Morgunblaðið - 11.08.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.08.1966, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FimmfucTagur 11. ágúst 1966 Viðræður um stofnun síldar- sölusamlags Frá aðalfundi Félags síldarsaltenda á SuÖvesturlandi MIÐVIKUPAGINN 3. ágúst sl. var haldinn í Reykjavík aðal- fundur Félags síldarsaltenda á Suðvesturlandi. Félagssvæðið nær frá Vestmannaeyjum til Vestfjarða. og eru meðlimir þess síldarsaltendur á þessu svæði.^— Fundarstjóri var Sigurður Ág- ústsson, útgerðarmaður í Stykk- ishólmi og fundarritari Gunnar I. Hafsteinsson lögfræðingur. Formaðurinn, Jón Árnason, framkværrdastjóri á Akranesi flutti skýrslu stjórnar félagsins fyrir sl. starfsár. Segði hann að vegna afiabrests hefði síldarsölt un verið minni á starfsárinu en nokkru sinni áður frá því að fé- lagið tók til starfa. Söltunin . hefði minnkað á þrem undan- íörnum áium úr tæpum 140.000 tunnum í 36.000 tunnur. Ræddi hann um nauðsyn þess að síldar- leit og síldarrannsóknir, við Suð ur- og Vesturland yrðu stóraukn ar. Einnig væri nauðsynlegt að auka flutninga á fersksíld til söltunar frá fjarlægum miðum. Nokkuð hefði verið flutt af síld til Suðvesturlands ásíðustu ver- tíð frá Austurdjúpi og hefði sölt un á þeirri síld tekizt mjög vel. Þá skýrði Jón frá því, að fé- laginu hefðu bori/.t óskir frá Fé- lagi síldarsaitenda á Norður- og Austurlandi um viðræður varð- andi möguleika á stofnun heild- arsölusamtaka allra síldarsalt- enda á landinu. Gat formaður þess, að stjórn féiagsins myndi leggja fram tiilögur varðandi þessi mál og er þeirra getið hér á eftir. f sambandi við tillögu saltenda á Norður- og Austur- landi um stofnun sölusamlags kvaðst Jcn vilja taka það sér- ~ staklega fram að síldarsaltend- ur á Suður- og Vesturlandi væru ánægðir með störf Síldarútvegs- nefndar og skrifstofu hennar, en stjórn félagsins teldi þó rétt að verða við beiðni Félags síldar- saltenda á Norður- og Austur- landi um viðræður um mögu- Ieika á stofnun heiidarsölusam- taka síldarsaltenda, enda væri stjórnin beirra skoðunar að eðli- legast sé að jafnaði, að samtök framleiðenda annist sjálf sölu viðkomandi sjévarafurða. Að ósk félagsstjórnar flutti Gunnar Flóvenz framkvæmda- stjóri S’ldarútvegsnefndar í Reykjavík, erindi um markaðs- mál saltsíldar o. fl. Sagði hann, að enn væri of snemmt að spá nokkru um söluhorfur á Suður- landssíld á komandi vertíð. — Markaðirnir á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum vildu einungis kaupa mjög stóra síld eða stærri síld en undanfarið hefði veiðzt við Suðurland. Austur-Evrópu- — Náði bátnum Framhald af bls. 28 vikur, en tók hann upp að síð- unni er inn í höfnina kom. Reynir var á leið frá Reykja- mlr na út á miðin á draenóta- þjóðir hefðu stóraukið eigin salt síldarframleiðslu á undanförnum árum og væru sumar þeirra farn ar að flytja út saltaða síld. Þó hefði til þessa tekizt að selja töluvert magn til þessarra landa í gegnum vöruskiptaverzlunina. Sölumöguieikarnir til V-Þýzka- lands, Beneluxlanda og Frakk- lands færu að verulegu leyti eft ir því, hvernig síldveiðarnar í Norðursjó og Pkagerak gengu, en aðal sö.) unartímabilið á þessu svæði væri fyrir nokkru hafið og stæði yfir fram undir áramót. Gunnar gat þess, að síldarsölt- un Hollendinga væri meiri nú en á sama tíma í fyrra. Því næst skýrði Gunnar frá því, að Síldarútvegsnefnd hefði nýlega fengið skýrslu frá Jakobi Jakobs syni fiskifræðingi, um ástand sunnlenzka síldarstofnsins og veiðihorfur. Segði þar, að rann- sóknir bentu eindregið til þess, að um verulega rýrnun stofns- ins hafi verið að ræða á undan- förnum árum. Helztu orsakir þessarrar rýrnunar teldi Jakob vöntun sterkra árganga svo og stóraukna sókn í hina yngri og uppvaxandi síld. Nokkrar vonir væru þó bundnar við árgangana frá 1961 og 1962, en Jakob teldi vafasamt, að þeir árgangar haldi verulegum styrkleika, unz þeir hafa náð þeim aldri og stærð, sem síld hæf til söltunar verð- ur að hafa. Eftirfarandi tillögur félags- stjórnar voru ræddar á fundinum og samþykktar: „Aðalfundur Félags síldarsalt- enda á Suðvesturlandi beinir þeim eindregnu tilmælum til sjávarútvegsmálaráðherra að hlutazt verði til um að skipuleg síldarleit og rannsóknir hefjist nú þegar á íslenzka síldarstofn- inum (Suðurlandssíldinni) á svip aðan hátt og gert hefir verið að því er norsk-íslenzka síldarstofn inn varðar. Fundurinn bendir á, að hrá- efnisskortur hafi síðustu árin valdið söltunarstöðvun á Suður- og Vesturlandi sívaxandi erfið- leikum. Engar eða sáralitlar at- huganir hafa verjð gerðar á því, hvort síld sé að finna í hafinu vestur og suðvestur af landinu, enda hefir lítið verið um skipu- lagða síldarleit fyrir Suður- og Vesturlandi síðustu árin. Aðalfundurinn bendir í þessu sambandi á þá góðu raun sem síldarleit fyrir Norður- og Aust- urlandi undir stjórn Jakobs Jakobssonar fiskifræðings hefir gefið á undanförnum árum og ekki sízt nú í ár; er tekizt hefir að veiða mikið síldarmagn, þótt veiðar er óhappið var. Skipstjóri á Reyni er ívar Nikulásson. Skip herra á Óðni taldi að ef ekki hefði tekizt að ná bátnum strax á flot hefði hann molnað niður á flösinni í vaxandi norðaustan- átt, svo sem fleiri skip hafa eert. sem barna hafa lent. engrar síldar hafi orðið vart neins staðar ná’ægt ströndinni. Fundurinn leggur áherzlu á að skipulögð síidarleit fyrir Suður- og Vesturlandi og rannsókn á sunnlenzka síldarstofninum megi ekki verða til þess að draga úr síldarlelt né síldarrannsókn- um fyrir Norður- og Austur- landi. Felur fundurinn stjórn Félags síldarsaltenda á Suðvesturlandi að fylgja þessu máli eftir“. „Félag síldarsaltenda á Norð- ur- og Austurlandi hefir óskað eftir viðræðum við Félag síldar- saltenda á Suður- og Vestur- landi varðandi möguleika á stofn un heildarsöiusamtaka síldarsalt enda, er taki til starfa á næsta ári og annist sölu og útflutning á allri saltsíidarframleiðslu lands- manna. Með tilvísun til þessa, samþykk ir aðalfundur Félags síldarsalt- enda á Suðvesturlandi að lýsa því yfir, að þrátt fyrir gott sam- starf sem félagið hefur á undan- förnum árum haft við Síldarút- vegsnefnd, og skrifstofu hennar, um verkun og sölu afurðanna, er það álit féiagsmanna, að eðlileg- ast sé að jafnaði að samtök fram leiðenda annist sölu á útflutning sjávarafurða og samþykkir fund urinn þvi, að verða við þeim tilmælum Félags síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi að hefja viðræður um málið. Felur fundurinn stiórn félagsins að annast þær viðræður og leggja síðan niðurstöður þeirra fyrir fé iagsfund". „Aðalfundur Félags síldarsalt- enda á Suðvesturlandi haldinn í Reykjavík, 3, ágúst 1966, sam- þykkir — að gefnu tilefni — að skora á viðkomandi stjórnar- völd að halda óbreyttu verzlun arfyrirkoinulagi við hin svoköll uðu jafnvirðiskaupalönd. Þar sem fundurinn lítur svo á, að verði horfið að frjálsum gjald- eyrisviðskiplum við þessi lönd, muni okkur ganga mjög illa að selja þeim þær vörutegundir, sem okkur er mest þörf fyrir að selja til þeirra, en það eru síldar- og fiskafurðir saltaðar og fryst- ar. Fundurinn mælir því eindreg- ið með því, að í þeim samning- um, sem gerðir kunna að verða á næstunni við þessi lönd, verði haldið óbreyttu því fyrirkomu- lagi sem nú er“. í fundarlok var kjörinn stjórn og varastjórn svo og fulltrúaráð og endurskoðendur. í aðalstjórn voru kjörnir þessir menn: Jón Árnason, Akranesi form.; Ólafur Jónsson, Sandgerði, vara form. og meðstjórnendur þeir Guðsteinn Einarsson, Grindavík Beinteinn Bjam.ason, Hafnarfirði og Margeir Jönsson, Keflavík. (Frétt frá Félagi síldar- saltenda á Suðvesturlandi) — Abba Eban Framhald af bls. 2 að vera til. Sagan hefði sannað hið gagnstæða og því hefðu þjóðir heims skipað sér í fylk- ingar sem bandalög eins og Nato, Varsjárbandalagið og Seato bera gleggzt vitni. Stór- þjóðirnar væru á marga lund háðar hinum smáu. Hið sama gilti á efnahagssvið inu. Þjóðir væru nú í óða önn að mynda með sér bandalög, felldu niður tolla og almenningi yrði frjálst að vinna innan hvaða bandalagsríkis sem er. Hin mikla bylting, sem hefði orðið við það, er hin nýfrjálsu ríki heimtu sjálfstæði sitt hefði ékki komið af stað efnahags- legu róti. Han kvað ávallt verða til menn, sem litu á sjálfa sig sem föðurlandsvini, en náungann, sem þröngsýnan þjóðernissinna, en athyglisvert væri, hve menn Varðskipið Óðinn með Reyni á síðunni í Keflavíkurhöfn. (Ljósm. Heimir Stígsson) Hinn nýi föstuhökull NÝR fjólublár föstuhökull hefur verið gefinn Skeggja- staðakirkju í Bakkafirði í Norður-Múlasýslu. Það er Unnur Ólafsdóttir, sem hefur gert hann að alkunnri smekk visi og listfengi. Við komum í gær á hið fallega og sérstæða heimili frú Unnar að Dyngjuvegi 4 hér í borg, og hittum lista- konuna að máli. „Hvað langan tíma tekur að gera svona hökul? Þeirri spurningu get ég ekki svar- að“, segir frú Unnur. „Verkið er unnið, þegar andinn kem- ur yfir mig til að vinna, og verður tæpast unnið öðruvísi. Annars höfum við Ásdís Jakobsdóttir Björnssonar lög- regluvarðstjóra, unnið að þessum hökli saman, en hún er ákaflega listfeng stúlka, sem hjálpað hefur mér mik- ið á undanförnum árum. Ég lauk við þennan hökul í gær, og á morgun verður hann sendur austur að Skeggjastöðum. Þetta er fjólublár föstuhökull, og á baki hans eru svartir geislar, silfurbryddir með ekta silfur þræði. Á lengsta geislanum, þeim sem niður snýr, er inn greyptur kross úr ekta gulli, og á hann eru greyptir 7 glerhallar úr Glerhallarvík, sem þar var safnað fyrir 16 árum á páskadagsmorgni. Hökull þessi er gefinn Skeggjastaðakirkju af frú Önnu Halldórsdóttur, Efsta- sundi 9 í Reykjavík og bræðr um hennar Birni, Kristjáni og Guðna til minningar um foreldra þeirra, Halldór Kristjánsson f. 1665, d. 1928, og konu hans, Sigríði Guð- mundsdóttur, f. 1867, d. 1952. Frú Áslaug Zoega hefur ofið klæðið í hann. Á framhlið hökulsins eru stafirnir I H S, fangamark Krists. Presturinn á Skeggjastöð- um, séra Sigmar Torfason, hefur sagt mér, að Skeggja- staðakirkja sé yfir 100 ára gömul, og mjög falleg kirkja“. Lengur töfðum við ekki frú Unni að sinni, en mynd- ina af höklinum tók ljósm. Mbl. Sveinn Þormóðsson. — Fr. S. legðu mikla áherzlu á að lifa I fullvalda ríkjum. Þótt t.d. S- Ameríkuríkin starfi saman á al- þjóða vettvangi og þær töluðu margar hverjar sama tungumál og hefðu sömu trú, vildu þær ekki sameinast. Um þetta mætti segja eins og Bernard Shaw sagði um Bandaríkin og Bret- land forðum, að hið eina, sem aðskilur þessar þjóðir er hið sameiginlega tungumál þeirra. Abba Eban kvað smáríkin oft hafa lagt mikið af mörkum í meningarsamskiptum þjóðanna, þar kæmi fjölmennið að engu haldi heldur væri það þekking- in og andi einstaklingsins, sem allt ylti á. Á gullaldartímabili sínu hefðu t.d. Grikkir, sem þá voru um 100 þús. getið af sér fjölda heimspekinga og hugsuða á einungis einni öld, menn, sem enn lifi á spjöldum sögunnar. Það hefðu verið Gyðingar og Grikkir, smáþjóðir, sem lagt hefðu grundvöll að því þjóð- skipulagi, sem við þekkjum bezt í dag, sagði Abba Eban að lokum. í gærkvöldi sat Abba Eban og frú kvöldverðarboð Emils Jóns- sonar, utanríkisráðherra og frú- ar hans í ráðherrabústaðnum. Auk heiðursgestanna og gest- gjafa voru þar eftirtaldir gestir: dr. Gylfi Þ. Gíslason, frú B.O. Kronemann, Arthur Loure, frú. Ólöf Bjarnadóttir, Geir Hall- grímsson, frú Björg Ásgeirsdótí- ir, Sigurgeir Sigurjónsson, frú I. Rager, Hörður Bjarnason, frú Álfheiður Guðmundsdóttir, E. Shimoni, frú Sigríður M. Kjar- an, Birgir Finnsson, frú A. Loure, Tor Myklebost, frú Eva Jónsdóttir, J. K. Penfield, frú Guðrún Vilmundardóttir, Natan Bar-Yaacov, frú Arndís Árna- dóttir, Gizur Bergsteinsson, frú Erna Finnsdóttir, Sigurjón Sig- urðsson, frú Katla Pálsdóttir, Páll Ásgeir Tryggvason, Izhak Rager, séra Emil Björnsson, frú Regína Sigurjónsdóttir, Agnar Kl. Jónsson, frú Ágústa Thors, B. O. Kronemann, frú Dagmar Lúðvíksdóttir, Ingólfur Jónsson og frú J. K. Penfield. Á borðum var kjötsveppasúpa, soðin og steikt skarkolaflök með rækjum og hollands-sósu, steikt ur lambshryggur með aspas, brúnuðum kartöflum og græn- salati. Á eftir var diplómatbúð- ingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.