Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 156. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNELAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JULÍ 1967
Furðuleg skemmdar-
verk í somarbústað
MAÐUR nokkur kom að»máli
við Mbl. í gær og sýndi okk-
ur nokkrar myndir af vegs-
ummerkjum í sumarbústað,
sem hann á innan lögsagnar-
umdæmis Reykjavíkur.
Er þar vægast sagt ljótt um
að  litast.
Brotizt hefur verið" inn í
bústaðinn s.l. vor eða síðla
vetrar og allt brotið þar og
bramJað. Húsgögnum hefur
verið velt, loftklæðning og
þiljur rifnar, salerni brotið,
skápum velt og þeir brotnir.
Telur eigandinn að „gestirn-
ir" hafi valdið tjóni á bústað
og innanstokksmunum, sem
nemur um 70—80 þúsund
krónum.
Ekki er -vitað með vissu
hvenær þetta skemmdarverk
var framið, en ef einhver
skyldi hafa orðið var við um-
gang ókunnra manna um bú-
stað í nánd við Reykjavík,
væru upplýsingar vel þegnar.
Hugsanlegt væri til dæmis að
leigubílstjóri hefði flutt
skemmdarvargana á vettvang,
og væri minnugur ferðarinn-
ar.
Morgunblaðið birtir hér 3
myndir af skemmdarverkun-
um öðrum til viðvörunar.
Svo virðist sem ekki sé leng-
Þannig  var  umhorfs
Göt höggvin í loft.
Séð inm á salernið, þar sam a llt var brotið og bramlað.
Fyrstu íslenzku frímerkin sýnd
— á afmælissýningu Félags frímerkjasafnara
EINS og skýrt var frá í frétt-
um, átti Félag frímerkjasafnara
10 ára afmæli 11. júní s.l., og í
tilefni afmælisins er áformað að
halda frímerkjasýníngu í Boga-
sal Þjóðminjasafnsins í byrjun
september n. k., og er undirbún-
ingur sýningarinnar nokkuð á
veg kominn.
Morgunblaðið átti tal við for-
mann sýningarnef ndarinnar, Jón-
as Hallgrímsson og bað hann að
skýra lesendum blaðsins frá til-
högun og ýmsu varðandi fram-
kvæmd sýning&rinnar, og sagðist
honum svo frá:
—• Hér er um að ræða ein-
hverja þá athyglisverðustu sýn-
inigu íslenzkra frímerkja, sem
um getur, m. a. vegna þess, að á
sýningu þessari verður sýndur
hluti af frímerkjasafni því, sem
íslenzka póststjórnin keypti fyrir
allmörgum árum frá Svíþjóð.
Safn þetta var í eigu manns, sem
nú er látinn og hét Hans Hals
og var timburkaupmaður. í
Stokkhólmi. Var hann þekktur
fyrir söfnun sína á íslenzkum
frímerkjum, og fyrir safn þetta
fékk hann margs konar viður-
kenningu á "erlendum vettvangi,
m. a. gullverðlaun á alþjóða-
frímerkjasýningu í Wien árið
1933.
fslenzka póst- og símamála-
stjórnin hefur sýnt Félagi frí-
merkjasafnara þann heiður og
velvilja í tilefni afmælisins að
lána hluta úr þessu stórmerka
safni til sýningar, en í safninu
eru dýrmætustu og sjaldséðustu
íslenzk frímerki, sem til eru.
Þarna má sjá fyrstu islenzku frí-
merkin, sem út voru igefin hér á
landi árið 1873, en það eru hin
svonefndu     skildingafrímerki.
Eru þau í dag í hæstu verð-
flokkum íslenzkra frímerkja og
vandfengin. Einnig eru í safn-
inu umslög með þessum sjald-
séðu frímerkjum og auk þess er
þar margt annarra frímerkja.
sem margur frímerkjasafnarinn
hefur sjaldan eða aldrei augum
litið.
í sambandi við þessa merku
sýningu verður þar einnig sögð
saga Félags frímerkjasafnara á
þe&su tíu ára tímabili, sem félag-
ið  hefur  starfað.  Verður  þar
Merki sýningarinnar lítur þann-
ig út, en það verður m.a. notað
til myndskreytingar á umslög,
póstkort og annað sem Félag frí-
merkjasafnara hyggst gefa út og
hafa til sölu þá daga sem sýn-
ingin stendur yfir.
brugðið -upp myndum af starf-
semi félagsins og ýmsu því, sem
að frímerkjasöfnun lýtur, en
hún er sú tómstumdaiðja, sem
ungir og gamlir stunda mest um
heim allan.
Sýningarnefnd,  sem  tók  til
starfa á s.l. vetri, hefur nú þeg-
ar unnið margvísleg störf til
þess að sýning þessi megi takast
sem bezt, og hefur m. a. leitað
til ættingja fyrrverandi eiganda
safnsins með beiðni um ýnisar
upplýsingar varðandi sögu þess,
sem áður var ekki vitað um.
Þá hefur sýningarnefndin feng-
ið Jón Aðalstein Jónsson cand.
mag. til að undirbúa útgáfu vand
aðrar sýningarskrár, þar sem
sögð verður saga Hans Hals
ásamt margskonar fróðleik um
hið merka safn og á hvaða hátt
honum tókst að ná þessum dýr-
mætu  frímerkjum saman.
Eitt af verkefnum sýningar-
nefndarinnar var einnig að senda
erlendum frímerkjatímaritum,
frímerkjafélögum, dagblöðum og
söfnurum tilkynriingu um sýn-
inguna, og nú þegar er vitað, að
margt erlendra áhugamanna um
frimerkjasöfnun hefur áætlað að
taka sér ferð á hendur til ís-
lands í tilefni sýningarinnar.
Á sýningunni verður starfrækt
pósthús og söludeild. Má ætla,
að sérstakur póststimpill verði
notaður þar, svo sem tíðkazt
hefur á undanförnum frímerkja-
sýningum hér.
Að lokum sagði Jónas:
— Hér er um merkisattourð að
ræða, því að telja má, að þetta
sénstæða safn hafi að geyma alla
þá „gimsteina" íslenzkra frí-
merkja, sem út hafa verið gefin,
og það er von sýningarnefndar-
innar, að sýning þessi stuðli að
víðtækari þekkingu á íslenzkum
írímerkjum og frímerkjasöfnun
og að hún verði um leið til
aukinnar þekkingar á landi og
þjóð.   .
ur unnt að skilja eftir læst
hús á almannaleið. Þar virð-
ist þurfa að ramm-girða fyrir
glugga, og helzt hafa vörð um
húsin.
Lárus Sigur-
björnsson læt-
ur af störfum
A fundi sínum 11. júlí sl. sam-
þykkti borgarráð, að veita Lár-
usi Sigurbiörnssyni, skjala- og
minjaverði, lausn frá störfum
frá 1. maí 1968 og orlof vegna
veikmda frá 1. ok't. n. k. að telja.
Lárus Sigurbjörnsson er fædd-
ur 22. maí 1903, sonur* hjónanna
Sigurbjaraar Á. GíslasOnar,
prests í Asi og Guðrúnar Lárus-
Lárus Sigurbjörnsson
dottur. Hann varð stúdent 1922
og cand. phil. frá Kaupmanna-
hafnarháskóla 1923. Arið 1929
réðst Lárus í þjónustu Reykja-
víkurbæjar og var skipaður að-
stoðarmaður     bæjargjaldkera
1936. Árið 1951 varð hann skjala-
og minjavörður og hefur gegnt
því embætti síðan.
? ? ?
Þrjár nýjar
gróðrastöðvar
í Reykjavík
Á FUNDI sínum 11. júní sl.
samþykkti borgarráð tillögu lóða
nefndar um úthlutun þriggja
lóða undir nýjar gróðrastöðvar.
Tvær þessara stöðva verða í
Sogamýrinni, austan við Iðn-
garða en ein austast í Fossvog-
inum, rétt við Blesugróf. Lóða-
hafar eru Pétur V. Ólason, Karfa
vogi 23, Birgir Þórðarson, Mið-
stræti 8b og Hafsteinn Hafliða-
son, Dyngjuvegi 11.
Allt eru þetta ungir menn og
lærðir í garðyrkju, sem þarna
ætla að hefjast handa, en taka
mun um 3 ár að undirbúa landið
svo að hægt verði að reka þar
gróðrastöðvar.
STAKSTUMR
Framsókn og
bæ j arútgerðin
Þjóðviljinn birti í gær for-
ystugrein undir fyrirsögninini
„Framsókn og bæjairútgerðin". *.
Deilir blaðið þar hart á Fram-
sóknarflokkinn fyrir skeytingar-
leysi um atvinnumál Reykvík-
inga. Þjóðviljinn kemst í upp-
hafi forystugreinar sinnar að
orði á þessa leið:
„Alkunna er, að Framsóknax-
flokkurinn og blað hans Tíminn,
hafa aldrei sýnt neinn áhuga
fyrir atvinnumálum Reykvík-
inga. Sérstaklega hefur Timimn
alla sína tíð agnúast útí togara-
útgerð og nánast talið hana frá
hinum vonda. Sennilegasta skýr
ingin ea- sú, að togaraútgerð sé
of umfangsmikil og stór í snið-
um til þess að samrýmast smá-
sálarlegum og þröngsýnum hugs
unarhætti Framsóknar. Á sínum
tíma kallaði Eystéinn Jónsson
nýsköpunartogarana „gums" og »
helzta átrúnaðargoð Fratmsóknax
í fjármálum vildi heldur lána.
útlendingum gjaldeyrissjóð lands
manna í stríðslok an sjá honnm
varið i uppbyggingu og endur-
nýjun togaraflotans.
Þetta skilningsleysi Framsóku
ar á mikilvægi togaraútgerðar
er enn óbreytt. Sést það vel af
afstöðu hennar nú og skrifum
Tímains um þá ákvörðum borgar-
stjórnar að leggja framkvæmda-
sjóffi til 25 millj. kr. í ár vegna
hallareksturs     Bæjarútgerðar
Reykjavikur".
Fyrsta
ungmennaíélagið
Suðurland, málgagn Sjálf-
stæðismainna á Suðurlandi, birti
nýlega forystugrein um fyrsta
ungmennafélagið, <™ stofnað
var árið 1906. Kemst blaiðið m.
a. að orði á þessa leið:
„Ungmennafélagsskapurinn og
lýðskólahreyfingin fluttust hing- *'
að til lands í byrjun þessarar
aldar. Fyrsta ungmennafélagið
var stofnaS á Akureyri 1906.
Stefnuskirá þess var hin sama og
síðar var viðurkennd fyrir Ung-
mennafélag íslands. f stefnu-
skránni var ákveðið að efla allt
sem væri rammíslenzkt, að
vernda islenzka tungu og þjóð-
erni, að vinna að fullu sjálf-
stæði fsiands og fá viðurkennd-
an þjóðfánann, efla rækttun
lands ogr lýðs, skógrækt og land-
græðslu, að stuðla að bindindis-
semi og reglusemi í daglegum
störfum, a.ð efla íþróttir og þá
ekki sízt íslenzka glímu".
Heillavænleg áhrif
á þjóðlífið
„Suðurland" heldur forystu-
grein sinni áfraim og lýkur henni
með þessum orðum:
„Enginm vafi er á þvi, að
stofnun ungmennafélaga og
stefna þeirra hafði vekjandi og
heillavænleg áhrif á þjóðlífið.
Þá var kveiktur sá hugsjóna-
eldur meðal íslenzkrar æsku,
sem varð til þess að auka þrek,
bjartsýni og óeigingjarna starf-
semi í þágu lands og þjóðar.
Siðan hafa ungmennafélögin
starfað með misjafnlega miklum
þrótti, en sá kyndill, sem kveikt
ur var er enn borinn uppi
meðal ungmennafélaganna. Þess
vegma er engin ástæða til þess
að efast um að æskaín í dag geri
skyldu sína og stuðli að því aiS
áfram verði haldið að efla það
sem islenzkt er og koma því í
framkvæmd, sem íslandi má
verða til gagns í nútíð og fram-
tíð".
Þetta er vel mælt og saim-
gjarnlega. Ástæða er þó til þess
að hugleiða, hvort ekki sé nauS-
synlegt að ungmennafélögin efli
starfsemi sína og verði virkara
afl í hinu íslenzka þjóðfélagi, em
þau hafa verið á síðustu árum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28