Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 7. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADIÐ
Þriðjudagur 11. janöar 1§6«
Þjóðfeikhúsið:
Feröin til Limbó
Höfundur:  Ingibjórg  Jónsdóttir
Sönglog:  Ingibjörg  Þorbergs
Leikstjóri:  Klemenz  Jónsson
A SUNTSrUDAiGINN frumsýndi
Þjóðleikhúsið nýtt íslenzkt leik-
rit, „Ferðina til Limibó" eftir
Ingibjörgu Jónsdóttur. AJ við-
tökum hinna ungu leikhúsgesta
að dæma var hér um kærkominn
viðburð að ræða, enda var sýn-
ingin litrík fjörug og að ýmsu
leyti nýstárleg. Hins er ekki
að dyljast, að efnisþráður leik-
ritsins er í rýrasta lagi, fram-
vindan hæg og hnökrótt, rökvís-
in gloppótt, en börnin virtust
alls ekki setja slíka smámuni
fyrir sig.
Mér virtist upphaf leiksins
einna spaugilegast. Tiiraunir
prófessorsins og aðstoðarmanns
hans til að finna mýs í eldflaug-
ina, sem senda átti til tunglsins,
urðu tilefni margs konar skop-
legra atvika sem vöktu kátínu.
Bessi Bjarnason var ákaflega
skringilegur og skemmtilegur
prófessor og hagnýtti sér eins
og endranær orðlagða líkamslip-
urð sína. Sprell hans á sviðinu
var meginkrydd sýningarinnar.
Lárus Ingólfsson var honum
verðugur mótleikari í hlutverki
Kobba aðstoðarmanns, kotroskins
klaufabárðar sem oft vakti hlát-
ur barnanna, þó stundum væri
latæði hans ýkt til lýta.
Þætti beirra félaga lýkur þeg-
ar eldflauginni er loks skotið á
loft, og hefst þá hin eiginlega
„saga" leiksins. Hins vegar
Jiggur aldrei ljóst íyrir, hvers
vegna þeir félagar eru að þessu
'brambolti, og enn dularfyllri
verður lending þeirra Magga
músar og Möllu systur hans á
reikistjörnunni Limbó og brott-
för þeirra þaðan í leikslok. Slík-
tæknileg atriði eru kannski bara
hégómi! Þeir þættir leikritsins
sem fjalla um dvöl systkinanna
á Limbó eru án nokkurra eigin-
legra tengsla við aðdraganda
íerðarinnar, og má í rauninni
segja að geimskotið hafi verið
alger óþarfi: gríninu á Limbó
hefði verið hægt að koma til
skila á hvaða stað öðrum sem
var, t. d. einhverri óþekktri
Kyrrahafseyju eða í norskum
skógi!
Tengslin milli prófessorsins,
músanna og boltanna á Limbó
eru með öðrum orðum harla
óljós, og leikritið klofnar raun-
yerulega í tvo alls óskylda parta.
Hvað um það, gamanið sem
Spratt af hinum fjarstæðukennda
söguþræði átti greinilega vel við
börnin, sem gerðu sér enga rellu
út af röklegu samhengi, heldur
gáfu sig fjarstæðunni á vald.
Margt í verkinu orkar örvandi á
ímyndunarafl barna, svo sem
mýsnar, eldflaugin, hinn víði
stirndi geimur, reikistjarnan og
kynlegir ábúendur hennar, bolt-
arnir. Aftur á móti er sá hluti
leikritsins", sem gerist á Limbó,
ekki ýkjafrumlegur og minnir
um sumt á önnur kunn barna-
Jeikrit, t. d. bruninn í turninum
og slökkviliðið, ræningjaflokkur-
inn og borgarstjórinn.
Þó rás leiksins sé afar hæg-
geng  og  söngvarnir  eigi  sinn
stóra þátt í að hægja hana, þar
eð þeir eru hvergi hluti af
henni, þá hélt sýningin athygli
barnanna frá byrjun til enda.
Átti hin fjörlega sviðssetning
mestan þátt í því. Hópatriðin
voru mjög lipuriega unnin og
toáru af öðru á sýningunni, ekki
hvað sízt dansatriði telpnahóps-
ins sem Fay Werner hafði æft.
Leikmynd og búningar Gunnars
Bjarnasonar voru sérlega litrikir
og skemmtilegir. Hlutur Gunn-
ars í heildaráhrif um sýningarinn-
ar var ósmár og réð sennilega úx-
slitum.
Klemenz Jónsson setti leikritið
á svið og naut þar langrar
reynslu af slíkum verkefnum.
Hann veit greinilega hvað bezt
fellur að smekk barna, en stund-
um fannst mér samt ærslin á
sviðinu verða helzti fyrirferðar-
Bessi Bjarnason (prófessorinn)  og Lárus Ingólfsson (Kobbi).
Ómar Ragnarsson (Maggi mús),  Valdimar  Lárusson  (Brauulur
varðstjóri) og Árni Tryggvason  (slökkvilið.sstjórinn).
mikil og tilgangslítil frá leik-
rænu sjónarmiði. Eltingaleikur-
inn við Magga mús áður en hann
var settur í eldflaugina, varð
með köflum afkáralegur (án þess
að vekja hlátur), og grínið kring-
um stjörnukíkinn varð að mestu
máttlaust. Þó sjálfsagt sé að
skemmta krökkunum með ærsl-
um og skrípalátum, ætti það
öðrum þræði að vera hlutverk
barnaleiksýninga að rækta með
þéim tilfinningu fyrir eðli og
sérkennum góðrar leiklistar.
Ómar Ragnarsson lék Magga
mús af mikilli leikgleði og lík-
amlegu fjaourmagni og gerðl
íþessa úrræðagóðu hetju leiksina
mjög hugþekka, en þar við bætt-
ist að Ómar á hjörtu reykvískra
barna og vekur þeim ævinlega
ánægju. Margrét Guðmundsdótt-
ir lék systur Magga, Möllu mús,
af nærfærni og barnslegri ein-
lægni. Samdeikur þeirra Ómara
og Margrétar var elskulegur.
Á Limbó komu margir viS
sögu, og verða aðeins fáir þeirra
taldir fram hér. Jón Siguribjörns-
son Iék falskonunginn og ræn-
ingjaforingjann Surt af sönnum
Framh. á bls. 10
							_ /J  %	
;::ll:::::ljj«li		mpit^.w	mma	J^T^éiv^m	€hm**%jfiv:":	+.	:_Æ^:\^J!^j^]:]^::\-\:	**!**!
								
:;;¦;;;!;			iliiiiiiiiiii		lliiliilliIIISIÍi		¦¦II   llll	
•  Fárveður á eftir
ofsaveðri
Nú eru vetrarveðrin
reglulega í essinu sínu hér á
Norður-Atlantshafi. Fárviðri
tekur við af ofsaveðri og varla
er það liðið hjá, þegar veður-
fræðingar sjá bóla á næsta
ofsaveðri á leiðinni. Þetta eru
reyndar ekki þesskonar veður,
sem útlendingar hugsa um,
þegar þeir heyra nefnt vetrar-
veður á íslandi. Þá gera þeir
sér mynd af geysilegum frost-
hörkum og kafsnjó. En þa'ð eru
ekki vetrarveðrin okkar. Okkar
veður er stormbeljandi og úr-
koma. Ég hefi satt að segja ekki
á móti slíkri tilbreytingu. þegar
henni er skipað niður eins og í
vetur. Fyrst langur kafli af
stillum, með svolitlu frosti og
snjó, reglulega yndislegu veðri,
eg ofsaveðrin reyna svo að
ljúka sér af í einni bunu. Bara
ef það  tekur okki  of  langan
tíma. Slíkt er bara hressandi
fyrir nútímafólk, sem hefur góð
an útbúnað til að mæta hvers
kyns veðrum. Að vísu geta óveð
inr alltaf verið bagaleg og jafn-
vel hættuleg þeim, sem stunda
sjó og þurfa að komast á milli
landshluta. En með veðurþjón-
ustu og skjótari fréttamiðlun, fá
þeir líka meira forskot og geta
komið sér í skjól eða ekki lagt
í hann, þegar slíkt er í nánd.
#  Krafturinn
í höf uðskepnunum
Höfuðskepnurnar eru
ekkert lamb að leika sér vi'ð.
Mikilleiki þeirra og sá óskap-
legi kraftur, sem í þeim býr,
blasir einmitt við okkur íslend-
ingum um þessar mundir. Við
sjáum hvernig sjórinn getur í
vetrarveðri malað á örfáum dög
um heila eyju, sem er orðin
nærri 50 m á hæð og 300—400
m í þvermál, og í er öskugos í
fullum gangi, sem enn hamlar
á móti. Það eru þung slög og
engar smáöldur, sem gefa þau.
Svo aftur á hinn bóginn hve
fur'ðulegt er, að nokkur eldgos
skuli ná sér upp úr sjónum
undir fargi þessa mikla vatns-
magns og jafnvel takast að búa
svo um sig í því, að stærðar
land myndast og stenzt kraft
hafsins, eins og Surtsey sjálf
hefur gert. Sá kraftur, sem höf-
uðskepnurnar búa yfir, er svo
sannarlega stórkostlegur, í raun
inni stórkostlegri en mannshug-
urinn áttar sig á.
#  Snjórinn hylur
sóðaskapinn
" Úr því vetrarveður ber á
góma, er ekki úr vegi að benda
á einn stóran kost, sem haust-
veðrið me'ð frosti, og svolitlum
snjó hefu haft hér í höfuðborg-
inni. Það hefur breitt hvíta,
fallega slæðu yfir allan sóða-
skapinn, sem sjá má á f jölmörg
um lóðum í kringum húsin. —
Ekki svo að skilja, alð þar eigi
allir hlut að máli. Síður en
svo. En einmitt í snyrtilegum
hverfum verður hver sóðaleg
lóð og illa viðhaldið hús, enn
þá meira áberandi. Þannig er
því t.d. varið á einum stað,
þar sem útlendingar ganga
mikið um. Og glöggt er gests-
augað, að sagt er.
!>ar á ég við hótelgesti á hinu
snyrtilega og velbúna Hótel
Holt. Hótelið sjálft er til fyrir
myndar að öllum útbúnaði og
hreinlæti. Þa'ð er hverfið, sem
það stendur í, að mörgu leyti
líka, með sínum gömlu, snotru
bárujárnshúsum í bland. En
beint á móti hótelinu er eitt
slíkt, sem hlýtur a'ð breyta skoð
un þeirra, sem þar búa, á um-
gengni íslendinga. Þar er slegið
fjölum fyrir kjallaraglugga í
illa hirtu húsi og í kring lóð
me'ð dívanaskrifli, iðulega gler
brotum og öðru drasli. Oft er
sjáilfsagt erfitt við að eiga.
Sóðarnir eru of margir. En
þarna vill svo vel til, að opin-
berir aðilar munu hafa með hús
fð að gera og ættu að geta bætt
þarna um. Og þeir bera þá a3
sjálfsögðu ábyrgðina líka.

Höfum flutt verzlun vora og
verkstæði að
LÁGMÚLA 9
Símar:
38820   (Kl. 9—17)
38821  (Verzlunin)
38822  (Verkstæðið)
38823  (Skrifstofan)
Bræðurnír Ormsson hf.
Vesturgötu 3, Lágmúla 9.
Sími 38820.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28