Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16
MORGUNBLABIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1967
Fjárhús úr plasti, bogum, vírneti og hálmböggum á Hálandasýn-
ingunni.
—  Skotlandsbréf
Framhald af bls. 15
GervimjólkurdufUð, sem þarf
til að ala lamb til sex vikna ald-
urs, kostar hér um kr. 135 í
lambið. Þetta þykir enn nokkuð
íhátt verð hér og of hátt nema
um 'góðan markað sé að ræða
fyrir lömbin, en vonir standa til,
að verðið fari lækkandi með
aukinni framleiðslu. Þess ber
lika að gæta, að sé um að ræða
að ala marglembinga á gervi-
mjólk, má kostnaðurinn vera
meiri en ella, án þess að tap verði
að, því að annar kostnaður á
þessum lömbum er mun minni
heldur en á einlembingum og
tvílembingum.
Fóstur fyrir 4 lömb —
sjálfbrynning á sauðburði.
Fóstrurnar, sem gervimjólkin
var gefin í, eru einfaldar og
ódýrar, kosta um kr. 160 fatan
tilbúin til uppsetningar, og
íhverri fötu fylgja slöngur og
spenar fyrir 4 lömb. Þessar fötur
eru nú komnar á markað hér.
Annað atriði, sem skilyrðis-
laust þarf að taka upp við ís-
lenzkan   sauðfjárbúskap,   voru
sjálfbrynningartæki, sem hæg!
er að setja upp hvar sem er í
fjárhúsum á sauðburði. Vatns-
kerin sjálf eru þau sömu og not-
uð eru í íslenzkum fjósum, og
leiðslurnar sem notaðar eru, er
hægt að fá frá Reykjalundi. Það
eru venjulegar hálftommu-plast-
leiðslur. En það hefur fáum dott-
ið í hug á íslandi ennþá að
kaupa   vatnsker   og   leiðslur,
setja þetta saman og losna við
vatnsburðinn í tvílemburnar á
innistöðu á sauðburði. Leiðslurn*
a>r voru hér lagðar eftir milli-
gerðum eða með þaki eða gólfi,
eftir því sem hentugast var, og
ekkert þurfti fyrir að hafa nema
tengja þær við krana með renn-
andi  vatni einhversstaðar.
Hvað af þessu hentar okkur á
íslandi?
Er svo nokkur ástæða til fyrir
okkur úti á íslandi að vera að
apa svona nokkuð eftir Bretum?
Getur nokkur maður ætlazt til
þess að það, sem á við í brezk-
um fjárbúskap eigi við hjá okk-
ur?
Þannig munu margir spyrja á
þessu stigi.
Við þessu er ekki hægt að
gefa nein ákveðin svör eins og
er.
En það er vitað, að á margan
•hátt má létta störfin við fjár-
búskap á íslandi, auka arðinn af
fjárstofninum og bæta afkomu
fjárbóndans.
Frásögn af því sem aðrir hafa
reynt, getur oft orðið holl bug-
vekja fyrir þá, se-m vilja reyna
eitthvað nýtt sjálfir.
Stefán Aðalsteinsson.
Akranesfréttir
Akranesi, 17. júlí.
Afli humarbáta hefur glaðzt
hér að undanförnu. Vs. Keilir
kom inn í dag með 28 tunnur af
óslifcum humar og 12 lesitir af
blönduðum fiski.
Trilliur og sinurvoðarbá/tar arfla
aftur á móti lítið.
Handfærabátarnir Ásmundur,
Haukur og Reynir lönduðu hér
um helgina frá 12—14 lestum, að-
allega ufsa.
Vs. Ólafur Sigurðsson lagði hér
á land um 400 tunnur af fallegri
síld úr Faxaflóa, sem nýttist illa
vegna  mikilla  anna  frystihús-
anina.
Hraðfrystihúsið Heimaskagi
hefur ekki haft undan að frysta
hvalkjötið frá hf. Hval og hefur
orðið að frysta og geyma í öðrum
frystihúsum hér í bæ.
Flutningaskipið Kala Príva frá
Sameinaða gufuskipafélaginu tek
ur hér í dag til útflutnings 200
lestir af síldarmjöli frá Síldar-
og fiskimjölsverksmiðjunni hf. —
HJÞ.
—  Mallorca
Framhald af bls. 17
ið er frá 3000 til 4500 pst. Okkur
er sagt, að svissnesk úr séu
ódýrari á Spáni en annarsstaðar,
vegna þess að þau séu flutt inn í
landið tollfrjáls.
Á Canne Colon, rétt hjá
Plaze Cort, er Ralojería Bspan-
ola, verzlun, sem hefir Omega,
Longine  og  fleiri þekkt  merki.
Við þurfum ekki að vera neitt
feimin við það, þó að við get-
um ekki talað annað en íslenzku.
Það er fjöldinn allur af ferða-
fólki, sem ekki talar annað en
sitt eigið móðurmál. Við gerum
okkur skiljanleg með bending-
um, og svo notum við bara ís-
lenzkuna okkar, það er betra en
að þegja, því að Spánverjar
kunna betur að meta það. Við
getum oft lent í skemmtilegum
ævintýrum, þegar skortur er á
málakunnáttunni.
Skórnir sólaðir í stað þess
að bursta þá
Hjón ein ú'r okkar hópi voru
að verzla í Palma. Eiginkonan
þurfti að fara inn í margar verzl
anir og eiginmaðurinn var orð-
inn þreyttur á að þramma á eft-
ir henni. Á meðan hann beið eft
ir henni fyrir utan búð eina, fór
hann að líta í kring um sig og
kom þá auga á þægilegan stól
skammt frá. Þar stóð maður með
stóra svuntu framan á sér og ein
hverjar „skógræjur". Eiginmað-
urinn hélt, að þetta væri einn af
hinum mörgu skóbursturum,
sem hann hafði heyrt um að
væru í Palma. Svo þreyitur
sem hann var, gat hann ekki
stillt sig um að fá sér sæti í
stólnum, og hugsaði sem svo, að
þó að hann þyrfti að láta bursta
skóna sína um leið, gæti það
ekki kostað svo mikið. Þegar eig
inkonan kom út og fór að svip-
ast um eftir honum, sá hún,
hvar hann hélt sér í báðar stól-
bríkurnar og horfði með angist-
arsvip á, er verið var að festa
gerðarlega gúmmísóla undir
skóna hans. Við skáluðum síðar
óspart fyrir sólunum, sem har.n
kuningi okkar fékk óvart undir
skóna sína í Palma.
Kirkjur, söfn og aðrar merkar
byggingar
Við þurfum að fara aðra faið
til Palma til þess að skoða sógu-
legar byggingar og söfn. Bezt
er að gera það á sunnudegi, en
þá er engin hætta á því, að við
villumst inn í verzlanir.
Þá lítum við ekki lengur á
okkur sem „túrista", en tökum
okkur virðulegra heiti og kffiö-
um okkur ferðalanga eða ferða-
menn.
Ferðalangar eru í meki met-
um hjá Spánverjum en túristar,
sem hafa það eitt upp úr för
sinni að koma heim með léttari
pyngju.
Við látum aka okkur beint að
dómkirkjunni í Palma. Það cr
önnur stærsta kirkja á Spáni,
byggð á miðöldum. Allar
kaþólskar kirkjur á Spáni eru
íburðamiklar og skrautlegar, og
auðugar af listaverkum og söfn-
um. Strangir og hátíðlegir helgi
siðir kirkjunnar hafa sterk
áhrif á hug manna, og eiga sinn
þátt í því að móta daglegt líf
þeirra.
Þessi einkenni kaþólsku kirkj
unnar koma ljóst fram á Spáni.
Frá dómkirkjunni getum við
leigt okkur skrautlegan hest-
vagn, og ekið að kastalanum á
Bellver, sem er 650 ára gömul
bygging, og sést langt að, því að
hún stendur á hæð, og gnæfir
yfir Palma.
Á torginu við Plaza Cort er
San  Francisco  kirkjan.  Þar  er
RiTSTJÓRN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA'SKRIFSTOFA
SÍMI  'KD.IOO
kiaustur frá miðöldum og bóka-
safn mikið.
Skammt frá dómkirkjunni er
bygging, sem lítur úr að utan
eins og kirkja. Það er La Lonja,
en hana reistu hinir ríku kaup-
menn á gullaldartímum Mall-
orca, var hún notuð sem eins-
konar kauphöll. Þar er nú lista-
safn.
Breiðstræti Palma, í daglegu
tali kallað „Borne" var áður
skipgengt fljót. Þar flétta trén
saman krónur sínar og mynda
laufþak hátt yfir höfði manns,
og skýla vegfarendum fyrir
hinni sterku sól. Borne er með
fegurstu breiðstrætum er við
höfum séð. Þessa skoðunarferð
til Palma höfum við farið af
sjálfsdáðum.
Ferðaskrifstofan sér okkur
fyrir vel skipulögðum kynning-
arferðum á helztu staði á
Mallorca, með góðuna leiðsögu-
manni, svo að ekki er ástæða til
þess að fara frekar út í frásagn-
ir af því, enda mún annar gera
því skil síðar.
Þeir sem hafa meiri tíma til
umráða á Mallorca geta kynnt
sér margt fleira. Það er afar
skemmtilegt að fara til Puig-
punyent og Galileu, sem er sér-
kennileg fjallaleið með smáþorp
um. Þangað er ©kki haaglt að kom
ast með langferðabílum, og þetta
er sá hluti eyjarinnar, sem hefir
fiengið aið vera í friði fynir 80^*
mannastraumL
Við leigjum okkur bíl í þessa
ferð, það kostar 10 pst. fyrir
hvern kílómeter fram og til
baka, og greiðsla fyrir það að
láta bílinn bíða er svo lág, að
okkur er ráðlagt að gefa bíl-
stjóranum aukaþóknun, ef hann
er látinn bíða lengi.
Nú er dvöl okkar senn lokHJ
hér á þessari dásamlegu eyju.
Við pökkum niður í ferða-
töskurnar og kveðjum þjónalið-
ið, sem í flestum tilfellum eru
einu Spánverjarnir, sem túrist-
arnir komast í kynni við. Það er
mesta furða, hve mikið er eftir
af hinu heiðarlega spánska eðlis
fari þeirra eftir þau kynni.
Bílstjórinn okkar er í vand-
ræðum með að koma fyrir hin-
um fyrirferðamikla farangri.
Við skulum ekki gleyma því,
þegar við kveðjum hann, að
víkja að honum fimm til tíu pst.
þóknun.
í Lundúnaveldi
Síðan er flogið til London og
gist á Regent Palace. Það er
mikið að gera hjá okkur í
London þennan eina dag sem við
höfum þar til umráða. Þar höf-
um við fararstjóra frá ferðaskrif
stofunni, sem býðst til þess að
fara með okkur til þess að
skoða eitthvað markvert í
Lundúnaborg, en hann verður
víst að gera það einn síns liðs.
Allir þurfa að verzla, en þeir
sem eru orðnir auralitlir halda
kyrru fyrir á hótelinu og fá út
á það myndir af sér með Simon
Templar.
Þegar við -hittumst aftur má
sjá, að tíminn hefur verið not-
aður vel. Fyrir utan úttroðnar
handtöskur, sem við höldum á,
haaf nú bætzt við stórar ðskjur
frá vöruhúsum í London. Þegar
við þrömmum inn á flugstöðina,
lítum við út eins og klyfjaoir
baggahestar, sem fólki verður
starsýnt á.
Við fljúgum heim með flugvél
frá Loftleiðum.
Nú er ekki sungið neitt, því
mannskapurinn er svo dasaður,
að það er varla hægt að halda
sér vakandi, þangað til matur
er fram borinn. Þó keyrir um
þverbak, þegar flugfreyjunum
gengur illa að koma út koníak-
inu, sem boðið er upp á ókeypis
aftir matinn.
Þegar við komum til okkar
ástkæra lands -aftur, finnst okk-
ur dálítið svalt. En hreina loftið
hreinsar fljótlega af okkur sleni-
ið og letina, sem við vorum far-
in að finna fyrir á Spáni. Að
lokum kveðjast allir með kær-
leikum eftir ógleymanlegt ferða
lag.
Skrifað á Mallorca
í júnímánuði.
Gyða Jóhannsdóttlr.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28