Morgunblaðið - 04.06.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.06.1967, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNTJDAGUR 4. JÚNÍ 1967. 14 Húsmæðraskólinn á Staðarfelli 40 ára HÚ SMÆÐR ASKÓLINN á Staðarfelli á Fellsgtrönd í Dalasýslu er 40 ára í dag, Blaðatmaður Mbl. heimsótti skólann fyrir skömmu og naut ríkulegrar gestrisni skólastjórahjónanna, Ingi- gerðar Guðjónsdóttur og Ingólfs Eyjólfssonar. Frú Ingigerður frseddi okbur um sögu staðarins og skól- ans. Saga Staðarafells Staðairfell stendur að norð- anverðu við Hvammsfjörð und- ir hárri felldbrún. I>egar gott er veður sézt út á Breiðafjarðar- eyjar fyrir mynni Hvamms- fjarðar og handan fjarðarins er Skógaströndin. Yfirleitt er mikil veðursæld á Staðnum, því að fellshrúinm skýlir bæn- um fyrír rvorðanáttinni, sem oft og tíðum getur orðið all- kröpp úti á firðinum eins og raunar sagan sannar. Staðarfells er fyrst getið í Landnámu, en þar segir, að Kjallakur gamli hafi reist þar bú fyrir einn sona sinna, Þor- grím þengil. Hét bærinn þá Fell, en nafnið Staðarfell kem- ur ekki fram fyrr en síðar. Á söguöld er vafalaust fræg- ust ábúenda Hallgerður lang- brók, en þar bjó hún sín fyrstu búskaparár. Á 12. öld býr að Staðarfelli Þórður Gilsson, fað. ir Hvamms-Sturlu og næstu aldir býr þar margt stórmenna. Upphaf menntaseturs að Stítðarfelli. Á síðari hluta 19 .aldar býr að Staðarfelli Brynjólfur Boga- son Benediktsen ásamt konu sinni Herdísi d'óttur Guðmund- ár Seheving kaupmanns í Flat- ey. Þau hjón eignuðust alls 13 börn, sem flest dóu í barn- æsku — aðeins ein stúlka, Ingi- leif Sólborg Carlotta, náði að verða tvítug, en þá dó hún. Skömrnu síðar lézt Brynjólfur faðir hennar og gaf þá ekkja hans Herdís 3/4 hluta eigna sinna til stofnunar kvennaskóla við Breiðafjörð og skyldi hann bera nafn hennar og Ingileifar. Árið 1993 kaupir Magnús Friðriksson Staðarfell og hefur þar búskap. Býr hann þar i 18 ár, en þá fórst sonur hans ásamit þremur öðrum á Hvammisfirði. Magnús brá þá búi, en gaf ríkinu í minningu sonarins Staðarfell með því skilyrði að þar rísi kvenna- skóli Herdísar og Ingileifar. Ennfremur fylgdu gjöfinni Staðarfell á Fellsströnd. 10.000 krónur til kaupa fi bú- stofni á skólajörðina. Var hug myndin að rekið skyldi skóla- bú, er stæði undir rekstri skól- ans. Árið 1927 tók Sigurborg Kristjánsdóttir frá Múla við ísafjarðardjúp Staðarfell á leigu. Hóf hún búrekstuT og stofnaði einkaskóla. Hélt hún mæstu 6 ár húsmæðranámskeið af miklum dugnaði, enda vel menntuð á sínu sviði. Fyrsta skólaárið voru nemendur 14. Frk. Siguirborg rak bú að Stað- arfelli í alls 4 ár, en þá seldi hún búið og endurgreiddi 10.000 krónurnar. Var jörðin leigð upp frá því og er enn. Húsmæðraskólinn á Staðarfelli Kvennaskóli Herdísar og Ingileifar var vígður við hátíð- lega athöfn, eftir að þeir, er fóru með menntamál, höfðu ákveðið, að hann skyldi rek- inn af ríkinu, hinn 4. júní 1929. Var þar viðstatt margt stór- menni. í rauninni heitir skólinn sínu gamla nafni, þótt nafnið Hús- mæðraskólinn á Staðarfelli hafi sigrað í daglegu tali fólks. Fyrstu árin var’skólinn 9 mán- aða skóli og skiptist námsefnið þannig að helmingur var mat- reiðsla, fjórðungur saumar og fjórðungur vefnaður. í lok hvers skólaárs hafa nemendur unnið að kartöflurækt. Hefur næsti árgangur nemenda síðan notið góðs af garðræktarstarf- seminni. Bóknám var aðallega íslenzka og almennur reikn- ingur fyrstu árin. Daglegur rekstur í skólastýrustörfum hefur læknir, sem að sjálfsögðu er mikið atriði, þegar um rekstur skóla er að ræða. Starfslið. Kennarar starfslið við skól- ann í vetur voru 3 auk skóla- stýru: Lydia Kristóbertsdóttir, handavinnukennari, sem verið Ein námsmeyjanna við vefstólinn. Skólastýra, kennarar og nemendur á tröppum skólans. verið margt atorkukvenna. Skólastýra nú er eins og áður er getið Ingigerður Guðjóns- dóttir, en um hana segir frú Steinunn Þorgilsdóttir, sem lengst allra hefur átt sæti í skólanefnd — eða í þau 40 ár sem skólinn hefur starfað: „Fyrir áskorun góðra vina Staðarfel'lsskóla tók frú Ingi- gerður Guðjónsdóttir að sér skólastjór.n haustið 1962. . . . Hún hefur í ríkum mæli þá kosti til að bera, sem nauðsyn- legir eru skólastjóra húsmæðra- skóla. Skólinn hefir blómgazt vel í hennar höndum“. Frú Ingigerður sagði í við- tali við okkur, að mikið hefði verið gert fyrir hið gamla skóla hús, það endurbætt og lagfœrt, síðustu 5 árin. Eftir er þó að lag færa kjallara skólahússins og er áætlað, að unnið verði að því í sumar. Kennslustofur hafa verið stækkaðar, svo að nú rúmar skólínn alls 36 nemend- ur, en heimavist rúmar aðeins 25, þótt unnt hafi verið að nýta húsið, þarvnig að þar hafi nú verið 30 nemendur í vetur. Er þá eins og nærri má geta hvert rúm skipað og hefur eigi verið unnt að sinna nema broti umsækjenda. f fyrra sóttu um skólavist 78 stúlkur. Frú Ingigerður kvað skólann vel í sveit settan. Námsmeyjar finna ekki til einangrunar eins og margur vill halda, því að gott vegasamband er við skól- ann og leiðinni t.d. til Reykja- víkur er haldið opinni allt ár- ið. í Búðardal er flugvöllur og hefur 2 ár við skólann, Þórey Eyþórsidóttir, vefnaðarkennari og Hallfríður Bjarnadóttir, hús- mæðrakennari. Hafa tvær þær síðastnefndu verið einn vetur við skólann. Sagði frú Ingi- gerður, að þær hefðu allar hug væri þegar orðin of lítil og stækkun hennar ekki fyrirhug- uð, þar eð næsta sumar væri áætlað að leggja rafstreng til skólans. Myndi öll aðstaða þá að sjálfsögðu breytast mjög. 898 nemendur. Frá upphafi hafa stundað nám í Staðarfellsskóla 898 náms meyjar. Þegar tala námsmeyja er hugleidd sést, að hlutskipti skólans er stórt, og hann hlýt- ur að hafa hafit mikiil áhrif á íslenzk heimili um allt land. Frú Ingigerður sagði, að nem- endurnir væru alls staðar að af landinu, enda hefði skól- inn notið velvilja fólks mjög víða. Nemendur skólans eru frá 17 til 21 árs. Frú Ingiigerður sagði, að íslenzk æska væri frálbær. Við skólann hefði aldrei verið annað en gott fólk og fyrir sitt leyti taldi hún mun betra að vinna með ungu fólki en því, er tekið væri að reskjast. Sagð- ist hún efcki hafa kynnst því, sem haldið hefði verið fram, að æskan hefði breytzt til hins verra. Frú Ingigerður Gujónsdóttir kvaðst vilja þakka öllum vel- unnurum skólans fyrir ómetan- legan stuðning við skólann —. bæði fjárhagslegan og annan. Sérstaklega þakkar hún Frið- jóni Þórðarsyni, sem lengi var Skólastýra, ráðsmaður og kennarar, talið frá vinstri: Ingigerð- ur Guðjónsdóttir, Ingólfur Eyj ólfsson, Þórey Eyþórsdóttir, Hall- fríður Bjarnadóttir og Lydia Kristóbertsdóttir. á því að kenna áfram við skól- ann næsta vetur. Skólaráðsmaður er eiginmað ur frú Ingigerðar, Ingólfur Eyjólisson, vélstjóri. Annast hann öll innkaup til skólans með miestu ágætum. Frú Ingigerður sagði, er við heimisóttum skólann, að það sem einkurn hefði orðið rekstri skólans til trafala væri raf- magnsleysi. Díselstöð skólans skólanefndarformaður, Ingva Ólafssyni, skólainefndarfor- manni, Steinunni Þorgilsdóttur, sem öll árin hefur átt sæti I skólanefnd og á enn, HalMóru Eggertsdóttur, námsstjóra og Sfcildi Stefánssyni, bankastjóra o.m.fl., sem of langt yrði upp að telja. Einnig þakkar hún öllum Dalamönnum, og öðrum, sem ávallt hafa stutt skólann. Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.