Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 55. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1968
15
Lárus Pálsson, leikari
„ÞAÐ ERU mtörg ár síðan ég
hefi verið eins írískur og ég er
nú, fullur af Hfsþrótti og löng-
un til starfa. Ég tala betur við
þig, þegar þú kemur heiim aiftur".
Þannig lauk Lárus Pálsson við-
ræðu við mig þegar við kvödd-
umst fyrir rúmum hálfum mán-
uði, rétt áður en ég fór í ferða-
lag til útlanda. Þessi orð og sú
gleði, sem lýsti af aldliti Lár-
usar um leið og hann sagði þetta
og kvaddi mig með sínu hlýja
handtaki og einlæga brosi, gáfu
mér nokkra von um, að heilsa
hans væri nú verulega að batna
og að enn ætti hann eftir að
gleSi, sem lýsti af andliti Lár-
leiksviðinu. Þetta reyndist því
miður ekki svo. Hinn 12. marz
fékk ég skeyti að heiman um að
Lárus væri látinn.
Lárus hafði um mörg ár verið
mjog heilsulítill, en á síðast-
liðnu ári vann hann samt, þrátt
fyrir sjúkleika, einn mesta leik-
sigur sinn með túlkun sinni á
Jeppa á Fjalli. Ég horfði á síð-
ustu sýninguna á Jeppa. Lárus
var sérstaklega vel upplagður
og leikhúsið var troðfullt glaðra
áhorfenda. Þetta var ein þessara
áigæto sýnkiiga þar sem hver
maður, ekki aðeins á leiksvið-
inú heldur einnig í áhorfenda-
salnum, verður þátttakandi, eins
og hluti af sýningunni, allir lifa
með í leiknum og gleyma sér,
leikurinn er þeirra veruleiki þá
stundina. Þegar leiknum lauk,
dundi lófaklappið. Taktklapp-
inu ætlaði aldrei að ljúka, milli
10 óg 20 sinnum kom Lárus fram
brosandi,_ elskulegur, prúður og
látlaus. Úr svip hans lýsti gleði
og þakklæti til þessara ágætu
áhorfenda í salnum. Þessi leik-
hússtund verður mér alltaf minn
isstæð. Lárus á þessari stund
verður mér ógleymanlegur.
Hann er mér jafnframt tákn
þess hvað listrænir yfirburðir
geta orkað á hug og hjarta
manneskjunnar.
Lárus Pálsson var aðeins 54
ára, er hann lést, hinn 12. marz
síðastliðinn. Fæddur var Lárus
í Reykjavík 12. febrúar 1914.
Foreldrar hans voru Páll Lár-
usson, trésmiður, Pálssonar hóm
opata og kona hans Jóhanna
Þorgrímsdóttir, ættuð úr Þing-
eyjarsýslu. Að loknu stúdents-
prófi 1934 fór Lárus til náms til
Kaupmannahafnar. Ætlaði hann
að stunda nám í bókmenntasögu
Af háskólanámi varð þó ekki.
Hugwr hans stóð til leiklistar-
innar, enda hafði hann leikið í
Menntaskólaleik og gert lukku.
Hann innritaðist í Leiklistar-
skóla Konunglega Leikhússins
og lauk þaðan prófi 1936. í loka
prófi fyrsta árið lék hann Loft
í Galdra-Lofti Jóhanns Sigur-
jónssonar og þótti gera það af-
burðavel. Enda var hann ráð-
inn við leikhúsið næstu þrjú ár
eftir að hann útskrifaðist. Síðan
lék Lárus í leikflokki í Ridder-
salen í Kaupmannahöfn, en í
þeim leikflokki voru nokkrir
skólafélagar hans frá Leiklistar
skólanum, sem allir héldu mjög
af Lárusi bæði sem leikara og
félaga. Meðal þeirra var Edwin
Timroth, núverandi leikhússtjóri
í Árósum, en þeir Lárus voru
aldavinir alla tíð.
Lárus ílentist þó ekki í Kaup-
mannahöfn. Þjóðverjar hertóku
Danmörku um yorið 1940 og var
ék!ki við skap svo frjálisfhuiga
manns sem Lárusar að lifa und-
ir andlegri kúgun nazista og
fór hann heim til fslands með
hinni svokölluðu Petsamóferð
haustið 1940 enda mun hugur
hans hafa staðið til fslands og
helzt mun hann hafa viljað
starfa hér að sínum hugðarmál
um.
Þegar hann kom heim byrjaði
hann strax störf hjá Leikfélagi
Reykjavíkur bæði við leik og
leikstjórn. Fyrsta hlutverk hans
var Celestin í óperettunni „Nit-
ouche" þar sem hann „ sló í
gegn" eins og sagt er. Jafn-
framt  leikstarfinu  kenndi  Dár-
us bæði leík og framsögn og las
mjög mikið upp bæði á samkom-
um og í útvarpi, varð hann
mjög vinsæll sem upplesari enda
alveg frábaer.
Þegar Þjóðleikhúsið var stofn
að réðst hann þar sem fastur
leikari og leikstjóri og hefur
starfað þar alla stund síðan, og
er hann fyrsti fslendingurinn,
sem eingöngu stundar leiklist,
frá upphafi, fyrsti atvinnuleik
arinn á fslandi.
Fyrir Þjóðleikhúsið hefur Lár
us mikið starfað, bæði sem leik-
ari og leiikstjóri. Fyrsita verk
hans hjá Þjóðleikhúsinu var að
leikstýra fslandsklukkunni eft-
ir Halldór Laxness og leika
jafnframt Jón Grinvicensis, sem
hann lék af þvílíkri list, að öll-
um, sem sáu, verður ógleyman-
legt. íslandsklukkan var fyrsta
nýja íslenzka leikritið, sem sýnt
var við opnun Þjóðleikhússins
og var sýningin nýstárleg og
bar vott um listræni, hugkvæmni
og smekkvísi leikstjórans.
Meðan Lárusi entist heilsa,
setti hann mörg leikrit á svið í
Þjóðleikhúsinu, 25 alls, og lék
þar um 40 hlutverk.
Hér að framan hefi ég nefnt
2 af hans ef tirminnilegustu hlut
verkum. Jón Grinvioensiis og
Jeppa á Fjalli, sem hann fékk
fyrir heiðursstyrk Menningar-
sjóðs Þjóð'leiklhússinis og Silfur-
lampann. Önnur sérstaklega eft
irminnileg hlutverk Lárusar
vildi ég nefna, Argan í ím'ynd-
unarveiki Molieres, Karl prins í
Hei'laigri Jc'h'önnu eftir Shaw o>g
Óvininn í Gullna hliðinu. í
rauninni voru öll hlutverk Lár-
usar eftirminnileg vegna þess
hve mikiii ágœtisleikari hann
var.
Við Lárus áttum allt frá stofn
un Þjóðleikhússins mikið saman
að sælda og milli okkar var jafn
an gott samstarf og vinátta, svo
sem nauðsyn er, ef vel á að
fara, sérstaklega í svo viðkvæm
um málum, sem leiklist er. Lár-
us var góður drengur, hlýr og
glaður, manni hlaut að þykja
vænt um hann. Milill listamað
ur er fallinn í valinn fyrir ald-
ur fram.
Ég þakka Lárusi fyrir hans
stórmerka listastarf við Þjóð-
leikhúsið og ég þakka honum
fyrir langt samstarf og góða vin
áttu, sem aldrei bar skugga á.
Kvæniur var Lárus Matthildi
(Systu) Ellingsen og áttu þau
eina dóttur Jóhönnu, sem nú
stundar nám við Hástóla ís-
lands. Flyt ég þeim og systur
hans, Hólmfríði, og öðrum að-
standendum mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Guðl. Rósinkranz.
BRÉF TIL LÁRUSAR
12. MARZ 196«
Ljúfi vinur, —
f gær varstu svo óvenjulega
glaður og ánægður, næstum kát-
ur, og brosið þitt eins og það
gat verið hlýjast og rífcaist. Þú
komst til þess að segja okkur
frá öllum þínum nýju fyrirætl-
unum í vor og sumar. Einmitt
núna, í fyrsta sinn á þinni erf-
iðu listamannsævi, máttirðu sjálf
ur ráða nokkru um það, hvern-
ig .þú niotaðir tfcnann. Nú loks-
iras áttixðu ekki l'engur yfir
foörði þér þe>s<sa háværu lam-
andi stundaklukku, þessa óþreyt
andi sívökulu sekúnduvísa, er
þrengdu sér æ nær kvikunni í
sálinni, æpandi eða hvíslandi,
en stöðugt minnandi á skyldur
við rígskorðað kerfisbundið
starf. Og nú var ekki neinn ást-
ríkur banki að minna á sig, og
ekki lengur þessi þrúgandi tví-
skinnungur í hinu líkamlega
gangverki. Öllu þessu óþægi-
lega og leiðinlega hafði nú ó-
sýnileg hönd nýrrar trúar ýtt
til hliðar, og þú varst að byrja
að lifa eftir endurfæðinguna.
Nýtt kall frá vorboðanum í sál-
inni heimtaði svar, ný eggjun,
sem þú einmitt með óþoli beiðst
eftir að fá að svara, og hafðir
orðin tilbúin og yddduð á tung-
unni. Og nú sem þú einmitt varst
alveg viðbúinn að hefjast handa
af lífi og sál, af ólmum huga,
að bera trúnaSarerindi ljúflings
ins, bróður þíns í listinni hinu-
megin við óveðrið, skila því til
vina ykkar við svalt íshaf ið, þar
sem verðrin geysa. Þá kom ein-
mitt einn þessarra óvæntu
þrumustorma að brjóta allar
brýr og feykja því veika, sem
átti allt afl sitt í stórum hug-
sjónum og andans snilli. Og
einnig þú hafðir orðið fyrir töf-
um á vegleysunum til lífsins.
Þegar þú varst að koma upp
tröppurnar í gær, og gekkst
beint inní stofu, þekkti ég aftur
svio greiriilaga þitt gamla fóta-
tak, öruiggt, sigurvisst o.g mann-
legt. Og við vorum líka óðara
komnir á fornar slóðir við Þing-
vallavatn, við fallegu ljósu vík-
ina þína, og hvít sólbirtan glóði
á votum steinunum undir malar
kambinum. Landið var svo ó-
endanlega frítt og 'jöklarnir
fannhvítir eins og þeir hafa allt
af verið. Stór svört ber lágu í
haugum á mosabreiðunum. Og
við hlupum með litla óstýriláta
heimspekinginn þinn, hana dótt
. •  :
í hlutverki Jeppa á FjalH.
ur ykkar, á milli okkar, og ég
hjálpaði þér að koma mótorn-
um í gang — þú varst aldrei
mjög góður mótoristi. En hvað
haldiði, gamli skrjóðurinn fann
á sér að í þetta sinn myndi ekki
til neins fyrir hann að vera
með þrjósku, hann einn gegn
þremur víkingum í eldmóði. Og
báturinn flutti kerlingar á speg
ilslétttu vatninu með heimspek-
imginn við atýrið. Og við dróg-
um fisk í soðið, og Systa átti
nýtt smjör, meira að segjarjóma
útá berin. Og Hanna vissi af
mjúkri laut og þú dróst í laumi
bók undan jakkanum, íslands-
klukkuna, þína kæru bók, sem
þú skildir aldrei við þig þetta
sumar. Og þú last fyrir okkur
þangað til hún dóttir þín bar
ilmandi bleikjuna uppað vörun-
um á þér. Það er erfitt að trúa
því núna að við skulum hafa
átt marga slíka daga, og það
"yrir utan sjálfar stórhátíðar-
nar í þínu víðlenda ríki, þar
sem þú varst konungur, en ekki
aðeins náttúrudýrkandi og fiski
maður. Og í gær fannst mér að
allt  þetta  væri  að  byrja  á ný.
Móðir náttúra er sóunarsom.
Hún þreytir ekki gesti sína með
endurtekningum.
Vértu sæll. snilldarandi, ljúfi,
góði vinur og bróðir. Góða ferð
og kærar kveðjur til drengsins,
einkavinar þíns, er endur fyr-
ir löngu „lagði lítinn munn á
væng þunnan". Hann kynni að
óska að endurtaka þetta kær-
leiksverk og í þetta sinn ekki
að óverðskulduðu.
R.J.
LARUS PALSSON OG DAN-
MARK
I 1935 kom en ung Islænd-
ing til Det kgl. Teaters elev-
skole i Köbenhavn. Förste gang
han spilleðe en rolle pá skolen,
sagde den fornemme gamle lær-
er, Tborkild Roose: „Dette árs
smukkeste  præstation  var  Lár-
us  Pálssons  Loftur  í  „Önsket".
Vi andre blev misumd'elige.
Sá lærte vi ham at kende, en
kunstner, et ¦nvennesike med á
rige evner og sá stor varme, be-
skedenhed, ærlighed, at misund
else blev meningslös.
Sel'v da vor store Poul Reu-
mert kom fra Reykjavík og
sagde: „Jeg sá Láruis Bálssori
som „Den indbildte Syge". Jeg
har selv spillet rollen, men
Lárus Pálsson var bedre, den
beciste Argan, jeg har set.", —
var der ingen gnist af skue-
spillermisundelse, — for det var
jo Lárus.
Lárus stod stærkt, sioan en af
dansk teabers meat talentfulde
unge, da den tyské' basættelse
kom, og valget skulle træffes:
en stor karriere í Köbenhavns
teater eller en insate hjemme.
Han valgte det sidste og der-
med en indisabs i en 'historisk
tid," en teatanhíistorslk tid for
Island, árene op kruod National-
teatrets ábning.
Vi vedl igéboldt brevkíontakt
med hinanden gennem krigens
ár — via Portugal(!) — og eft-
er befrielsen kom han til Köb
enhavn til et stormende gensyn
med danske teatervenner.
Jeg glemmer aldrig en aften
í 1945, da man havde bedt ham
om at medvirke ved en stor vel-
görenhedsforestilling í Köben
havn. Han stod pá Dagmartea-
trets scene ag ,frems sagdle et digt
af vennen Nordaihl Grieg. Trods
árene hjemme talte han den aft-
en det reneste, smukkeste dansk
jeg har hört fra hans mund, og
jubelen siioig oþ imiod haim.
„Profet i sit eget land", taler
man om. Det er aldrig nemt að
være den bedste. Det fölte han
stærkt, da jeg i 1949 kom til
Reykiavík og iscenesatte Shake
speare,s „Hamlet" pá Idnó med
Lárus í titelrollen. Da havde
han. endnu kræfterne, lunét, den
d'ybe, stærke fö'lelse det skönne
sprog. Han var ikke den ele-
gante, elegiske traditionelle
Hamlet, men hvor rig og fængsl
ende en skikkelse skabte han
ikke!
Lárus' indsats i islandsk teat
erliv er blevet skildret, för
disse lin'er nðr frem til Dem:
men det skal siges, at han ogsá
háx tegnet sit billede fornemt
i dan-ak teater, — itoke blot i
hjerterne hos aBe dem, sem har
kendt ham, men ved sin indsats
pá- dansfke scener.
Han spillede flere betydelige
roller báde pá Nationalscenen
og pá Sam Besekows lil'le brænd
ende begejstrede avant-'garde-
teater í „Riddersalen".
En helt særegen og dirrende
tone löd í Det kgl. Teaters store
ruim, da hain som den unge Pi-
erre í Nordahl Grieg's „Neder-
laigtet" stod ved kirkegardsmur-
en og ventede pá döden, samm-
en med dansk scenekunsts
störete, Bodil Ipeen. Ogisá hum
hörte denne tone, hun elskede
det talent, denne klang fra et
sjældent instrument í det nord-
iske teaters orkester.
Árene gi!k, og sygdiom udimairv
ede hans evner og hans styrke:
— men heller ikke i Danmark
vil han blive glemt", — vi ved
et en stor kunstoer er gáet bort,
et skröbeligt o>g rigrt og dejligt
menneske.
Edvin Tiemroth, Teaterchef
Aarhus Teater Danmark
MEÐ koari'u Lárusar Pélesonar.
frá Danmörku 1940 hófst nýr
þáttur í leiklistarsögu íslands.
Hann hefði getað verið kyrr í
Danmörku og unnið sér þar
frægð og frama, því þar stóðu
honum allar dyr opnar, en hann
kaus að snúa heim til íslands
og helga íslenzku þjóðinni krafta
sína.
Aldrei gleymi ég hversu full-
ur af lífi og þrótti hann var.
Hann blátt áfram blés nýju og
fersku  ofti  í  leiklistina  hérna.
Það var hrein unun að vinna
undir hans stjórn. Og gleymir
nokkur þeim listaverkum sem
hann skóp: Celestin í Nitouche,
Pétri Gaut, Óvininum í Gullna
hliðinu, Hamlet, Argan í ímynd-
unarveikinni, Jóni Grindvíkingi
í íslandsklukkunni, Engstrand í
Afturgöngum Ibsens, og nú síð
ast Jeppa á Fjalli — að ótöld-
um öllum þeim leikritum sem
hann setti upp og stjórnaði af
svo mikilli snilld.
Að mínu áliti hefur fsland
ekki átt meiri leikara né betrí
leikstjóra en Lárus Pálsson. Það
er því mikil sorg fyrir okkar
fámennu þjóð að sjá a bak slík-
um listamanni langt um aldur
fram.
Helga Möller Thors.
KVEðJA  FRÁ  FÉLAGI  ÍS-
LENZKRA LEIKARA.
Við andlát Lárusar Pálssonar
leikara og leikstjóra er stórt
skarð höggvið í íslenzka leikara
stétt—, —skarð, sem vandfyllt
verður á komandi árum.
íslenzk leiklist er ung list-
grein. Á rú'muim mannsaldri hef-
ur hún þróast frá þvi að vera
tómstundaiðja nokkurra áhuga-
manna í ört vaxandi starfsgrein.
En örust hefur þróunin verið á
s.l. 25 árum. Þegar saga þessa
tímabils verður skráð, mun nafn
Lárusar Pálssonar bera þar
einna hæst.
Segja má að brotið hafi verið
blað í íslenzkri leiklistarsögu,
þegar Lárus Pálsson kom til
landsins fyrir nær 28 árum, eft-
ir langan og glæsilegan náms-
feril í Kaupmannahöfn, þar sem
hann hafði og getið sér frægðar
orð sem ágæt.ur leikari á er-
'endu'm vettvangi.
í Norðurálfu og víðar geis-
aði um þær mundir einn geig-
vænlegasti hildarleikur, sem yf-
ir þess álfur hefur gengið og
dökk blika var á lofti. En í fs-
lenzkum leiklistarmálum vökn-
uðu vonir, því vor var í lofti.
Nýi- glæsilegur liðsmaður hafði
bætzt í hópinn, sem átti eftir að
sýna á eftirminnanlegan hátt,
hvers hann var megnugur.
Lárus byrjaði strax að starfa
hjá Leíikfélagi Reykjavílkur,
bæði sem leikari og leikstjóri.
Hann var gæddur þori og djörf
ung æskumannsins og honum
fylgdi ferskur andblær, sem
blés nýju lifi í alla leikstarf-
semi, bæði á leiksviðum þessa
lands og í leiklistarflutningi hjá
Ríkisútvarpinu.
Lárus starfar hjá Leikfélagi
Reykjavíkur næstu tíu árin og
var fyrsti leikarinn, sem var fast
ráðip.n þair. Starf hans hjá L.R.
verða seint fullmetin.
Þeiffar Þj' ð!'e»k'h'ú'sið tók til
starfa árið 1950, var Lárust fast
ráðinn þar og starfaði hann þar
til hinztu stundar. Aðeins fyrir
nokkrum dögum lék hann þar
sitt síðasta hlutverk, en það var
Jeppi á Fjalli. —Þess gerist vart
•þ'örf að nefna öll þau mörgu og
fjölbreytilegu hlutverk, sem
Lárus túlkaði á sérstæðan og
stórbrotinn hátt, bæði hjá Þjóð-
leikhúsinu og Leikfélagi Reykja
víkur. Öllum íslendingum, sem
komnir eru til vits og ára, er
það í fersku minni. Ekki væri
síður ástæða til að minnast á
þau mörgu leikrit, sem hann
stjórnaði, og enginn hefur svið-
sett jafn mörg leikrit á leik-
sviði Þjóðleikhússins og hann,
eða alls 25.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32