Morgunblaðið - 06.12.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.12.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBL4ÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. DES. 1967 21 Síðasti bóndinn í Svartanúpi Svínadalur í Skaftártungum. SKAFTÁRTUNGAN er ólík öðr- um sveitum „milli sanda“. Hún dreifir e&ki býilum um skjólleysi Gatneskjunnar eins og Meðalland ið. Húm leggur eikiki bBeina í sam- fellda röð undir grónum hlíðum eins og Síðan. Skaftártungan má raunar kall- aist víður, hálendur dalur, sesn Tun-guifljót síkiptir í tvennt, en takmarkast af Hólmsá og Álfta- versafrétti að vestan en Skaftá og Eldhrauninu. að austan. í þessum ,,dal“ er fjöldi fella og hóla og heiða, grösugar lautir og hvammar, kj arri vaxin hæða- drög, árvalir, bungubreiðir ásar — G. Br. skrifar allt grasi vafið og gott undir bú. Milli þeirra standa bæirnir, all- langt er á milli þeirira víða og ó- víða sézt frá einum til annars. Bæirnir í Skaftéirtunigu eru taldir í þessurn alkiunnu vísum: Gröf og Ása glöggt ég les, glaður sézt þar halur, Hemra, Flaga, Hnífunes, Hlið og Svínadalur. Fljótarstaðir fá oft skell, fást í Seli rjúpur, Búland, Hvammur Borgarfell, — býli Snæs — og Núpur. Það er ekki óeðliiegt að nefna bæina í Skaftártungu í þessu greinarfcorni, sem er hripað í til- efni af áttræðisafmæli Björns Björnssonar frá Svínadal, sem Ibátt í hiálfa öld hefur átt heima í Vík í Mýrdal, öllum Skafí.feli- ingum að góðu kunnur, ekki sízt fyrir skeifnasmíði, því óvíst er að aðrir íslendingar hafi smíðað undir fleiri hesta en Bjöm frá Svínadal.. Afi Björns var Eiríkur í Hlið Jónsson hreppstjóra sterka. Kona Eiríks var Sigríður Sveinsdóttir læknis Pálssonar. Börn þeirra voru sex, sem upp komusit, dæ> urnar: Þórunn í Heiðarseli, síðar á Fossi á Síðu, JÞuriður í Gröf, Steinunn seinni kona sr. Páls í Þingmúla, synirnir: elstur var Jón bóndi og hreppstjóri í Hlíð — þá sr. Sveinn í Ásum, yngstur var Björn. Hann kvæntist Val- gerði Ólafsdóttux frá Steinsmýri, ekkju í Svínadal. Fyrri maður hennar var Einar Jónsson, sem dó 1882 úr lungnabólgu á bezta aldri. Hún lagði marga'i efnis- manninn í gröfina á þeim árum. — Yngstur barna Einars og Val- gerðar ej Einar brúarsmiður, sem smíðaði 40 brýr a 10 árum þegar Jón Þorláksson var lands- verkfræðingur. Björn var eina barn Valgerð- ar og Björns. — Hún andaðist 1895. En Björn kvæotist atftur Vigd'ísi Sæmundsdóttur frá Borg arfelli. Varð þeim 13 barna auð- ið, misstu það fyrsta. Hin eru: Valmundur. brúarsmiður í Vík, Eirí'kur, rafvinki í Svínadal, Kjartan, verkamaður í Vík, Krisíín. húsfreyja í Reykjavík, Sumarliði, bóndi, Hlíð, Sæmuntf- ur, bóndi, Múla (nýbýli úr Svína- dal) Sveinn, húsameistari, Fossi, Sigurjón, verkstæðisiformaðu r, Vík, Þórunn, húsfrú, Giljurn, Jón eldri, bóndi, Svínadal, Jón yngri fnystihússtjóri, Klaustri, Sigurlaug, húsfrú, Rifshalakoti. öll eru þau Svínadalssyskin mik- ið myndarfólk og frábærlega vel verki farin. Öll ólust þau upp í Svínadal nema Sigurjón. Það hefur verið mikið afrek að koma fram öllum þessum barnafjölda. Svínadalur er ekkert stórbvii. Þó mun þar hafa verið íarg- býlt fyrir eina tíð, því að eins og segir í vísunni: Svínadalnum sagt er frá seggir búa fjórir á, Bauluvelli bragnar slá, brúðir eftir rafca ljá. Ekki var stórt bú þeirra Björns og Vigdísar á nútímamælikvarða, enda þá ekki gerðar sömu kröf- ur til lífsins. En bæði voru þau hjón mikil að atorku og bú'hygg- indum, Björn nafnkunnur rösk- leikamaður svo sem Hlíðarbræð- ur allir. Vi'gdís forsjái og notin- virk —. Björn yngri dvaldist með föð- ur sínum fram undir þrítugt. Þá staðfesti hann ráð sitt, fékk sér j'örð og fór að búa. Kona hans var Snjófríður Jónsdóttir ættuð frá Kerlingadal, f. 18. ágúst 1892 og varð því 75 ára á síðastliðnu sumri. Þau Björn giftust 1917 og fengu jörðina Svartanúp til ábúð ar. Sú jörð er etfst byg'gða í Skaft Björn Björnsson ártungu, um klukkustundarferð til næsta bæjar. Hún liggur und- ir landnámsjörðina Búland, sem á víðlendi mikið, bæði heiðar og heimalönd. Að Svartanúpi flutt- ist með þeim hjónum Ragnhild- ur móðir Snjófríðar og gamall maður, Benedikt Einarsson að nafni. Sumarið var sæmilegt til hey- skapar, en túnstærðina í Svarra- núpi má marka á því að þá feng- uis't af því 18 hestar. Utantúns voru slægjur það drjúgar, að alls varð heyskapurinn hátt í tvö hundruð kaplar. — Næsíi vetur, 1917—18. var frostaveturinn mikli, þegar aila innfirði íslands lagði, hafis rak að landinu frá Vestfjörðum tii Gerpis, hvítabirnir gengu á 'and og gaddurinn kornst upp í 36 stig á Grimsstöðum. — Þá var ka.lt í baðstotfiinni á Svartanúpi og þröngt í búi hjá frumbýlingum. Allt bjargaðist samt af. En næsta sumar kornu afleiðingarnar í Ijós. Klaka tók varla úr jörð og grasbrestur varð með eindæmum um land allt og töðufengurinn hjá Svartanúps- bóndanum helmingi minni en árið áður. Nú náði hann ekki tíu hestburðum, Það var ekki góður undirbúningur fyrir pað sem í vændum var. Svo var það einn dag um hau'Stið — nánar tiltekið laug- ardaginn 12. október, aflíðandi íhiádegi. Björn hafði lagt sig upp í baðstofu en konurnar voru eitt hvað að sýsla niðri í eldhúsi. Áður en hann hafði fest blund, fann hann jarðhræringu, væga SnjófríSur Jónsdóttir þó, sivo að konurnar urðu henn- ar ekki varar. Skiömmu seinr.a kom annar kippur, svo að ekk- ert varð úr miðdegisblundinum að þessu sinni, Veður var kyrrt, mistur í lotfti og sást óglöggt eða ekki til fjalla. Er á leið daginn fóru að heyrast miklar dunur og dynkir, svo auðtfundið var að ó- venjulegir atiburðir voru í aðsigi. Um kvöldið þegar dimmdi birt- ust leitftur og blossar, sem lýstu upp möfckinn ytfir MýrdalsjöklL Leyndi sér nú eikki hvað hér var á ferð. Katla var farin að gjósa í 16. sinn eftir næsbum 60 ára hvíld. í Svartanúpi gekk fólkið til náiða, en ekki varð því svefn- samt. Um morguninn furðaði Björn siig á hve seint birti. Fór hann þvi á kreik og þreifaði SJg fraan að bæjardyrum. Þegar hann opneði hurðina var út að líta eins og i ketilbotn og vo var öskutfallið gítfurlegt að þeg- ar hann rétti út hendina fylltist lótfi'nn á einu augabragði í sót- hríðinni. — Þegar á leið morgun inn sást rotfa í loÆt fr'aman við Skálarfjall. Þá gatfst á að líta — öskuiag yfir allt næstum í skóvarp. — Það var ömurleg sjón. Fólkið vildi komast fram að Búlandb fannst uggvænlegt að dvelja einangrað á þessuan af skekkta bæ hvað sem að kynni að bera, þegar svo válegir hlut- ir voru að gerast. Birni var ekki um slíkt ferðalag þó svo yrði að vera. Hrossin voru hvergi tfinnanleg nema foli, sem kiam út úr hesthúskotfa á túninu, þegar fólkið kom á stjá. — Var nú haldið af sbað. Gefck allt vel enda var veður hið bezta. Ragn hildur og Benedikt sátu á folan- um til skiptis en hjónin gengu. Á Búlandi var þeim vel tekið. Mæðgurnar og Benedikt urðu þar etftir en Björn fór fram að Svíniadal sótti þangað kindur sem hanh átti og rak norður í Svartanúp til slátrunar. Gosið stóð til 5. nóvember. Það hatfði þær afleiðingar fyrir Vestur-Skatfttfellinga, sem al- 'kunna er. Allir urðu fyrir stór- felldu tjóni, en þó engir meiru en Tungumenn sökum öskutfalls. Ýmsir hœttu að búa, ekki sízt í Áltftaveri vegna þess hve jarð- imar virtust óbyggilegar fyret eiftir gosið. Þeir settust að í þorpum og kaupstöðum; Vík, Vestmannaeyjum og víðar. Sum ar af þeim jörðum, sem menn hurtfu frá, byggðuet aftur — aðr ar ekki. Ein af þeim var Svarti núpur. Hvernig hann var útleik inn eftir gosið segir í samtíma- lýsdngu: „Túnið var allt svart al sandL og engin von til að gra,s komi upp úr því í ár, og að líkindum ekki á nálægum tíma. Útengjár, sem mest eru mýrar, eru nær því svartar af sandi, en sést þó gras á hæstu þútfum. Ekki er sjá anlegt að þær verði slegnar fyrst uro sinn. Beitilandið er að sínu leyti eins skemmit. Sauðhagi enn eigi kominn svo teljandi sé“. — Eins og lýsing þessi ber með' sér er jörðin eigi byggileg, enda er á- búandinn fluttur burt af henni“. Um sumarmál 1919 fluttust þau Björn og Snjófríður frá Svartainúpi. Þar hefur ekki ver- ið búið síðan. Þau settust að í Vík, fyrst í leikuhúsnæði, síðan byggðu þau sér bæ austast í þorpinu, seinna kom þar hús og ræktun, þótt ótrúlegt sé að hægt væri að fá nokkurt strá til að vaxa í því sandhafi. Síðan hafa þau Snjófríður og Björn átt heima í Víkurkauptúni. Þau hafa eignast tvær dætur: Sigurbjörg búðarstúlka í Vik er heimia hjá foreldrum sínum, Jóna húsfrú í Reykjavík, kona Ólafs Jónssonar vagnsjóra frá Skála. Atvinn'uhorfur í Vík voru ekki góðar þagar Snjófríður og Björn settust þar að. Nú mundu sjálf- sagt vera gerðar harðar og há- værar kröfur til hins opinbera að ráða bót á svo alvarlegu á- standi, sem þar rflcti í atvinnu- málum. Þá var slík kröfugerð ekki komin í móð. Hver bjargaði sér eins og best gegndi. Heima fyrir féll atvinna aðallega til í sambandi við verzlanirnar — Kaupfélagið og Halldórsverzlun, — útskipun og uppskipun á vör- um, ullartaka á vorin, slátrun á haustin. Svo var sjórinn stund- aður þá sjaldan gaf. En sjósókn Forsetaskipti hjó Guðspekifélaginu FORSETASKIPTI hafa orðið hjá Guðspekifélagi Lslands. — Á aðalfundi félagsins í haust var Sigurlaugur Þorkelsson kosiim forseti í stað Sigvalda Hjálm- arssonar, sem baðst undan end- urkosningu. Félagsmenn eru nú 648 og er íslandsdeildin fjórða stænsta deild Guðspekifélagsins í Evr- ópu. Félagið heldur uppi umfangs- miklu fyrirLestra- og funda- starfi. Á hverju fimmtudags- kvöldi er opinber fyrirlestur í Guðspekiifélagshúsinu í Reykja- vík. Þar til viðbótar eru í gangi sjö fræðsluflokkar og ýmissa fræðslufunda, sem haldnir eru þar sem félagið starfar utan Reykjavíkur. Vedkefni á fræðsluf;und>um eru ýmsir þættir úr heimspekL vísindum og trúmálum í alþýð- legu formi, allt miðað eftir. mætti við Iíf mannsins og vit- undarstarf. Félagið heldur eng- um sérstökum skoðunum fram var ekki að skapi Björns frá Svínadal. Hann var meira gef- ínn fyrir landbúnaðinn, þótt at- vikin höguðu því svo, að hann færi á „mölina eftir tveggja ára búskap". — Hann hefur alltaf átt skepnur fram undir seinustu ár, þótt erfitrt væri með gras- nyt. Kindurnar voru drjúgt búsí lag og hesta gat hann leigt í vegavinnu fyrir 27 aura um tím ann (með kerru). Sjálfur fékk hann 66 aura. Brúarvinnu stund- aði Björn árum saman, hvert sumarið efti rannað, með VaL- m'und'i bróður sínum, sem allra manna mest hefur af sínum al- bunna dugnaði unnið að sam- göngubótum á þjóðleiðum í þessu viðlenda vatnahéraði. En um helgar, og raunar allt- af þegar Björn var heima við, voru menn að koma og fá járn- aða hesta eða fá einn eða tvo ganga því s'keifnasmíði var yndi og ástríða þessa hagleiksmanns eins og fyrr er sagt. 0-0-0 Sá, sem þetta ritar kynntist Birni ekki mikið meðan þeir dvöldu báðir I Skaftárþingi, en hafði af honum góðar spurnir, eins og hans fólki öllu. Efna þessa greinarkoms er aðallega tekið úr ánægjulegu spjalli við Björn, en hann hefur undanfarna daga verið hér í bænium. f dag, á áttræðisafmæli sínu, verður hann staddur á Kirkjuteiigi 27 hjá Bimu dótturdóttur sinni og manni hennar, Guðmund'i Þor- steinssyni. Þangað senda vinir hans hon- um beztu árnaðaróskir með sama hug og dr. Jón Þorkelsson kvað til föður hans í ljóðabréfi: ALLar heilar óskir beztu af alhug mi'num, til aiuðnu þér og öllum þín- um, endir skal á þess'um línum. nema það vill vinna að bræðra- lagi allra manna og er hverjum félagsmanni heimilt að aðhyll- ast hvaða skoðun sem er eða enga, ef það er hans val. Félagið gefur út tímaritið Ganglera sem prentaður er i 2600 eintökum. (Fréttatilkynn- ing frá Guðspekifélaginu). Kensington- steinninn og ieynirúnaletrið AÐ gefnu tilefni er nauðsynlegt aS geta þess, að grein sú er birt- ist hér í Mbl. sl. sunnudag um Kensingtonsteininn og leyni- rúnaletríð var þýdd og hafðl borizt blaðinu frá þeim mönn- um, sem standa að útgáfu á bók Dr. Landswerk og Monge um rannsóknir þeirra á þessu letri. Eins og kom fram í greininni var í henni vitnað til þessarar nýútkomnu bókar, sem Mbl. hefur ekki borizt. Skoðanir þær sem fram koma í greininni eru því ekki Morgunblaðsins, held- ur fyrrnefndra höfunda. Vík í Mýrdal. (Ljósm.: Guðl. Lár.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.