Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 145. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1967.
Ho Chi Minh
komm-
únisti og þjóðernissinni
Eftir John Roderick
(Takíó — Associated Press)
HO CHI MINH, hinn grannvaxni
og virðulegi faðir Norður-Víet-
nam, talar átta tungumál. Eitt
þeirra er þögn. Hann þarf á
þeim ölluma að halda í viðureign-
iinni við þann aragrúa afla, sem
eru honum andstæð í baráttu
hans til að sameina Víetnaim
»ndir óhiáðum kommúnista-
iflána.
Eins ag allir leiðtogar, sern
eigast við í Víetnam, glímir
hann við tornáðnar gátur, sem
hvonki fiullkominn sigur né ósig
ur mundu leysa farsællega.
Hann veit, að vinni hann sigur
yfir Suður-Víetnam nú, leggur
hann   allt  Víetnam  að  fótum
* sbóra bróður, Rauða-Kína.
Þannig reisir þessi 77 ára
gamli florseti Norður-Víetnam
Bandaríkjunum niíðstöng, en
verður um leið að vera á verði
gagnvart nágranna sínum í
tiorðri.
Eitt vandamál hans er það,
að hann er ekki einn maður,
heldur margir. Hann er leiðtogi
kommúnistaríkis, sem reynir að
ná undir sig grannríki sínu.
Hann er yfirmaður herja, sem
eiga í styrjöld við Bandaríkja-
menn, Filippseyinga, Suður-
Kóreumenn, Ástralíumenn, Ný-
sjálendiniga og Thailendinga, —
þjóðir, sem brugðizt hafa með
vopnum við hjálparbeiðni hins
hrjáða grannríkis, Suður-Víet-
nam.
Smáríki hans mundi undir
venjuLegum kringumstæðum oft
sjást, en sjaldan heyrast á al-
þjóðanáðstefnum kommúnista.
í>ar sem ibúatala lands hans er
urm 16 milljónir manna, svipuð
og í syðra rikinu", mundi hann
standa í skugga manna á borð
við Kíniverjann Mao Tse Ttng
og leiðtoga Rússa, Leonid
Brezhnev, sem saman hafa yfir
niæstum milljarði manna að
náða.
En vegna fréttaflutnings um
allan heim af 22 ára stríði í
landinu, er Ho hampað mjög
á öllum samkundum kommún-
ista, um hann rætt, við hann
nætt og gælt á alla lund. Hann
verður að taka á allri kænsiku
ainni, ekki aðeins til að lúta
ekki í kegpa haldi fyrir óvina-
herj.uim sínum, heldur og til að
lenda ekki milli steins og
sleggju í vaklastreitu Rúsisa og
Kínverja.
Þótt þessar álhyggjur ætbu að
• nægja hrverjum manni, verður
Hb ofan á allt annað að lei/ka
ívetm skjöldum heima fyrir: Að
vera bæði þjóðernissinni og
faommúnisti. í 13 ár samfleytt
hefur hann verið einvaldur í
Norður-Víetnaim. En fyrir mörg
um samlöndum sínum er hann
„Höðurlandsvinurinn Ho", hinn
éflcafi þjóðernissinni, sem leiddi
Víetnama til sigurs yfir herra-
hjóðinni Frökkum árið 1954.
Það er þjarmað hart að honum
ár öllum áttum. Bandariskar
fkxgvélar láta kúlum og sprengj
um rigna yfir land hans, og í
suðri ylja Bandaríkjamenn og
handamenn þeirra henmönnuim
Hbs og Víetkong undir uggum.
Og til að bæta gráu ofan á
•vart, hvetja ráðamenn í
Mbskvu ag Peking hann til að
berjast  til síðasta manns.
(Mao formaður og varnarmála-
¦feðherra hans og væntanlegur
wrtftaki, Lin Piao, marskálkur,
*ru höfundar kenningarinnar
«m „Stríð fólksins." „Valdið
út úr byssuhlaupinu", er eitt
Bgasta orðtæki Maos.   Hinir
iversfcu höfundar kenningar-
iíta  á Víetnam  sem  til-
jnastöð fyrir hugmyndir sín-
Hf Ho verður sigursæll, má
búast við geysivíðtækum eftir-
köstum í kammúnistarikjun-
um.
Leiðtogarnir í Kreml lýsa því
yfir, að þeir trúi ekfci lengur
á „Stríð fólksins", hsldur á
„Friðsamlega sambúð". f þeirri
kenningu er því haldið fram, að
kommúnisminn geti náð fram-
gangi með þingræðislegum að-
ferðum, og þess vegna, þótt þeir
veiti Ho hernaðarlegan stuðning,
mundu þeir eflaust fagna því,
ef hægt væri að komast að
samningum, auðvitað að því til-
skildu að kommúnistar hagnist
á þeim.
Rússar óttast, að eyðingarstríð
með kjarnonkuivopnuim mundi
ekki aðeins þurrka út kapítal-
isma, heldur um leið kommún-
isma. En Mao vex þessi hætta
ekkert í auiguim. Eitt sinn stát-
aði hann aif því, að jafnvel þótt
varpað væri kjarnorkusprengj-
um á Kína, yrðu altént eftir
svo sem 200 milljónir manna,
meira en nóg til að halda áfram,
þar sem frá var horfið.
Svo er að lokum það, að Rúss-
ar hafa enga löngun til að sjá
hina kíniversku keppinauta sína
færa út áhrifakvíar sínar í Suð-
austur-Asíu.
Hvernig bregzt Ho við þess-
um ýmsu ásóknum fjandmanna
og bandamanna sinna?
f styrjöldinni beitir hann
skæruihernaði, hryðjuverkum og
stöku sinnurn venjulegum hern-
aði ef aðstæður eru honum í
hag.
Menn þeir, sem hann setur
traust sitt á, eru flestir hálf-
nafctir, hálfsolnir, án verndar úr
lafti og fatækir af flutninga-
tæikjum, sfcriðdrekum og meiri-
háttar skotvopnum. Helztu hern
aðarlegir kostir þeirra er þraut-
seigja, hugmyndaflug og brenn-
andi hatur, ásamt frumskógin-
um, sem sfcýlir þeim. Yfirhers-
höfðingi þeirra, Vo Nguyen Giap
sem stjórnaði úrslitaorustunnx
við Dienbiemphu árið 1954, er
lærisrveinn Maos í sfcæruher-
brögðum, en hsfur kryddað þau
með nokkrum víetnömskum sér-
einkennum.
Ho mætir ásóknum Kírwerja
með kænslku og óræðum svip.
Pekingstjórnin hefur ákært
Russa um svik við víetnömsku
þjóðina og baktjaldamakk við
Bandaríkjaimenn um að binda
enda á stríðið. Víetnamar sigla
milli skers og báru. Þegar að
þeim kemur að taka til máls,
hæla þeim Kínverjum fyrir að-
stoð þeirra og þakka jafnframt
Rússum, fyrir allt, sem þeir hafi
gert. Þetta eru marklausar ræð-
ur, sem allir sikilja þó.
Ho er engiinn kjáni. Hann
gæti tekið afst'öðu í deilu Rússa
og Kínrverja. En hann veit sem
er, að geri hann það, er meira
taps að vænta en ávinnings.
Hann þarfnast allrar þeirrar
hjálpar, sem hann nýtur nú frá
báðum aðilum.
Af þessum orsökum hlustar
hann hljóður á öll tilboð um
hersveitir frá Rússlandi og
Kína. En hann segir „Pu Yao"
og „Nyet", — nei takk fyrir.
Hann veit, að það ¦ tðkur stund-
um lengri tíma að losa sig aftur
við erlent herlið en að frá það
til landsins. Ennfremur mundi
það varpa skugga á þjóðernis-
skjaldarmerki hans.
Ho hefur .einnig séð reynsluna
í Austur-Bvrópu sýna^ hve hættu
legt getur verið að hafa rúss-
neskt herlið í landinu. Og saga
sjálfs Víietnams ber kínverskum
her ekki betra vitni. í næstum
þúsund ár drottnuðu Kinverjar
yfir Víetnam.
Þá er sótt á Hanoi-stjórnina
úr ölluim áttum að semja frið,
t.d. frá Vatíkaninu,  Sameinuðu
þjóðunum, hlutlausum þjóðum,
einstökum stjórnmálamönnum
og ýmsum friðarsamtökum. —
Kannski freista mest ásóknir
höfuðandstæðings Hos, Lyndon
B. Johnsons, Bandaríkjaforseta.
Varla líður noklkur vika án til-
mæla frá Hvíta húsinu um samn
ingafund deiluaðila.
Mörgum, sem fyrir vonbrigð-
um hafa orðið vegna stöðugrar
neitunar hans að setjast að samn
iingaborði, kann að virðast Hó
þrjózkur og ósveigjanlegur mað
ur. Hann er það. Auk þess er
hann alveg miskunnarlaus, en
hann hefur breytt svolítið um
stefnu  að  undanförnu.
Fyrir tveimur árum lýsti hann'
yfir skilyrðum kommúnista fyr-
ir friðarsamninguim í Víetnam.
Þau voru: Heimköllun alls er-
lends herliðs frá Suður-Víet-
nam, viðurkenning á Víetkong,
sem eina fulltrúa Suður-Víet-
nama, afturhvarf til ákvæða
Genfarsáttmálans og að vanda-
mál Víetnams verði útkljáð af
Víetnömum án erlendrar íhlut-
unar.
En snemma á árinu 1967 lét
Ko þess óbeint getið, að þessi
f j'ögur skilyrði væri aðeins „hinn
rétti grundvöllur friðarumleit-
ana", — en hægt væri að hefja
umræður, ef Bandaríikin hættu
loftárásum á Norður-Víetnam. í
svarbréfi við friðarboðum John-
sons í fyrstu vifcu febrúarmán-
aðar sagði Ho orðrétt: „Ef banda
rísfca stjórnin óskar í raun og
veru eftir friðarumræðum, verð
ur hún uimfram allt að stöðva
sprengjuárásir og aðrar hernað-
araðgerðir gegn Norður-Víet-
nam skilyrðislaust."
Loks er sótt á Ho innan hans
eigin flokks, Lao Dong (verka-
manna) flofcksins. Kínverjasinn-
ar undir florystu Troong dhinh
líta allar friðarviljayfirlýsingar
Hos illu auga. Það sló í brýnu
milli Hos og Ohinh árið 1957, og
Ho rafc hann úr aðalritarastöðu
flokksins. Kinversk áhrif forð-
uðu Ohinh frá harðari refsingu.
Nú er hann valdamifcill aftur
og lœtur óspart til sín heyra.
Sá armur flakksins, sem
hlynntari er Rússum, lýtur for-
ystu Giaps. Hann er sammála Ho
um þáð að fara sér hægt og
gætilega. Auk þess telur hann,
að Rússar hafi imerra að bjóða
bernum af nýtízfcu hergögnum
og hertækni en Kínverjar. Hann
kærir sig ekkert um kínverska
Shlutun í Víetnam.
Maðurinn, sem öll þessi hring-
iða snýst um, lifir hljóðlátu og
flábrotnu lífi í Hanoi. Fra-nskur
blaðamaður, sem heimsótti hann
í janúar, segir, að hann búi í
litlu einbýlishúsi í garðinum að
baki forsetahallarinnar, þar sem
eitt sinn bjuggu frönsku lamd-
stjórarnir. Hann sefur í hörðu
trérúmi og borðar hófsamlega
hrísgrjón og grænmeti, sem
hann sfcolar niður með tei.
Hann er uppi með fluglunum
og hefur daginn á því að renna
augunum yfir öll erlend blöð,
sem hann getur komið höndum
yfir, og snýr sér síðan að bragð-
daufara lesefni, miálgögnum
víetnamska kommúnistafloikks-
ins. Bf vinnain kallar, sezt hann
niður við vestræna ritvél og
hamrar á hana með tveim finigr-
um.
Ho er keðjureykingamaður.
Beztir þykja honum frönsfcu
Gaulois-vindlingarnir, en lætur
sér nægja víetnamskt tóbak,
þegar hann nær ekki í þá. Hann
klæðist yfirleitt aðeins víðum,
stuttum kyrtli og buxum, en er
mjög snyrtilegur að yfirbragði.
Hann ér mjög ákafur hlust-
andi og áhugasamur viðræðandi,
enda hittir hann margt fólk á
annríkisdagL Þegar í þeirra hópi
Þessi mynd af Ho Chi Minh,  forseta  Norður-Víetnam,  er
eftir Dick Hodgins, teiknara hjá Associated Press.
eru útlendingar, talar hann aft-
aist við þá á einhverju hinna sex
erlendu tungumála, sem hann
hefur á valdi sínu. Ho Chi Minh
er nefnilega ekki einangraður
kommúnisti, heldur heimsmað-
ur. Hann yfirgaf Vietnam 19 ára
að aldri og hlaut menntun sína
í London, París og loks Moskvu,
iþar sem hann kynntist Lenin,
Stalín og Trotsky. Árið 1927 var
hann kominn til Kína og þá sem
iflulltrúi kommúnistahreyfingar
Suðáustur-Asiu. í lok síðarl
'heimisstyrjaldarinnar greip hann
tækifæríð, kom aftur til Hanoi
og setti á stofn bnáðabirgðastjóra
í víetnamska hluta Indó-Kína.
Þegar Frakkar komu aftur,
hittu þeir Ho fyrir og reyndu að
búa með honum. En það tófcst
ekfci, og eftir fylgdi ellefu ára
styrjöld, sem kostaði Frakka 11
milljarða dollara (næstum 500
miljarða ísl. kr.) og leiddi til
Genfarsátbmálans 1954. Víetnam
var skipt, en takmark Hos var
áfram hið sama, — eitt ríki
undir stjórn kommúnista. Það
er enn takmark kommúnistans
jafnt sem þjóðernissinnans Ho
Ohi Minhs.
- ALDARAFMÆLI
Framhald af. bls. 15.
arnir bærðu ekki á sér. f þeirra
augum voru byltingarmenn
brezku nýlendnanna engu minni
óvinir en brezku málaliðarnir.
Þeir höfðu ekki gleymt átökum
7 ára stríðsins og þá höfðu þeir
einmitt fyrst og fremst barizt
gegn þessum sömu nýlendubú-
um. Þeir gátu því vel unnt þeim
að bíta á nokkru beizku.
Dorchester lávarður var þá land
stjóri Breta í Kanada og ritaði
stjórninni í London í upphafi
stríðsins, að það væri skoðun sín
að Frakkana þyrfti ekki að ótt-
ast. Þeir myndu ekki verða
hættulegir meðan allt gengi vel,
en heldur ekki hjálpa til þó illa
færi.
Þetta frelsisstríð setti samt
óafmáanleg spor sín í sögu
Kanada, því að tugir þúsunda
manna af enskum ættum, úr
brezku nýlendunum, sem ekki
vildu gerast uppreisnarmenn
gegn móðurlandinu flýðu heim-
ili sín í hinum nýstofnuðu
Bandaríkjum og settust að í
Efra-'Kanada, eins og svæðið
milli vatnanna miklu og Hudson
flóa, austur að Ottawaánni var
síðan kallað. Þetta svæði, sem
nú nefnist Ontarío-fylki varð að
mestum hluta byggt brezkum
mönnum, sem hötuðu byltinga-
menn Bandaríkjanna og voru
sauðtryggir þegnar í brezka
heimsveldinu. Frakkar héldu
hins vegar á svæðinu meðfram
St. Lawrencefljótið, þar sem nú
heitir Quebeckfylki og nær nú
norður eftir öllum Labrador-
skaga vestur 'að Hudson- og St.
Jamesflóa.
Tvíbýlið.
Bretum var nú sá vandi á
höndum að stjórna nýlendu, sem
var skipt í tvennt: annarsvegar
landssvæði byggt kaþólskum
íbúum, mæltum á franska tungu,
sem voru staðráðnir í því að
varðveita þjóðerni sitt, tungu,
trú og stjórnarfarsleg sérrétt-
indi, — hins vegar landssvæði
'byggt afkomendum þeirrar eig-
in þjóðar,' sem þrátt fyrir tryggð
sína við móðurlandið, enskan
hugsunarhátt og tungutak vildu
vera eins óháðir stjórninni f
London og unnt var. í þriðja lagi
var óvinveitt vaxandi veldi
Bandaríkjanna í suðri, íbúarnir
þar mæltir á sömu tungu og
Englendingar sjálfir, myndu
ekki setja sig úr færi með að
gera Bretum erfitt fyrir.
Bandaríkjamenn gerðu brátt
aðra tilraun til þess að hernema
Kanada þegar styrjöldin þeirra
og Breta stóð 1812-13. Þá var
mest barist á Niagarasvæðinu,
en við friðarsamningana 1
Ghent 1814 var engu breytt frá
því verið hafði. Síðan þessir at-
burðir gerðust hefur sameining
Kanada og Bandaríkjanna verið
næsta fjarlægur möguleiki.
Árið 1840 voru samin lög um
samband Efra- og Neðra-Kanada.
íbúðum landsins hafði fjölgað
upp í eina milljón og þessi ný-
lenda var orðin hin mikilvæg-
asta. Samkvæmt þessum lögum
voru bæði ríkin jafn rétthá.
Sambúðin við Bandaríkin hafði
farið batnandi og ríkin gerðu
með sér víðtækan viðskipta-
samning. Kanadabúar gátu sam-
kvæmt honum flutt landlbúnað-
arvörur sínar tollfrjálsar suður
yfir landamærin. Græddu þeir
ótæpt á þeim meðan á borgara-
styrjöldinni bandarísku stóð, en
vegna þess hve Bretar voru hall-
ir undir Suðurríkin endurnýjaði
stjórn Bandaríkjanna ekki
þennan samning þegar hann
rann út 1865.
Sambandsrikið Kanada.
Bretum stóð ætíð ógn af hinu
sterka franska þjóðarbroti 1
Efra-Kanada eða Quebeck. Sam-
búð þessa tveggja jafnréttháú
þjóðarbrota í nýlendunni hafði
einnig 'oft leitt af sér þrátefli er
stóð í vegi fyrir nauðsynlegum
framförum. Þeir leituðu því ráðs
að binda endi á það ástand og
tækifærið kom þegar aðrar ný-
lendur þeirra í Norður-Ameríku
voru að þreifa fyrir sér um að
mynda samband sín á milli. Það
voru Nýja Skotland, Nýja Brúns
vík  og     Edvarðsey.  Þessar
samningaumleitanir leiddu til
þess að haldin var ráðstefna í
Quebeck. Þar varð að samkomu.-
lagi að leggja til við stjórn-
ina í London að fjögur
fylki skyldu ganga í eitt ríkja-
samband og mynda sjálfstjórnar
nýlendu, dominion. Þessar til-
lögur voru samþykktar í enska
þingihu undir nafninu Brezku
Norður-Ameriku lögin og gengu
í gildi hinn 1. júlí 1867.
Þannig varð Kanada til í upp-
hafi úr 4 nýlendum. Efra-Kanada
nefndist nii Quebeckfylki,
Neðra-Kanada, Ontarío, hin
voru Nýja-iSkotland og Nýja-
Brúnsvík. Edvarðsey kom ekki
inn í fylkjasambandið fyrr en
1873 og Nýfundnaland bættist
ekki í hópinn fyrr en 194í>
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28