Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ W67.
<!>¦¦—'!!»¦>¦¦¦ «¦
-»—.*
UNDIR
VERND
eítir Maysie  !
Greig:  |
»  i H—H—II—W—'K—w—»n—
—  Vitanlega, sagði hann. —
Komið þér með mér.
En þegar hann kom aftur, tók
Paula eftir því, að hann var eitt
hvað út úr jafnvægi.
—  Mér þykir leitt ef Agga
frænka hefur komið þér á óvart,
sagði hún. — En þér þykir bara
vænt um hana, þegar þú kynnist
henni betur. Hún er allra bezta
kelling.
— Hún er dálítið fyrirferðar-
mikil, finnst mér, sagði hann og
reyndi að brosa. — Eins og ég
sagði, hefði það verið betra ef
við hefðum vitað af henni fyrir-
fram.
— Það gerir nú vonandi ekki
svo mikið til. Agga frænka hefði
ekkert haft á móti því að sofa
hérna inni hjá mér. Við fórum
ekki svo vandlega eftir settum
reglutn heima. Fólk hefur oft
komið til okkar úr borginni, alls
óvænt, og okkur hefur alltaf ver
ið það ánægja að hýsa það eina
nótt eða svo.
— Já, það er sjálfsagt hægt að
gera fyrir þá, sem ekki hafa
raeitt þjónustufólk að taka tillit
til.
— Já, en mér finnst nú, Dav-
íð, að því fleira fólk sem maður
hefur því auðveldara ætti þetta
að vera.
— Ekki er það nú alltaf, svar-
aði hann situttaralega. — Þú átt
eftir að komast að því. Þú skil-
ur, að einn aukagestur getur al-
veg truflað ganginn í störfum á
heimilinu. Mavis er alveg frá
sér, og ég er hræddastur um, að
frú Maitland sé í þann veginn að
segja upp.
Paula fölnaði upp og augun
leiftruðu af reiði.
—  Og væri ekki nema gott!
Ónýt manneskja og ósvífin í
þokkabót! Mér þætti líklegast,
að þú yrðir feginn að losna við
hana.
Hún hafði sleppt sér, og nú
sá hún, að Davíð eins og stirðn-
aði upp.
— Mér þykir fyrir því, að við
skulum ekki vera á einu máli
um húshald. Frú Maitland er nú
búin að vera hérna árum saman
og ég hef alltatf verið mjög á-
nægður með hana. Louise var
mjög hrifin af henni og Mavis
hefur alltaf sagt mér, að hún
væri fyrirtaks ráðskona.
Paula opnaði munninn, en
sagði samt ekki það, sem henni
bjó í brjósti. Hinsvegar hneig
hún niður á koddanm, náföl. Til
hvers var að rífast um þetta, ef
hann var svona sinnaður? Stúlk
an kom nú inn til að segja til
kvöldverðar.
—  Mavis sagði mér, að hún
hefði ætlað henmi frænku þinni
að borða hérna uppi hj'á þér,
sagði hann. — Það verður
skemmtilegra fyrir þig.
Hún reis upp við olnboga.
— Já, en, Davíð, þegar ég bað
þig um að borða hérna uppi hjá
mér, var það alltof mikil fyrir-
höfn fyrir þjónustufólkið, að því
er Mavis sagði. Þegar hann svar
aði engu, æpti hún: — Æ, Dav-
íð, sérðu virkilega ekki gegn um
þetta ráðabrugg hennar? Get-
urðu ekki séð, hvað hún hatar
mig? Hvernig hún gerir allt,
sem hún getur til þess að stía
§*        I dag er
KAFFIKYNNINGIN
í verzluninni
Verzlunin STRAUMNES v/ Nesveg.
*S
O. JOHNSON & KAABER HF.
okkur í sundur? Og frú Maitland
er engu betri.
—  Þú mátt ekki vera svona
heimsk og óhemjuleg og gera
þér allskonar grillur, sagði hann
alvarlega. Mavis hefur tekið trú
lofuninni okkar svo skynsam-
lega. Og eina markmið frú Mait
land í lífinu er að heimilishaldið
skuli vera í fullkomnu lagi. Ég
er hræddur um, að ég yrði ekk-
ert hrifinn af heimili, þar sem
allt er látið vaða á súðum. Og
þar er ég ekki fyrst og fremst að
hugsa um sjálfan mig. Þegar
maður á börn, verður að vera
regla á heimilinu. Hann gekk
nær og brosti til hennar. — Ég
er viss um, að þú verður skyn-
söm og skiiur það. Og nú verð
ég að fara níður að borða. Eins
og ég sagði, borðar frænka þin
hérna uppi hjá þér.
Paula og frænka hennar borð-
uðu svo saman, og það mátti
furðulegt heita, hvernig þær
forðuðust að nefina Davíð á
nafn. f staðinn töluðu þau um
Don og Luey.
— Það er dásamlegt að hugsa
sér, hvað þau verða hamingju-
söm, finnst þér ekki, Agga
frænka?
39
Frænka hennar leit eitthvað
skrítilega á hana og svaraði
ekki öðru en einhverju hummi,
sem hefði geta þýtt bæði eitt og
annað.
Næsta morgun heyrðu þau
hjá stúlkunni, að Mavis hefði
farið upp í sveit, og ætlaði að
verða þar nokkra daga.
— Ég skal bölva mér upp á, að
það er vegna þess, að hún þolir
ekki að sjá mig, snörlaði í Agötu
frænku. — Og hefði hún tekið
þetta dyggðamunstur, hana frú
Maitland með sér, hefði ég farið
að dansa, þrátt fyrir alla gLgt-
ina. Og heldurðu ekki, að við
hefðum notið þess að taka að
okkur hússtjórnina. Ég skal
bölva mér uppá, að þessi laglegi
kærasti þinn hefði orðið þre-
falt ánægðari eftir.
Paula svaraði engu og ekki
minntist hún á samtal þeirra
Davíðs kvöldinu áður. Hún
þoldi ekki einu sinni að minn-
ast þess. En svo skrítið var það
nú samt, að hún tók það ekki
líkt því eins nærri sér nú og
hún hafði gert þá. Paula settist
upp í rúminu og leit spyrjandi
á frænku sína.
— Heldurðu, að það væri hægt
að flytja mig heim strax? Ef við
hefðum bíl, þá gæti ég legið í
aftursætinu, gætum við þá ekki
komizt heim? Ég veit, að það
færi svo miklu betur um mig
þar.
Gamla konan svaraði: — Ég
skil ekki í öðru en það væri vel
hægt. Heldurðu, að kærastan-
um þínum þætti mjög fyrir því?
Hann gæti alltaf heimsótt þig
helgar.
Paula hló ofurlítið kuldalega.
Hann mundi aldrei gera það.
Hann hefur alltaf svo mikið að
k?
4l?4-
¥
/, 'T'1 .C
COSPER
— Það er ánægjulegt að hitta hé r einn sæmilega siðmenntaðann.
gera um helgar, bæði í golfi og
öllu mogulegu öðru.
— Jæja, það er ekki nema
gott, að þú gerir þér ljóst nógu
snemma að karlmaður afsalar
sér ekfei öllum heiminum fyrir
ástina eina.
Það var Davið, sem sagði
þeim, hvert Mavis hafði farið, en
óviljandi þó. Hann var nú
miklu kátari Paula gat sér til,
að það væri vegna þess, að nú
hefði hann ekki fengið sinn dag
lega fyrirlestur um misgerðir
hennar sjálfrar.
— Ég vona, að Mavis skemmti
sér vel, sagði hann. — Hún hef-
ur ekki nema gott af því að hvíla
sig í nokkra daga. Hún var eitt-
hvað slöpp uppá síðkastið, enda
tekur það á taugarnar að stjóma
stóru heimili og hafa eftirlit
með uppeldi barnanna.
Sundnámskeið
Hin árlegu sundnámskeið mín fyrir börn í Sund-
laug Austurbæjarskólans hefjast fimmtudaginn
1. júní. Innritun í síma 15158. Aðeins þessi eini sími.
JÓN INGI GUÐMUNDSSON, sundkennari.
VUtþú
fá fokheit garðhús í Árbæjarhverfi í skiptum fyrir
4ra herb. íbúð í borginni? Uppl. í síma 22911.
Höfum flutt
skrifstofu vora að SKEIFU 3.
Virðingarfyllst,
GODDI S/F
Umboðs- og heildverzlun Sími: 30801.
Sumarvinna
Stúlkur ekki yngri en 21 árs óskast á sumarhótel
úti á landi við bakstur og eldhússtörf.
Upplýsingar í síma 60308.
Camla limburhúsið
að Skólavörðustíg 11
er til sölu, tilbúið til flutnings. Tilboð sendist oss
fyrir 8. júní næstkomandi.
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis.
Frá Búrfellsvirkjun
Þurfum að ráða tvo ýtumenn, tvo menn á gröfu
Landsverk. — Upplýsingar hjá ráðningarstjóra.
Fosskraft
Suðurlandsbraut 32, sími 38830.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32