Morgunblaðið - 16.10.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.10.1966, Blaðsíða 3
 llfii ?:!ÍSÍ!:Í:Í:Í:Í: .'•V-- w ^ % > =• » ■-■■■ ■ ■ v- <v.-.vv.\ . ... . ^ ..-. 1 I Ttnmmí & mwmm' q blexd rríatimKN .* . . fc^úa^asasaw: Barbararnir og heimsveldið SAGA Rómaveldis var, er og verður mönnum stöðugt rann- sóknarefni. Þessi saga er endur- rituð af hverri kynslóð og á miklum byltinga- og breytinga- tímum skírskota vissir þættir þessarar sögu því meir til manna. Frumdrættirnir að Evfópusög- unni eru dregnir á þjóðflutninga- tímunum, þegar barbararnir setj- ast í bú Rómverja. Skoðanir manna á því fyrirbrigði, sem mefnt er „hnignun og hrun Róma- veldis“ eru mjög skiptar, og einn- ig um samhengið milli fornaldar ©g miðalda. Alarik Vestgotakonungur her- tók og rændi árið 410. Fregnin um þetta olli öllum hugsandi mönnum skelfingu á þeirri tíð. Sagan segir, að Hieronýmus kirkjufaðir léti svo um mælt, þegar hann fregnaði þetta til Betlehem, „að hann hafi fyllst Ihryggð, þegar hið skærasta ljós allrar heimsbyggðarinnar var kæft og rómverska heimsveldið rænt höfuðdjásni sínu“. Róma- borg var ímynd Rómaveldis. Hertaka Rómaborgar varð auð veldlega útskýrð af heiðnum mönnum. Óhamingjan stafaði af 'kristninni, það voru aðeins nokk ur ár liðin frá því að Þeódósíus keisari hafði gert kristna trú að ríkistrú og bannað átrúnað á hina ódauðlegu guði og lokað hofunum, en veldi Rómar var tengt þeim sömu guðum. Kristn- ir menn hörmuðu flestir þennan vofeiflega atburð, en reyndu jafn framt að skýra orsakirnar að hon um með því að telja þetta refs- ingu gúðs fyrir framin illvirki, kúgun fátækra og slæms siðferði Rómverja. Augústus kirkjufaðir huggaði menn með því, að jarð- lífið væri einskis vert í saman- burði við eilíft líf, og þangað skyldu menn hyggja. Lengi vel var sú skoðun ríkj- andi, að hnignun og hrun Róma- veldis, stafaði af hnignun forn- rómverskra dyggða og árásum barbaranna. Gibbon telur, að kristnin hafi meyrt hugi manna, forpokað og sljóvgað andlegt líf og vakið sundurlyndi méð mönn- um með hinu stöðuga guðfræð- ingarifrildi. Aðrir höfundar hafa lagt áherzlu á hernaðarlega veikl un, pólitíska spillingu, skattakúg un, félagslegt ranglæti og efna- hagskreppu. M. Rostovtzeff, sem hefur, flestum betur rannsakað efnahags- og félagsform Róm- verja, telur að rómverskt þjóð- félag hafi gliðnað sundur í þeim mismun lífskjara og menningar, sem var milli sveita og borga. Sumir höfundar telja að rán- yrkja hafi valdið jarðvegseyð- ingu og auk þessa hafi orðið mikil veðurfarsbreyting á land- svæ'ðum, sem lágu að Miðjarðar- hafi. Nokkrir höfundar ganga svo langt að segja, að Rómaveldi hafi orðið barbörum auðvellt herfang, vegna þess að það voru rústir einar við komu þeirra. Flestallir þeir, sem ritað hafa meiri háttar rit um sögu Rómar og þjóðflutninganna eða rómani- seraðna artaka þeirra. Þessi bók Sverris Kristjánssonar er skrifuð úr Norðri, éf svo mætti segja. Meginhluti hennar f jallar um tvö íiý fyrirbrigði í evrópskri sögu þessara alda, barbarana og kristnina. Höfundur hefur rit sitt á stjórnarfarsbreytingum þeim sem verða á dögum Díókletí anusar og Konstantínusar og kafla um skipulag hersins. í kafl- anum varðandi efnahagsskipan og þjóðfélagshætti ræðir höfund- ur þær orsakir, sem hann telur a'ð hafi valdið stjórnarfarsbreyt- ingunni um 300. Orsakirnar telur hann efnahagslegar og félagsleg- ar. Hann telur að offramleiðsla, peningaskortur og lækkandi verð lag (bls. 17) hafi verið upphafið að efnahagskreppunni seint á annarri og á þriðju öld. Það er villandi að tala um almenna of- íramleiðslu á nauðsynjavörum í heiminum fyrr en eftir iðnfoylt- íngu. Framleiðslugetan í Róma- veldi var ekki meiri en svo að hún nægði, þegar vel áraði á friðartímum. Og á nútíma mæli- kvarða myndi hún ekki hafa ver- ið talin nægileg, sé miðað við Evrópu og lönd á svipuðu fram- leiðslustigi. Meginhluti íbúanna, sem byggðu Rómaveldi var van- nærður, meðalaldurinn var svip- aður því, sem nú er á Indlandi urnar á Spáni voru þurausnar á- 2. öld) varð verð þess- óeðlilega hátt miðað við nauðsynjar. Pen- ingaksorturinn og peningaþörfin stafaði fyrst og fremst af aukn- um útgjöldum vegna hersins seint á' 2. öld. Árásir barbaranna höfðu færzt í aukana og dýrir herleiðangrar gegn þeim reynd- Fílabeinslágmynd biskups. um Jósepss öguna á stól Maximaianusar (30—35 ár) og aðalatvinnuvegur var landbúnaður. Verðlag gat vissulega eitthvað lækkað á frið- artímum, þegar vel áraði, en þeg- ar skortur varð á gulli (gullnám- ust hagkerfinu ofviða, vegna mjög takmarkaðrar framleiðslu- getu. Peningaskorturinn var slík- ur að Marcus Aurelíanus varð að selja krúnudjásnin á uppboði. Aukin hermannaþörf krafðist meira fjár. Fyrst var sú leið far- in að stýfa myntina, en það hafði þó ekki þau róttæku áhrif, að rómversk millistétt yrði gjald- þrota í heild á þriðju öld. Róm- versk millistétt lii'ði vissulega á peningaviðskiptum og verzlun, en hagur hennar rýrnar ekki ein- ungis vegna gengisfellingar, held ur fremur vegna aukinna um- svifa ríkisvaldsins í atvinnumál- um, þegar kemur fram á 4. öld og vegna skattpíningar. Fram- leiðslugetan rýrnar á þriðju öld (bls. 17), en ekki vegna gjald- þrots millistéttarinnar, heldur vegna ótryggs ástands innan- lands og farsótta. Hættuleg far- sótt geisaði um daga Markusar Aurelíanusar, og um og eftir miðja þriðju öld er getið bráðra farsótta. Herinn var stóraukinn á dögum Díóketíanusar, pg hefur það meðal annars valdið rýrn- andi framleiðslu. Stóraukin ríkis útgjöld, minnkandi framleiðsla og gengislækkun olli mikilli verð bólgu, sgm reynt var að hemja með tilskipuninni um verðlag og þjónustu 301. Peningaóreiðunni lýkur með nýrri mynt, „solídus“, sem Konstantínus lét slá, og sú mynt hélt gildi sínu fram á 12. öld í Austurrómverska ríkinu. Talíð er að keisarinn kæmi þessu í framkvæmd með því að gera upptækar gulleignir hof- anna á síðari hluta ríkisstjórnar- Sverrir Kristjánsson þess gulli var krafizt en siðar í ára sinna, auk skattgreiðslu í landaurum. Sv. Kr. rekur þróunina frá þrælahaldi til landsetaánauðax. Þrælahaldið var einkum viðamik ið á lýðveldistímunum. Þegar kemur fram á keisaraöld þykix hentara að byggja meir á vinnu ánauðugra bænda. Sverrir tengir fullnáið upplausn þrælahalds og hrörnun iðnaðar og verzlunar. Það varð engin algjör upplausn þrælahalds í borgum ítaliu óg hrörnun iðna'ðar þar stafaði nokk uð af innfluttum iðnaðarvarn- ingi frá Gallíu. Rómverjar breyta um hagkerfi, ríkið stóS hvorki né féll með ríkjandi hag- kerfi og landsetaánauð er viða upp tekin áður en vesturhelm- ingur ríkisins riðar til falls, vegna ásóknar barbaranna. Mynd Framhald á bls. 7. Hver stund með Camel léttir lund!“ Kveikið í einni Camel og njótið ánægjunnar af mildu og hreinræktuðu tóbaksbragði. BEZTA TÓBAKIÐ GEFUR BEZTA REYKINN Ein mest selda sígarettan í heiminum. MADE IN U.S.A.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.