Morgunblaðið - 18.02.1968, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.02.1968, Blaðsíða 7
7 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1968 „Hann mokar kolum og mokar kolum frá morgni til sólarlags“ Nú er kolakraninn fallinn. Höfnin eftir sem neflaus ásýnd er. Kolakraninn setti svip sinn á bæinn, virðulegan stórborgarsvip, og mikið held ég að hafi rétzt úr mörgum bökum gömlu karlanna og jafnvel kvennanna, sem í gamla daga urðu að bera alla kola- og saltpokana, upp steinlbryggjuna, Tryggvasker, — þegar kola'kraninn eða Hegrinn, eins og hann var oft nefndur, tók til starfa. Mynd- in, sem þessum línum fylgir, er gömul, frá fyrsta ári kola- kranans. Greinilega sést að verið er að losa kol úr kjaft- inum, og ef vel er að gáð, sést hestur spenntur fyrir kerru, en slík farartseki voru notuð í þá daga. —Kolakraninn varð einskonar þjóðsagnapersóna, skáildin ortu um hann kvæði, og í til- efni af falli Hegrans, birtum við glefsur úr kvæðum tveggja stórskálda, þar sem minnst er á kolakranann. — Skáldin eru Halldór Laxness og Tómas Guðmundsson. Við biðjum forláts, að kvæðin skuli ekki vera birt í heild, en plássleysi veldur. — Fr. S. ------------- ■ .|- — - - ■ --------------------------------------------- - ■ ----------- - ■ , Fíladelfía, Reykjavík: Guðs- þjónusta sunnud. kl. 2. Athugið breyttan tíma. Ræðumenn: Daníel Jónasson söngkennari, Hallgrímur Guðmundsson. Fjöl- breyttur söngur. Samkoma um kvöldið fellur niður. Bræðrafélag Bústaðasóknar: Konukvöldið er í salarkynnum dansskóla Hermanns Ragnars, Miðbæ, sunnudagskvöld kl- 8.30. Félagar takið með ykkur gesti og munið guðsþjónustuna kl. 2. Stjórnin. Barnaskemmtun í dag kl. 1.30 verður barna- skemmtun í Austurbæjarbíói. — Þangað kemur gamall góðkunn- ingi margra barna, Konni, og hlakkar til að hitta marga káta krakka. Hugleiðing Páll postuli sagði: „Ég veit að ekkert gott býr í mér þar er Guð sem vinnur hið góða verk í mér og öðrum mönn- um. Og sjálfur konungur kær- leikans sagði: „Elskið hver annan og verið miskunnsam- ir. Á því skulu allir þekkja að þér eru mínir lærisveinar, og þér elskið hver annan.“ Kristur þekkti eðli og ástæð- ur allra manna og hjálpaði öllum. Hann sagði: „Hungr- aður var ég og þér gáfuð mér að éta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka- Gestur var ég og þér hýstuð mig, nakinn var ég og þér klædd- uð mig. Sjúkur var ég og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín.“ Hann svarar, „það sem þér hafið gjört einhverjum þess- ara minna minnstu bræðra — þá hafið þér gjört mér það. Ekki er nú von að við syndugir menn, skiljum þennan fullkomna kærleika Guðs, sem og stjórnar öllum miskunnarverkum á jörðu Vitum þó að það er Guð, sem gefur mönnum alla möguleika og þann góða vilja, að ganga fram og segja, „Hér er ég — sendu mig.“ Kristín Sigfúsdóttir frá Syðri-Völlum. Vísukorn Afmælisávarp. Þér er mikið létt að lýsa ljúfur vinur sérhvers manns. Þetta er reyndar engin vísa aðeins vottur sannleikans. Leifur Auðunsson, Leifsstaðir. ! Héraðavísur j t Bianda og ár, sem í hana 1 / falla. \ J Þrettán kvíslar í Þegjandþí \ Þegjandi í Beljandi, / L Beljandi í Blöndu þá, * / Blanda rennur út í sjá. | Spakmœli dagsins Á meðan vér unnum, þjónum vér. Á meðan oss er unnað, liggur mér við að segja, að vér séum ómissandi. Og enginn er gagnslaus mieðan hann á nokk- urn vin. — R- L. Stevenson. sá NÆST bezti Tristan Bernard gekk um franskan kirkjugarð með vini sínum. Sáu þeir þá legstein, er reistur hafði verið yfir aldraðan mann, og stóð þar skrifað, að hann hefði látið eftir sig gullfallega ekkju. „Já“ sagði Bernard, „þetta er líklega okið er létt var af hjarta hennar!“ FRÉTTIR Holmens Havn eftir Laxness „Lát huggast barn, því hér mun batna í ári og hér mun létta vinnuskorti og fári, kaupgjaldið hækkar, sál mín, senn áð mun: fimmkall á tímann fyrir uppskipun. Hlustaðu á útvarpsóma tímans nýa og unn þeim góðs sem kolahegrann vígja.“ Við höfnina eftir Tómas Cuðmundsson „En hátt yfir umferð hafnar og bryggju og hátt yfir báta og skip, sfinxi líkur rís kolakraninn með kaldan musterissvip. Hann mokar kolum og mokar kolum frá morgni til sólarlags. Raust hans flytur um borg og bryggjur boðskap hins nýja dags. Hann læsist í gegnum umferðaysinn. Hann iðar í bílanna þröng. Undrandi kolakarlarnir hlusta á kranans máttuga söng. Eitthvað, sem skeði, sló örstutt glampa á augun þreytt og köld. — Þarna kom Súlan og beygði yfir bæinn. Botnia fer í kvöld.“ Rýmingarsala Nýir gullfallegir svefnbekk ir 2.300.00 kr., með skúffu 2.950.00. Vandaðir svefnsóf ar frá 3.500.00. Sófaverk- stæðið, Gretisg. 69, s. 20676 Skrifstofustarf Vön skrifstofustúlka óskar eftir atvinnu, er vön véla- bókhaldi og almennum skrifstofust. Tilboð merkt: „5359“ sendist Mbl. Höfurn opnað bílaverkstæði að Höfðatúni 4. Sími 22760. Önnumst viðgerðir á Volkswagen. Vinsamlegast reynið viðskiptin. Jónas Jónsson, Karl Pálsson. Skrifstofuhúsnæði 2 samliggjandi skrifstofuherbergi á Laugavegi 24 til leigú strax. Upplýsingar í síma 17266. Skipstjórar Skipstjóra vantar á gott skip, sem gert verður út á togveiðar frá Norðurlandi. Upplýsingar veitir bæjarstjórinn á Sau'ðárkróki. Vél i trillubát óskast 12—20 hestafla benzín- eða steinolíuvél óskast. Uppl. í síma 35727 mánudag frá kl. 1—5. Rýmingarsala tJr, klukkur, skartgripir. Þar sem verzlunin er að hœtta verður 15 til 20°Jo afsláttur af öllum vörum tJrsmiður Ingvar Benjamínsson Laugavegi 25. Arabia-hreinlætistæki Hljóðlaust W.C. Hið einasta í heimi Verð á W.C. aðeins kr. 3.375.00 Handlaugar — 930,00 Fætur f. do. — 735,00 * Clœsileg vara. Verð hvergi lœgra Eingaumboð fyrir Island: Hannes Þorsteinsson, heildverzlun Hallveigarstíg 10 — Sími 2-44-55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.