Morgunblaðið - 26.02.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.02.1966, Blaðsíða 15
Laugardagur 26. febrúar 1966 MORGUNBLAÐIÐ 15 Oddgeir Kristjánsson tónskáld IWinningerorð STARF að ýmiskonar menning- armálum í íslenzkum bæjum hef- ur að jafnaði hvílt á herðum áhugamanna. Manna, er með þrotlausu starfi í áraraðir eða jafnvel tugi ára 'hafa glatt sam- borgara sína í dagsins önn, gefið lífi þeirra meira gildi og lífs- fyllingu. Manna, er að loknu dagsverki tóku til við hugðar- efni sín á sviði menningar og lista, miðluðu samborgurunum án minnstu kröfu um endur- gjald, þeirra var nóg, ef vel hafði til tekizt. Starf þessara áhugamanna í litlu samfélagi, þar sem aðstæður til menning- arstarfa eru ýmsum takmörkun- um háðar, verður seint metið sem skyldi. Einn þessara áhuga- manna var Oddgeir heitinn Kristjánsson. Oddgeir var fæddur hér í Vest mannaeyjum 16. nóvember 1911, og lézt 18. febrúar s.l. aðeins 54 óra að aldri. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Jónsson, trésmiður og Elín Oddsdóttir. Oddgeir ólst upp í fjölmenn- um systkinahópi. Byrjaði strax um fermingu að vinna fyrir sér við verzlunarstörf og var við þau störf um langt árabil. Starf- aði lengst af hjá tveim aðalverzl- unum í bænum, og vann sér traust bæði húsbænda sinna og viðskiptamannanna. Skömmu eft ir 1940 hættir hann verzlunar- störfum og verður forstjóri Bif- reiðastöðvar Vestmannaeyja. — Var hann við það starf í 14 ár, en tók þá við söng- og tónlistar- kennslu í barnaskóla Vestmanna eyja og vann við það til ævi- loka. Þetta er í fáum orðum hin almenna starfssaga Oddgeirs heitins Kristjánssonar, og þótt hún í fljótu bragði virðist ekki írábrugðin starfssögu margra annara, var 'hún þó um margt mjög til fyrirmyndar. Er þá fyrst, að Oddgeir heitinn var framúrskarandi samvizkusamur, mátti ekki vamm sitt vita í neinu og glaðværð hans og lip- urð komu oft að notum í eril- sömu starfi. Mun þess ekki sízt hafa gætt, er hann var forstjóri Bifreiðastöðvarinnar, t.d. á anna dögum vetrarvertíðarinnar. — Hjálpsemi hans og samúð með þeim er á einn eða annan hátt fóru halloka í lífinu var ríkur þáttur í skapgerð hans. Al-lt þetta gerði það að verkum að með starfi sínu og framkomu ávann Oddgeir sér virðingu samborg- aranna, ljúfur og góður dreng- Þau gaf hann fyrst og fremst Vestmannaeyingum. Þau verða sungin og spiluð um langa fram- tíð, þar sem Eyjamenn koma saman. Þau eru í vissum skiln- ingi hluti af Eyjum, hluti af lífi og starfi fólksins, enda samin oft á tíðum í tilefni af hátíðum og hátíðastundum Vestmannaey- inga. Oddgeir heitinn var gæfumað- ur í lífinu. Ein mesta gæfa hans var er hann gekk að eiga eftir- lifandi konu sína, Svövu Guð- jónsdóttur. Þau eignuðust 3 góð börn, 2 stúlkur og einn dreng, en urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa drenginn, mikinn efnis- pilt aðeins 9 ára að aldri. Þá sorg báru þau hjónin af mikilli karlmennsku. Samlíf þeirra hjóna var með slíkum ágætum að erfitt er að hugsa sér að það hefði getað verið betra. Minnist ég margra yndislegra stunda á heimili þessara góðu hjóna. Þar var gott að korna,, tíminn var fljótur að líða við músik og söng, skemmtilegt spjall eða við að koma saman gamanbrag. Og þegar ég að lokum kveð þig, kæri vinur, þá er gott að minast samvistanna við þig, allt frá þeim dögum er við vorum í foreldrahúsum, lékum okkur saman. Þú eldri og hafðir for- ystuna fyrir okkur strákunum, þá skeði nú ýmislegt skemmti- legt. Og árin líða, gönguferðir út um Eyjuna, þú tókst gítar- inn og sungið var við raust. Þetta var skemmtilegt líf. Og svo koma fullorðinsárin. Þá koma nýjar hliðar í ljós. Áhugi þinn á ljósmyndun og garðrækt gefur ótal tilefni til skemmtilegra og uppbyggjandi samræðna. Oddgeir Kristjánsson fæddist 16. nóvember 1911 á Garðsstöð- um í Vestmannaeyjum, sonur hjónanna Kristjáns Jónssonar trésmiðs, f. 13. marz 1883, en fað- ir Kristjáns var Jón bóndi og rennismiður Erlendsson á Arn- geirsstöðum í Fljótshlíð. Móðir Oddgeirs var fædd 27. janúar 1889, dóttir Odds bónda í Orms- okti í Fljótshlíð, fvarssonar. Föð- ursystir Maríu Jónsdóttur, móð- ur séra Sigurðar Einarssonar í Holti. Oddgeir Kristjánsson ólst upp í Vestmannaeyjum í stórum systkinahóp við margbreytiileg störf og aflaði sér eins mikillar menntunar eins og kostur var á og las ógrynni bóka um hin margbreytilegustu efni. Prentiðn stundaði Oddgeir 1924—-1925 og nám í trompet- leik hjá Hallgrími Þorstéinssyni í Reykjavík 1926—1928 og fiðlu- leik lærði Oddgeir hjá Þórarni Guðmundssyni 1931—1932. Tón- fræði lærði Oddgeir hjá dr. Róbert A. Ottóssyni 1944—1945. Að frumkvæði Brynjólfs heit- ins Sigfússonar kirkjuorganleik- ara í Vestmannaeyjum var Lúðrasveit Vestmannaeyja stofn uð 1904 og stjórnaði Brynjólfur lúðrasveitinni til 1916 en þá lagð ist lúðrasveitin niður um skeið. Árið 1918 flutti Helgi heitinn Helgason tónskáld til Vest-_ mannaeyja, þá nýkominn frá Kanada. Tók Helgi þá þegar við forystu og stjórn lúðrasveitar- innar og starfaði sveitin undir leiðsögn hans til 1921 en þá flutti Helgi til Reykjavíkur og andaðist þar ári síðar háaldrað- ur. Haustið 1924 var Lúðrasveit Vestmannaeyja endurvakin öðru sinni. Auðbjörn Emilsson ann- aiðst leiðsögn lúðrasveitarinnar fyrsta árið, en þá tók við Hall- grímur Þorsteinsson frá Reykja- ví'k og dvaldi hann í Eyjum í þrjú sumur og síðan Ragnar Benediktsson frá Mjóafirði í fjarveru Hallgríms. Árið 1925 byrjuðu þeir Odd- geir Kristjánsson og Hreggvið- ur Jónsson að leika í lúðrasveit- inni undir stjórn Hallgríms Þor- steinssonar og störfuðu þar til ársins 1932, en þá hætti sveitin störfum. Árið 1939 flutti Hreggviður Jónsson aftur til Vestmanna- eyja eftir nokkurra ára búsetu í Reykjavík, þar sem hann hafði starfað í lúðrasveitinni Svanur. Hófust þeir þá handa um endur- reisn lúðrasveitarinnar Oddgeir og Hreggviður og hefir lúðra- sveitin nú starfað óslitið í 27 ár. — ur. En þetta er aðeins önnur hlið- ln — hin er hið mikla og fórn- fúsa starf, er hann vann að tón- listarmálum þessa bæjar. Ber þar hæst, er hann 1939 tekur að sér hljómsveitarstjórn við Lúðrasveit Vestmannaeyja. Starf sveitarinnar hafði þá legið niðri um nokkurra ára skeið. Safnaði hann saman nokkrum yngri og eldri áhugamönnum. Markið var sett 'hátt, þetta skyldi verða góð hljómsveit og byggðarlaginu til 6Óma. Og það tókst. En það gekk ekki erfiðlaust. Kvöld eftir kvöld var setið við æfingar, útsetningu laga eða við ráðagerðir um hvernig mætti koma sveitinni yfir þá fjárhagslegu hjalla, er á veginum urðu. Enginn, sem nokk uð til þekkir í þessu efni, fer í grafgötur um það mikla starf, er hér hefur verið innt af hendi. Og allt þetta var látið í té að loknum venjulegum vinnudegi við erilsöm störf, og án nokk- urra launa. Og þegar litið er til baka, verður manni ef til vill hvað ljósast hvað þetta starf var í rauninni þýðingarmi'kið. Eða er í rauninni ekki erfitt að hugsa sér þjóðhátíðina án lúðrasveit- arinnar eða önnur manna- og gleðimót í byggðarlaginu. Starf Oddgeirs heitins í þágu lúðra- sveitarinnar var mikið og mun halda minningu hans á lofti um ókomin ár, en þó hygg ég að lögin hans muni þó vara lengst. Oddgeirs Kristjánssonar er sárt saknað í Eyjum. Þar er góð- ur drengur genginn. Eiginkonu, börnum, barnabörnum og ást- vinum sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur og bið þeim bless- unar. Bj. Guðm. t LÚÐRASVEIT Vestmannaeyja efndi til 'hljómleika í Landa- kirkju sunnudaginn 2. jan. s.l. Oddgeir Kristjánsson stjórnaði hljómsveitinni að vanda. Lúðra- sveit og áheyrendur voru í há- tíðaskapi og Landakirkja þétt- setin. Leikur Lúðrasveitarinnar var mjög góður og það kom glöggt fram sem áður var vitað að stjórnandi sveitarinnar var vanda sínum vaxinn. Síðasta lagið sem Lúðrasveit- in lék að þessu sinni var „Nú árið er liðið“. Þar kom það fram hversu Lúðrasveitin hlýddi vel skipunum stjórnanda tónsprot- ans. Lagið var leikið af þeirri snilld að lengra verður ekki komizt. Áheyrendur sátu kyrrir í sætum sínum eftir að leiknum var lokið, þeir fundu að þeir höfðu þarna upplifað innblásna stund. Oddgeir Kristjánsson hafði líka kvatt þarna sitt síðasta ár. Hann lézt í miðju starfi við kennslu 18. febrúar s.L Oddgeir Kristjánsson hefir all an þann tíma óslitið verið stjórn andi lúðrasveitarinnar en Hregg- viður Jónsson formaður. Frá Lúðrasveit Vestmanna- eyja er svo glöggt greint hér að störfin þar eru nátengd og sam- tvinnuð uppistöðunni í ævistarfi Oddgeirs, hljómsveitarstjórninni, tónsmíðum og kennslu í hljóð- færaleik. Margur gæti ætlað að stjórn lúðrasveitarinnar væri eitt, á- samt kennslu og þjálfun sveitar- innar, ærið starf. í lúðrasveit- inni munu á þessu 27 ára tíma- mili hafa starfað um lengri eða skemmri tíma fast að hundrað menn og nú eru í sveitinni milli tuttugu og þrjátíu, en þetta eru og hafa alla tíð verið ólaunuð tómstundastörf, en samtímis 'hefir Oddgeir stundað verzlunar- og skrifstofustörf, verið fram- kvæmdastjóri Bifreiðastöðvar Vestmannaeyja um langt árabil, annast allumfangsmikil umboðs- og erindrekastörf ,setið um lángt árabil í stjórn Sparisjóðsins, Byggðasafnsnefnd, svo nokkuð sé nefnt og einn af stofnendum og virkur þátttakandi í Tón- listarfélagi Vestmannaeyja. í nær þrjá áratugi hefir Lúðra- sveit Vestmannaeyja leikið í heimabyggð sinni, Vestmannaeyj um, á flestum mannamótum og verið svipmesti þátturinn í há- tiðum eins og t.d. Þjóðhátíð Vestmannaeyja og Sjómannadags hátíðahöldunum auk fjölmargs annars, en að auki hefir Lúðra- sveit Vestmannaeyja undir hljóm sveitarstjórn Oddgeirs Kristjáns- sonar borið hróður Eyjanna víða um land. Lúðrasveitin hefir leik- ið opinberlega í Reykjavík, Kefla vík, Hafnarfirði, ísafirði, Akur- eyri, Borgarnesi, Flateyri, Eski- firði, Reyðarfirði, Hallormsstað, Neskaupstað og víða um Rangár- valla- og Árnessýslur. Oddgeir Kristjánsson hefir verið afkastamakið og gott tón- skáld og hafa lög hans og tón- smíðar orðið vinsæl. Yfir þeim er þýður, hugljúfur blær sem ber í sér þýðleika og fegurð. Oddgeir er og verður tónsmiður fólksins í landinu. En þó er þess enn ógetið, sem skýrir hið mikla ævistarf Odd- geirs. Erfðir og meðfæddir hæfi- leikar eru að sjálfsögðu grund- völlur þess sem afrekað hefir verið, en Oddgeir hefir heldur ekki staðið einn í starfi. Oddgeir kvæntist 15. des. 1933, jafnöldru sinni, Svövu Guðjónsdóttur, fæddri 8. febrúar 1911. Svava hefir skapað amnni sínum það heimili, sem hefir orðið þeim hjónum það skjól, sem gott heimili getur bezt orðið. Þar hafa sannazt spakmælin að þar er eilíft sumar er samlyndið býr og sólskin í glugga hvert sem hann snýr. Umhverfi húss þeirra Svövu og Oddgeirs er fegursti og bezt hirti skrúðgarðurinn sem til er í Vestmannaeyjum. Oddgeir hóf kennslu í hljóð- færaleik við Gagnfræðaskóla 1 Vestmannaeyja 1948 og hefir verið fastráðinn kennari hjá gagnfræðaskólanum og barna- skóianum í Vestmannaeyjum frá árinu 1956 og unnið þar frábær störf. Oddgeir Kristjánsson var í æsku alin upp við kröpp kjör, eins og þá var almennt á landi hér, svo jafnvel jaðraði við skort og tók að starfa strax og kraftar leyfðu. Hann varð aldrei fjáður maður, sem kallað er, enda stóð hugur ‘hans ekki til söfmmar þeirra fjármuna sem mölur og ryð granda .En við fráfall sitt á tiltölulega ungum aldri hefir Oddgeir skilað bæjarfélagi sínu, landi og þjóð miklu og góðu dagsverki, án þess að hann hygði nokkru sinni á að fullheimta starfslaun að kveldi. Oddgeir Kristjánsson var með- almaður á hæð, fríður með bjart- an og hreinan svip og fastmót- aða skapgerð. Þrátt fyrir tak- markaðan veraldarauð þá var Oddgeir og kona hans alla ævi veitendur en aldrei þiggjendur í samskiptum sínum við samferða- fólkið og samborgarana. Er lát Oddgeirs fréttist um bæinn, þá setti menn hljóða, skyldir jafnt sem óskyldir fundu að þeir áttu mætum manni eftir að sjá og spurningarnar vökn- uðu ein af annarri: hvað verður nú um lúðrasveitina? Hvemig fer nú með söng- og hljóðfæra- kennslu í skólúnum í Vest- tmannaeyjum? Hvernig verður •skarð Oddgeirs fyllt? Þótt svona spurningar séu öðrum þræði eig- ingjamar, þá spegla þær glöggt það álit og traust sem Oddgeir naut hjá samborgurunum. Ár Oddgeirs Kristjánssónar eru liðin í aldanna skaut. Hann kvaddi samborgara sína í Landa- kirkju með hljómleikunum á sunnudaginn fyrstan í nýárinu, með þeim áhrifum að áheyrend- urnir urðu djúpt snortnir. í dag kveðja Vestmannaey- ingar Oddgeir Kristjánsson í Landa'kirkju snortnir af helgi kveðjustundarinnar með virð- ingu og þakklæti. Helgi Benediktsson. Jón Cuðjónsson Miiiningarorð ÞEGAR litið er yfir farinn veg, koma venjulega fram í hugann ýmsir samtíðarmenn og þá helzt þeir, sem með góðri viðkynn- ingu sinni í gegnum fjölda ára, 'hafa fest rætur í huga manns. Einn af þeim er hinn nýlega látni vinur minn, Jón Guðjóns- son múrarameistari, að Hagamel 6 hér í bænum. Hér verður ekki farið út í ættir eða uppvaxtarár þessa vinar míns, það hefir áður verið gert. Okkar viðkynning hófst er hann var með útgerð í Sandgerði, á árunum um og eftir 1919. Þarna Varu um fjörtíu karknenn á sama húslofti í fjórum herbergj- mn hver skipshöfn með sína ráðskonu, skipshafnirnar að miklu leyti siknu menn vertíð eftir vertíð og aldrei ósamkomu- lag sem minnisvert er. Jón Guðjónsson var þarna með sína skipshöfn og fylgdi land- mönnum sínum til verka ótrauð- ur og vinsæll af öllum. En það mun hafa verið fyrsta útgerðar- vertíð hans frá Sandgerði, að hann varð fyrir því óláni að bátur hans fórst með fimm mönnum, í suðaustan ofsaveðri í Miðnessjó. Þetta var nýr bát- ur og einn af hinuni stærri svo- kölluðu landróðrabátum, er frá Sandgerði gengu þá. Þetta mun hafa orðið Jóni þungt áfall, jafn góður drengur og hann var, en samt lagði hann ekki árar í bát við þetta óhapp, skaphöfn hans var ekki þannig gerð að gefast upp þótt á gæfi sjór. Hann eign- aðist annan bát og gerði út frá Sandgerði og að nokkru frá Reykjavík um fjölda vertíða. Sameignarmaður hans í útgerð- inni, mun mestan tímann hafa verið Þorgeir Pálsson útgerðar- maður í Reykjavík. í landlegum þarna var ýmis- legt haft til að eyða tímanum, sagðar sögur, farið í glímur og sitthvað fleira. Jón Guðjnósson var fyllilega með í að eitthvað væri gjört til að eyða tímanum þegar ekki var neitt aðkallandi viðvíkjandi útgerðarmálum. En þarna voru ekki bíó eða leik- hús. Það var því oft að menn söfnuðust saman til sögusagna í rökkrinu, en er ljós höfðu verið kveikt var unnið að veiðarfær- um. Þetta var ekki ólíkt og var í baðstofunum á Suðurnesjum í gamla daga, nema að ekki var mikið um að einn sæti í sögu- lestri, sem var venja á heimilum þarna. Jón Guðjónsson var einn ágæt asti maður í svona margmennu sambýli. Hann var ljúfmenni en þó ákveðinn og afgerandi. Hann gat hlegið dátt að léttri fyndni, grófar gamansögur var honum lítið um. Gott var að koma á heimili hans og þeirra systkina og foreldra hér í bænum, enda mun oft hafa verið gestkvæmt mjög þar, bæði af innan- og ut- anbæjarfólki. Undirritaður var þar hálfgerður heimagangur eft- ir að hafa flutzt til Reykjavíkur, þar til ég eignaðist stærri fleytu og stundaði þá sjó öll haust, sem og annan tíma ársins. Mað- ur finnur bezt hvers virði góðir vinir eru, þegar maður á erfitt að fá tímann til að líða. Því miður mættumst við ekki oft í seinni tíð. Hann var á kafi í byggingum og það stórhýsum innan um, en ég í útgerðar- og fiskverkunarmálum. En á síðustu vikunum, sem Jón lifði, fann ég hann þó nokkrum sinnum. Ég er þakk- látur fyrir þær stundir. Þar kynntist ég enn betur hversu sterk skaphöfn hans var. Það var ekki neitt líkt því að þarna væri maður, sem væri að ganga skeiðið á enda, og vissi það. Þó þjáður væri heilsaði hann manni með bros á vör, og með bros á vör kvaddi hann mann. Það var sem honum findist ekkert gera ti'l, hvað væri að gerast með sig, það væri allt 1 lagi. Enda var það, því að hann var um- vafinn ástúð og umhyggju systur sinnar og fóstursystkina fram til síðustu stundar. Það er lítill vafi að Jón Guðjónsson var einn af þeim mönniun, sem allir sakna, er einhver kynni hafa haft af honum. Blessuð sé minning hans. Sveinbj. Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.