Morgunblaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 17
Föstudagur 16. sept. 1966 MORCUNBLAÐIÐ 17 iíkkista Pourquoi pus? FYRIR réttum þrjátiu árum eða 16/9 1936 gerðist einhver sá harmþrungnasti atburður er f r a n s k a hafrannsóknarskipið Pourquoi pas? fórst við Mýrar. En það er einhver stærsta skips- líkkista hér við land. Og með þessu glæsta skipi fórust 39 menn. Aðeins einum auðnaðist að ná landi. Á þessu skipi var samvalið úrvalslið og foringi þeirra hinn heimsfrægi mann- vinur og vísindamaður, doktor Charcot, sem löngu var orðinn heimsfrægur fyrir vísindalegar rannsóknir um höf og lönd. Hann var líka dáður víðar en í sínu heimalandi. Og það sýndi sig einna bezt við hina virðulegu útför, sem fór fram hér frá Landakotskirkju. Og líkfylgdin sem fylgdi þessum hetjum til skips, hún er sú langstærsta sem hér hefur sézt. Þar voru ræðis- menn og sendiherrar frá flestum löndum heims og franska þjóðin sýndi þessum hetjum þá virðingu að senda sitt stærsta herskip með flutningaskipinu. Og að sjálfsögðu hefur virðingarathöfn- in endurtekið sig þegar til Frakk lands kom. Já, það var sorgleg sjón að sjá 22 lík liggja hlið við hlið í brekkunni í Straumfirði, og þó var enn sorglegra að sjá þann einá, sem af komst verða að skýra ræðismanni Frakka frá nöfnum og stöðu þeirra. Það var svo sorglegt að sjá þennan mann gráta eins og barn. En var það nokkur furða, var hann ekki bú- inn að starfa með þessum mönn- um í hálft annað ár og lifa súrt og sætt með þeim? Það þarf áreiðanlega sterkar taugar til þess. Yfir þessum 22 líkum hvíldi friður og ró og ekki að sjá að dauðastríðið hafi verið þeim erf- itt. Þeir hafa tekið þessu með ró eins og hetjur, og það hafa þeir verið líka. Þegar ég rifja upp þessar löngu liðnu endurminningar, þá er ým- islegt, sem kemur í huga minn, en sem ekki er rúm eða tími til En skömmu síðar-kom hann og þá hjápuðumst við að koma franska sjómanninum heim þar sem fósturmóðir mín, Þórdís Jónasdóttir, tók við honum og hjúkraði. Ég þakka það forsjálni fóstra míns að þessi maður komst af, því hefðum við nú báðir farið til að færa fleyturnar, þá því að eins og hann var á sig kominn voru engin líkindi til að hann hefði bjargað sér í þessum voða- sjó og stórgrýtis klettaurð, og þá biðu hans sömu örlög og félaga hans. En um mig er það að segja, að kannski hafi ég boðið heilsu minni byrginn, en ég vildi ekki gefa ægi herfang sitt fyrr en í fulla hnefana. En að veikindi mín, sem ég hef átt við að stríða nú síðastliðin 16 ár séu eitthvað í sambandi við þetta, það getur verið. Ég var nú unglingur, að- eins 18 ára, og að verða að beita kannski meira afli en raunveru- lega var fyrir, það er víst ekki gott. Svo er þessi minning fast grópuð í huga minn að aldrei fer ég svo þarna um að það setji ekki að mér ónotahroll að minn- ast þess að þarna átti ég hildar- leik við dauðann, ekki fyrir mig einan, heldur fyrir okkur báða. Já, svona eru forlögin, að gefa einum líf en svipta 39 manns lífi. Þennan hluta af slysinu hefi ég ekki lengri, en aðdragandann að því ætla ég að taka fyrir næst. Felgð Pourquoi pas? Hér ætla ég að skýra frá til- drögum þess að skip þetta skyldi lenda upp á Mýrarskerjum. Þann 15/9 1936 lagði hin glæsta þrí- mastraða skúta frá Reykjavík í svo mildu veðri að það blakti ekki hár á höfði. Það skreið út úr höfninni á eigin vélarafli, en skipið hafði litla hjálparvél sem var um 100 hestöfl, en það þætti lítið nú til dags fyrir 400 tonna skip. En seglin voru það eina sem þeir treystu á. Leiðin sóttist fljótt, en þegar þeir voru komnir að Garðskaga var komið sunnan stórviðri svo hin létta vél vann ekki á móti. Tóku þeir það ráð að snúa aftur til Reykjavíkur og freista þess að ná höfn, þar eð veðrið óx svoleiðis, að á fáum mínútum var komið fárviðri, sæ- rokið svo mikið og myrkur að nóttu og þar að auki kafasslitr- ingur svo landsýn var engin. En samt sigldu þeir um flóann og vonuðust eftir því að sjá bjarma af Gróttuvita, en sú von brást. En reyndar þótti þeim sigl- ingin orðin nokkuð löng. En þá sjá þeir vita blússa eitthvað tvisvar til þrisvar sinnum og töldu það vera Gróttu og nú var beygt inn, en rétt á eftir tekur skipið niðri, en það var ekki nema einu sinni og nú eru þeir orðnir ramvilltir því í þessu skilja þeir ekki, og nú fara seglin að rifna o gekki hægt að athafna sig, vélin stöðvuð og skipið rak undan veðri þangað til það steyt- ir á öðru skeri, og það svo hart að nú kemur á það gat, en þá losna þeir og í því rofar eitt- hvað til og þeir sjá brimskaflana allt í kring og einnig sjá þeir til lands og þá fyrirskipar skip- stjóri að ankeri sé varpað en skipið rýkur keðjuna á enda og þar tók það að sökkva og þar er hin vota gröf Pourquoi pas? Hér verða allir að bjarga sér, líf- belti eru spennt á sig og björg- unarbátar eru látnir síga, en þeir fara í mask um leið og þá eru ekki önnur úrræði en kasta sér í sjóinn og láta auðnu ráða, en mannvinurinn Charchot man eft- ir vini sínum, sem var í búri niður undir þiljum. Það mátti til að bjarga honum. Það var grá- mávur sem gerðist félagi þeirra um sumarið í búri á þilfari þessu gaf hann frelsi áður en hann fór nokkuð að hugsa um sinn hag. Hér endar reyndar þessi harm- lega lýsing, en mig langar til að bæta við smá athugasemd frá mér, í fyrsta lagi það, að hefðu þeir aldrei varpað ankeri eru mikil líkindi fyrir að skipið hefði rekið upp í rennisléttan sand og þá allir bjargast, því þetta var síðasta skerið á leiðinni í land. Og svo langar mig til að birta nöfn þeirra sem komu mest við sögu hér og margt af þessu fólki sýndi mikla fórnfýsi bæði við leit að líkum og að reyna að bjarga því verðmæti, sem rak á fjörur, sem margt var orðið mikið skemmt og sumt ónýtt. Þetta fólk flest hefur alveg hulizt í skugg- anum. Það er aðeins eitt nafn Pourquoi pas? i Reykjavíkurhöfn. Kristján Þórólfsson sem mest hefur borið á þegar skráð hefur verið eitthvað um þetta strand, og það ar mitt nafn, en ég var aðeins hlekkur í þess- ari viðburðakeðju. Hér birti ég nöfnin: Straumfirði, Guðjón Sigurðs- son, bóndi, Þórdís Jónasdóttir, Kristján Þórólfsson og Sigríður Þorsteinsdóttir. Yogalækur, Gísli Þorkelsson, bóndi, Gunnar Jóns- son. Hofsstaðir, Ingibjörg Frið- geirsdóttir, húsfrú. Álftanes, Har aldur Bjarnarson, bóndi, Guð- mundur Stefánsson, Sveinn Sveinsson, Geir Þorleifssón. Þetta fólk stóð hétjuvörð að reyna að bjarga og hlúa að. Og svo að endingu frá hetjudáð, sem björgunarsveitin á Akranesi sýndi með þvi að brjótast í gegn um brimgarðinn inn á Straum- fjörð, og það á léttum mótorbát. Því miður er mér ókunn nöfn þeirra, aðeins veit ég nafn á for manni þeim, sem stýrði þessari litlu skel í gegnum brimgarðinn, og sýndi þar leikni og kunnáttu. Hann heitir Þórður Sigurðsson, aflamaður og harðsnúinn við öldurót hafsins. Og þetta að lok- um: Eflum Slysavarnarfélag ís- lands, allir eitt, hjálpum þeim, sem í sjávarháska eru. Guð blessi starf sjómannsins. Kristján Þórólfsson frá Straumfirði. Gonidee — sá eini sem af komst — og Kristján Þórólfsson, er bjargaði honum. að færa í letur. En þó er það sem ég hef alltaf efst í huga og þakka mínum Guði fyrir þann styrk er hann veitti mér við að bjarga þessum eina manni sem af komst úr heljargreipum hafsins og það af hreinni tilviljun, því þó ég sé engin hetja, þá var það eitthvert yfirnáttúrlegt afl sem dró mig fram á fremstu nöf á klettinum sem maður kom að. En reyndar varð það mér að falli, því hol- skeflan hreif mig niður, en um leið náði ég tökum á honum og þeim sleppti ég ekki. Brimsogið bar okkur með ægikrafti, enn í botn á gjánni. En hvað það var, sem hélt hlífiskildi yfir okkur, að við skyldum ekki steinrotast, það er mér óskiljanlegt. Og á út- soginu var eina vonin að ná hangfestu og það tókst mér og þar hengum við þangað til fjar- aði undan okkur. En þá var ég svo þrekaður að ég varð að beita mig hörku til að forða okkur frá næsta ólagi og það tókst. Þarna var ég einn, því fósturfaðir minn fór til að færa bát, ef það gæti komið eitthvað að liði. En þarna er fjarska mikið útfiri, svo það varð að færa báta eftir útfallinu. Fjölbreytt og aukin starfsemi sinfóníuhljómsveitarinnar í vetur Heimsþekktir listamenn taka þátt í tónleikum STARFSEMI Sinfóníuhljóm- sveitar íslands verður aukin í vetur. Aðaltónleikaflokknum, 16 tónleikum verður huldið áfram, en bætt við 6 sunnudagstón- leikum „af léttara tagi“ og nýj- um flokki kammertónleika og fjölgað skólatónleikum í 12 og þeim skipt í tvo aldursflokka áheyrenda. Alls verður tónleik- unum skift í finim flokka sam- kvæmt tilgangi þeirra. I A-flokki verða hinir reglu- legu ásk' ;itartón]eikar annað hvert fimmtudagskvöld. í B- flokki verða sunnudagstónleikar með ýmsu aðgengilegu efni við flestra hæfi. Sérstokt nýnæmi verður C-flokkur tónleika, en þar verða flutt verk, sem eru of fámenn fyrir reglulega áskrift- artónleika, en of fjólmenn fyrir venjulega kammertónleika. Auk þessa verða tveir serstakir fiokk- ar fyrir sko'afólk, barnatónleik- ar og tónteikar fyrir nemendur æðri skola. Aðalstjómandi hljómsveitar- innar verður Bohdan Wodiczko, en auk has:s munu þeir Páll P. Pálsson, Ragnar Björnsson og Dr. Róbert A. Ottósson sjá um hluta hins umfangsmikla vetrar- starfs, ásamt þremur erlendum gestastjórnendum. Bohdan Wodiczko sagði á fundi með fréttamönnum i gær, að hinir nvju sunnudagstónleik- ar sinfóníuhljómsveitarinnar gæfu ungu fólki, sem ekki hefði áður kynnst klassiskri músik, ágætt tækifæri til þess að hlusta á létt verk gamalla og ungra meistara eins og t. d. Bach, Strauss, Gershwin, Dvorak og Ravel, og fa þanmg nasasjón af því, sem sígild tónlist hefur upp á að bjóða fyiir fólk á öllum eldri. Þá verða einnig haldnir skólatónleikar íynr ungt fólk á aldrinum 6 fil 12 ára, og 16—21 árs. í síðarnefnda aldursflokkn- um verður lögð áherzla á að kynna tónveik frá hinum ýmsu tímabilum tóniistarsögunnar, allt frá barokktímabilinu til vin- sællar núcíma tónlistar. Á síð- ustu hljómieikunum í þessum aldursflokki verða og leikin gömul og ný íslenzk tónveHj? Fjöldi i:\niendra og erlendra einsöngvara og einleikara munu Framhald á bls 23. Utvarpsstjori, Vilhjalmur Þ. Gíslason, ásamt Bohdan Woðiczko, aðalstjórnanda sinfóníuhljóms veitarinnar. Bohdan er nú að hefja þriðja starfsár sitt með hljómsveitinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.