa sig fram sjálfviljuglega.
Hann gerir það auðvitað ekki,
en biað skaðar ekki að nefna
það.
— Þér haldið þá, að hann sé
saklaus?
—  Já, af morðinu, sagði ég
með varúð. — Það held ég hann
sé.
Við stigum upp í bílinn og ég
lyfti hattinum fyrir döpru kon-
unni, sem stóð við gulu hurð-
ina. Við mjökuðumst frá gang-
stéttinni. Ég stalst til að líta á
kjammann á Saunders, hann
var eins og höggvinn út úr
steini, en tungu hafði hann nú
samt.
—   Ef hann gerði það ekki,
sagði hann í grafartón, — hver
þá?  ¦
Ég starði dapurlega á ána,
sem rann þarna í áttina til Til-
bury og Rotherhide, og hristi
höfuðið vandræðalega. Ég var ó-
segjanlega innantómur.
— Við skulum fara og fá okk
ur eitthvað að éta, sagði ég.
David Dane var enn á öllum
forsiðum blaðanna; þetta var
fyrsta tækifæri, sem kvöldblöð-
in höfðu til að gera sér mat úr
honum. Samkvæmt sumum
þeirra, höfðum við enn ekki
orðið neins vísari og þess var
látið getið, að eitthvað þyrfti að
hefjiast handa, ef losna ætti við
þessa áflogahunda-plágu. Þjóðin
væri búin að fá nóg af þessum
ofbeldisverkum, sagði eitt
þeirra og bætti við, að tími
væri kominn til að innleiða hýð
ingar aftur. Eitt blaðið hafði
orðið þess vísara, að við höfð-
um náð í dólginn með augn-
veikina. Það sagði sigri hrós-
andi, að „lögreglan hefði náð í
einn, sem gæti orðið vitni".
Ég rak augun í smáfrétt neðst
á síðunni: „Óperusöngkona lát-
in". Þar sagði: „Snemma í morg
un fannst lík Yvonne Lavalle,
fyrrum óperustjörnu, í kjallara
í tómu húsi í Peckham. Talið er
að hún hafi dáið af ofnautn eit-
urlyfja". Það var allt og sumt.
Ég minntist þess, að Peckham
var einmitt staðurinn þar sem
hún fæddist og þar hafði hún
líiBa hitt litlu bókasafnsstúlk-
una, og tekið hana upp á arma
sér.
Ég bar saman þrídálkarúmið,
sem David Dane fékk við þess-
ar vesælu þrjár línur, sem Yv-
onne Lavalle fékk. Ég varð
vondur og fleygði blaðinu í
Saunders, sem þá vnr með munn
inn fullan af sýrópsbúðingi. —
Það vantar minnst á, að þeir
séu að taka þennan lúsablesa  í
helgra manna tölu, sagði henn,
og var fúlL
Rodney Herter hallaði sér aft-
ur í stólinn og horfði á mig
tvíræðum augum, sem voru hálf
lokuð. Ég svaraði þessu augna-
tilliti hans uppi, en bara með
engri  gamsmsemi.
— Kæri fulltrúi, tautaði hann.
—  Ég vona, að þér farið ekki
að kenna mér um þetta. Ég er
auðvitað ekkert hrifinn af því,
að félagar í klúbbnum farist vov
eiflega,     en hinu neita
ég, að ótímabært fráfall þeirra
stafi á nokkurn hátt af því, að
þeir  voru  félagar.
—  Mér dettur ekki í hug að
gefa neitt slíkt í skyn. Ég er
bara að benda á það, að1 klúbb-
urinn war það eina, sem þau
áttu öll sameiginlegt. Þér verð-
ið að játa, að þau þrjú dauðs-
föll, svorna rétt við dyrnar hjá
manni, er dálítið óvenjulegt.
Hann horfði á reykinn úr
vindlinum sínum og kinkaði
kolli þessu til samþykkis.
— Þar er ég auðvitað á sama
mili, fulltrúi. Ekki sk«l ég
skjóta mér undan neinni ábyrgð
sem mér ber. Ég er, hvort sem
er, eins og John Donne segir í
nánu sambandi við mannkynið
en ég get bara ekki skilið, hvern
ig mannslát í Putney, morð i
Bayswater Road og líkfundur
einhversstaðar í óbyggðum Put-
ney, getur nokkuð snert mig.
. Það var ekki hægt að hugsa
sér neinn raann utan leiksviðs
svona ísmeygilegan. Hafi hann
haft einhverjar áhyggjur, tókst
honum að leyna þeim, svo að
snilld mátti kalla. Meira en
þumlungur af grárri ösku stóð
óhreyft á endanum á vindlinum
hans. Ljósbláu augun vingjarn-
leg og kát, mættu mínum aug-
um með djarflegri hreinskilni,
og þunglamalegi líkaminn lét
fara vel um sig í stólnum. En
öll þessi framkoma hans var
uppgerð — of vandleg og vís-
vituð, og kæruleysisleg — og
álíka fölsk og ameríski mál-
hreimurinn hans.
— Hvað vitið þér um Totem-
kaffistofuna í Bayswater Road?
spurði  ég  nú.
Augun voru á verði en róleg.
— Hvað gæti ég vitað um hana?
—  Neitið þér, að þér eigið
hana?
Augun hvikuðu ekki. — Góði
herra fulltrúi, til hvers ætti ég
að vera að því? Ég á nokkrar
kaffistofur, en hinu neita ég, að
það sem þar kunni að gerast
óviðkunnanlegt, sé mér að kenna.
Það, að David Dane skyldi
mæta örlögum sínum í stofnUn,
sem ég á, snertir mig ekki nokk
urn skapaðan hlut, því að það
hefði alveg eins getað gerzt
hérna í klúbbnum, enda þótt
við velju mnú gestina nokkuð
meira hér. En jafnvel þótt ná-
unginn lægi hér á skrifborðinu
mínu með minn eigin pappírhníf
gegn um sig, mundi ég samt sem
áður neita allri ábyrgð á því.
— Já, það munduð þér vafa-
laust gera, svaraði ég önuglega.
— Vitið þér, að ráðsmaðurinn
yðar, Beraard, er dsemdur
glæpamaður?
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24