Morgunblaðið - 03.05.1966, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.05.1966, Blaðsíða 30
so MORGU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 3. maí 1966 jr Jón Arnason prefaldur fslandsmeistari í badminton Fjölmennasla og skemmtilegu Islandsmóti lauk á sunnudag ISLANDSMÓTIÐ í badminton fór fram um helgina. Var það f jölmennasta Islandsmót til Ifaraldur Kornelíusson vakti sérstaka athygli í unglinga- flokki. Þar er mikið efni á ferð — og stór stjarna ef allt fer að vonum. þessa, m.a. með góðri þátttöku — þó ekki nægri — utan af landi og leikir mótsins voru margir hverjir mjög skemmtilegir. Margt manna fylgdist með leikj- um mótsins sem stóðu klukku- stundum saman á laugardag og sunnudag. Jón þrefaldur meistari. Frækilegastan sigur á þessu móti vann Jón Árnason TBR sem varð þrefaldur íslandsmeist ari — eða í eins mörgum flokk- um og mögulegt er fyrir hann að vinna. Jón keppti til úrslita við Ósk- ar Guðmundsson í einliðaleik karla. Fór Óskar vel af stað, komst í 8-3 í fyrri lotu, en þá náði Jón tökum og leiknum og -vann lotuna með 15-9. Skoraði Jón því 12-1 síðari hluta lotunn- ar. Lék Jón mjög snjallan leik. í síðari lotunni hafði Jón yfir burði og raunar meiri en úrslit lotunnar 15:11 gefa til kynna, því hann leyfði sér nokkrum sinnum vafasöm högg. En í öll- um leik hafði hann talsverða yfirburði og var vel að sigrin- um kominn. Skemmtilegasta keppnin. Tvíliðaleikur karla var skemmtilegasta keppni mótsins. Þar léku þeir saman Jón og Ósk- ar móti Láruéi Guðmundssyni og Karli Maack, sem báðir eru af æskuskeiði og teknir að þyngjast. En „gömlu“ mennirn- ir veittu harða keppni og sáust góð tilþrif á báða bóga. Úthald og kunnátta réði þó úrslitum, en þeir eldri áttu öllu samstilltari íslandsmeistararnir Óskar -Guð mundsson (t.v.) og Jón Arna- son, þrefaldur íslandsmeistari. Leikmenn Uruguays sem mæta í lokakepþninni um heimsmeistaratitilinn í knatt- spyrnu næsta ár hljóta 300 þúsund pesos (næstum 200 þús. ísl. kr.) í verðlaun ef þeir vinna heimsmeistaratitil- inn. Það er knattspyrnusam- band landsins sem kunngert hefur þetta. Sigurvegarar í tvíliðaleik kvenna: Lovísa Sigurðardóttir Hulda Guðmundsdóttir. — Mynir: Sveinn Þorm. leik sem par. Fyrri lotuna unnu Jón og Óskar með 15--11 en hina síðari með 18-15. Áhorfendur skemmtu sér vel og hvöttu sér- staklega vel hina eldri. Aðrir flokkar. í tvenndarkeppni sigruðu þau Lovísa Sigurðardóttir og Jón Árnason. í tvíliðaleik kvenna sigruðu Lovísa Sigurðardóttir og Hulda Guðmundsóttir. í 1. fl. karla báru þeir sigur úr býtum Sveinn Björnsson og Pétur Kristjánsson, sem þekktur er úr sundinu. Skemmtileg var keppni ungl- inga og vakti sérstaka athygli Haraldur Kornelíusson. Sigraði hann í einliðaleik unglinga og tvíliðaleik þá ásamt Finnbirni Finnbjörnssyni. Litla bikarkeppnin: Hafnfirðingar sigruðu KefS- víkinga með 2 gegn 1 10 ára FYFIR 10 árum tók FH við íslandsbikar í meistaraflokki karla í handknattleik. Meðal liðsmanna þá voru þeir sem þér eru á myndinni f.v. Einar Sigurðsson, Hjalti Einarsson, Birgir Björnsson og Ragnar Jónsson. Marg oft siðan hafa þeir tekið við bikarnum og það verðskuldað ævinlega. Nú afmæli 10 árum síðar veita þeir hon- um enn viðtöku. Þetta er skemmtilegt afmæli og næsta sjaldgæft í ísl. iþróttum. En marga aðra dáð hafa þeir drýgt á þessum ára- tug og ekki eiga þeir siztan þáttinn í mörgum góðum sigr um og ágætum árangri ísl. landsliðsins á þessu tímabili. ANNAR af tveim fyrstu knattspyrnuleikjum sumarsins fór fram á malarvellinum í Keflavík á sunnudag, er ÍBK og ÍBH mættust í fyrri umferð hinnar árlegu Litlu-bikar- keppni. Úrhellisrigning hafði verið all an daginn og völlurinn því blautur og þungur, enda nokkr- ir vatnspollar, einkum framan við mörkin. Það má því segja með nokkr- um rétti, að völlurinn hafi ver- ið sá aðili, er mestu réði um gang þessa leiks. Bæði liðin voru nokkuð þung og svifasein, eins oft vill sjást í fyrstu leikjum á vorin. Mikið var um tilgangs- lausar langspyrnur og gjafir til mótherja, en þó virtust Hafn- firðingar gera sér meira far um að leita uppi samherja með gjafir sínar. Jón Jóhannsson skoraði fyrir Keflavík í fyrri hálfleik, er hann fékk skallað köttinn yfir Karl markvörð Hafnfirðinga, en Kari var vel staðsetur og hefði haft hönd á knettinum ef hann hefði ekki runnið í svaðinu og hrasað í markinu. Bergþór Jónsson jafnaði fyrir Hafnarfjörð um miðjan siðari hálfleik eftir nokkur mistök hjá vörn Keflavíkur. Sigurmarkið fyrir Hafnarfjörð skoraði Ólafur Valgeirsson um 5 min. fyrir leikslok, með langri jarðarspyrnu, en Kjartan mun hafa runnið til í bleytunni og missti af knettinum ,sem rann í markið. Vörnin hjá Keflvík- ingum var ákaflega opin í þess- um leik og sóknarliðum gekk illa að ná saman. Saknaði mað- ur úr liði Keflavíkur ýmissa af þeirra sterkustu leikmönnum frá fyrra ári, svo sem Högna Gunnlaugs, Karls Hermannsson- ar, Rúnars, Guðna og Sigurvins. Aftur á móti léku nú með lið- inu þeir Jón Jóhannsson og Magnús Torfason, sem báðir voru frá vegna meiðsla i fyrra. AKURNESINGAR unnu Breiða- blik í Kópavogi í leik í Litlu bikarkeppninni á sunnudaginn, en tveir fyrstu leikir hennar voru tveir fyrstu knattspyrnm- leikirnir á sumrinu hér á landi. Úrslitin urðu 8 gegn 2. Akurnesingar áttu mun meir í leiknum en tókst ekki þrátt fyrir ýmis tækifæri að skora fyrr en um 10 mín voru til hálfleiks, en þá var eins og tappi væri tek- inn úr flóðloku því í hálfleik stóð 5—0. Skoraði Björn Lárus- son tvö marka Akurnesinga með þrumuskotum í stöng og í netið. Var hann bezti leikmaður Skaga- manna. Eitt markanna var siálfs- mark. Hafnfirðingar geta verið á- nægðir með sigur sinn í þessum leik. Leikmenn sýndu oft góða viðleitni til að nota samherj- ana og þeir voru einatt fljótari á knöttinn heldur en Keflvík- ingar. jRúnar Björnsson mið- vörður ÍBH átti oftast í fullu tré við Jón Jóhannsson og var sterkasti varnarleikmaðurinn á vellinum. Dómari var Einar Hjartarson og skilaði hlutverki sínu vel. BÞ. I síðari hálfleik skoruðu Breiðabliksmenn fyrst, síðan Ak- urnesingar þá Breiðabliksmenn en undir lokin skoruðu Skaga- menn tvívegis. Leikurinn var heldur slakur og þrátt fyrir að Akurnesingar eru með marga sína „gömlu og reyndu“ menn t.d. Rikarð og Þórð Jónsson sem aftur er kom- inn á vinstri kant og mjög sprett- harður enn þá náði liðið ekki föstum tökum á leiknum ef á heildina er litið. En þess ber að geta að iiðið verður heldur ekki dæmt eða neitt ráðið um getu þess af þessum leik við Breiða- blik. Akranes vann 8:2 — / Kópavogi á sunnudag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.