Morgunblaðið - 31.03.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.03.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 81. MARZ 1967. Kolbeinsi GuSmundsson — fyrrum hreppsstjóri að IJIfljótsvatni dskar Einarsson KOLBEINN Guðmundsson. fyrr- um hreppstjóri að Úlfljótsvatni, andaðist að heimili sínu Þing- holtsstræti 26, Reykjavík, laug- ardaginn 25. marz síðastliðinn, 94 ára að aldri. Útför hans verð- ur gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag. Kolbeinn Guðmundsson var fæddur að Hlíð í Grafningi 19. marz árið 1873. Hann var sonur hjónanna í Hlíð, Guðmundar Jónssonar frá Sogni í Ölfusi og Katrínar Grímsdóttur frá Nesjavöllum í Grafningi, en kunnugleika skortir mig svo til að rekja ættir hans að hér verð- ur það ekki gert. Kolbeinn ólst upp hjá foreldr- um sínum í Hlíð og snemma mun hann þar hafa vanizt við öll al- geng landbúnaðarstörf svo sem títt var um flesta bændasyni á þeim tíma. Lítið var þá um skóla fyrir börn eða unglinga í sveit- um landsins og skólalærdóms naut Kolbeinn ekki, en við nám var hann í fjóra mánuði hjá séra ísleifi Gíslasyni, presti í Arnar- bæli í Ölfusi, sem þá var einnig þjónandi prestur í Úlfljótsvatns- sókn í Grafningi. Mikils mat Kolbeinn alla tíð og var þakklátur fyrir þá fræðslu er hann taldi sig á þessum stutta námstíma hafa fengið hjá séra ísleifi, sem hann jafnan minntist með mikilli virðingu. Vafalaust hefur sú fræðsla einnig orðið hon um mikil og góð undirstaða að þeirri sjálfsmenntun, samfara lífsreynslu, sem gerði hann að þeim forystumanni og höfðingja i sveit sinni og sýslufélagi, sem hann óumdeilanlega var alla sína búskapartið í Grafningshreppi. Vorið 1896 tók Kolbeinn við búi af föður sínum í Hlíð, en 30. maí það ái kvæntist hann frændkonu sinni Geirlaugu Jó- hannsdóttur frá Nesjavöllum. Þau hjónin bjuggu í Hlíð í sjö ár, en fluttust þaðan að Úlfljóts- vatni vorið 1903, þar sem þau síð an bjuggu í 26 ár. Fljótlega hlóðust á Kolbein svo að segja öll hin vandasamari trúnaðar- og félagsmálastörf sveitarfélagsins að vísu ekki öll samtímis f upphafi, en hrepp- stjóri, hreppsnefndaroddviti, for- t Astkær eiginmaður minn, fað- ir okkar, afi og tengdafaðir, Benedikt Jakobsson, íþróttakennari, Bólstaðarhlíð 10, andaðist miðvikudaginn 29. marz sL Gyða ErlendsdöHlr, böm, tengda- og bamabörn. t Eiginmaður minn, Tómas Hallgrímsson, lézt 21. marz síðastliðinn. — Jarðarförin hefur farið fram. Margrét 1. Jónsdóttir. t Hjartkær móðir okkar Sigríður Bjarnadóttir, fyrrv. húsvörður Miðbæjarskólans, andaðist 29. marz s.l. Vilhjálmur Guðjónsson, Valborg Guðjónsdóttir, Kjartan Guðjónsson. maður skólanefndar og sýslu- nefndarmaður, auk margra ann- arra trúnaðarstarfa, var hann fyrir sveit sína um tuttugu ára skeið. Af sýslunefnd var hann einnig kjörinn til margra trún- aðarastarfa fyrir sýslufélagið, svo sem endurskoðandi allra hrepps- reikninga og brunabótasjóðs sýsl unnar, jarðmatsmaður og fleira. En auk hinna o pinberu trúnaðar starfa, sem heita mátti að á þeim tíma væru svo að segja ólaunuð en tímafrek, m.a. vegna örðugra samgangna, var Kolbeinn ævin- lega reiðubúinn að veita sveit- ungum sínum og öðrum margs konara aðstoð. Var það ekki einungis varð- andi góð ráð við alls konar samn ingagerðir og vandasamar ákvarðanir og úrlausnarefni, sem til hans var leitað, heldur einnig og engu síður á verklega sviðinu. Hann var nefnilega einnig þjóð- hagasmiður bæði á tré og járn, eins og það var kallað á þeim tíma, þegar menn þurftu engin sveinsbréf eða réttindi til að mega rétta nágrannanum hjálp- arhönd við hvert það verk, sem þeim var fært að vinna engu lak ar en hver annar. Bændurnir sem bjuggu búum sínum í Grafn ingshreppi í tíð Kolbeins þar, eru nú flestir horfnir af sjónarsvið- inu. Þeir voru yfirleitt hinir ágæt ustu menn og flestir þeirra mörg um góðum kostum búnir. Það var því sízt af neinni illri nauð- syn að þar var störfum svo hlað- ið á einn og sama mann, sem hér hefur lýst verið. Það var ein- ungis vegna hinna frábæru hæfi- leika Kolbeins að hann var hinn sjálfkjömi foringi þeirra í öllum félagsmálum á meðan hans naut þar við. Ég var þá enn ungur að árum, og vafalaust lítið kunnugur ljóð- um stórskáldsins Stefáns G. Stefánssonar, er ég fyrst heyrði þessa ferskeytlu- hans: ..Löndum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur, kennarinn, kerra, plógur, hestur." Ég fór að hugsa um þá stór- brotnu mannlýsingu. sem fram kemur í þessum fáu orðum skáldsins og hvernig einn mað- ur gæti leyft sér að hlaða slíku lofi á sjálfan sig. Fljótlega kom mér þó í hug aðeins einn mað- ur, sem mér fannst að fær væri til að standa undir þessu öllu, en það var Kolbeinn á Úlfljótsvatni. Og enn finnst mér ég ekki hafa kynnst öðrum líklegri til þess. Kolbeinn var fjölhæfur gáfu- maður, prúðmenni í allri fram- komu en gat verið ákveðinn og fastur fyrir um skoðanir sínar ef því var að skipta. Hann mun þó sjaldan hafa tekið ákvarð- anir sinar nema að vel athug- uðu máli. Hann var mikill félags hyggjumaður og lét sig skipta svo að segja öll framfaramál bændastéttarinnar á bús'kaparár- um sínum. Þrátt fyrir miklar annir við hin opinberu félagsmálastörf, sat Kolbeinn bújarðir sínar með t Bróðir okkar, Guðmundur Jónsson, bóndi, Brjánsstöðum, Skeiðum, sem lézt á sjúkrahúsinu, Sel- fossi, 23. marz, verður jarð- sunginn laugardaginn 1. apríl frá Selfosskirkju. Athöfnin hefet með húskveðju á heimili hans kL 1 síðdegis. Systkini hins látna. Á SKÍRDAG 23. þ.m. andaðist á Landspítalanum Vilborg Andrés- dóttir, Þórsgötu 12 hér í bæ. Hún var fædd 22. maí 1896 að Þórisstöðum, Gufudalssveit, Aust ur-Barðastrandarsýslu og voru foreldrar hennar hjónin Andrés Sigurðsson og Guðrún Sigríður Jónsdóttir. Það var ekki að skapi Vilborg- ar að talað væri mikið um allt það starf er hún innti af hendi á lífsleiðinni og því síður að nokkuð um það kæmist á prent — því hún vann sín góðverk í kyrrþei. — Við, sem höfum átt því láni að fagna að kynnast þessari hugljúfu, hæglátu og hjartahlýju konu, — lengur eða skemur eftir því sem leiðir lágu saman í lífinu, getum ekki látið hjá líða að þakka henni sam- verustundirnar. Manni leið ætíð vel í návist hennar, því frá henni lágu straumar góðvildar. hjálp- fýsi og trygglyndis mótað skap- festu og viljaþrekL Milli henn- ar og dótturinnar Lydiu Eddu rikti ástúð svo sem ávalt á sér stað þegar umhyggjusöm móðir I orðsins fyllstu merkingu og góð dóttir eiga hlut að máli. Það var annað eitthvað meira, sem þeirra fór á milli, sem kallá má órjúfandi tryggðábönd. Þær mœðgur bjuggu alltaf saman, og þegar Lydia 1962 giftist Jóhanni E. Óskarssyni og stofnaði sitt eigið heimiili að Þórsgötu 12 dvaldi Vilborg á heimili þeirra til dauðadags. Þar naut hún um- hyggju og hlýju þeirra hjóna, sem hún kunni vel að meta og endurgalt. Mikið yndi og ánægju hafði hún af eldri dótturdóttur- inni sem ber nafn hennar, en stutt hafði hún notið þeirrar yngri er hún var kölluð á braut. Við óskum þér, kæra vinkona, fararheilla á þeirri leið, sem þú nú hefur hafið. Guð blessi þér heimkomuna. o. b. e. prýði. Um síðastliðin aldamót var það ekki almennt að bænd- ur væru mikið farnir að vinna að jarðabótum og sagt var að sumir hefðu þá enn talið þýfið í túnum sínum gera þau stærri og að með því gæfu þau af sér meira hey. Kolbeinn var ekki þeirrar skoðunar og bylti því fljótlega um mestu af þýfinu í túnum bújarða sinna og mun hafa verið meðal fyrstu Sunn- lendinga er notuðu við það, auk ristuspaðans, hin þá lítt þekktu þar gaddaherfi Torfa í Ólafsdal. Mikið verk lagði hann þá einnig í að gera áveitu á engjar sínar að Úlfljótsvatni, og var það heldur ekki algengt á þeim tima. Hann var meðal fyrstu manna á suður- landi sem stofnaði og rak silungs klak, en í Úlfljótsvatni var góð silungsveiði og ekkert útlit fyrir ofveiði eða veiðiþurrð á þeim tíma. Þá var Kolbeinn einn af stofn- endum Sláturfélags Suðurlands og fulltrúi og deildarstjóri sveit- ar sinnar í þeim félagsskap sem öðru. Enn er svo ótalið það menn- ingarmál, sem Kolbeinn mun hafa meiri vinnu og baráttu fórn að fyrir en nokkuð annað, en það var hið svonefndar „skólamál" sunnlendinga, sem var mikið baráttumál á sínum tíma. eink- um það, hvar sá héraðsskóli, sem annars flestir hugsandi menn voru sammála um að nauðsynlegt væri að stofna, skyldi staðsett- ur verða. Með samherja sínum, öðrum þekklum bændahöfðingja, Böðvari Magnússyni. hreppstjóra á Laugarvatni, barðist Kolbeinn Framhald á bls. 11 1 læknir — Minning HAUSTIÐ 1908 settust 22 nem- endur í fyrsta bekk Hins il- menna menntaskóla í Reykja- vík, 19 piltar og 3 stúlkur. Þetta mun þá hafa verið fjölmennastt bekkur i sögu skólans, enda átti hann eftii að rýrna um meira en helming áður en kom að stúdentsprófi. Það má teljast til tíðinda um bennan hóp, að enginn úr honum varð berkla- veikinni að bráð á unga aldri og enn eru á lífi réttur helmingur hans eftir 59 ár. Þó höfum við sem eftir lifum fyrir rokkrum dögum séð á bak tveimur af bess um gömlu félögum, en það eru þeir Óskar Einarsson, sem !ézt 20. þ.m., og Tómas Hallgrímssjn, sem dó degi seinna, báðir eftir langa vanheilsu. Félagslíl var allmikið í þessum fjölmenna bekk, bæði haft sér- stakt málfundafélag og skrifað bekkjarblað. Þó fór svo eins og jafnan á þessu reki, að ekki urðu allir jafn samrýmdir. Felldi ég þegar f byrjun einkum lag mitt við jafnaldra minn Bjarna Þorleifsson. sem bæði var Húnvetningur og nágrannL því að hann átti heima á BókMöðu- stíg 2, en ég á Amtmannsstíg 1. Þessi hugljúfi piltur hvarf þó brátt úi skóla og andaðist skömmu síðar vestur á BíldudaL aðeins 16 ára að aldri. Varð hann mér og mörgum öðrum harm- dauðL Við Óskar Einarsson urðuin líka brátt samrýmdir, þótt hann væri tveimur árum eldrL Við lásum oft saman og einu sinni bauð hann mér með sér austur að Bjólu í jólafríi, en slíkar ferðir voru þá næsta fátíðar hjá skólafólki. enda ekki um önnur farartæki en hesta að ræða. Ég átti á þessum árum mörg spor heim til hans vestur á Bræðra- borgarstíg. þar sem hann dvald- ist öll sín skólaár á ágætu heim- ili Jóhannesar Magnússonar og frú Dórotheu konu hans. En Óskar vandi líka oft komur sín- ar á Amtmannsstíg 1 og sló þá tíðum í áflog, eiikum við Sigfús frænda minn, sem var sterkari en ég og honurn því maklegri viðskiptis. Óskar hafði mikið yndi af því að reyna krafta sína við aðra og það mun hafa fylgt honum jafnan, þótt á öðrum svið um væri síðar meir. Hann var oft ómyrkur í málL kappsfullur og óvæginn, ef því var að skipta, og hefði hann sjálfsagt látið síð- ar að sér kveða á víðari vett- vangi en raun varð á, ef heilsa hefði leyft, og það enda þótt röddin væri með nokkrum ágalla. Mun hann að ýmsu leyti hafa verið líkur föðurbróður sínum, Eyjólfi „Lands'höfðingja** í HvammL sem var einræðis- herra í sveit sinni í 50 ár eða lengur. Óskar tók kandidatspróf 1 febrúar 1920, dvaldist nokkurn tíma við framihaldsnám erlendis, en settist síðan að sem praktí- serandi læknir á Eyrarbakka 1921. Um þetta leyti hafði hann fengið magasár og verið skor- inn upp við þvL en án viðhlít- andi árangurs, svo að hann aldrei heill til skógar. Skipaður var hann héraðslæknir í Gríms- neshéraði 1922, en þoldi ekkl ferðalög á hestbaki i því stóra héraði, fékk því veitingu fyrir Flateyrarhéraði og tók við þvl 1926. Frá því varð hann þó að fá lausn vevna van/heilsu 1936, Framhald á bls. 11 Kærar þakkir til allra er minntiust mín með gjöfum, skeytum og heimsóknum á Þakka hjartanlega börnum og tengdabörnum mínum raúsnarlegar gjafir og fjöl-. mörgum vinum mínum skeyti og hlý handtök á 70 ára af- mælinu. _______ Ingvar Jóhannsson, Hvitárbakka. Hjartans þakkir færi ég til allra barna minna. tengda- barna, systkina og vina sem glöddu mig á 80 ára afmæl- inu 25. marz, með heiMaskeyt- um, heimsóknum og gjöfum. Guð blessi ykkur ölL Nikkólína Eyjólfsdóttir, Laugardal, Vestmannaeyjum. Vilborg Andrésdóttir sextugsafmæli mínu 13. marz síðastliðiinn. _____ Sigurbjörn Jakobsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.