Morgunblaðið - 19.04.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.04.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1968 Guðrún Árnadóttir Oddsstöðu m - m i n n i ng í DAG verður gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík útför Guðrúnar Árnadóttur frá Odds- stöðum. Hún lézt á Borgarspít- alanum í Reykjavik á páskadag 14. þ.m. Guðrún var fædd að Oddsstöð- um í Lundarreykjadal 15. októ- ber 1900. Foreldrar hennar vO'ru Árni Sveinbjörnsson, hreppstjóri á Oddsstöðum, og bústýra hans Arndís Jónsdóttir. Foreldrar Arndísar voru Jón Guðmunds- son, bóndi á Múlastöðum í Flókadal, og kona hans Þrúður Jónsdóttir. Árni var sonur Svein- björns Árnasonar, hreppstjóra á Oddstöðum, og konu hans Guð- laugar Kristjánsdóttur frá Skóg- arkoti. Árni á Oddsstöðum var aðsópsmikill sveitarhöfðingi og ógleymanlegur þeim, er sáu hann. Kristleifur Þorsteinsson lýsir honum svo: „Hann var einn af þeim mönnum, sem vakti þá eftirtekt við fyrstu sýn, að eigi var unnt að gleyma, svo var gerfi hans og svipmót hvasst og hetjulegt. Hann var rammur afli og skjótur til átaka, ef leik þurfti að skakka og í engu var hann miðlungsmaður.“ Guðrún ólst upp hjá foreldr- um sínum á Oddsstöðum, unz faðir hennar dó árið 1912. Nsestu árin var hún á ýmsum stöðum í Borgarfirði m.a. á Innri Skelja- brekku hjá Einari Þórðarsyni f” ER BÍLLINN SAAB #r framleiddur fyrir norftlægar aft- •tæftur. Þess vegna hentar SAAB vefturfari og vegum íslands. Þegar þér kaupift SAAB hafift þér volift Öruggan og óreiftanlegan bíl. SAAB ’é8 er „góftur** bfll f gæftaflokkí. Argerft *68 hefur margar mikilvægor endur- bsetur t.d.: Hærri framnJftu — hæm aftur- róftu. Nýja innréttingu — betri stóla og fallegra óklæfti. Matt mælaborft, sem vpm- ar endurskini og öryggisstýri. SAAB ’68 er eini billinn meft þessi 5 atrifti: Fió’rgengis V4 vél — framhjóladrifi — frf- hjóladrifi— tvöföldu krosshemlakerfi iheft diskqhemlo ó framhjólum. SAAB V4 er 73 ha SAE — viftbrogftsflýtiir 0-80 km. 10.4 sek. SVEINN BJÖRNSSONiCO. SKEIFAM11 SiMl 11530 xammmMmP bónda þar, en árið 1917 fluttist hún til Reykjavíkur. Hinn 8. júlí 1922 giftist hún Bjarna Tómassyni sjómanni, er síðar var um áratuga, skeið á dráttar- bátnum Magna. Bjuggu þau í Reykjavík alla tíð, síðustu rúm 30 árin á Hofsvallagötu 21. Þau hjónin eignuðust ekki böm, en kjörsonur þeirra, er þau ólu upp frá fæðingu var Hlöðver Örn Bjarnason f. 6. október 1926. Hann var efnilegur atgerfispilt- ur, er mikils mátti af vænta, hefði honum enzt aldur, en hann lézt af afleiðingum bílslyss 30. júní 1919, aðeins 22 ára gamall. Var þá mikill harmur kveðinn að foreldrum hans og mun Guð- rúnu að ýmsu leyti hafa fundizt, að eftir það ætti hún á bak að sjá ham ngjudögum æfi sinnar. Guðrún var mjög félagsiynd og tók mikinn þátt í ýmiskonar félagsskap. Hún hafi lifandi áhuga á þjóðmólum og tók virk- an þát.t í baráttu alþýðunnar fyrirbættum kjörum. Starfaði hún að miklum áhuga fram á síðustu á í samfökum alþýðu- fólk, m. a. í Málfundafélagi jafn- aðarmanna. Guðrún var árum saman í stjórn KvæðamannaféLagsins Iðunnar, enda hafði hún mikið yndi af aliþýðukveðskap. Sjáif var hún ágætlega skáldmœlt, og haustið 1949 gaf hún út ljóða- bók, Gengin spor. Þá bók helg- aði hún minningu Hlöðvers son- ar síns, enda bera mörg ljóð- anna merki þess, að henni var harmur í huga. Þótt Guðrún ætti heima í Reykjavík frá 17 ára aldri, fannst henni hún þó aldrei festa rætur að fullu í þéttbýlinu: „Yndi er angri blandið útlaga fram við sæinn, þeirra er sífellt syrgja sveitina og gamia bæinn.“ Hugur hennar leitaði löngum til æskustöðvanna og upp í ÚDÝRUSTU DEKKIN Eigum takmarkaðar birgðir af eftirtöldum SUMARDEKK JUM: 520x13 Kr. 668.00 640x13 — 930.00 670x13 — 970.00 520x14 — 735.00 560x14 — 810.00 590x14 — 860.00 560x15 — 845.00 640x15 — 1153.00 500/525x16 — 815.00 600x16 — 1201.00 650/670x16 — 1285.00 550x17 — 850.00 650x20 — 2158.00 750x20 — 3679.00 0 SAMANBURÐ Á VERÐUM ® KB. HRI5TJÁNS5DN H.F. M B D fl I U SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00 HVAÐ ER TIL ÚRBÚTA í SKÚLAMÁLUM? RÁÐSTEFIMA Á ÍSAFIRDI Á VEGUM S.U.S. OG FYLKIS F.U.S. Ráðstefnan verður haidin laugardaginn 20. apríl í Sjálístæðishúsinu á ísafirði og hefst kl. 15. Ræðumenn verða: -ér Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri. A' Jóhann Ármann Kjartansson, kaupm. ér Birgir ísl. Gunnarsson, form. S.U.S. Á eftir verða frjálsar umræður. Jóhann Árm. Kjartansson Birgir ísl. Gunnarsson Borgarfjörð fór hún á hverju sumri, er hún gat því við komið. Þá komu hinar ljúfu bernsku- minningar upp í huga hennar: „Ekki er margt sem eins á jörð yljar hjarta mínu, sjái ég bjartan Borgarfjörð búinn skarti sínu.“ Guðrún var glæsileg í sjón, fríð og gjörvileg. Hún klæddist gjarnan íslenzkum búningi á mannfundum og bar hann kvenna bezt. Um hana má segja líkt og föður hennar, er ég hygg, að hún hafi líkst mjög í sjón og raun, að hún hafi vakið þá eftir- tekt við fyrstu sýn, er ekki var unnt að gleyma, og í engu hafi hún verið miðlungskona. Skólamenntun hafði hún ekki notið urnfram barnafræðslu, en hugur hennar stóð ávallf tál fróðleiks og menntunar. Hún var prýðilega gáfuð, víðlesin og margfróð, enda sílesandi, er henni gafst tóm frá önnum dags- ins. Hún var nokkuð skapmikil, en drenglynd og vinföst. Við Guðrún vorum náskyld og meðan ég var í menntaskóla, átti ég heima hjá þeim hjónum á veturna. Þau komu síðan fram við mig, sem væri ég sonur þeirra, og ávallt fannst mér, að hjá þeim ætti ég mitt annað heimili. Það er því að líkum, að margar minningar _komi upp í hugann, þegar horft er til baka yfir rúmlega þriggja áratuga kynni. En um það ska-1 ekki fjöl- yrða frekar. Ég vil aðeins með þessum fáu orðum þakka Guð- rún.u handleiðslu hennar, vin- áttu og kærleika, sem aldrei bar skugga á öll þessi ár. Ég votta eiginmanni hennar og öðrum aðstandendum innileg- ustu samúð mína og fjölskyldu mknnar. Björn Sveinbjörnsson. BiLAKAUR^ Vel með famir bílar til sölu ] og sýnis f bílageymslu okkar | að Laugavegi 105. Tækifæri til að gera góð bílakaup., — Hagstæð greiðslukjör. — Bílaskipti koma til greina. Taunus 17M station, árg. ’63, ’66. Transit 850, árg. ’66. Chhevrolet Chevy II, árg. ’65. Fairlane 500, árg. ’65, 66. Toyota 2300, árg. ’67. Vauxhall Victor, árg. ’65. Opel Caravan, árg. ’62. Bronco, klæddur, árg. ’66. Opæl Capitan, árg. ’59, ’62. Trabant station, árg. ’65, 66 Zephyr, árg. ’66. Volkswagen árg. ’62. Volkswagen Fastback, árg. ’66. Cortina BL, árg. ’64, ’65, ’67, ’68. Opel Record, árg. ’65. Chevrolet sendiferð'abíll, árg. ’62. Moskwitch, árg. ’66. Mustang, árg. ’66. Willy’s blæjubíll, árg. ’66. Citroen 1G19, árg. 67. Benz 190, árg. ’57. Benz 220, árg. ’60. ■ ^ innanhúss. ] m&SSÞ UMBOÐIÐ SVEINN EGILSSON H.F. LAUGAVEG 105 SÍMI 22466

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.