Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 145. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						s
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1967.
r
**
ÞRATX fyrir nokkurn kalsa
í lofti voru bandarísku geim
fararnir broshýrir á svip,
þegar þeir sátu íslenzku hest
ana, eða svifu til himins í
svifflugu áður og vissulega
hafði enginn þeirra komið á
bak íslenzkum hesti.
Bandarísku geimfararnir
komu upp á Sandskeið um
hálf fjögur leytið eftir að
hafa farið í skoðunarferð um
borgina. Þetta eru allt mestu
frískleikapiltar og lét/u þeir
bara vel yfir veðrinu og
sögðu, að kulið væri kærkom
in tilbreyting frá hitanum
fyrir vestan.
Fyrst var stigið á bak gæð
ingunum, en heldur gekk
erfiðlega  að  koma  þeim  af
Geimfararnir á reiðskjótunum. Með þeim er Auður Harðardóttir, flugfreyja hjá Loftleiðum.
eimfaraí á Sandskeiði
Loftleiðir budu geimförunum
a hestbak og í svifflug
stað til að byrja með. „Roy
Rogers rides again" mulldr-
aði einn þeirra og barði fóta
stokkinn án sýnilegs árang-
urs.   „Hott   hestur,   hott",
æpti annar en gæðingurinn
leit aðeins við og horfði á
knapann furðu lostinn. „Tíu,
níu, átta, sjö ....", taldi sá
þriðji og hélt spenntur í taum
Emilia K. Kofoed Hansen leiðbeinir einum geimfaranna fyrir
svifflugið.
inn. En það var enginn Sat-
urn-eldflaug, sem hann sat
að þessu sinni og því varð
viðbragðið ekki alveg eins
stórkostlegt og hann hafði
vænzt.
Eftir nokkurt þóf seig hers
inginn svq af stað og var nú
óspart skipzt á ýmsum at-
hugasemdum, sem vöktu
mikla kátínu knapanna. Það
var ekki laust við að gæð-
ingarniir simituðuist af þessuim
lífsglöðu mónnum, því ein-
staka brá á skokk og einn
skellti sér á stökkið og kom
fyrstur til baka við mikla
ánægju þess, sem hann sat.
Þegar útreiðarnar voru á
enda söfnuðust geimfararnir
saman við svifflugurnar. Eft-
irvæntingin leyndi sér ekki,
en það var líka greinilegt, að
þarna voru á ferðinni menn,
sem vissu ýmislegt um flug
og  leyndardóma  þess.
Fyrstur um borð var Willi-
am Reid Pogue, sem er reynd
ur þotuflugmaður og annar
tveggja, sem höfðu flogið svif
flugu fyrr. Með honum fór
Þórhallur Filipusson, en auk
hans flugu þeir Leifur Magn-
ússon og Þórmundur Sigur-
bjarnarson með geimförun-
um. Skilyrði til svifflugs voru
alls ekki góð strekkingur af
suðaustan og lágskýjað. Samt
fóru allir á loft og voru sum-
ir dregnir af spilinu upp en
aðra dró Eliser Jónsson á
loft með tékknesku listflug-
vélinni, sem nýlega kom til
landsins.
Lengst  á  lofti  voru  Þeir
Pogue og Þórhallur og voru
hinir jafnvel farnir að tala
um að skjóta þá niður svo
aðrir kæmust að. Til þess
kom þó ekki og lentu þeir
félagar prýðilega eftir svif-
ið.
,Þetta var stórkostlega gam
an, sagði Pogue, tíminn var
svo fljótur að líða þarna
uppi", bætti hann svo við af-
sakandi, þegar félagar hans
minntust á, hve lengi svifið
hefði staðið.
„Þetta er í fyrsta sinn, sem
ég flýg svifflugu sagði Jack
Robert Lousma, en ég aetla
mér sko örugglega að gera
það aftur. Spilið dregur mann
svo beint upp, að það er alls
ekki ósvipað og í þotu, reynd
ar enn betra því maður get-
ur heyrt í vindinum."
„Við vorum svolítið ósam-
mála fyrst, hesturinn og ég
sagði Joseph P. Kerwin, en
við sviffluguna gat ég strax
ráðið. Það var bara verst,
hvað svifið stóð stutt. Ég var
rétt að byrja að venjast því,
þegar við lentum aftur."
Allir voru geimfararnir
mjög ánægðir með svifflug-
ið og reyndar hestana líka,
en sögðu að þar hefði mála-
kunnáttan líklegast valdið
öllum erfiðleikunum. Það
yrði að tala við þessi hross
á íslenzku til að ná því bezta
fram hjá þeim.
Milli 'þess sem Elíser dró
svifflugurnar á loft sýndi
hann ýmsar kúnstir í listflug
unni  og  vöktu  þær  mikla
hrifningu hjá geimförunum.
Einn þeirra, William R. Pogue
stóðtet lolks eklki lerugtur má'tiið,
heldur spurði, hvort hann
gæti fengið að fljóta með í
einni ferðinni Var það auð-
sótt mál. Að fluginu loknu
ljómaði Fogue af énægju og
sagði, að þessi vél væri hreint
afbragð.
„Ég fékk að stjórna um
stund og er alveg yfir mig
hrifinn, sagði hann. Þetta var
stórkostlega gaman."
Þegar allir geimfararnir
höfðu lokið svitffluginu söfn-
uðust þeir saman og ræddu
ævintýri dagsins.
„Þessi hestur, sem ég fékk
var alls ekki svo slæmur,
þegar hann komst í gang,
sagði Vance DeVoe Brand, en
ég held ég taki sviffluguna
fram yfir. Þú ættir að reyna
svifið, sagði hann svo við
fréttamanninn.
Ég er viss um að þú tækir
bakteríuna."
„Hestarnir ykkar eru þíð-
gengir, sagði Paul J. Weitz,
og svifflugið var alveg ný
reynsla fyrir mig. Tilfinning-
in fyrir fluginu er miklu næm
ari í svifflugu en þotu."
Þannig létu allir geimifar-
arnir í ljósi ánægju sína yfir
þessari óvæntu reynslu. Og
eins og einn þeirra sagði:
„Það er ekki svo bölvað að
vera geimfari, þegar svona
hlunnindi  fylgj  astarfanum.'
Prá Sandskeiði fóru geim-
fararnir niður að Árbæ og
skoðuðu þar safnið. Einnig
sátu þeir þar kaffiboð.
"¦\
- GEYMFARARNIR
i
Framhald af bls. 28
flugkappana við komu þeirra.
Þeir voru þreyttir eftir langa
ferð og litu ruglaðir á klukk-
tir sínar og sólina til skiptis.
Okkur tókst þó aX> rabba við
einn þeirra, Fred W. Haise, á
leiðinni til Reykjavíkur. Ekki
var það mjög þægileg ferð,
því að rútan var frá sjóhern-
um og alls ekki ólíklegt að
hún hafi gegnt sama hlutverki
í síðari heimsstyrjöldinni.
Það heyrðist því ekki mikið
fyrir skröltinu nema við
öskruðum fuHum hálsi. Þegar
tætt er um æfingarnar á
íslandi telja sjálfsagt ýmsir,
að geimfararnir séu klifrandi
hér um fjöll og firnindi til
þess að búa sig undir að príla
á iunglinu. Þetta er ekki alls-
kostar rétt. Að vísu er það
eitt atriðið, því að fróðir
menn telja að landslag á öræf
tim og í hraunum íslands sé
ekki svo mjög frábrugðið því
sem er á tunglinu. En æfing-
^rnar eru einkum jarðfræði-
legs eðlis. Kannski mætti líkja
þessu við náttúrufræðikenn-
ara, sem færi með nemendur
sína  í  gönguferði  til  sýni-
kennslu, þó að það sé máske
nokkuð langsótt. En það er í
rauninni ekki ósvipað. Það
sem þeir aðallega vinna að
hér er að greina þerg- og
hrauntegundir. Þeir hafa gert
slikt hið sama víðsvegar um
heiminn, t.d. á Hawaii og
einkum leitazt við að kynn-
azt eldfjallahrauni. Haise
sagði að þeir myndu að sjálf-
sögðu reyna að Jiafa með sér
jarðvegssýnishorn frá tungl-
inu til jarðarinnar, en þeir
þyrftu líka að vita að hverju
þeir ættu helzt að leita. Eins
hjálpaði það þeim að vera
kunnugir hrauni þegar þeir
þyrftu að velja sér leiðir.
Hann bjóst við að fyrsta dvöl-
in á tunglinu stæði yfir í 33
klukkustundir og þá auðvit-
að reynt að fara sem víðast.
Og auðvitað vonast þeir aUir
til að verða fyrstir.
Hvernig eru nú þessir
menn, sem geisast um himin-
geiminn í litlu hylki og eiga
sér þá ósk heitasta, að stíga
fæti á framandi hnetti, þar
sem enginn veit með vissu
hvað bíður þeirra. í trausti
þess að Haise sé dæmigerður
kandidat skulum við líta
nánar á hann. Útlitið skíptír
kannski ekki mestu máH, en
það má geta þess að hann er
dökkur á brún og brá, hár og
grannvaxinn og býr auðsjáan
lega yfir miklu líkamsþreki.
Andlitið er frítt, og stráks-
legt þegar hann brosir, og
honum virðist vera létt um
bros. Hann hefur ákaflega
rólega og þægilega framkomu
og er gersamlega laus við of-
metnað, sem auðvelt væri að
fyllast, í hans stöðu. Haise er
34 ára gamall, giftur og á
þrjú börn, það elzta 11 ára.
Hann lauk menntaskólaprófi
frá Biloxi menntaskólanum
í Mississippi, stundaði um
skeið nám við Perkinston
háskólann og lauk mjög góðu
prófi í flugverkfræði frá há-
skólanum í Oklahóma árið
1959. Hann hlaut heiðursverð-
laun fyrir frábæra frammi-
stöðu þegar hann lauk prófi
frá flugskóla Geimrannsóknar
stofnunarinnar og var sæmd-
ur „The American Defense
Ribbon". Hann var tilrauna-
flugmaður fyrir NASA við
Edwards flugherstöðina 1
Kaliforníu áður ei^ hann fór
tíl Houston og „Rannsóknar-
miðstöðvarinnar fyrir mönn-
uð geimför". Frá september
1959 til marz 1963 var hann
aftur tilraunaflugmaður hjá
NASA við Lewis rannsóknar-
stofnunina í Cleveland í Ohio.
Meðan hann var þar skrifaði
hann margar vísindalegar rit-
gerðir um flug. Haise þjónaði
í flughernum um nokkurra
ára skeið, sem orrustuflug-
maður og þjálíari og hefur
alls um 5200 flugtíma að baki,
þar af 2400 timia í þotum.
Og nú er hann sem sagt einn
af 19 geimförum sem NASA
valdi í apríl 1966 og verið er
að  þjádfa  fyrir  geimferðtir.
Margir kynnu að halda, að
geimfararnir hljóti að fá
„astronomisk" laun, en svo er
ekki. Þeir geimfarar sem í
hernum eru hafa ekki hærri
laun en aðrir félagar þeirra
sem eru af sömiu gráðu. Á
sunnudagsmorgun leggja þeir
félagar upp frá Akureyri inn
að Öskju. Þar bíða þeirra
ýmis vandamál, sem jarð-
fræðingarnir Sigurður Þór-
arinsson og Guðmundur Sig-
valdason hafa „búið til handa
þeim", en þeir eru hópnum til
aðstoðar.
Fréttamaður Morgunblaðs-
•ins mun fylgjast með för
þeirra og segja nánar frá
henni.      •  .
- REGINA MARIS
Framhald af bls. 3
ferðinni og er ódýrasta fari3
nú 17.920 kr., og nemur með-
al lækkun 5—6000 krónum.
Eins og áður sagði er
Regina Maris nýtt skip og
stolt V-Þjóðverja. öll tæki
um borð eru af fullkomnustu
gerð og aðbúnaður eins og
bezt verður á kosið. Allar
klæðningar á veggjum og gólf
um svo og innréttingar eru úr
óeldfimum efnum. Skipið
gengur 20 hnúta og eru vélar
þess 8000 hö. Rúm er fyrir
279 farþega um borð, sem búa
í 1, 2, og 3 manna klefum,
sem eru mjög vistlegir og
þægilegir. Margar vínstúkur
eru um borð svo og setustof-
ur, borðsalir, grill og fleira.
Forráðamenn ferðaskrifstof-
unnar sögðu að lokum, að
þeim hefði ekki þótt tryggt
að sigla á góðu skipi, þar sem
fyllsta öryggis væri gætt
til þeirra staða og landsvæða,
sem efst ber í heimsfréttun*
um sökum ófriðarhættu og
þess vegna hefðu þeir gert
ráðstafanir til að breyta ferða
áætluninni eins og að framan
. er skráð.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28