Morgunblaðið - 19.11.1967, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.11.1967, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓV. 1967 Hákon Kristófersson fyrrv. alþm. í Haga FÖSTUDAGINN 10. þ. m. and- aðist í sjúkralhúsi Patreksfjarðar Hákon J. Kristófersson fyrrv. al- þingmaður og bóndi í Haga á Barðaströnd. Hákon var fæddur á Hregg- stöðum á Barðaströnd 20. apríl 1877 var var því á 91. aldursári er hann lézt. Foreldrar Hákonar voru ínerk- ishjónin Kristófer Sturluson og Margrét Hákonardóttir, sem bjuggu mest allan sinn búskap á Brekkuvelli á Barðaströnd. í>eim hjónum varð 17 barna auðið, þau misstu tvær dætur á unga aldri og tvo syni um tvítugt. en 13 af börnunum náðu háum aldri og eru 11 þeirra enn á lífi, allt glæsilegt dugnaðar og mannkosta fólk, sem mikill ættbogi er út af komin<n. Hákon var elztur í þessum stóra systkina'hópi og varð hann því snemma að vinna hörðum höndum til að hjálpa til að sjá fjölskyldunni farborða. .Brekkuvellir er lítil jörð, en faðir hans stundaði jafnhliða bú- skapnum útræði. fyrst frá Siglu- nesi á Barðaströnd en síðar frá Kollsvík í Rauðasandshreppi. Há- kon fór því snemma í verið og stundaði sjósókn á opnum ára- bátum þó ekkj gerðist hann sjó- maður, eins og Eiríkur, skipherra bróðir hans. Hákon átti ekki kost á neinni skólagöngu ,en góð greind hans, óbilandi þrek og manndómur gerðu honum kleift að taka að sér margháttuð störf á sviði at- vinnulífs og opinberra mála um dagana. Hákon lagði á margt gjörva hönd. Hann var verzlun- armaður á Patrekstfirði 1901— Ullarfrakkar Skyrtur Bindi Btndi HáLstreflar Skinnhanzkar Hattar Húfur Náttföt Nærföt Sokkar Mikíð og vandað úrval V E R Z LU N 1 N G Zii 1902 og stundaði síðan jarðyrkju og ýmsa algenga vinnu, þar til hann þrítugur að aldri gerðist bóndi. Þessi fátæki bóndasonur réðist í það stórvirki að taka á leigu stórbýlið Haga á Barðaströnd, hið foma höfuðból og sýslu- mannssetur, Til Hagaeigna töld- ust á þessum tíma auk heima- jarðarinnar Haga, Ytri-Múli, Innri-Múli, Grænhóll. Tungumúli og Sauðeyjar, sem talið var að fornu mati 120 hundruð. Ári s!ðar tók svo Hákon allar Hagaeignirn- ar til ábúðar, er samibýlismaður hans í Haga. Kristján Snæbjörns son frá Hergilsey drukknaði. Ár- ið 1919 kaupir Hákon hálfa Haga eignirnar og 1961 kaupir hann Hagaeignirnar allar. 1 Haga býr Hákon í 60 ár. Hann hefur mikil umsvif og bún- ast vel, enda hjúasæll mjög. Hann er nú stórbóndi og sveitar- höfðingi á glæsjlegu höfuðbóli. Á hann hlaðast opinber störf fyrir sveit og sýslu. Hann var skipað- ur hreppstjóri Barðastrandar- hrepps 1905 og hafði það starf á hendi til ársloka 1966, eða í 61 ár og er ekki vitað að nokkur maður hér á landi hafi verið lengur hreppstjóri en Hákon í Haga. Sýslunefndarmaður fyrir Barðastrandahrepp var Hákon í Haga í nær hálfa öld, og oddviti svéitar sinnar um 30 ára skeið. f hálfa öld var vart nokkur nefnd svo skipuð í Barðastrandahreppi. að Hákon í Haga ætti þar ekki sæti. Aðeins 36 ára að aldri verður Hákon í Haga alþingismaður Barðastrandasýslu árið 1913 og sat á þingi óslitið til 1931 eða alls 20 þing. Tók hann við þing- sætf af þingskörungnum Bimi Jónssyni, ráðherra. og var slíkt að sjálfsögðu ekki vandálaust. Hákon í Haga reyndist nýtur og farsæli þingmaður. Hann lét að- allega til sín taka þau mál. sem hann hafði bezta þekkingu á, landbúnaðar. og atvinnumál. Var hann þar manna tillögubeztur, réttsýnn og ráðhollur sem í öllum opinberum störfum sínum. Há- kon í Haga minntist þingsetu sinnar jafnan með ánægju og taldi það bezta skóla, sem hann MOON SILK setting lotion cleansing milk bubble bath hand-lotion eg- shampoo £ Halldór Jonsson ” Hatnarstræti 18 simi 22170-4 línur hefði fengið. í hópi þingmanna eignaðist hann marga góða vini í öllum flokkum, sem hann gerði sér far um að læra af og taldi sig hafa öðlast dýrmæta reynslu og þekkimgu atf þeim kynnum. Hann var sjálfstæður í skoðun- um og fór stundum sinar eigin leiðir, írvað sem flokkaskipun leið, eins og t. d. er hann stóð að samiþykkt „Vökulaganna" á togurumum árið 1921, og var þar 1 andstöðu við flesta flokksbræð- ur sína. Þeirri atfstöðu hans réði réttsýni hans og reynsla, og þekk ing á lífi og starfi sjómanna. — Fundamaður var Hákon ágætur, skemmtilegur og vígfimur. í ræðum sínum vitnaði hann oft i fslendingasögur og Biblíuna, en í þeim fræðum var hanrn manna bezt heima. Árið 1930 gerðist Hákon í Haga umsjónarmaður Lanssímahússins í Reykjavík og hafði það staarf á hendi til ársins 1940. Jafnframt rak hann búskap í Haga með bú- stjórum. Bftir það settist hann að í Haga og bjó þar af rausn og myndarskap til æviloka. Hanm var sæmdur riddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu 1949. Hákon kvæntist 1906 Björgu Einarsdóttur bónda Thoroddsen, í Vatnsdal í Rauðasandshreppi, glæsilegri skörungskonu. Þeim varð ekki barna auðið og slitu samvistum. Hákon kvæntist öðru sinni 1936 eftirlifandi konu sinni, Björgu Jónsdóttur, bómda Þor- grímssonar, mikilhæfri og ágætri dugnaðarkonu, sem verið hefur Ijósmóðir í Barðastrandahreppi í 34 ár og starfáð mrikið í félaga- samtökum sveitar sinnar. Einka- sonur þeirra, Bjarni, hefur verið bóndi í Haga hin síðari ár. Hamn er kvæntur Kristinu Haraldsdótt- ur frá Fossá á Hjarðarnesi, og eiga þau 7 mannvænleg börm. Hákoni í Haga hlotnaðist öll þau virðingarstörf, sem sveitumg- ar hans og samsýslungar hans gátu veitt. Þessi störf voru veitt honum vegna verðleika hans, mannkosta og höfðingsskapar. Hvar sem Hákon fór fylgdi hom- um hressandj andblær drengskap armannsims og höfðingjams. Karl- mennska og lífsfjör geislaði af honum. Hann var þéttur á velli og þéttur í lund og manma skemmtilegastur, síkátur. spaugs- samur og orðheppinn. Hann var mikili ferðagarpur og því sjálf- kjörinn fylgdarmaður sýslu- manna á þingaferðum þeirra, meðan ferðazt var á hestum um hima víðlendu. veglausu Barða- strandarsýslu. Þegar hann var al- þingismaður ferðaðist hann og mikið um héraðið. Hvert manns- barn í sýslunn; þekkti Hákon í Haga persómulega á þeim árum. Það var almennur fögnuður á bæjunum, er það fréttist, að Há- kon í Haga væri að koma, ekki sízt hjá börnum og umglingum, að ekki sé minnst á gamla fólk- ið. Að öllum vék hann sér glað- ur og kátur og jafnan reiðubú- inm að leysa hvers manns vanda, þótt lítið léti hann yfir slíku sjálfur. Þegar ég kynntist Hákoni í Haga var hann á 88. aldursári, em líkamlega stálhraustur og í fullu andlegu fjöri. Þó var sjón- in mjög farim að daprast. Hann átti enn sæti í sýslunefndinni og tók virkam þátt í meðferð og um- ræðum um héraðsmálin. Á sýslu- fundinum í vor var hann í fyrsta skipti ekki með. Ég veit að hann saknaði þess mjög, en fylgdist með því, sem þar gerðist af áhuga. Nokkrum klukkustundum áður en hanrn lézt, hitti ég hanm síðast í sjúkra'húsinu með súr- efnistæki við hlið. Enn var áhug- inn á lands- og héraðsmálum óskertur. Hann hélt lífs- og sál- arkröftum til hinztu sumdar. — Þetta mikla karlmemni fékk hægt andlát. Ég er þakklátur fyrir kynni miín af Hákoni í Haga. Velvild hans og holl ráð voru mér mik- ils virði. Ég og fjölskyltja mín minnumst margra ánægjustunda á heimili hans í Haga og vottum aðstandendum hans innilega samúð við fráfall hans. Ásberg Sigurðsson. HÁKON Kristófersson fyrrv. al'þm. í Haga er fallinn tfrá, ní- ræður að aldri. Með honum er genginn gagnmerkur héraðshöfð- ingi og traustur fulltrúi sinnar kynslóðar, góðuir drengur og sérstæður persónuleiki. Hákon var þingmaður Barð- strendinga á árunum 1913 til 1931. Fylgdi hann jafnan fast að málum þeim, sem skeleggastir voru í sjálfctæðisbaráttu þjóðar- innar. Öll skapgerð hams og eðli átti ekki samleið með öðr- um en þekn, sem standa vildu á réttinum og hvergi hopa, unz fullur sigur væri unninn. Persónullega kynntist ég Há- koni ekki fyrr em um Vorið 1937, að ég fór í fyrsta skipti í fram- boð í Barnastrandarsýslui. Tókust þá með okkur góð kynni, sem haldizt hafa síðan. Ég var þá að vonum barn í stjórnmálabarátt- unni, átti í höggi við tvo glæsi- lega og gátfaða andstæðinga, sem auk menntunar á háu stígi og mikillrar þekkingar á landsmál- um áttu miklu persónulegu íylgi að fagna. Barðstrendingar höfðu sent þá áður báða á þing sem fulltrúa sina. Hvorugur sparaði hin breiðu spjótin.. Að annar félll í fyrstu orustinni og hinn nokkru síðar, var vissulega meira að þakka liðveizl'U Hákon- ar en hæfileikum mínum. Fólkið sem valið hafði hann til að fara með umboð sitt á Alþingi í nærri tvo tugi ára, þóttist mega treysta örugglega vali hans á eftirmanni sínum í þá stöðu. Lið hans var mér jafnan ómetanlegt í baráttunni. Það varð skjótt að samkomu- lagi á milli okkar, að hvorugur skyldi ganga framhjá garði hins, ef leið lægi þar nærri. Ég átti því margar stundir í Haga, og ávalllt mætti mér þar sama vin- áttan og sami höfðingsskapur- inn. Um það voru bæði hjónin og öll fjölskyldan sem einn mað- ur, að þar skorti ekkert á, hvorki í vináttu eða tfyrir- greiðslu, hvernig sem á kynni að standa. Og enginn gestur var kærkomnari á mitt heimili, en Hákon í Haga. Flestar umræður okkar snerust um hag landsins og béraðsins, sem hann bar mjög fyrir brjósti allt tiíl hinztu stundar. Seinni partinn í ágúst á sl. sumri kvaddi Hákon dyra hjá mér. Hann var nýkominn land- leiðina að vestan á vegum vin- ar okkar Magnúsar Sigurðsson- ar skólastjóra. Á þeirri ferð hafði hann gist hjá nokkrum vinum sínum og ættingjum, og flutti með sér digran sjóð minn- inga fram þeim samfundum. Hann var hress og kátur þótt kominn væri á tíunda tuginn. Aðeins glóð augnan-na geislaði eigi sem fyr. Þegar við höfðum sezt að og fórum að rabba sam- an, logaði hann af áhuga fyrir veiferð lands og þjóðar. Eyðing hinna fögru og frjósömu byggða norðan Breiðafjarðar var hon- um mikið áhyggjuefni. Hann minntist höfðingjanna, er þessi héruð höfðu lengi alið og há- menningarinnar, sem þar var allt fram á 2. tug þessarar aldar, en fór svo sí og æ hnignandi, og hvíslaði til mín þessari spurn- ingu: „Hvenær hyggur þú að aft- ur muni morgna yfir byggðum Breiðafjarðar?" Sál hans þessa stiundina var hrönnuð ótta þess, sem finnur húmlð vera að fær- ast yfir og veit ekki hvenær aftur muni birta, og hann kveið sýnilega svari mínu, sem bann beið eftir fuMur eftirvæntingar. Þegar ég svaraði honum þvi, að einmitt í þessari mold, sem hann elskaði svo heitt og tengd var hans eigin langa lífsstarfi, bttund uðu fræin, sem upp af myndu vaxa þau tré, sem kæmu til að skýla æsku framtíðarinnar fyrir þeim eyðandi öflum, sem að henni steðja » hverjum tíma, svo að hún geti þroskazt og mætt vandanum af manndómi, logaði sál hans af gleði. Hann greip hönd mína og sagði: „Guð gefi þessum orðum þínum sigur“. Skömmu síðar kvaddi hann mig með bros á vör og sagði: „Við sjáumst aldrei frarnar". Hann var horfinn áður en ég gat áttað mig á síðustu orðum hans. Af þeim 'bændahöfðingj- um Norður-Breiðafjarðarbyggð- ar, sem ég hefi mætt í lífinu og gengnir eru til feðra sinna eru mér minnisstæðastir þeir, Snæ- björn í Hergidsey, Sigurmundur á Fossá og Hákon í Haga. Allir báru þeir sterkt svipmót af byggðinni og þeim lítfskjörum, sem þeir ólust upp við, allir voru þeir stórbrotnir í skap- gerð og athöfnum, allir með heitt hjarta undir skörpium brún um, allir með örugga hönd um stýrisvölinn, þegar sigla skýldi straumharðar rastir hinns ma.nn- lega lífs. Og allir sigldu þeir jafnan flleyi sínu heilu í höfn. Þegar ég nú minnist þess, að tengdadóttir Hákonar, hin unga húsfreyja í Haga, sem hann unni mjög, er sonardóttir Sigurmund- ar á Fossá og konu hans Krist- ínar systur Snæbjarnar úr Herg- ilsey, kæmi mér ekkert á óvart, að niðjar þeirra hjóna í Haga fengju í vöggugjötf svo mikið af manndómi og mannkostum for- feðranna, að þeir kænmx til að halda markinu hátt á lofti þegar fram líða stundir. Eftirlifandi ktonu Hákonar, Björgu Jónsdóttir, börnum hans og alilri fjölskyldunni sendi ég dýpstu samúð með þakklæti fyr- ir allar þær mörgu indælu stund ir, sem ég hefi átt með þeim á böfuðbólinu í meira en þrjá tugi ára. Megi minning hins mæta bér- aðshöfðingja lifa lengi meðal komandi kynslóða og lýsa leið- ina til vaxandi hamingju og mi'killa dáða. Glsli Jónsson. Við lát vinar míns, Hákonar Kristólferssonar, bónda í Haga á Barðaströnd, rifjast upp í huga mínum fjölmargar góðar og hiug- stæðar endurminningar um la.ngt samstarf okkar og kynni á alþingi. Hafði Hákon setið á al- þingi um skeið er ég kom á þing, 1916. Það dró brátt til þess að kunningsskapur hæfist okkar í milli. Bar þar margt til. Gust- mikil og hispurslaus framganga hans í sókn og vörn átti gr'eiðan aðgang að skapgerð minni. Gam- ansemi hans og hlýleikinn, sem hann ól í brjósti sér var sterkt aðlöð'unarafl er hvívetna reynd- ist, samskiptum okkar, svo traust, að þótt útfar risu endrum og eins var hinn innri maður ávallt samur við sig. Kynni mín af Hákoni Kristóferssyni, er ég tók sæti á alþingi, voru mér, þá ungum rnann-i, hvatning og upp- örvun til sóknar og baráttu fyrir þeim hugðarefnium er áhnrgi minn beindist að. Ég taldi mig því jatfnan í þakk'lætisskuld fyr- ir það veganesti er mér hafði við kynni okka-r, fallið í skaut. Það leið langur tími frá því Hákon lét af þingmen.nsku og þar til fundum okíkar bar næst saman. En það var fyrir tveim- ur árum á heimili Hákonar í Haga. Aildurinn hafði færzt yfir okkur báða á þessu tímabili og bárum við þess nokknrr merki'. En annað í fari Hákonar hafði ekki breyzt. Sama karlmennsk- an, sama gamansemin, sami innileikinn og hlýhugurinn, sem tengt hafði okkar vináttubönd- um á alþingi, breiddi þa-rna faðminn á móti mér. Það var tekin mynd atf okkur Hákoni saman á hlaðinu í Haga og hana geymi ég sem tákn órjútfandi vináttu og tryggðar okkar í milii. Þessar línur flytja þér, kæri vinur, hinztu kveðju mína. Fétur Ottesen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.