Morgunblaðið - 07.04.1968, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.04.1968, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. APRÍL 1968 7 ,Austan kaldinn á oss blés# Siglunes. Okkur barst þessi mynd frá Jóni Stefánssyni, Háaleitisbraut 15 í Reykjavík, og þökkum kærlega fyrir hana. Siglunes er austan megin Siglufjarðar, en Sauðanes vestan megin. Enginn akvegur er að Siglunesi, og sjálfsagt er það þess vegna, sem svo fáar myndir hafa af Siglunesi birzt. Menn hafa gengi'ð eftir fjörunni frá Siglufirði að Siglunesi, og herma sagnir frá óskaplegum manntapa á þeirri leið, og væri raunar fróðlegt að fá í hendur frá sögn af kirkjuferðinni frægu, þegar fólkið lenti í snjóflóðinu. Margir muna sjálfsagt enn þann atburð, og þætti okkur vænt um að fá þá frásögn til birtingar. ENN eru menn að skrifa okk- ur út af vísunni um Austan- kaldan og Siglunesið. Við getum ekki annað en þákkað þennan áhuga á gömlum og góðum ís- lenzkum fróðleik. Við birtum hér í dag tvö bréf frá þeim Jó hanni Sveinssyni frá Flögu og Lárusi Salómonssyni. Allt virð ist benda til þess, að Ingimund- ur í Sveinungsvík sé höfundur vísunnar. Auk þess skrifaði okkur kona úr Árnessýslu, sem ekki vill láta nafns sins getið, á þessa leið: „Fróðlegt þótti mér að sjá skýringarnar við vísuna, og þyk ir mér trúverðugast form Stef- áns Rafns og líkar vel yfirlætis laus orð hans. Ekki geðjast mér að skýringum Hannesar eða forminu, sem hann setur fram. Hrakningsrímu á ég gamla, orta 1849 (af Jóni nokkrum Guð- mundssyni) 179 vísur í handriti móður minnar heitinnar. (Hún var fædd 187S sem var fróð um vísur og ættfræði og margt, sem týndist með henni, því miður — þó sumu væri bjargað og kom- ið til Guðna Jónssonar magisters, fræðasafnara, en sennilega er hennar þó hvergi getið í því sambandi. Fyrrnefnd Hrakningsríma er um sjóhrakninga á Breiðafirði og út af Vestfjörðum, en ekki finn ég vísuna þar. Og svo fylgja hér á eftir brétf Jóhanns frá Flögu og Lárusar Salómonssonar. ÞANN 22. marz var spurt I Dag- bókinni hver væri höfundur vís- unnar „Austan kaldinn að oss blés“. Ég hefi heyrt marga til- nefnda sem höfunda, en jafnan hef ur rökin skort fyrir höfundarrétt- inum. í bókinni Hafræna, sem gefin var út 1923, er vísan prentuð og höfundur talinn Ingimundur Jóns- son í Sveinungavík. Vísunum safn aði hinn vísi og merki maður dr. Guðmundur Finnbogason, og hef- ur hann vafalítið haft rök fyrir því hver væri höfundur, enda seg ir hann í formála að bókinni að hann vilji þakka mörgum hjálp- semi við að taka bókina saman, en sérstaklega þjóðskjalaverði dr. Jóni Þorkelssyni, er hafi af mik- illi góðvild látið sér í té handrit að kvæðum og vísum frá miðöldum vorum. Ungur lærði ég vísuna, og bá á þrem bragháttum, það er hringhendu, stikluviki og sam- hendu, sem eru svohljóðandi: Austan kaldinn að oss blés, upp skal faldinn draga. Þó velti aldan vargi Hlés, við skulum halda á skaga. Á hættinum stikluvik er vísan að öllu eins, nema í fjórðu ljóðlínu, að þar kemur í stað orðsins „skaga" orðið „Siglunes". í hættinum samhenda er fyrsta ljóðlína eins, en í annarri Ijóðlínu aftan við orðið „draga“ kemur orð ið „trés“, og í fjórðu ljóðlínu kem ur í stað orðsins ,,skaga“ orðið „SiglUnes". Það er gagnslaust að lesa frá- sagnir manna um hver sé höfund- ur og hvernig hver lærði vísuna í upphafi. Einna merkasta tel ég frá sögn Hannesar Jónssonar, enda við urkenndur fróðleiks- og grei-ndar- maður. Þá er grein Stefáns Rafns mjög upplýsandi, og eru greinar þeirra í Morgunblaðinu 31. marz Einnig skýringar Helga Bjarnason- ar í Velvakanda 30. marz. Enn vantar upplýsingar frá fróð um mönnum, svo sem Jóhanni Sveinssyni magister frá Flögu, því hann veit ég fróðastan um þetta, og skrifa ég því ekki meira, en vænti þess að heyra frá honum. í Morgunblaðinu 28. marz birtist frásögn Unu Sigtryggsdóttur um að faðir hennar hafi verið höf- undur vísunnar, en hann var Sig- tryggur Jónatansson, s iðasti bóndi í Framnesi l Skagafirði. Það er hæpið, að vísan sé eftir hann, þvi að hún virðist hafa verið komin á flug fyrir hans ungdómstíð. Sig- tryggur Jónatansson, síðasti bóndi Hann hefur lært vísuna ungur, og svo hafa menn haldið að hún væri eftir hann. Slík dæmi eru alltíð, samanber vísu Stefáns Ólafssonar „Ofan drífur snjó á snjó“, sem er prentuð í bók Bólu-Hjálmars og Hjálmari eignuð hún. — Sannan- legt er, að vísan er skrifuð í Háltf- dánarbók 1764 og því meix en 20 árum fyrir fæðingu Hjálmars, og í mörgum handritum er Stefán tal inn höfundur vísunnar. 31. marz 1968. Lárus Salómonsson. FYRIR skömmu kom fyrirspurn I Dagbók Morgunblaðsins um vls- una „Austankaldinn á oss blés“. — Vil ég reyna að leysa úr þvi eftir beztu getu. Vísan hefur ávallt ver ið talin eftir Ingimund Jónsson í Sveinungsvík í Þistilfirði, d. lík- lega litlu fyrir 1703 (finnst ekki í manntalinu 1703). Ingimundur var Skáld, smiður og bíldhöggvari, eins og hann var kallaður (þ.e. mynd- skeri), og á hann að hafa lært þá í Kaupmannahöfn. Sögn er um það, að Ingimund hafi hrakið við fjórða mann á opnu fari austan frá Langanesi vestur á Siglunes (jafnvel vestur á Skaga, sbr. eina gerð visunnar) og náð þar naumlega landi. Vísan er til í þremur gerðum með mismunandi bragarhætti. Sr. Bjarni Þorsteins- son birtir vísuna ásamt tildrögum í ísl. þjóðlögum, bls. 905. Einnig er vísan birt hjá Ólafi Davíðssyni í fsl. þjóðsögum I. bls. 48 (útg. 1945) eftir Gráákinnu Gísla Kon- ráðssonar. — Vísuna hefi ég heyrt í þremur gerðum, sem hljóða þann ig: Austankaldinn á oss blés, upp skal faldinn draga. Veltir alda(n) varga Hlés. Við skulum halda á Siglunes. f þessari gerð hefir sr. Bjarni vísuna, og er bragarhátturinn þá stikluvik. Austankaldinn á oss blés, upp skal faldinn draga trés. Veltir aldan vargi Hlés. Við skulum halda á Siglunes. Er þá vísan orðin samhenda (af brigðið hagkveðlingaháttur). í þess ari gerð birtir Ólafur Davíðsson vísuna: Austankaldinn á oss blés, upp skal faldinn draga. Veltir alda(n) vargi Hlés. Við skulum halda á Skaga. Er nú hátturinn orðinn ferskeytt ur (afbrigðið hringhenda). Ekki minnist ég þess að hafa séð þessa gerð á prenti, en alkunn var hún í Eyjafjarðarsýslu. Má og vera að þessi sé yngri en hinar, gerð til þess, að fá fram fleiri háttu. Meiri skil kann ég ekki á vísunni, enda naumast meira um hana vit- að. Virðingarfyllst, Jóhann Sveinsson. ATH. Þegar ég hafði lokið við þess- ar línur, sá ég í dálkum Velvak- anda, að Una Sigtryggsdóttir segir vísuna eftir föður sinn, Sigtrygg Jónatansson á Framnesi 1 Skaga- firði. Þetta hlýtur að vera misskiln ingur, þar sem vísan er eldri en Sigtryggur, en Ólafur Daviðsson segist hafa sögnina, sem vísan er í, eftir Gráskinnu Gísla Konráðs- sonar, eins og fyrr segir. Ég hefi að vísu ekki leitað í handriti Gísla, en ég tel eflaust, að sá merki fræði maður, Ó. D., fari rétt með. Hitt þykir mér ekki ólíklegt, að Sigtr. hafi haft vísuna yfir á einhverri sjóferð, og þeir, er viðstaddir voru, hafi haldið, að hann hafi hana orta, þar sem Sigtr. var prýðilega skáld- mæltur. J. S. Lítil stúlka i grimubúningi. Listsýning Verðlaunapeysurnar ásamt nokkrum öðrum fallegum flíkum verða í sýningar- glugga okkar í Þingh.str., 2 næstu vikurnar. Álafoss. Ungur piltur óskar að kynnast reglu- samrj stúlku á aldrinum 16 til 22 ára. Tilb. ásamt mynd sendist afgr. Mbl. merkt: „Áhugi 8957“. Vil kaupa eða leigja land undir sumarbústað við vatn eða á á fögrum stað. Tilb. merkt: „Sumar 8012“ sendist afgr. Mbl. fyrir þriðjudagskvöld. Óska að kaupa sumarbústað eða land við á eða vatn í fallegu umhv. Til'b. sendist Mbl. fyrir há- degi 10. apríl merkt: ,8013'. Hópflug ftala Bílskúr Tiliboð óskast merkt: „Hóp fluig 8959“, leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 16. apríl. upphitaður, til leigu að Laugarásvegi 32. Uppl. í síma 34476. Gráar þykkar og yrjóttar karl- manna- og dnengjanærbux ur. Þorsteinsbúð, Snorra- braut 61, Keflavík. Góð 3ja herb. íbúð óskast á leigu nálægt Hamrahlíðarskólanum 1. okt. eða fyrr. Reglusemi. Fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 35552 á kvöldin. Hábær Frá Gluggaþjónustunni Höfum húsnæði fyrir veizl ur og fundi. Sími 21360. Hátúni 27. Einfalt igler, all ar þykktir. Sími 12880. Rúmteppi, baðhengi baðmottusett, pífur fyrir baðherb.gl., plastefni, hlíf- ar yfir hræriv., grillvetl., indverskir smádúkair. Gard ínubúðim, Itngólfssbræti. íbúð til leigu 3ja herb. fbúð til leigu. — Uppl. í síma 14652. Til leigu Húsnæði um 90 ferm. er til leigu. Hentugt sem teiknistofa, læknastofa eða skrifstofur. Tilboð send- ist Mbl. merkt: „Góður staður 8051“. Óskum að taka á leigu frá 1. maí 2ja herb. íbúð með húsgögnum fyrir sænskan verkfræðing. Upplýsingar í síma 52485, á mánudag. ARABIA-hreinlætistæki Stórkostleg nýjung Hljóðlaust W.C. Hið einasta í heimi Verð á W.C. Handlaugar Fætur f. do. aðeins kr. 3.375.00 — 930,00 — 735,00 Clœsileg vara. Verð hvergi lœgra Einkaumboð fyrir ísland: HANNES ÞORSTEINSSON heildverzlun, Hallveigarstíg 10. — Sími 2-44-55. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.