Morgunblaðið - 25.08.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.08.1967, Blaðsíða 5
WTCmGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1967 5 STYTTAN Vatnsberinn eftir Ásmmid Sveinsson hefur nú váirið steypt í kopar og sett niður á fallega grágrýt- isklöpp efst á Liftlu-Hlíð Fyrir tæpum tuttugu árum blossaði upp harðvít- ug ritdeila í reykvískum blöðum út af þessu verki, þegar setja átti það upp í Miðbænum. Einn deiluaðila lýsti því þá yfir, að ef af uppsetningunni yrði, skyldi hann ganga á styttuna m.;ð sleggju og mölva hana nið- ur. Var þá hætt við fyrir- hugaða uppsetningu. — Ætli það séu ekki ein tuttugu ár síðan, að Fegr- unarfélagið sáluga með Ragnar í Smára í broddi fylikingar keypti þessa mynd, sagði Ásmundur, þegar við fórum að s'koða Vatnsber- ann einn daginn. Ætlunin var að setja styttuna upp við gamlan brunn við Bankastræti. . Ég var nú aldrei vel nægður með þann atað. En svo komu blaðaskrif in til sögunnar. Ég nennti nú aldrei að lesa það allt saman en ýmislegt var víst látið þar flakka. Nú endir- inn varð sá, að stytfan var sett niður 'héina í garð- horninu hjá mér. Það líkaði mér stórvel. Hún tekur sig vel út í horninu. — En nú er Va'tnsberinn kominn upp eftir allt saman. — í>að held ég nú. Einn góðan veðurdag hringdi borgarstjórinn í mig og spurði, hvort ég væri því nokkuð mótfallinn, að styit unni yrði komið fyrir ein- hvers staðar. Ég tók nú svona og svona í það, því ég hefði saknað hennar úr garðinum hjá mér. í>á sagði borgarstjóri, að þeir ætluðu að láta steypa hana í kopar. Ég varð himinlifandi — mér fannst þetta svo mikill uppreisn fyrir Vatnsberann. ‘Hérna er Vatnsber- inn ú réttnm stnð‘ — Og svo er styttan steypt í kopar. — Já, það var gert í fínu stöberíi í Noregi. Ég sendi þeim myndina í gifsi. Það vantar annars alveg stað fyr ir gifsmyndirnar. Það er ó- fært að láta þær grotna nið ur en ég hef ekkert pláss sjálfur. Svo kemur styttan og þá þarf að velja henni stað. Fyrst vildu þeir klína henni fast við vatnsgeymana á Öskjuhlíðinni. Það fannst mér óráð. Eftir nokkra leit fann ég svo fallega klöpp austan Reykjanesbrau'tar. Þann stað leist mér strax vel á og þar stendur stytt- an nú. — Og hvað varð þér að orði, þegar þú sást Vatnsber ann fyrst á þessum stað? — Ég sagði bara við hann Hafliða, að ég hefði aldrei séð styttuna eins glæsilega. Sjáið þið sjálfir. Meistarinn benti út um bílgluggann. Við litum út og sannarlega naut styttan sín vel þarna á hæstu klöppkmi með veðrað grá- grýtið allt í kringum sig. — Styttan hefur sótt sig mikið við að komast í kop- ar í vor, sagði meistarinn. En hvað haldið þið, Um dag inn sá ég tvo stráka vera að rispa styttuna með smástein um. Hamingjan sanna, hvað á svonalagað að þýða. Ég get rétt ýmindað mér, hvað skeði, ef ég tæki upp á þessu í París eða þá á Ítalíu. ítalarnir mundu drepa mig á- stundinni. Þeir líta á öll listaverk sem heilaga dýr- gripi — þeir hafa þetta svona í sér. Og Ásmundur spígsporaði í kringum Vatnsherann — strauk styttuna hátt og lákt. Það var ástúð í þeim hand- tökum. — Hérna er hún á réttum stað. Mér þykir mjög vænt um þetta allt saman. Vatns- berinn er fyrsta myndin mín, sem sett er upp út í óhreyfðri náttúrunni. Ég er viss um að það fer vel um hana hérna. Heyrið þið strákar, sagði hann við tvo patta, sem komnir voru til að fylgjast með. Viljið þið ekki gæta styttunnar fyrir mi.g — vera löggur? — Jú, svöruðu strákarnir hreyknir. — Það roá ekki rispa — ekki krota, sagði meistarinn og hinir nýskipuðu verðir kinkuðu alvarlega kolli. Nú líður mér vel sagði Ásmundur, þegar við ókum heim á leið, ég vona bara að strákarnir passi styttuna vel. — Til eru þeir, sem segja, að styttur þínar hafi yfir sér tröllslegan blæ. — Það er gott — það er rétt. Það er eins með járn- smiðinn og Vatnstoerann — ómögulegt að minnast þessa fólks öðru vísi en gera úr því tröll. Vissulega var það tröllaskapur að byggja þetia land áður fyrr. Þar dugðu engar veimiltífur. Reyndar er hugmyndin að Vatns'beranum gömul bernskuminning um vinnu- konurnar á Kolstöðum fyr- ir vestan. Þar er ég fæddur. Þegar þær óðu út í hríðar- bylinn — brutu vök á brunn inn og komu aftur með full- ar vatnsfötur — auðvitað klakatorynjaðar. Nú er allt breytt — tæknin komin komin manninum til hjálpar og allur tröllskapur horf- inn. Ásmundur horfði hugsi út um gluggann. — Að lokum ' Ásmundur. Um hvaða mynd þykir þér vænst? Meistarinn brosti. — Þetta er eins og að spyrja tíu barna móðir um það, hvaða barn hún haldi mest upp á. Mér þykir vænt um allar mínar myndir. Ég hef alltaf reynt að gera mitt bezta á hverjum tíma. Svo verður tíminn að skera úr um það, hvað af þessu dóíi stenzt og hvað ekki. Við hringdum í Gunnar Einarsson í Leift.ri en hann var einn þeirra, sem hvað harðast toarðiist gegn upp- setningu Vatnsberans um ár ið. — Já, það er alveg rétt, sagði Gunnar. Ég var mjög á móti þessu. Mér hefur aldrei þótt þetta vera lista- verk — heldur skrímsli og með selshaus. Það sem við, sem gegn uppsetningunni börðumst, höfðum helzt móti henni var það, að við töldum styttuna móðgandi fyrir það fólk, sem eitt sinn hafði atvinnu af vatnsburði hér í Reykjavík. Það er eng- in mannsmynd á þessum ó- sköpum. — En nú er stytfan komin upp. — Ójá. — Hefur þú farið og skoð að hana? — Nei, og hef ekki hugs- að mér að gera það. — Álit þitt hefur þá ekk- ert breytzt með árunum? — Nei, ég er ennþá sama sinnis. Ég nenni ekki að vera að berjast gegn þessum vindmyllum nú — hef allt annað með tímann að gera. Reyndar skilst mér, að bær- inn hafi keypt Ásmund fyr- ir mörgum árum og er þá ósköp skiljanlegt að hann vilji koma þessu drasli út og drita því einhvers staðar niður svo að það safniist ekki í hauga innfrá hjá hon um sjálfum. En mín sikoð- un stendur enn óhögguð, hvað sem hver segir. § ALLT MEÐ i s Á næstunni ferma skip vor til íslands, sem hér segir: 4NTWERPEN: Marietje Böhmer 26. ágúst Bakkafoss 5. sept. ** Seeadler 15. sept. ** Bakkafoss 26. sept. Seeadler 6. okt. ** BAMBURG: Skógafoss L sept. Reykjafoss 12 sept. Goðafoss 16. sept. ** Skógafoss 22. sept. Reykjafoss 3. okt. Goðafoss 12 okt. ** Skógafoss 13. okt. ROTTERDAM: Skógafoss 30. ágúst Reykjafoss 8. sept Goðafoss 11. sept. ** Skógafoss 19. sept. Reykjafoss 29. sept. Goðafoss 9. okt. ** Skógafoss 10. okt. LEITH: Gullfoss 4. sept. Gullfoss 22. sept. Gullfoss 13. okt. LONDON: Marie'tje Böhmer 29. ágúst Bakkafoss 8. sept. ** Seeadler 19. sept. ** Bakkatfoss 29. sept. Seeadler 10. okt. ** HULL: Marietje Böhmer 31. ágúst Bakkafoss 11. sept. ** Seeadler 21. sept. ** Bakkafoss 2. okt. Seeadler 12. sept. ** NEW YORK: Selfoss 31. ágúst Brúartfoss 15. sept. Fjallfoss 29. sept. * Seifoss 13. okt. GAUTABORG: Tungufoss 29. ágúst ** Mánafoss 12. sept. Tungufoss 19. sept. ** Dettifoss 2. okt. K AUPM ANNAHÖFN: Tungufoss 28. ágúst ** Gulltfoss 2. sept. Mánafoss 13. sept. ** Gullfoss 20. sept. Dettifoss 30. sept. Gullfoss 11. okt. KRISTIANSAND: Tungufoss 26. ágúst ** Tungutfoss 15. sept. ** BERGEN: Tungufoss 31. ágúst ** Tungufoss 21. sept. ** KOTKA: Rannö 9. sept. Dettifoss 23 sept. ** VENTSPILS: Rannö 13. sept. ** GDYNIA: Mánafoss 29. ágúst Askja 16. sept. Dettifoss um 28. sep't. * Skipið losar á öllum að- alhöfnum Reykjavík, ísafirði, Akureyri og Reyðarfirði. ** Skipið losar á öllum að- alhöfnum, auk þess i Vestmannaeyjum, Siglu firði, Húsavík, Seyðis- firði og Norðfirði. Skip sem ekki eru merkt með stjörnu losa í Reykjavík. EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.