Morgunblaðið - 30.03.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.03.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MARZ 196« 21 Baráttan um flugvélamarkaðinn - milli Bandaríkjanna og Evrópu ÞAð ER allt útlit fyrir að evr- ópskur iðnaður sé nú að tapa enn einu kapphlaupi við Banda ríkin. í þetta skipti er verið að keppa um hverjir skuli fram- leiða farþegavélar framtíðarinn- ar. Á undanförnum árum hafa Evrópumenn farið halloka hvað eftir annað. Bandaríkin t.d. hafa náð langstærstum markaði fyrir tölvur, rafeindatæki og skrif- stofuvélar þrátt fyrir harða bar áttu hinna. Evrópulöndin standa að vísu betur að vígi í stálfram- leiðslu, en það er heldur ekki mikið meira. Evrópsk fyrirtæki höfðu gert sér vonir um góð viðskipti í sam bandi við smíði nýrra flugvéla og var þar einkum lögð áherzla á tvö atriði, Concorde þotuna og svo „strætisvagn“ loftsins sem á að taka nokkur hundruð far- þega. En eins og nú er málum háttað er útlitið ekki gott. Búist var við að Concorde þota Breta og Frakka gæti fleytt rjó- mann af heimsmarkaðnum fyrir þotur sem fara hraðar en hljóð- ið, vegna þess að hún yrði sú fyrsta. Nú eru möguleikamir að- eins taldir vera 50—50 eins og Bandaríkjamenn segja, þrátt fyr- ir að Boeing SST vélinni seinki líklega um eitt ár. Ög útlitið fyrir strætisvagnin er ekki betra. Sú flugvél verð- ur stærri útgáfa af farþegaþot- unum í dag og á að taka allt að 300 farþega. Bretar, Frakkar og Vestur-Þjóðverjar hafa hugs að sér að byggja „strætisvagn- in“ í sameininu, en lokaákvörð- un verður ekki tekin fyrr en á miðju þessu ári. í aðra hönd, sérstaklega Bretum og Frökkum. Bandaríkin hafa tekið stór skref framávið í flug- vélasölu á síðustu árum. Árið 1965 voru seldar vélar fyrir 1,1 milljarð dollara, árið 1967 fór talan upp í 1,5 milljarða og bú- ist er við amk. 1,8 milljörðum 1968. Ástandið er sérstaklega ískyggi legt í Bretlandi því að flugvéla- iðnaðurinn er ein af fáum grein- um sem alltaf hefur skilað góð- um hagnaði. Hann veitir um 250 þúsund mönnum atvinnu og seld ar hafa verið vélar fyrir um 1,2 milljarða á ári. Bretar bundu miklar vonir við Concorde, en vitað er að á síð- ustu mán. hefur brezka stjórn- in verið að hugsa um að draga sig í hlé frá smíðinni. Fyrsta Concorde þotan var dregin full- búin út úr skýli sínu seint á árinu 1967 og reynsluflug áttu að hefjast 28. janúar. Þeim varð þó að fresta vegna ýmissa galla. Hinn 27. febrúar tilkjmnti brezka stjórnin um lánveitingar til tveggja fyrirtækja vegnasmíði Concorde, en þrátt fyrir það segja menn í háum stöðum í stjórninni, að þeir efist um að vélarnar verði seldar með á- góða. Ein aðal ástæðan er sögð sú, að erfitt muni að reka þot- umar með ágóða. Hinsvegar telja margir sérfræðingar að banda- ríska SST þotan verði ekki mjög dýr í rekstri. Áhugi á „strætisvagninum" er einnig að minnka. Brezka blaðið „The Economist" sagði ný lega að þýzka flugfélagið „Luft- hansa“ hefði neitað að leggja Boeing verksmiðjurnar, B—727 á framleiðslulinunni. Banda- ríkin hafa langbeztu framleiðslumöguleikana. bandarísku „strætisvagnana“ og Bristol Siddeley framleiðir hreyfla fyrir Concorde þotuna. Menn eru heldur bjartsýnni í Frakklandi. Sérfræðingar þar segja að styrkleiki franska flug- vélaiðnaðarins liggi í fjölbreyttri framleiðslu og mjög góðum verk fræðingum. Franskir verkfræð- Tvö bandarísk fyrirtæki eru hinsvegar þegar byrjuð og búast við að geta byrjað að afhenda til'búnar vélar fljótlega eftir 1970. Annar þeirra, McDonnel Dougl as hefur þegar fengið 25 pant- anir frá American Airlines og Lockheed Aircraft er komið vel á veg með sína vél. Boeing er líka farið að fá pantanir fyrir Boeing 747, sem á að taka allt að fimm hundruð farþegar. Breska blaðið „The Sunday Times“ segir í grein að hvað flugvélaframleiðslu snerti sé ekk ert útlit fyrir að Evrópulöndin standist samkeppni við Banda- ríkin og að ef sú spá standist sé augljóst, að það verði mikið áfall fyrir efnahag Vestur-Ev- rópulanda. Flugvélasölur hafa alltaf gefið þeim góðan skilding Concorde - útlitið ekki gott. fram pantanir. Þetta var stað- fest í Bonn, þar sem sagt var að yfirmenn Lufthansa kysu frem ur að h alda við Boeing þotur, vegna góðrar þjónustu þeirra um allan heim. Skórinn er jafnvel farinn að kreppa að framleiðslu herflug- véla í Bretlandi. Sparnaðarráð- stafanir ríkisstjórnarinnar geta haft mikil áhrif á smíði Jaguar orustuþotunnar, sem Bretar og Frakkar vinna að í sameiningu. Flugmálasérfræðingar segja, að Bretum gangi vel á tveim svið um. Brezkar einka- og kennslu- vélar seljast mjög vel, bæði heimafyrir og erlendis ogbrezk- ir flugvélamótorar eru 1 miklu áliti um heim allan. Rolls Royce er að keppa við General Electric um framleiðslu á vélum fyrir Marage 111—V02, getur hafið sig lóðrétt tii flugs og er eina orrustuþotan í heiminum sem hefur þá eiginleika jafnframt því að fara með rúmlega tvö földum hljóðhraða. ingar t.d. byrjuðu fyrstir að nota NOTA „TURBO“ vélar í þyrlur létu framleiða Alouette 11 og 111. Meira en 2000 slíkar vélar hafa verið seldar til 52 landa. Amerískur flugmálasérfræðing ur sagði um Frakka: „Ef þeir hefðu jafn góða framleiðslumögu leika og við, þá yrði samkeppn- in svo sannarlega h örð“. Aðalvandamálið sem Frakkar eiga við að etja þessa dagana er „gat“ í framleiðslunni. N ú er verið að hætta smíði Caravelle þotanna og þeir hafa enga nýja sem gæti tekið við af þeim í tíma. Gert hafði verið ráð fyrir að Concorde og „strætisvagninn* yrðu komin það vel á veg að þær gætu farið beint á „fram- leiðslulínuna" á eftir Caravelle, þannig að verksmiðjurnar þyrftu ekki að stoppa. Herflugvélar. Sagt er að herflugvélafram- leiðsla Frakka standi með mikl- um blóma. Reynsla af Mirage þot unum í höndum fsraelskra flug- manna var geysimikil auglýsing. í sölukeppni við bandarísku or- rustuvélina Northrop F—5, hef- ur Mirage V, gengið vel og fyrir nokkru kaus Belgía hana fremur en þá bandarísku, pantaði 100 vélar fyrir 150 milljón dollara. I París segja menn að samn- ingurinn við Belgíu geti orðið góður bakhjarl fyrir evrópskan flugvélaiðnað. Samkvæmt honum mun Belgía framleiða hreyfla og ráfeindatæki fyrir Mirage þot- urnar og Frakkar vonast til að ná svipuðum samningum við V,- Þýzkaland, Holland, Ítalíu, Bret land og Danmörk. Marage V, eru einnig seldar til Suður-Ameríku, og Suður— Afríku. Pakistan hefur pantað fimmtán og mun líklega kaupa fleiri. Ástralía framleiðir sjálf þoturnar með sérstökum leyfis- samningi við Frakka. Marage J, sem hefur hreyfan- lega vængi hefur gefið mjög góða raun í reynsluflugi, en framleiðsla á þeim vélum getur ekki hafizt fyrr en um 1975. Hvað einkaflugvélar snertir standa Frakkar vel að vígi því að aðeins í Bandaríkjunum eru fleiri vélar notaðar af einkaað- ilum. Litla Fanjet Falcon þotan, sem Dassault framleiðir hefur þegar fært verksmiðjunum 204 staðfestar pantanir og 55 fyrir- spurnir frá líklegum aðilum. Vestur-Þýzkar flugvélaverk— smiðjur ætla heldur ekki að gef- ast upp baráttulaust og hafa m.a. boðizt til að smíða alger- lega nýja orrustuflugvél fyrir flugherinn, sem yrði tilbúin nógu snemma til að taka við af banda- rísku og ítölsku vélunum sem nú eru í notkun. Iðjuhöldamir leggja hart að ríkisstjórninni, að taka þessu boði, þar sem það gæti orðið mikil lyftistöng flug- vélaiðnaðinum og haft í för með sér góðar sölur til annarra landa Vestur-Þýzku flugvélaverksmiðj urnar standa einna fremst í flokki í framleiðslu VTOL véla, sem geta hafið sig lóðrétt til flugs. Þær eru líka einna fremstar í framleiðslu flutningavéla, sem geta athafnað sig við lélegar að- stæður, eins og t.d. Dornier Sky servant. Litlar einkavélar eru einnig vinsælar, eins og t. d. Bölkov Junior sem kölluð hefur verið „Volkswagen loftsins". í augnablikinu telja bjartsýn- ir spámenn að Frakkar og Vest- ur- Þjóðverjar geti gert það gott með því að einbeita sér að smíði sérhæfðra flugvéla, og telja að Bretar ættu að gera slíkt hið sama. Flestir eru samt sammála um, að ef Evrópulöndin sameinist ekki um stór verkefni, eins og t.d. Concorde, og fylgi þeim vel eftir munu Bndaríkin verða alls ráðandi á flugvélamarkaði heims ins um ófyrirsjáanlegan ára- fjölda. „Ef ein'hver er í vafa um þetta segir einn sérfræðinganna ættu þeir bara að heimsækja bandarískar flugvélaverksmiðj— ur, líta eftir flugvélaröðinni og skoða merki flugfélaga frá öll- um löndum heims sem skreyta þær“. Rabb fum rabb) Hvers vegna skrifa menn FYRIR nokkru las ég rabb-grein í Lesbók Morgunblaðsins eftir Jón Hnefil Aðalsteinsson. Nú sé það fjarri mér að fetta fingur út í rithátt eða efni greinarstúfs ins, hvað þá heldur að gagnrýna þá ágætu menn, og mér að góðu kunna, sem vitnað er til í grein- inni, þá Guðmund Arnlaugsson og Björn Bjarnason. En samt gat ég ekki að því gert, að ég kímdi við lesturinn. Greinin fjallar að vísu um það, sem nefnt er „rökfræði“, ekki get ég fallizt á þá nafngift. Svo á að heita, að ég hafi numið lögfræði í skóla, en það fag kenn ir lífið og reynslan, og þó aldrei til hlítar. En ég, og flestir lög- fræðingar allra tíma, munu æði oft hafa fengið ónotalegar ádrep ur fyrir það eitt, að spyrja þann, sem við er talað: „Hvað áttuvið? með þessu eða hinu. Grunlaust er mér ekki að t.d. sálfræðingar hafi orðið fyrir svipaðri reynslu. Sannleikurinn er þó sá, að oft og einatt er ógerlegt að vita hvað viðmælandi manns hefur í huga, þegar hann notar ákveðið orð eða hugtak, nema skýring fylgi. Sé um skýringu beðið, er svarið venjulega: „Æ, vertu ekki með þessar hártoganir, þú veizt hvað ég meina.“ En ég veit það oft og einatt alls ekki. Hvað hef- ur sá maður í huga, sem notar t.d. orð eins og „frelsi", rétt- læti“, „lýðræði”, „kommúnisma“, „þingræði", „fasisma eða „nas- isma, svo að nokkuð sé iiefnt? Hvað merkir skýringarlaust að segja að maður „hafi gott hjarta? Heyrir það undir læknisfræði, siðfræði, hjartavernd eða er það almennur og meiningarlítill eða merkingarlaus „frasi‘? Fyrir all löngu var gerð tilraun, sem gekk í þessa átt, í Vesturheimi. Rumt hundrað manns voi-u snurðir: Húsmæður, kennarar, bifreiðar- stjórar, læknar, skrifstofumenn, lögmenn. Svörin voru næstum jafnmörg og ólík og aðspyrjend- ur voru margir. Árið 1932 skrifuðu tveir Eng- lendingar bók um þetta efni (Ogden og Bentham : TheMean ing of Meaning). Sú bók var gef in út að nýju árið 1936, og til efnisins lögðu þá þrír höfundar að auki. Bók þessi fjallaði um það, sem nefnt er „semantics“, en mætti e.t.v. nefna orðmerk- ingarfræði á íslenzku. Rökfræði í ' eiginlegri merkingu er þetta ekki, þótt efnið sé skylt og grípi hvað í annað. Kennsla í þessum fræðum mun lengi hafa verið við skóla bæði í Bretlandi og Banda ríkjunum. Nefnd bók er æði þung á köflum, og varla nothæf nema með leiðsögn góðs kennara. Létt ari og skemmtilegri er t.d. bók eftir Stuart Chase: The Tyr— anny of Words (Methuen og Co., London, 4. útg. aukin, 1943). Mér þykir meira en gleðilegt, að nokkur kennsla skuli hafa verið tekin upp í þessum fræð- um hér á landi. Reyndar veit ég um prófessor í íslenzkum fræðum við Háskólann sem lengi hefur haft áhuga fyrir þessu efni en hann er stundum talinn hót- fyndinn nokkuð og hárteygja orð og hugtök - eins og lærður lögfræðingur. ísafirði í desember 1967. Bárður Jakobsson. Mér hefur boðizt að gera at- hugasemdir við grein Bárðar Ja- kobssonar og vil ég leyfa mér að taka fram eftirfarandi: í grein minni fagnaði ég því, að tekin skyldi upp kennsla í nýrri tíma rökfræði í skólum hér á landi, en þá fræðigrein taldi ég helzt til þess líklega að þjálfa verðandi menntamenn í rökréttri hugsun. Af dæmum sem Bárður nefnir í sinni grein, virð- ist ekki vanþörf á þessu. í síðari hluta greinar sinnar Framhald á bls 13-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.