Morgunblaðið - 11.01.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.01.1966, Blaðsíða 17
!"} Þriðjudagur 11. Janúar 1966 MORGUNBLAÐIÐ 17 Skrúðgarðar Reykjavíkur og garðyrkjustjórinn 1 GREIN sinni í Morgunbl., þ. 8. þ.m., viðurkennir garðyrkju- stjóri Reykjavíkur, Hafliði Jóns- son, að hann sé upphafsmaður að þeim skrifum, er að undan- íörnu hafa orðið um garðyrku- skólann og að mestu hafa verið tillitslaus gagnrýni. Þeir munu Ihinsvegar fáir, sem eins og garð- yrkjustjórinn, telja ámælisvert, að ég geri grein fyrir afstöðu ir.inni og verji skólastofnunina tneð tilliti til þerrar aðstöðu, sem Ihún hefur þúið við frá því skól- inn tók til starfa. Ég hefi oftar en einu sinni Ibent Hafliða Jónssyni á það, að þegar um gagnrýni á skódastofn- un sé að ræða, temji flestir sæmi legir menn sér þær drengskap- arreglur að koma gagnrýninhi þannig á framfæri, að hún geti orðið stofnuninni til góðs, en ©kki til tjóns. Munu allir skóla- stjórar áreiðanlega skilja hví- líkur ódrengsskapur er fólginn í iilvígum blaðadeilum. Fyrir rúmlega 20 árum skrif- aði Hafliði Jónsson gagnrýni um garðyrkjusikólann, sem var bæði ódrengileg og ofsafengin. Hann (h'efur síðar beðið mif afsökunar á því og borið við ungæðishætti EÍnum. Slík afsökun er ekki -til- tæk nú. Nú skilst mér, að hann reyni að afsaka sig með því, sem hann kallar fnikinn skoðanamun. Hann gerir þó enga tilraun til að gera grein fyrir hinum mikla skoðanamun. Hann beinir aðeins tillitslausri gagnrýni að gróðrar- Btöð skólans. Hann hefur þó sjálf ur opinberlega gert <*rein fyrir fjárhagserfiðleikutnr. skólans frá upþhafi. Honum hlýtur því að vera ljóst, að þa„ er með ölilu ókleift að taka upp fjölbreytta ræktun, hvorki í gróðurhúsum né botaniskum garði, án veru- legs fjárhagsstuðnings, sérstak- lega ef um kennslu, ræktunar- athuganir eða tilraunir er að ræða. Fyrir 3 árum var sú stefna tekin að leggja höfuðáherzlu á að fullgera skólabyggingu þá, er nú er í smíðum, þar ti'l því verki væri lokið. Öðrum" verkefnum yrði frestað að mestu. Mér virð ist drengskapur garðyrkjustjór- ans hliðstæður því, að ég ásak- aði hann fyrir að hafa ekki lok- ið Miklagarði og -enti borgar- búum á þann garð sem dæmi um snyrtimennsku garðyrkjustjór- ans. Mikligarður fullgerður mun annars áreiðanlega kosta borg- arbúa margfalt hærri upphæð en gróðrarstöð garðyrkjuskóiaas mun kosta fullbúin sem kennslu og tilraunastöð. Þegar litið er yfir reikninga Reykjavíkurborgar síðustu árin og jafnframt tekið tillit til þeirr- ar miklu vinnu, sem látin er í té af vinnuskólum borgarinnar, mun tæplega hægt að ásaka yfir- Btjórn borgarinnar fyrir, a^ hún fca.fi ekki vei-tt ríflegar fjárihæðir tii skrúðgarðanna. Það er hins- vegar min skoðun, að þessum fjárveitingum hefði mátt verja betur. Ég leyfi mér að kalla rvhmubrögð garðyrkjustjórans lágfcúrulegt för, ’ur. í svargrein smni sér garðyrkjustjórinn éstæðu til að endurtaka þessi orð með feitu letri og telur sig ekki hafa skap til .nars en að- Stoða Jón H. Björnsson, garða- arkibkit, við að svara mér. í Þjóð viljanum, þ. 17. des. sl., svarar Jón H. Björnsson mér þannig orðrétt og án frekari ummæila um skrúðgarða borgarinnar: „í lok greinar sinnar ræðir skóla- stjóri um skyldu mína gagnvart iystigörðum Reykjavíkurborg- ar. Enginn hefur gagnrýnt garð- yrkjustjóra og garðyrkju Reykja víkurborgar í útvarpi og blöðum meira en ég.“ ’ Þannig hljóða varnarorð garðaarkitektsins, se*n er færasti sérfræðingur lsndsins á þessu sviði. Er þá raunar alveg skiljanlegt, að garðyrkjustjórinn telji sig þurfa að aðstoða hann. Hafliði Jónsson hefur ekki fyrr en nú, í grein sinni óskað eftir gagnrýni minni á störf hans. Ég hefi ákaflega mikið ósagt, en að þessu sinni skal látið næga að biðja hann að bera saman steinhæð sína hinu miklu, er hann sjálfur gerði, ásam-t garðinum við Sóleyijar- götu, við Lystigarðinn á Akur- eyri og Hellisgerði í Hafnar- firði. Höfuðtilgangur allra lysti- garða er sá, að þeir séi friðsælir dvalarstaðir. Enginn af lysti- görðum Reykjavíkurborgar upp- fyllir þær kröfur. sem sann- gjarnt er að gera til lystigarða borgar. Hafliði Jónsson afsakar vinnubröigð sin þannig, að hann hafi á undanförnum árum eink- um horft á forina við tær sér og eybt 'henni með grænu grasi, en slí’k-t kalla ég föndur. Ég er viss um, að fleiri en ég ‘ ætlast til annars og meira af garðyrkju stjóra Reykjavíkurborgar. Eitt dæmi um drengilegan mál flutning garðyrkjustjórans skal hér tilgreint, og það er umsögn hans um verknámiskennsluna í skrúð'garðarækt. Að þessu sinni hælir hann ekki bóknáms- kennslunni í þeirri gxein, en það hefur hann oft gert áður. Er það e.t.v. vegna þess, að nú er nýr kennari í þeirri grein. Hinsvegar ræðst hann harðlega á verknámskennsluna í skrúð- garðarækt. Þessi árás kom mér sannarlega á óvart, enda alveg íurðuleg. Það hefur sem sé ver- ið svo í fjölmörg ár, að hann sjálfur í skrúðgörðum Reykja- vífcur hefur annazt kennslu fjöl- margra nemenda. Of't hefur hann verið tilbúinn að taka á móti fleiri nemendum en völ hefur verið á. Þá bætir hann gráu ofan á svart, er hann ásakar mig fyr- ir, að ég skuli ekki fylgjast bet- ur með, hvernig hann sjálfur hafi annaat þjálf-un verkn-em- anna. Hver gæti látið sér debta í hu'g að ásaka Skólastjóra iðn- skólanna fyrir að fylgjast ekki vandlega með námi iðnlærlinga á vinnustað? Núverandi landbúnaðarráð- herra, hr. Ingólfur Jónsson, hef- ur á undanförnum árum sýnt búnaðarfræðálunni milkinn álhuga. Hann hefur beitt sér fyr- ir stórauknum fjárframlögum til búnaðarskólanna. Hólar eru nú vaxandi stofnun fullskipuð nem nemendum. Á búnaðarskólanum á Hvanneyri er að rísa glæsileg skólabygging fyrir frambíðarstarf semi skólans. Hér á garðyrkju- skólanum flubtu fyrstu nem- endurnir inn í þa- hiluta hinn- ar nýju skólabyggingar, sem lokið er. Á næstu árum mun hún fullgerð, og verður þá öll starfs- aðstaða með ágætum. Ráðherra hefur nú til abhugunar að veita fé til að garðynkjustöð skólans verði breytt úr framleiðslus1 töð í kennslustöð og tilraunastöð á næstu árum. Þar með er væntan iega lokið mjög erfiðum þætti í starfsemi skólans, og er þá ekki sérstaklega átt við reksburinn. Frá því skólinn hóf starfsemi sína hefur uppbyggingu hans að verulegu leyti verið þokað áleið- is með tekjum af framleiðslu gróðrarstöðvarinnar. Rekstur stöðvarinnar hefur því af illri nauðsyn verið miðaður við þetta sjónanmið, og hefur það valdið of fábreyttri ræktunarstarfsemi. Verulegur hallarekstur hefði náhast orðið dauðadómur yfir stofnuninni. Sterkar líkur benda til þess, að ef þessi leið hefði ekki verið valin, þegar öll önn- ui- sund voru lokuð, þá væri skólinn ekki til nú sem slíkur. Man lesandinn r-ftír Hólaskóla? Það hefur hinsvegar orðið hlut- skipti mitb að þola miklar ásak- anir fyrir „gróðasjónarmið mín“, eins og komizt er að orði, og ég óspart sakaður fyrir, hvað uppbyggingin hefur gengið grát- lega seint. Ásakanir þessar hafa óneitanlega oft valdið mér sár- indum ,sérstaklega þegar mér hefur virzt þær settar fram þannig, að fjárhagshliðin hefur verið algjörlega sniðgengin og ég stimplaður sem kurfur, sem allt- af var að hugsa um að tekjur og gjöld stæðust á. Oft hefur mér einnig virzt of margir garðyrkjubændur hafa svipaðan sjóndeildarhring og Hafliði Jó'nsson. Mér er heldur ekki ljós eigin sök á því, að oft hefur andað köldu fiá þeim, sem ég þó hafði vænzt styrks frá. Það er mér mikið gleðiefni, ef hægt verður að starfa á öðrum grundvelli ef’tirleiðis. Hin 6000 m2 stóru gróðurhús verði tekin til notkunar eingöngu fyrir kennslu, rannsóknir og vísinda- legar tilraunir. Bóknámskennsl- an mun brátt færast inn í eina glæsilegustu skólabyggingu lands ins, þar sem nemendum skólans m.un líða vel í ánægjulegu um- hvenfi og öll aðstaða til kennslu svo góð sem bezt verður á kosið. Þegar svo er komið mun garð- yrkjusikólinn skila meiri ágóða, en flestir munu gera sér grein fyrir í dag, en að vísu mun það ek’ki birtast á rekstursreikningi hans. Fyrir mörgum árum síðan spáði dr. Helgi Péturss. því, að um næstu aldamót yrði ylræktin ein glæsilegasta grein landbún- aðarins. Sá, sem vill stuðla að því getur ekki látið sér nægja að sá grasfræi í forina. Reykjum, 9. jan. 1966 Unnsteinn Ólafsson. — Minningarorð Framhald af bls. 19 Vélskóla íslands, er þá var að byrja. Slíkt nám var ómissandi fyrir þá menn er ætluðu að stunda vélgæzlú á skipum, sem voru er hér var komið orðin mörg og stór og þurfti því kunn- áttu með til að stjórna. Er Skipaútgerð ríkisins hófst varð Magnús þar s.tarfsmaður, fyrst á varðskipinu Ægi um margra ára bil, síðar á strand- ferðaskipunum Hekiu og Esju. Mun hann hafa verið búinn að vera starfsmaður Ríkisskip milli 30 og 40 ár. Nægir það sem lýs- ing á starfi hans, enda einróma umrnæli þeirra sem þekktu hann, traust og virðing undir- og yfir- manna. Eru þannig ummæli at- hyglisverð, og þeim einum auðið að hljóta, sem gæddur er dreng- skap og djörfung. Foreldrar Magnúsar voru hjón- in Guðbjörg Bjarnadóttir bónda Bjarnasonar á Gróustöðum ætt- aður úr Kollafirði í Strandasýslu og konu hans Ólafar Magnús- dóttur ættaðrar úr Saurbæ í Dala sýslu. Guðbjörg var dugmikil, vel greind og trygg í lund og því traustúr vinur þeirra, sem nutu manngæða hennar, geðrík og andstæðurnar miklar, hjálpsem- in, rausnin og greiðviknin oft um efnf fram. Jón Torfi Magnússon bónda á Ingunnarstöðum í Geira- dal. Var Mágnús sonur Jóns Jónssonar bónda á Ingunnarstöð- um og konu hans Karitasar Nielsdóttur frá Kleifum í Gils- firði. Móðir Jóns Torfa hét Gróa ættuð úr Strandasýslu. Jón var prúðmenni, atorkumaður til allra venjulegra starfa og eftirsóttur til vinnu, enda skemmtinn vinnu- félagi. Þau hjónin á Gróustöðum voru góðir nágrannar í þeim marg þættu viðskiptum sem sköpuðust milli nábýlis, og ríkti sá góði andi einnig hjá sonum þeirra meðan leiðirnar lágu saman. Og þótt fjarlægðin yrði og fundir okkar sjaldgæfir hefir vinarþel- ið, hlýleg ummæli og tryggð ekki fölskvast. Mannkostir Magnúsar, er hvar- vetna komu fram í starfi hans, veittu honum einnig hamingju- ríkt einkalíf. Magnús kvæntist Sigurborgu Árnadóttur frá Vogi á Mýrum, góðri konu, er bjó honum gott heimili þar sem hann naut hvíldar eftir erfiðar og oft langar ferðir um höf og lönd. Þeim varð ekki barna auðið en náin skyldmenni þeirra beggja nutu þar greiðvikni og hollra ráða. Nú ert þú horfinn æskuvinur minn, ásamt fleirum félögum frá um aldamótin. En bjart er yfir minningum frá þeim árum. Fyrir sjónum æskumannsins er bjart. Og á þroskaaldri okkar virtist vera að birta yfir í þjóðlífinu, ýmsar gamlar viðjar að bresta, ný verk- efni að bjóðast til úrlausnar ung- um, framgjörnum mönnum. Og það varð þín gæfa að finna verk- efnin og hagnýta tækifærin. Þá eitt tímabil er að baki kem- ur annað. Það er heilbrigð lifs- skoðun, Þú hefir lokið þessum áfanga, næsti að hefjast. Ég óska þér fararheilla í nafni jólabarns- ins í Betlehem. Guðbrandur Benediktsson. JÓLIN eru hátíð barnanna í Þýzkalandi eins og annars staðar og um fátt meira hugs að á jólaföstunni — fyrir ut- an sjálf jólin — en litlu jólin í skólanum og undirbúning þeirra. Þýzku krakkarnir á myndinni eru enn ekki komin í barnaskóla, en fóstrurnar á leikskólanum hafa hjálpað þeim við að setja á svið hinn sígilda jólaleik. Og það ber ekki á öðru en María mey lifi sig inn í hlutverkið þó lítil sé — og Jesúbarnið í jötunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.