Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 7. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1968
13
Jón Helgason sfórkaup-
maður — Minningarorð
í DAG verður gerð í Kaupmanna
höfn bálför Jóns Helgasonar
stórkaúpmanns, verksmiðjurek-
anda og glímukappa. Ég hitti
hann síðast á götu í Höfn í nóv-
ember s.l. Þrátt fyrir sín 83 ár
að baki gekk hann beinn og
vasklegur á a'ð líta, þessi aldni
íþróttafrömuður og kempa, sem
örlögin höfðu skákað á ýmsa
lund, en aldrei mátað. Hann bað
að heilsa vinum sínum heima á
íslandi — og svo kvöddumst við
þéttu og hlýju handtaki í hinzta
sinn á þessum sólbjarta nóvem-
bermorgni í kóngsins Kaup-
mannahöfn. Þar lauk ævi Jóns
Helgasonar, sem að mörgu var
ævintýri lík, þann 4. janúar s.l.
Hann var sáttur við örlög sín,
sáttur við guð og menn. Mundi
þá ekki mega segja að sá maður
hefði heilum vagni heim ekið?
Þegar Jón Helgason var 15 ára
gamall nor'ður í Þingeyjarsýslu
sagði læknir honum að hann
myndi aldrei verða til mikilla
líkamlegra átaka eða erfiðis-
vinnu. Því olli kviðslit. Honum
væri því hollast að læra ein-
hverja iðn, sem hann gæti setið
við. Jón Helgason ákvað þá að
gerast skósmiður og hóf nám í
þeirri iðngrein vestur á ísafirði
En þá hætti lærimeistari hans
við skósmfði og fór að búa inn
í Djúpi. Fylgdi lærisveinninn
honum eftir og var um eins árs
skeið við búsýslu. En úr Djúp-
inu lá leiðin aftur til ísafjarð-
ar og þaðan að tveimur árum
liðnum aftur norður til Akur-
eyrar og Siglufjarðar, þar sem
hann stundaði síldarvinnu og
verzlunarstörf fram undir tví-
tugsaldur. Á þessu tímabili varð
Jón Helgason einn fræknasti
glímumaður landsins. glæsimenni
og hraustmenni.
Svo lá leiðin út í löndin. Um
íþróttaafrek Jón Helgasonar er
ritað af Sðrum, sem betur þekkja
til. En af þeim varð hann fræg-
ur og ágætur. Hann gerðist
íþróttakennari í Rússlandi zars-
ins, varð þar auðugur maður,
tapaði aleigu sinni í byltingunni,
kom snauður maður til Kaup-
mannahafnar árið 1920. Þar hóf
hann sundkennslu, fór á verzl-
unarnámskeið og sneri sér síðan
að verzlun og verksmiðjurekstri.
Á skömmum tíma tókst honum
að veröa efnalega sjálfstæður að
nýju og var síðan meðal bezt
stæðu íslendinga í Danmörku.
í Kaupmannahöfn tók Jón
Helgason jafnan virkan þátt í
félagslífi íslendinga í borginni.
Hann átti sæti í stjórnum félaga
þeirra og var stofnandi og for-
maður deildar Slysavarnafélags
íslands í Höfn. Öll mótaðist fé-
lagsmálastarfsemi hans af óvenju
legum  ötulleik og  félagsþfoska.
Eftirlifandi kona Jóns Helga-
sonar er frú Kristin Helgason
listmálari, dóttir Guðmundar
Bergssonar fyrrum póstmeistara
á ísafirði, mikilhæf og góð kona.
Heimili þeirra á Raadmands
Steins Alle 17 var í senn glæsi-
legt nútímaheimili og rammís-
lenzkt. Þar ríkti gestrisni og
höfðingsskapur, sem var hús-
bændunum báðum eiginleg.
Þau frú Kristín og Jón áttu
einn son, Björn viðskiptafræðing,
sem búsettur er í Kaupmanna-
höfn, vel menntaður og duglegur
maður.
Jón Helgason var karlmenni í
sjón 'og raun, mikill á velli, vel
limaður og hress og reifur í
framgöngu. Hann var frábær at-
orkumaður, sem gekk æðrulaus
að hverju starfi. Líf hans er
glöggt dæmi um átök kynslóð-
ar hans við stórbrotin verkefni
og erfiðleika. Þessi kynslóð sigr-
aðist á erfiðleikunum, brauzt úr
sárri fátækt til bjargálna og
mannsæmandi lífs. Þess njótum
við öll í dag.
Jón Helgason vann meginhluta
ævi sinnar erlendis. En hann
var einlægur Islendingur og vildi
landi sínu og þjóð allt vel vinna.
Heima í íslenzkri mold munu
jarðneskar leifar hans og að lok-
um hvila.
Við Ölöf þökkum þessum
horfna vini og fólki hans góð og
gömul kynni, um lei'ð og við
blessum minningu hans. Frú
Kristínu og Birni syni þeirra
vottum við einlæga samúð í sorg
þeirra.
S. Bj.
JÓN Helgason, stórkaupmaður í
Kaupma.mahöfn, lézt 4. janúar
s.l., 83 ára að aldri. Hann var
fæddur 11. september 1884 á
Grund í Höfðahverfi í Suður-
Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans
voru Helgi bóndi á Grund Helga-
son í Vestari-Krókum Jónssonar
í Þúfu, og kona hans, Sigurfljóð
ljósmóðir Einarsdóttir Sörens-
sonar, fædd á Granastöðum í
Köldukinn.
Það er ekki ætlun mín með lín-
um þessum að rekja æviferil
Jóns Helgasonar, svo margbreyti-
legur sem hann er. Til þess skort
ir mig kunnugleika. En mig
langar til að minnast hans sem
glímumanns með örfáum or'ðum.
Jón mun hafa verið í hópi
fremstu glímumanna sinnar sam-
tíðar. Hann hafði alla þá eigin-
leika til að bera, sem góðan
glímumann má prý*ða. Hann fór
ungur að árum að æfa glímu
og náði þar mjög langt. Helztu
glímubrögð Jóns voru: Krækja,
klofbragð og sniðglíma. í íslands-
glímunni 1907 var Jón meðal
þátttakenda og var me'ð 15 vinn-
inga (jafn Fjalla-Bensa), en fyr-
ir ofan þá að vinningum voru
aðeins Jóhannes Jósefsson og
Emil Tómasson.
Um þessar mundir fór mjög
að kveða að Jóni á glímusviðinu.
Hann réðst í för með Jóhannesi
Jósefssyni, er hann fór í vík-
ing við fjórða mann. Héðan
héldu þeir fjórmenningarnir á
brott í desembermánuði 1908,
eftir að Jón hafði verfð þátttak-
andi í grísk-rómverskri kapp-
glímu í Báruhúsinu í Reykjavík.
Jón Helgason sýndi glímu í
þessum löndum: Englandi, Nor-
egi, Danmörku, Þýzkalandi, Hol-
landi, Austurríki, Ungverjalandi,
ítalíu og Rússlandi.
Árið 1909 sótti Jón Helgason
um styrk til Alþingis, kr. 700.00,
til að koma á stofn og starfrækja
íþróttaskóla  í  Reykjavík,  sem
hefði orðið vísir að fyrsta íþrótta
skóla landsins, en þessari um-
sókn hans mun hafa verið synj-
að. Hann var þá búinn að vera á
íþróttaskóla í Edinborg og hafði
þaðan lofsamlegan vitnisburð.
Upp úr þessu fór Jón til Rúss-
lands og kenndi m. a. lögregl-
unni í Odessa íslenzka glímu.
Þar giftist Jón rússneskri að-
alskonu, sem hét Olga Olsofijeff,
en móðir hennar var frönsk
greifadóttir, de Gramond. Faðir
hennar var rússneskur liðsfor-
ingi, er starfaði hjá frönsku
flotastjórninni. Þau 'skildu síðar.
Þegar Jón var búsettur í Pét-
ursborg, var hann gerður þar að
kennara í leikfimi og sundi við
herforingjaskólann í borginni.
Loks var hann skipaður í sex
manna nefnd, sem átti að hafa
yfirumsjón með allri fimleika-
kennslu í ríki Rússakeisara.
Árin liðu og allt virtist leika
í lyndi. En þá skall á heimsstyrj-
öldin fyrri og loks leystist veldi
keisarans upp innanfrá, og í ring-
ulreiðinni náðu bolsévikar öllum
tökum.
Síðan fluttist Jón Helgason til
Kaupmannahafnar. Þar fékkst
Jón við verksmiðjurekstur og
heildverzlun og kvæntist ís-
lenzkri konu, Kristínu listmálara
Guðmundsdóttur. Eiga þau einn
son, Björn viðskiptafræðing, sem
búsettur er í Kaupmannahöfn.
Ég átti ekki því láni að fagna
að hitta eða kynnast Jóni Helga-
syni, þótt hugur minn hafi vissu
lega staðið til þess. En það er
ekki ofmælt, að minning hans
verður í heiðri höfð af öllum
þeim, er unna íslenzku glímunni,
vegna þess brautryðjendastarfs,
er hann vann á þeim vettvangi.
Kjartan Bergmann Guðjónsson
Matsveinar!
Matsvein vantar á M/s Andvara frá Reykjavík.
Upplýsingar í síma 33428.
m VÉL FRÁ MANNHEIM
Gerð D-232-12.
HI.JÓÐLÁT — STUTT — LÁG — LÉTT — SPARSÖM — ÓDÝR —
ÞRIFIN —
MANNHEIM-verksmiðjurnar  í  V estur-Þýzkalandi  hafa  nú  hafið
smíði á nýrri V-byggðri, fjórgeng s diesel-vél með aflsvið frá 100 til
350 hestöfl.
Vélin fæst með sex, átta og tólf strokkum, með eða án forþjöppu.
Stimpilhraði við 1500 súninga er 6,5 ms. Meðalþrýstingur 6 til 9
kíló.  Brennslunotkun  166  til  130  grömm  á  hestafls-klukku-
stund.
Eingöngu ferskvatnskæld. Ábyggð C kælar og síur. Bein innspýting.
Sér strokklok með einum  gas-  og  einum  loftloka  fyrir  hvern
strokk.  Þrímálms-legur.  Olíuba^sloftsíu.  Bosch-brennsluolíukerfi
með gangráð.
12 STROKKA VÉLIN ER 150 C ENTIMETRA LÖNG OG VIGTAR
1,5  TONN.
FYRIR ÞA SEIV1 ÞURFA AÐ KOMAST ÁFRAM
Komið, hringið eða skrifið. Talið við tæknifræðing um þörf yðar.
Þetta getur verið aðalvél í smærri báta frá 10 til 70 tonna, eða ljósa-
vél í stór skip, eða rafstöð á þurru landi, eða aflgjafi í stórar vinnu-
vélar. Ódýrt afl og öruggt, án mikils hávaða.
@0D  <§i   ©@
VESTURGÖTU 16. Símar 13280  og 14680.
REYKJAVIK
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28