Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 145. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1967.
VETTVMGUR

liii
Útgefandi:
Landssambcnd Sjálfstœðiskvenna
Ritstjóri: Anna Bjarnason
ÍÞÓTT nýtt og veglegt stórhýsi
eé tekið í notkun þykir það varla
orðið fréttnæmt nú á tímum, en
eitt er samt það stórhýsi, sem
tekið var í notkun, sem vert er
að minnast sérstaklega, en það cr
hið veglega „kvennaheimili",
Hallveigarstaðir. — Var húsið
íormlega tekið í notkun á
kvennadaginn 19. júná sl., og var
þann dag opnuð vegleg listsýn-
ing á verkum íslenzkra list-
kvenna. Vegna mikillar aðsókn-
&r hefur verið ákveðið að sýn-
ingin verði opin til sunnudags-
kvölds, en ráðgert hafði verið að
benni lyki í gærkvöldi.
Nú, þegar Hallveigarstaðir
hafa verið teknir í notkun hefur
liær 50 ára gamall draumiur orð-
ið að veruleika, því einmitt um
þessar mundir eru liðin um 50
ár frá því að fyrsti formaðuir
Bandalags kvenna, frú Steinunn
H. Bjarnason, tók að rita um
byggingu fundarheimilis og
kvennaheimili fyrir kvennasam-
tökin í blað Ingu Láru „19. júní".
Nú er heimilið risið af grunni,
"— að vísu hefur fyrirkomulagi
þar verið breytt frá því sem ráð
gert var í upphafi og fannst okk-
ur tilhlýðilegt að kynna Hallveig
arstaði nokkuð og rifja upp nokk
»r atriði úr sögu þeirra fyrir les
Hallveigarstaðir
HALLVEI
Langþráður draumur íslenzkra kvenna um sama
stað fyrir félagsstarfsemi sína hefur rætzt
Samtal vib Sigríði J. Magnússon for-
mann framkvœmdanefndar
•ndum okkar og hittum því að
máli frú Sigríði J. Magnússon,
fyrrverandi formann Kvenrétt-
indafélagsins og núverandi for-
mann framkvæmdastjórnar Hall
yeigarstaða.
Var gefin lóð
*— Hver voru eiginlega fyrstu
tildrögin að stofnun Hallveigar-
•taða?
— Segja má að það hafi verið
£rú Steinunn H. Bjarnason sem
vakti fyrst máls á tillögunni í
Hallveigarstaðamálinu, en hún
var fyrsti formaður Bandalags
kvenna. Skrifaði hún margar
greinar um málið og því var
hreyft á ýmsum fundum Banda
lagsins og almennum kvenna-
fundum. Var þetta um og fyrir
1920, en þá var, eins og kunnugt
er, mikill baráttuhugur í íslenzk
um konum. Þær höfðu fengið
ctömu stjórnarfarsleg réttindi og
karlar 1915 og höfðu þá m.a. haf-
43 fjársöfnun til byggingar
t&ndsspítalans.
Árið 1923 gaf Alþingi lóð við
Lindargötu undir fundarhús.
íAIun það hafa verið fyrir atbeina
jiríx Bríetar Bjarnhéðinsdóttur.
'.'jv'ar  þá  farið  að  tala  við  hin
#msu kvenfélög og fjársöfnun
4uifin. Stofnað var hlutafélag og
%lutabréf  seld  á  25  kr.  stk.
Gengu konurnar svo ötullega
,iram  í  fjársöfnuninni  að  þær
•kiptu bænum í hverfi eftir göt
um og fóru víst nálega í hvert
hús.
Um 1930 hafði safnast gildur
sjóður, en þá fannst forráðakon-
um félagsins að hentugra væri að
skipta á lóðinni við Lindargötu
og fengu í hennar stað hornlóð-
ina á horni Garðastrætis og Öldu
götu. Þá festu þær kaup á horn-
inu Túngötumegin, sem aðal-
byggingin stendur við, — að mig
minnir á 28 þús. kr. — Én eftir
því ssm árin liðu og ekkert ból-
aði á framkvæmdum fór fjár-
söfnun að ganga dræmt. í»að var
reyndar ekki fyrr en 1943 sem
málið tók verulegan fjörkipp og
var þá kosin, fjáröflunarnefnd
hjá Bandalagi kvenna. Var frú
Guðrún Jónasson fyrsti formað-
ur hennar. Arnheiður Jónsdóttir
tók við formennsku fjáröflunar-
nefndarinnar að frú Guðrúnu lát
inni. Núverandi formaður nefnd
arinnar er frú Guðrún Heiðberg.
Hafði nefndin mörg spjót úti
til fjáröflunar, m.a. byrjaði hún
á að hafa kaffisölu fyrir almenn-
ing, sem margir hafa siðan tek-
ið upp, handavinnu- og listiðn-
aðarsýningar voru haldnar m.a.
sýning í Þjóðleikhúsinu á meðan
það var í byggingu og stór sýn-
ing í Listamannaskálanum 1948.
Laufey Vilhjálmsdóttir sem vann
ötullega í mörg áx að málefnum
Hallveigarstaða, teiknaði upp-
drátt að silfurskeið, Hallveigar-
staðaskeiðinni,  sem smíðuð var
í Þýzkalandi og seldist upp á
skömmum tíma. Nú hefur skeið-
in verið smíðuð á ný og seld
víða.
Hlutafélagið leyst upp
— Arið 1945 var samþykkt að
leysa upp hlutafélagið og husíð
gert að sjálfseignarstofnun. Þá
var   kosin   framkvæmdanefnd
skipuð 9 fulltrúum; 3 frá Kven-
félagasambandi Islands, 3 frá
Kvenréttindafélaginu, ríki og
bær, sem árlega styrktu stofnun-
ina með fjárframlagi áttu sinn
fulltrúann hvor og Alþýðusam-
band Islands 1 fulltrúa. Fyrsti
formaður nefndarinnar var Stein
unn H. Bjartmars, síðan Guðrún
Pétursdóttir, þá Kristín L. Sig-
urðardóttir og nú seinusrtu árin
hefur Sigríður J. Magnússon ver-
ið formaður nefndarinnar.
— Þá þótti sýnt að byggingar-
leyfi fyrir eins stóru húsi og
ákveðið  hafði  verið í  upphafi,
með gistiherbergjum og öllu til-
heyrandi, fengizt ekki á þessari
lóð. Var þá horfið að því máli
að byggja skrifstofu og fundar-
hús fyrir konur. Var þá þeim
aðilum, sem hlutabréf áttu i
félaginu skrifað bréf og gefinn
kostur á að fá endurgreitt hluta-
fé sitt með vöxtum, eða hvort
þeir vildu gefa stofnuninni féð.
All margir höfðu gefið fé til her-
bergja, þá^ oft til minningar um
einhverja látna konu og fannst
framkvæmdastjórninnf, etr nú
skyldi breytt um fyrirkomulag
á stofnuninni, að rétt væri að
gefa fólki kost á að fá þetta
minningarfé endurgreitt, en eins
og segir í bréfi framkvæmda-
stjórnarinnar  frá  7.  júlí  1961:
„___ef einhverjir létu samt sem
áður fégjafir sínar renna til
stofnunarinnar, að þá skyldi gerð
eirtafla með nöfnum gefenda og
nöfnum þeirra, er gjöfin var til-
Þessi mynd var tekin er fjáröflunarnefnd Hallveigarstaða gerði sér dagamun og fór saman
í leikhúsið að afloknum 100. fundi sínum. Fremst á myndinni má creina forustukonur Hall-
veiíarstaða, frú Guðrúnu Jónasson, Steinunni H. Bjarnason t»e fleiri mætar heiðurskonur,
sem vinna að málefnum stofnunarinnar. '
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28