Morgunblaðið - 08.10.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.10.1966, Blaðsíða 21
Laugardagtir 8. október 1968 MORCUNBLAÐIÐ 21 Eliníus Jónsson frá Ölafsvík FYRSTA október síðastliðinn andaðist að Hrafnistu Eliníus Jónsson 88 áa að aldri. Eliníus var fæddur 6. apríl 1878 í Borgarholti í Miklaholtshreppi í Hnappadalssýslu. Foreldrar hans voru: Jón Jónsson bóndi og hreppstjóri í Borgarholti og Þuríður Þorsteinsdóttir. Eliníus ólst upp í Borgarholti hjá föður sínum og stjúpu Kristínu Péturs- dóttur ásamt stórum hópi systlf;- ina og fóstursystkina. Mun hann hafa notið góðs atlætis í upp- vextinum, þótt hann yrði að vinna hörðum höndum strax frá bernsku, svo sem títt var á þeim tímum. Enda minntist hann ávalt stjúpu sinnar af hlýhug og virð- ingu. Er Elinius var enn á unglings- árum andaðist faðir hans og heimilið leystist upp. Réðst hann þá í vinnumennsku. Lítillar xnenntunar naut hann í æsku sinni og engrar umfram það, er sveitabörn nutu á þeim árum. Ekki undir Eliníus lengi að vera öðrum háður, því 22 ára hleypir hann heimdraganum, flytst til Ólafsvíkur og gerist þar lausamaður og réðst fljót- lega í að festa kaup á bát og gerist formaður og útgerðarmað- ur. Lætur að líkum að mörgum hafi þótt hann færast nokkuð mikið í fang, er hann ungur og óreyndur og óvanur sjósókn tekst á hendur formennslfu í ' verstöð, sem að vísu var fiskisæl en þekkt að hafnleysu og á opið haf að sækja. En Eliníus sýndi brátt að hann var vandanum vaxinn. Reyndist hann bæði aflasæll og svo kapps- fullur um sjósókn að ýmsum þótti nóg um. En honum tókst ávalt að sigla fari sínu heilu í höfn, þó oft væri teflt á tæpt vað, og aldrei lenti hann í hrakningum eða varð fyrir áföllum svo teljandi sé. Má það þó næstum með ólíkind- um telja á tuttugu og tveggja ára ferli í kappsfullu stríði við úfinn sjó Breiðafjarðar í vetrar- ham, að etja lítilli bátskel með seglbleðli og ár ein að vopni. En fjarri var það Eliníusi að þakka sér hve vel og giftusam- lega tókst til í átökunum við Ægi karl. Næst guði sínum þakk- aði hann það því hve lánssamur hann hefði verið í vali sínu á góðri og samhentri skipshöfn. Munu þó fæstir þeirra, er nokk- uð þekkja til verka á opnum seglbát eins og þá gerðust, geta varist þeirri hugsun, að nokkru hljóti þó, ef ekki mestu, að hafa ráðið æðru- og fumlaus stjórn handar þeirrar er um stjórnvöl- inn hélt. Ásamt veðurgleggni og árvöku auga formannsins. Enda átti Eliníus alla þessa kosti í rik- um mæli. Tveimur árum eftir að Eliníus fluttist til Ólafsvíkur, eða 29. mars 1902 kvæntist hann Petrinu Sigmundsdóttur bónda í Akureyj um í Helgafellssveit, mikilhæfri og góðri konu. Eignuðust þau þrjár dætur, en misstu eina þeirra á barnsaldri, en tvær þeirra, Kristín og Aðalheiður lifa föður sinn, báðar búsettar í Reykjavík. Konu sína missti Eliníus 9. júní 1938. Enda þótt aðalstörf Eliníusar væru helguð sjósókn og útgerð um tuttugu og tveggja ára skeið, var hann þó barn moldarinnar öðrum þræði. Ræktunarstörf voru honum alla tíð hugþekk, enda stundaði hann búskap lengst af ásamt sjósókninni. Dýra vinur var hann mikill og fann sárt til með svöngum munni jafnt manna sem máleysingja og stór var sá hópur snjótittlinga, er hann leitaðist við að ala önn fyrir í hörku og allsleysi vetrar- ins. Eftir 22 ár hætti Eliníus sjó- mennskunni og gerðist fram- kvæmdastjóri Kaupfélags Ólafs- víkur. Mun hann hafa tekist það starf á hendur fyrir áeggjan séra Guðmundar Einarssonar. Sýnir það með öðru hvers álits hann naut að til hans skyldi leitað. Ekki hafði hann notið neinnar menntunar til þess starfs. En hér fór sem fyrr. Eliníus reyndist vandanum vaxinn og hygg ég ,að dómur reynslunnar, sé sá, er hann lét af því starfi eftir 25 ár, að hann hafi ávaxt- að vel það pund, er honum hafði verið trúað fyrir, þrátt fyrir kreppu og erfitt árferði lengst'af þess tímabils, er hann veitti fé- laginu forstöðu. Munu eðliskostir hans: foringja- hæfileikar, mikill sjálfsagi, góð greind, en þó umfram allt trú- mennska, hafa orðið honum drýgst til sigurs. Ekki eru þó öll störf Eliniusar hér með talin. Eins og að líkum lætur hlóðust á hann ýmis fleiri störf í þágu byggðarlags hans, þótt fljótt verði hér að fara yfir sögu. Hann var oddviti Ólafs- víkur í 15 ár, í sýslunefnd ýmist sem aðal- eða varamáður í 41 ár, í stjórn Sparisjóðs Ólafsvíkur í 20 ár og hann var einn af stofn- endum hraðfrystihúss Ólafsvíkur og í stjórn þess til dauðadags. Ennfremur var hann einn af stofnendum Slysavarnarfélags- ins, enda mjög annt um gengi þess og hag alla tíð. Þau rúmlega 62 ár, sem Eliníus var búsettur í Ólafsvík, er saga hans og byggðarlags hans svo samofin að vart verður saga þess byggðarlags svo skráð að hans verði ekki að miklu getið. Hitt er og víst að um hann hafa oft blásið ýmsir vindar svo sem venja er um þá, sem í fylkingar- brjósti fara. Hann var stefnufastur baráttu- maður og hélt fast við þann mál- stáð, er hann taldi réttan vera, þó honum hafi sjálfsagt getað skeikað svo sem öðrum dauðleg- um mönnum. En trúlegt þykir mér, að flestir geti verið sam- mála um, að hann hafi ávallt sett ofar eigin hag, hag þess málsstaðar er hann vann fyrir hverju sinnL Og enda þótt hann hafi í ýms- um brýnum lent, hygg ég hann hafi enga eða fáa óvildarmenn átt, því hann var í senn, dreng- lyndur, hreinskiptinn og sáttfús. Þó Eliníus væri slíkur elju- og dugnaðarmaður, sem raun ber vitni, varð hann þó aldrei- ríkur veraldarvisu. Þó mun hann jafnan hafa verið fremur veit- andi en þiggjandi. Hann var hug- sjónamaður og fagnaði hverju máli, er hann taldi horfa til heilla fyrir samtíð og framtíð. Dagfarsprúður var hann, léttur og reifur í máli og brá gjarna fyrir sig græskulausri gaman- semi. Um langt árabil þjáðist hann af mjög kvalafullum sjúkdómi, en slíkur kjarkmaður var hann að hann heyrðist sjaldan kvarta og hvergi sást að það drægi neitt úr starfsþreki hans né baráttu- vilja. Bót þessa meins fékk hann þó að mestu, er hann sjötugur að aldri sigldi til Danmerkur og gekkst þar undir vandasama og hættulega skurðaðgerð. Þegar hann var í afturbata eftir þá að- gerð, var hann eitt sinn á gangi úti með dóttur sinni, sem hafði fylgt honum í þessa ferð. Leið þeirra lá fram hjá rósarunna einum fögrum. Dóttur hans, sem hreifst af fegurðinni, verður þá að orði: „Finnst þér þetta ekki dásamlegt og finnuöðu ekki þenn an yndæla ilm, pabbi?“. „Jú“, svarar gamli maðurinn. „Víst finn ég hann, en hvað er þetta á móti gróðurilminum úr moldinni heima“. Mér finnst að þessi orð lýsi vel þessum á svo margan hátt sér- stæða manni. Hann elskaði gróð- urmoldina íslenzku, landið sitt og fólkið, sem byggði það. Því hafði hann unnið allt og því vildi hann vinna, meðan líf og kraftar entust. Einar Bogason frá Hringsdal ÞANN 4. þ.m. andaðist Einar Bogason frá Hringsdal eftir skamma legu í sjúkrahúsi hér í borg, 85 ára að aldri. í dag með- tekur móðir jörð jarðneskar leif ar þessa mæta manns, en andinn fer til Guðs, sem gaf hann. Einar Bogason var fæddur í Hringsdal í Ketildalahreppi, Arn- arfirði, þ. 11. janúar 1881. For- eldrar hans voru þau hjónin, Bogi Gíslason, bóndi þar, og fyrri kona hans, Ragnheiður Árnadótt- ir. Stóðu að þeim hjónum báðum sterkir vestfirzkir stofnar, þrungnir manndómi, þreki og listræni, en alla þá eiginleika fékk Einar í ríkum mæli í vöggu- gjöf. Þótt Hringsdalur væri engin fleytisjörð þá var þó búið þar rausnarbúi af þeim bræðrum, Eitt af síðustu áhugamálum sínum heima í Ólafsvik auðnað- ist honum að sjá veröa að veru- leika áður en hann fluttist þaðan alfarinn. En það var að koma upp minnismerki um fallna, breiðfirzka sjómenn. Fékk hann sjómannadagsráð staðarins til liðs við sig, en óhætt má þó segja, að drýgstur hafi þáttur hans í því máli verið. Gerði Guð- mundur Einarsson frá Miðdal myndina og sá um uppsetningu hennar. Minnisvarði þessi stend- ur í miðju þorpinu, á túni, sem Eliníus gaf ásamt peningagjöf, sem þó mun hafa verið gefin af meiri rausn en getu. Síðustu árin, sem Eliníus átti heima í Ólafsvík, dvaldist hann á heimili frú Láru Bjarnadóttur og naut þar hins bezta atlætis. En allra sfðustu árin dvaldist hann á Hrafnistu og andaðist þar. Vinir hans fagna því að hann að síðustu hvíli í mold þess staðar, er hann vafalaust hefur unnað mest. Persónulega þakka ég hinum látna vini, einlæga vináttu og órofa tryggð, mér og mínum til handa. Blessuð sé minning hans. Theodór Daníelsson. ATHUGIÐ! Þegar miðað er við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Einari Gislasyni og Boga. Arnar- fjörður var þá gjöfull þeim, sem fastast sóttu sjóinn, en á því sviði, sem svo mörgum öðrum, voru þeir Hringsdalsbræður fyr- ir öðrum mönnum. Þegar haust- aði að og eigi var fleytu lengur hleypt úr naustum, var sezt að smíðum, því hagleikur var þeim bræ’ðrum í blóð borinn, enda vel lærðir á smíði góðmálma og hug- kvæmir í hæsta máta. Var þvi jafnan rennt augum til Hrings- dals, sem höfuðbóls, þar sem framagjarnir, ungir menn kusu sér dvöl. Þar var jafnan góður bókakostur, fjörugt heimilislíf og reglusemi í hvívetna. í slikum ranni ólst Einar Boga- son upp, og þar mótaðist sál hans, þar tók hann út þroska sinn. Þótt sjósókn og búskapur væri á þessum árum rekinn með mikl- um dugnaði við Arnarfjörð, og unglingar fengju þar staðgóða verklega fræðslu í hinum harða skóla lifs og athafna, var þar ekki um nein bókleg fræði að ræða, utan þess, sem heimilin gátu veitt. Menntasetur voru þar engin. Séra Sigurður á Rafns- eyri, faðir forsetans, var löngu genginn til fe’ðra sinna, en séra Böðvar Bjarnason, sem lengi hélt þar uppi unglingafræðslu með á- gætum, enn ekki kominn. Mennta þrá Einars Bogasonar varð þvl ekki fullnægt heima í héraði. Um tvítugs aldur hleypir hann heim- draganum, skundar til Möðru- valla og lýkur þar gagnfræða- prófi með ágætis einkunn vorið 1902. Löngun Einars til langskóla- . náms er sterk, en taugin, sem tengdi hann við æskuheimili og æskusveit er enn sterkari. Þar er svo margt enn óunnið fyrir fram- tíðina og hina uppvaxandi kyn- slóð. Því kaus hann sér, að hasla sér þar völl, og bera ljós mennt- unar, sem hann varð að sækja í annað hérað, inn á hvert heimili í sinni eigin afskektu sveit. Hann hverfur því heim til for- eldrahúsanna að loknu námi 1902 og gerist rá’ðsmaður föður síns á búinu í Hringsdal í næstu fjög- ur ár, unz hann sjálfur tekur þar við búi vorið 1906, og býr þar síðan óslitið til ársins 1944, að hann af heilsufarsástæðum þeirra hjóna verður að yfirgefa óðalið og flytjast til Reykjavíkur, hvar hann átti heimili síðan til ævi- loka. í rúmlega fjóra tugi ára gegn- ir hann jafnframt barna- og unglingafræðslu auk margra trúnaðarstarfa er honum voru falin í sveit sinni, og öll voru leyst af hendi með mikilli prýði. Þótt Einar tæki ekki upp lang- skólanám, sleit hann aldrei sam- vistum við menntagyðjuna. Hann sjálfmenntaði sig með lestri bóka í stærðfræði og enskri tungu, og náði þar með viljafestu, iðni og meðfæddum hæfileikum undaverðum árangri, og rithönd hafði hann alla ævi svo fagra, sem koparstunga væri. Hann iðkaði einnig mjög ljóðgerð, og valdi sér ekki auðveldustu efn- in til meðferðar. Árið 1946 koma út eftir hann stærðfræðileg formúluljóð. Eru þau gefin út á ný 1950 þá aukin og ehdur- bætt. 1957 koma út eftir hann landfræðilegar minnisvísur og 1959 stafsetningarljóð. Auk þess birtist fram á síðasta dægur ritgerðir og Ijóð eftir hann í blöðum og tímaritum. Leit Ein- ar svo á. að traustasta formið og heppilegasta til að nnema hin þyngstu fræði, svo að þau geymdust í huganum alla ævi, væri ljóðaformið, og taldi að það form í námi ætti að takast upp í öllum barnaskólum. Sýnist þessi sama hugmynd hafa ríkt hjá séra Valdimar Briem sálma skáldinu fræga, þegar hann tek- ur sig til og snýr lærdómskveri barna í ljóð, úr þurrum frá- sögnum, sem mörgum reyndist torvelt að nema og enn tor- veldara að muna eftir ferming- una. En það var engum heiglum hent, að ríma svo að vel færi, stærðfræðiformúlur, landfræði- legar minnisvísur og íslenzka stafsetninng. Má sem dæmi nefna, að kunnugir menn sögðu að Guðmundur skólaskáld, sá mikil ljóðasmiður, hefði getað af mikilli snilld fært allt í ljóð milli himins og jarðar, annað Framhald á bls. 26 JAMES BOND James Bond BY IAN FLEMINB ORAWING BY JOHN McLUSKY — Jt— X- — X- — Eftii IAN FLEMING Vopnuð árás! Og ég get ekki hreyft mig um þumlung í þessu leirbaði. Allt í lagi, félagi. Hvar er knapinn? Hvar er Tingaling Bell? í hvaða hólfi? Engmn má hreyfa sig. Takið þessu ró- lega og þá verður enginn meiddur. Feiti maðurinn með grimuna gekk fran^ hjá mínu hólfi og virtist stífna upp. Síðan hélt hann áfram að hólfi knapans. Skollinn hafi það! Er þetta ekki Tinga- ling? Ég hef ekki gert neitt!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.